Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 3
Lítil verslun á horni Strand- götu og Lundagötu á Akur- eyri hefur án efa vakið athygli vegfarenda sem þar hafa átt leið um. Þar er hvorki glimm- er né glanspappír í útstill- ingargluggum heldur gamlar saumavélar sem hafa stigið ófá sporin um dagana, gömul útvarpstæki eins og það sem amma hafði á hillunni hjá sér, og fleira í þeim dúr. Verslunin heitir Bíla og húsmunaversl- unin og sá sem þar ræður rikj- um innandyra heitir Gunnar Baldur Loftsson. Gunnar er Skagfirðingur, og eftir að hann hafði útskrifast sem búfræðingur frá Hólaskóla tók hann til við barnakennslu sem farkennari í þrjú ár áður en hann flutti til Akureyrar árið 1946. Þá hóf hann störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þar sem hann starfaði til ársins 1962, en þá réðist hann að opna verslun sína og n.k. mánudag heldur hann upp á 20 ára afmæli hennar. En hvers vegna fór hann út í það að setja á stofn verslun með gömul húsgögn og fleira í þeim dúr? Við litum inn hjá honum, „tókum hús“ á honum og tíkinni hans „Stássu" sem heldur honum féiagsskap í versl- uninni alla daga. „Ég vissi að verslanir eins og þessi höfðu blómstrað í Reykja- Gunnar i verslun sinni ásamt tfldnni Stássu. Fólk er fastheldnara á þessa hluti . . . vík og hvers vegna gat ekki alveg eins verið markaður hér? Ég taldi víst að svo væri og byrjaði þess vegna. Það kom reyndar fljótlega í ljós að grundvöllur var fyrir verslun sem þessari, verslun þar sem fólk getur kom- ið og losað sig við húsgögn og fleiri hluti sem það er hætt að nota. Ég get ekki annað sagt en að mér hafi verið vel tekið strax í upphafi. Á þessum tíma var framboð það mikið á svona hlut- um að grundvöllur var fyrir því að kaupa af fólkinu og selja síð- an aftur, en því miður er ástand- ið orðið þannig í dag að ekki er hægt að reka þetta á annan hátt en sem umboðssölu.“ - Hvað hefur breyst? „Það er ýmislegt. Eitt er að fólk er orðið mun kröfuharðara en áður var. Hér áður fyrr kom fólk hingað með hluti og það voru ávallt til staðar viðskipta- vinir sem vildu kaupa. Nú eru kröfurnar sem fólk gerir orðnar svo miklu meiri. Jafnvel fólk sem er að hefja búskap lætur sér ekki detta í hug að byrja búskap- inn með notuðum húsgögnum. Svo eru margir sem keyra bara gömlu húsgögnunum á ösk- uhaugana, það er ekkert verið að hugsa um að koma þeim i verð þótt hægt sé. Ég hef heyrt sögur um að mjög góð húsgögn hafi fundist á haugunum, en fólk hendir þessu bara ef það langar til að fá sér nýtt. Svona er hugs- unarháttur margra íslendinga, en t.d. í Svíþjóð, þar sem ég þekki til, er mjög algengt að fólk sem er að hefja búskap kaupi sína fyrstu búslóð í verslun sem hefur notaða hluti á boðstól- um.“ - Er mikið um það að þú fáir gamla merkilega hluti til sölu? „Það var talsvert hér áður fyrr. Hinsvegar virðist fólk nú- orðið vera mun fastheldnara á þessa hiuti. Þótt þeir séu ekki hafðir uppivið og notaðir þá er þeim ekki fargað eða komið í sölu, heldur eru þeir settir upp á háaloft eða niður í kjallara og þar gleymast þeir.“ - En er eitthvað um að þú fáir heilar búslóðir til sölu? „Nei það er lítið, enda er húsakosturinn ekki þannig að ég gæti tekið við slíku. Ef um stóra hluti er að ræða verð ég að láta mér lynda að afþakka, en ég bendi fólki hinsvegar á svona hluti ef ég veit af þeim á lausu.“ - Hvernig gengur að lifa á verslun sem þessari? „Það er ekki neitt sældarlíf. Ég þyrfti að vinna eitthvað ann- að hálfan daginn ef vel ætti að vera. Ég hef fyrir kostnaði en það er varla hægt að skrimta af þessu. En ætli ég láti mig ekki hafa það að dútla eitthvað við þetta áfram, ég reikna með því.“ Tvær regnhlífar stóðu saman í regn- hlífagrind. Allt í einu var göngustaf stungið niður í grindina hjá þeim. Þá sagði önnur regnhlífin hneyksluð: „Almáttugur-strípalingur...“ ☆ ☆ ☆ Hvað er brúnt, þétt viðkomu, kúlulaga og er með sólgleraugu? Hrossatað í sumarfríi. ☆ ☆☆ Hvað er það sem er grænt og þýtur upp og niður með ofsahraða? Svar: Froskur í kokteilhristara! ☆ ☆☆ Hvað er það sem er gult, flýgur í loft- inu og hefur fjóra vængi og tvö hjól? Tveir kanarífuglar með reiðhjól á milli sín. ☆ ☆ ☆ Hvað er það sem er gult og gyllt, hangir á veggnum og segir trútt-trú- trú? Kanarífugl með trompet. ☆ ☆ ☆ Móðirin kom meö unga dóttur sína til sálfræðingsins og útskýrði að stúlkan héldi að hún væri hæna. Sálfræðing- urinn róaði móðurina og sagði það alls ekki óalgengt að börn þjáðust af yfirgengilegu ímyndunarafli, hversu lengi hefði stúlkan staðið í þessari trú?“ „Nærri tvö ár,“ svaraði móðirin. „Dóttir þín hefur ímyndað sér að hún væri hæna í tvö ár? Hvers vegna hef- urðu ekki komið með hana fyrr?“ Konan varð vandræðaleg, en játaöi svo: „Við þurftum á eggjunum að halda, læknir." ☆ ☆ ☆ Það er sannað að maður getur losnað við vörtu með því að kasta ketti yfir kirkjugarðsmúrinn, klukkan tólf á miðnætti. Með því skilyrði náttúrlega, að vartan hafi verið á kettinum. Fjaran og innbærinn: Aðalstræti 13 Lýsing: Húsið er einlyft með porti og háu risi og steinhlöðnum kjall- ara. Á vesturhlið eru tveir mæn- iskvistir og hefur þaki hússins verið lyft á milli þeirra. Á aust- urhlið er einn mæniskvistur og þeim megin hefur húsþakinu einnig verið lyft við hlið kvistsins. Við vesturhlið hússins eru tvennar dyr með steinsteypt- um tröppum framan við. Á norðurgafli er forstofuskúr, einnig með tröppum. Við aust- urhliðina eru tveir litlir skúrar með tröppum við. Veggir og þak eru bárujárns- klædd og er þakjárnið nokkuð ryðgað. Gluggar eru flestir með krosspóstum og tvöfalt gler hef- ur verið sett beint í karmana. Fjórar íbúðir eru í húsinu, tvær á hvorri hæð. íbúðirnar tvær á rishæðinni eru báðar ný- uppgerðar og eru mjög góðar. íbúðirnar á neðri hæðinni eru ekki jafn góðar þeim efri en þó í góðu lagi. Húsið er 16x7.5 m að grunn- fleti eðau.þ.b. 120fmsemskipt- ist þannig að grunnflötur syðri hlutans er u.þ.b. 69 fm en þess nyrðri 51 fm. Geymslukjallari er undir húsinu öllu. Saga: Þórður Thorarensen, gullsmið- ur, byggði hús á uppfyllingu austan Aðalstrætis árið 1898. Húsið var 15x12 álnir að grunn- fleti, ein hæð og portbyggt ris með miðjukvisti þvert í gegn. Árið 1903 lengdi hann húsið um IOV2 alin til norðurs með kvisti á vesturhliðinni. Þórður hafði áður búið fremst í Gilinu en þar reisti hann sér hús árið 1886 fyrir sunnan læk- inn og vestan við hlöðu bæjar- fógeta. Á neðri hæðinni var gull- smíðaverkstæði Þórðar og sölu- búð en fbúð hans var á efri hæð. Fljótlega eftir daga Þórðar skiptist húsið í fjórar íbúðir. Þaki hússins var lyft milli kvist- anna á báðum hliðum. Dyr voru settar á norðurstafn árið 1945 og seinna ^erð þar forstofuút- bygging. Álit, athugasemdir: Húsinu hefur ekki verið haldið við að utan í samræmi við innra viðhald þess. Það er ómálað og þakjárn lélegt. Gluggar eru farnir að láta á sjá af viðhalds- leysi. íbúðirnar eru að mestu góðar. Skortur á samvinnu milli íbúða- eigenda veldur miklu um slæmt útlit hússins. Aðalstræti 13. 17. september 1982 — DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.