Dagur - 17.09.1982, Side 4

Dagur - 17.09.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Húsnæðismál ungs fólks Á 19. þingi Sambands ungra framsóknar- manna sem haldið var fyrir skömmu var meðal annars fjallað ítarlega um húsnæðismál ungs fólks. í ályktun þingsins um þessi mál segir meðal annars á þessa leið: „Alkunna er að bygging eða kaup á eigin íbúðarhúsnæði - sér í lagi í fyrsta sinn — mark- ar sérstakt tímabil í lífi flestra íslendinga. Æskilegt er að sem flestir eignist eigin íbúð. Slíkar framkvæmdir mega þó ekki raska öllu fjölskyldulífi þeirra sem í þær ráðast. Ekki er síður mikilsvert að fólk geti óþreytt nýtt frí- stundir sínar til þroskandi og fjölbreytilegra tómstundastarfa. Á þessu umfangsmikla sviði húsnæðismála er úrbóta þörf. Auknar fjárveitingar til bygg- ingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði er nauðsyn. Jafnframt er brýnt að athuga hvernig húsnæð- isstjórnarlánum er ráðstafað og hvernig heild- arfyrirgreiðslum í formi langtímalána er háttað. Byggingar verkamannabústaða hafa stór- aukist á undanförnum árum. Útlán úr Bygg- ingasjóði ríkisins hafa dregist saman á sama tíma og útlán úr Byggingasjóði verkamanna hafa aukist. Þetta stafar af því misræmi sem er á lánshlutfalli úr þessum tveimur sjóðum. Byggingar verkamannabústaða hafa því ekki orðið til samsvarandi aukningar í íbúðabygg- ingum. 19. þing SUF telur einkum eftirfarandi um- bætur nauðsynlegar: 1. Að lán frá Byggingasjóði verkamanna að meðtöldu lífeyrissjóðsláni nemi allt að 90% af byggingarkostnaði. 2. Að lán frá Byggingasjóði ríkisins til þeirra er byggja eða kaupa í fyrsta sinn verði hækkuð verulega. Lánstími verði lengdur. 3. Að sveitarstjórnir tryggi að lóðaframboð á hverjum tíma verði nægjanlegt.“ Varðandi leigumarkaðinn segir í ályktun SUF: „Ljóst er að sl. 2-3 ár hefur það reynst erfiðara fyrir fólk að fá leiguhúsnæði og fyrir- sjáanlegt er að þessir erfiðleikar fara vaxandi. Meginástæður þessara erfiðleika eru að samfara aukinni eftirspurn þar sem stærstu árgangar í sögu þjóðarinnar eru að koma inn á leigumarkaðinn hefur húsnæðisframboð, einkum á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýlis- kjörnum út um land, dregist verulega saman og má þar að hluta til kenna um húsaleigulög- unum. Það er engin tilviljun að á sama tíma og skólar hefjast er vöntun á leiguhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu mest. Ein fljótvirkasta og raunhæfasta leiðin til lausnar þeim vanda er bygging námsmannaheimila, sem myndu draga úr mestu þenslunni á leigumarkaðin- um. Frambúðarlausnin í þessum málum er að auka framboð á húsnæði.“ 4 - 'dÁGÚr -17. septembér i 982 Umdaginn ogveginn — Nokkur heilræði til örmagna þjóðar Eins og lesendur muna, þá var í síðasta pistli HÁKS lítillega vik- ið að eymd þeirri og uppdráttar- sýki sem þjáir þessa þjóð nú á tímum. Var málið kannað frá ýmsum hliðum, fordómalaust í jákvæðum anda. Hygg ég að menn hafi gert góðan róm að þessum skrifum og þykir nú HÁKUR standa næst Svart- höfða að mannviti og hógværri fræðimennsku um þjóðfélag vort og sögu. Okkur félögunum til sárrar mæðu hefur landinn þó ekki lát- ið segjast við tilskrifið og ekki annað að sjá en heldur hafi sigið á ógæfuhliðin síðan síðast. Á stundum sem þessum, þeg- ar þjóðinni virðist ekki upp úr aumingjaskapnum bjargandi, minnist ég þess jafnan hvernig forfeður vorir tóku á þessum málum. í þá daga reiknuðu menn öngvar vísitölur, en undu þó glaðir við sitt. A.m.k. þeir sem eitthvað áttu að una við. Mér er sagt að langafi minn hafi verið hraustmenni og aldrei kveinkað sér. Ekki gerði hann sér rellu útaf því hvort gengið féll eða seig, eða hvort útgerðin tapaði 300 milljónum, eða 3000 milljónum, já öllum heimsins milljónum á því að vera ekki hætt fyrir löngu. (Vel á minnst, kunningi minn einn tölvís hefur reiknað út að útgerðin hafi frá stríðslokum tapað fé sem svarar árlegum fjárlögum 30 bjargálna ríkja í þriðja heiminum, eða til- kostnaðurinn við að senda sjö geimför til tunglsins og heim aftur. Þegar á allt er litið mun út- gerðin hafa tapað að meðaltali 14 aurum á hvern titt sem kom- inn er úr sjó. Hvað skyldu þeir græða mikið á því að taka sér frí?) Jæja, en aftur að efninu, langafa mínum sáluga. Hann hafði það sér helst til dægrastytt- ingar að brjótast á hverjum degi beitarhúsaleið sem ekki var skemmri en þrjár dagleiðir, til þess að vitja um fé sitt og helst gefa því heytuggu ef jarðbönn voru, en svo var ævinlega fyrr á öldum og veður svo hörð að tungan fraus á milli skolta mönnum. Voru menn jafnan fáorðir í beitarhúsaferðum. Þó heyrði það til undantekninga ef hann átti nokkur hey, því sumur voru köld á þessum árum og komu seint, ef þau komu þá nokkuð. Var sjaldan kominn sauðgróður fyrr en viku af ágúst og yfirleitt lagðist vetur að skömmu eftir höfuðdag. Og ekki fengu kartöflubændur neitt fyrir sinn snúð ef þeir gleymdu að taka upp í þá daga, enda gras- ið jafnan fallið um jólamessu- leytið, ef það lét þá nokkurn tíma sjá sig. En hvernig er því háttað, les- andi góður, að þjóð sem á sér svo glæsta sögu að baki, þjóð sem hefur staðið í stormi og stórsjó frá örófi alda, kveinkar sér nú undan neikvæðum raun- gengishagnaði og stigminnkandi hækkunum á vísitölu kaupmátt- ar ráðstöfunartekna? Er ekki nokkuð lítilmannlegra fyrir slíka þjóð en leggjast flöt fyrir einum skitnum viðskiptajöfn- uði? Eitt er víst, að fáir munu ánægðir með ástandið. Menn svipast um eftir sökudólgnum og er víða leitað fanga. Lengi vel var danskurinn okkur haldgóður í þessu efni og öllu á hann klínt, en nú er hann meinlaus, eins og menn sáu á dögunum þegar Anker kom hingað norður og skálaði við menn í koníaki til þess eins að vera settur í skamm- arkrókinn þegar heim kom. Lé- legur djöfull það. Bretinn var líka til nokkurs gagns um tíma, enda kenndi hann Islendungum leti og slæpingjahátt í stríðinu sem frægt er orðið. Og kaup fyrir í þokkabót. En nú eru þeir hættir að gera öðrum óskunda en sjálfum sér. Könum og Rúss- um mátti og kenna margt hér áður fyrri, en nú er eins og það sé löngu komið úr tísku að berja á þeim. A.m.k. sá ég ekki betur en Reagan gamli þyrfti á allri umhyggju forsetans okkar að halda þegar þau sýndu sig í rósa- garðinum hér á dögunum. Hvert förum við þá í leit að blóraböggli? Sumir vilja koma sökinni á Gunna Thor, sem glottir út í annað af öllu saman, eða Haukdal sem skrifa leyndar- dómsfull bréf. Aðrir á Steingrím fyrir að leyfa mönnum að kaupa sér skip til þess a gera út á tapið margnefnda. Sumir segja að þetta sé Hjörleifi að kenna því hann talar svo mikið og segir svo fátt. Enn aðrir ásaka sauðkind- ina sem samþykkir athuga- semdalaust að vera til og deyja í veikri von um útflutningsbætur úr vasa skattborgarans marg- þjáða, eða þá sjónvarpið sem eitrar hugi vora við beinum út- sendingum og Tomma og Jenna, eða . . . Er nokkur með í beitarhúsa- ferð?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.