Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 5
Rjúpnaveiðar nálgast Skotaúrvalið eykst. Byssuúrvalið batnar. Byssuhreinsisett og byssupokar. Eyfjörð, Hjalteyrargötu 4, sími 25222, Akureyri. tlörð til sölu1 Okkur hefur verið falið í einkasölu að selja jörðina Króksstaði í Öngulstaðahreppi. Hér er um að ræða þægilega bújörð í næsta nágrenni Akureyr- ar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstof- unni. ktum áætlunarverkefnum, þrengist kauphallarmarkaður hinna póli- tísku hrossakaupa. Á síðari árum hefur Byggðasjóður fengið í hend- ur erlent lánsfé, sem verja skal til byggðaþróunar. Síðustu tvö árin hefur Fjárfestingabanki Norður- landa lánað fé, sem nota átti til byggðaþróunaraðgerða á íslandi. Ákveðið hefur verið að nota þetta fé til samgöngumála. Fé þetta hef- ur samkvæmt skýrslu Fram- kvæmda- stofnunar 1980 verið skipt á milli bundins slitlags og malarvega í jað- arbyggðum. Ollu þessu fé er það ár varið utan Faxaflóasvæðisins. Rúmlega helmingur fjárins fór til bundins slitlags á aðalleiðum, en hinn hlutinn til malarvega. Það at- hyglisverða er að það fjármagn, sem veitt er til malarvega nægir engan veginn til að ljúka fram- kvæmdum. Það hefði sennilega tekist ef öllu lánsfénu hefði verið veitt til jaðarsbyggðaveganna. Þeg- ar litið er á það að fé er veitt til að gera bundið slitlag í Hvalfirði og Suðurlandsundirlendinu er ljóst að ekki er verið að nota þetta fjár- magn í beinum byggðaþróunartil gangi. í ársskýrslu Framkvæmda stofnunar fyrir síðasta ár, kemur fram að hlutur bundna slitlagsins hefur hækkað upp í 54,5% af því lánsfé, sem útvegað er til byggða- þróunar og hlutur jaðarveganna hefur lækkað að sama skapi. Nú er veitt fé til vegagerðar um Bláfjalla- hring, sem ekki er hægt að telja að þjóni byggðaþróun og at- vinnuuppbyggingu. Þetta er 16,5% af því fé sem veitt er í malarvegina. Sé litið á lánveitingar til bundins slitlags er ljóst að inn koma nýir liðir, sem nær eingöngu þjóna samgöngutengslum við höfuðborg- arsvæðið svo og göngin við Rauða- vatn, Þingvallavegur og Þrengsla- vegur v/fiskflutninga frá Þorláks- höfn. Þetta svarar til 25% af því fé, sem verja á til byggðaþróun- araðgerða í samgöngumálum. Það sem er alvarlegast við þetta er ekki eingöngu það, að stjórn Framkvæmdastofnunar er staðin að því að sniðganga meginstefnu laga um verkefni Byggðasjóðs, heldur hitt að það er verið að snið- ganga þau markmið, sem hinir er- lendu lánveitendur hyggjast ná með lánveitingum sínum. Hætt er við, ef svo heldur fram að þess kon- ar byggðastefna verði ekki talin marktæk. Ég vil minna á þau um- mæli sém ég viðhafði í síðustu skýrslu minni til fjórðungsþings: „Skammtímaaðgerðir og saman- tvinnaðar bjargráðaaðgerðir um tíma er ekki byggðastefna. Tví- skinnungur er á góðri leið að eyðil- eggja alla skynsamlega fram- kvæmd byggðastefnu í landinu.“ Úr þessu verður að bæta með breyttu skipulagi og bættum vinnu- brögðum. Um þetta ættum við Stefán að vera sammála. Hvort ég er maður til að standa við orð mín og er á annað borð marktækur læt ég lesendum blaðsins eftir að svara. Eg er Stefáni Guðmundssyni, al- þingismanni, þakklátur fyrir hans mikla starf fyrir byggðir Norður- lands, í báðum kjördæmum, og til að koma í veg fyrir að jaðarbyggð- um fjórðungsins blæði út atvinnu- lega. Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga. FASTEIGNA& M SKIPASALA^SZ NORÐURLANDS I) Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrifsfofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Gerið góð bílakaup Til sölu Lada 1500 station Subaru ’79 tveggja og fjögurra dyra Lada Sport Scout Traveller VW „rúgbrauð“ lokaðir eða með sætum. Greiðsluskilmálar. Bílaleiga Akureyrar Tryggvabraut 14 Frá Söngfélaginu Gígjunni Aðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 11. október kl. 20.30 í Kapellunni. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Karlakór Akureyrar Félagar mætið allir á fyrstu æfingu fimmtúdaginn 7. október kl. 20.30 í félagsheimilinu okkar HljómbQrg._______ stjómin. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 6. október nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Helgi Guðmundsson og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Slátur Fimm slátur í kassa, aðeins 300 kr kassinn. HAGKAUP Norðurgötu 62, Akureyri. ^aaaamamammaanaaMmBaBaamaaaaaaaaaaaasaaamí Leikfélag Akureyrar. Atómstöðin Höfundur: Haildór Laxnes Leikstjórn og handrit: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikhljóð: Viðar Garðarsson Frumsýning fimmtudag 7. okt. kl. 20.30. Önnur sýning laugardag 9. okt. kl. 20.30. Þriðja sýning sunnudag 10. okt. ki. 20.30. Sala áskriftarkorta stendur yfir. Aðgöngumiðasala opin alla daga nema sýn- ingardaga kl. 17-19 og sýningardaga kl. 17- 20.30. Sími24073. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 6. október nk. kl. 20.30 að Hótel KEA. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Eyfirðinga verður haldinn að Hótel KEA (Gildaskála) fimmtu- daginn 7. október kl. 9 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 5: óktóbier 1982 - DAG.UR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.