Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 9
KA-sigur gegn Haukum
í mjög spennandi leik
★ Flemming
KA lék sinn fyrsta heimaleik á
þessu keppnistímabili í hand-
knattleik á laugardaginn. Þá
fengu þeir Hauka í heimsókn
og var leikið í íþróttaskemm-
unni.
Þessi leikur var mjög spenn-
andi frá upphafi til enda, og var
munurinn aldrei meiri en þrjú
mörk. í hálfleik haföi KA eins
marks forustu 11 gegn 10. Þegar
flautað var til leiksloka hafði
KA gert 25 mörk en Haukar að-
eins 23, og öruggur KA-sigur í
höfn.
Það var aðeins eftir hálfa mín.
af leiktímanum, að Flemming
átti góða línusendingu á Guð-
mund Guðmundsson sem af-
greiddi boltann snarlega í netið.
Jón Hauksson fv. leikmaður hjá
KA jafnaði skömmu síðar fyrir
Hauka úr vítakasti. Þá komu tvö
KA-mörk, annað úr víti frá
Flemming og hitt frá Kjeld. Um
miðjan fyrri hálfleik var staðan
orðin sjö mörk gegn þremur
fyrir KA, en þá komu þrjú mörk
í röð hjá Haukum sem minnk-
uðu muninn í sjö gegn sex.
Jakob Jónsson gerði tvö síð-
ustu mörkin fyrir KA í fyrri hálf-
leik og bæði úr hægra horninu.
Síðari hálfleikur var mjög
jafn, en á 6. mín. náðu Haukar
forustunni í fyrsta sinn, 14 gegn
13, þá jafnaði Flemming, en
Haukar náðu aftur eins marks
forustu.
Sigurður Sigurðsson jafnaði
síðan með hörkuskoti rétt undir
þverslána. Guðmundur Guð-
Tap og sigur
hjá Þór
Þór lék sína fyrstu leiki í
þriðju deild í handbolta um
helgina undir stjóm hins nýja
þjálfara síns, Guðjóns Magn-
ússonar. Þeir léku á föstu-
dagskvöld við Akranes en
töpuðu þeim leik með 24
mörkum gegn 22.
Þetta var fyrsti leikur Þórs á
þessu keppnistímabili en æfing-
ar hafa staðið yfir nokkurn tíma.
Sigurður Pálsson var meiddur og
gat því lítið leikið með og einnig
spilaði Guðjón lítið.
Flest mörk Þórs í leiknum
gerði Jón Sig., eða 8. Oddur
Halldórsson gerði 4, Sölvi 3,
Guðjón, Sverrir og Gunnar
Gunnarsson 2 hver og Einar
Áskelsson 1.
Á laugardaginn léku Þórsarar
svo við Borgnesinga, en það var
leikur kattarins að músinni því
Þórsarar sigruðu með 37 mörk-
um gegn 20.
Flest mörk í þeim leik gerði
Sigurður Pálsson, eða 10, Aðal-
björn og Gunnar Gunnarsson
gerðu 5 hver, Hörður 4,
Guðjón, Oddur og Jón Sig 3,
Sölvi 2 og Einar Askelsson og
Gestur Davíðsson 1 hver.
Þórsstúlkurnar léku tvo leiki
um helgina undir stjórn Birgis
Björnsson sem nú þjálfar þær.
Þær töpuðu báðum leikjunum
stórt, fyrir Fram með 25 gegn 11,
og fyrir FH með 24 mörkum
gegn 12.
Tvíburabræðumir Garðar og Gylfi.
★ Guðmundur ★ Gauti
mundsson komst síðan inn í
sendingu hjá Haukum og brun-
aði fram ásamt Þorieifi, en
Guðmundur sendi á hann bolt-
ann og Þorleifur skoraði.
Þá náðu Haukar að jafna, en
Flemming kom KA aftur yfir.
Haukar fengu þá vítakast sem
Hörður Sigmarsson skoraði úr
og jafnaði. Þá komu tvö mörk
hjá KA annað frá Guðmundi og
hitt frá Flemming. Haukar
minnkuðu muninn í 19 gegn 18,
en Flemming kom síðan KA í 20
gegn 18 eftir vítakast.
Þá kom slæmur kafli hjá KA
og Haukar ná að gera þrjú mörk
án þess að KA tækist að skora,
og staðan orðin 21 gegn 20
Haukum í vil.
Þá kom góður kafli hjá KA
síðustu fimm mín. leiksins og
gerðu KA-strákarnir fjögur
mörk í röð án þess að Haukum
tækist að skora, en þá lokaði
Gauti líka markinu algjörlega,
varði hvert skotið á fætur öðru.
Á síðustu mín. minnkuðu
Haukar muninn í 24 gegn 22, en
þá bætti Friðjón 25. markinu við
fyrir KA og Haukar síðan einu
áður en flauta tímavarðarins
gall.
Þjálfari KA var ánægður með
stigin sem sigurinn gaf, en sagði
að ýmislegt þyrfti að lagfæra í
leik liðsins.
Erlingur Kristjánsson og
Magnús Birgisson hafa nú einnig
hafið æfingar og koma fljótlega
inn í liðshópinn.
Haukar eru með mjög sterkt
lið þegar leikskýrslan er skoðuð,
eða valinn mann í hverju rúmi.
Þeir verða því að teljast
óheppnir að hafa tapað þremur
fýrstu leikjum sínum í mótinu.
Ymislegt gott má um KA-liðið
segja en vörnina þarf að þétta,
svo og vantar meiri rólegheit og
yfirvegun í sóknarleikinn sér-
staklega þegar KA er yfir og fáar
mín. til leiksloka. Flest mörk
KA gerði Flemming 12 (6 úr
víti), Guðmundur gerði 6, Þor-
leifur og Jakob 2 hvor og
Friðjón, Sigurður og Kjeld 1
hver.
Markahæstir hjá Haukum
voru Þórir Gíslason með 8 og
Hörður Sigmarsson með 7.
Dómarar voru nafnarnir Gunn-
ar Jóhannsson og Gunnar Kjart-
ansson og dæmdu þeir ágætlega.
Bestir hjá KA voru Flemming,
Guðmundur og Gauti.
Kjeld skoraði eitt mark fyrir KA gegn Haukum.
Fimm íslandsmet
í „Trölladyngju“
Haustmót Lyftingaráðs Akur-
eyrar var haldið í „Trölla-
dyngju“, húsnæði Lyftinga-
ráðs í Lundarskóla laugardag-
inn 2. október. Mjög góður
árangur náðist á mótinu og
voru sett 5 Islandsmet í ung-
lingaflokki.
Fl. 82,5 kg Haraldur Ólafsson
snaraði 120 kg og jafnhattaði
160 kg samanlagt 280 kg. Har-
aldur átti góða tilraun við nýtt
íslandsmet í snörun er hann
reyndi að lyfta 131 kg. Þá mis-
tókst Haraldi naumlega að jafn-
hatta 171 kg en það hefði orðið
nýtt Norðurlandamet unglinga.
Fl. 90 kg Gylfi Gíslason snar-
aði 140,5 kg ogjafnhattaði 177,5
kg eða 317,5 kg samanlagt. Allt
eru þetta íslandsmet í unglinga-
flokki. Gylfi reyndi við nýtt
norðurlandamet í snörun 145,5
kg en það tókst ekki að þessu
sinni.
Fl. 100 kg Garðar Gíslason
snaraði 143,5 kg og jafnhattaði
175,5 kg í aukatilraun. Hvort-
tveggja eru íslandsmet í ung-
lingaflokki. Samanlagður árang-
ur Garðars var 307,5 kg en auka-
tilraun reiknast ekki með í sam-
anlögðum árangri.
Þessir þrír lyftingamenn
munu í desember nk. verða full-
trúar Akureyrar á Norðurlanda-
móti uglinga í lyftingum er fram
fer í Danmörku. Eins og flestum
er kunnugt unnu þeir til tveggja
gullverðlauna og silfurverð-
launa á síðasta norðurlanda-
móti.
5. úktóber 1982 - DAGUR - 9