Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 5. október 1982
Aðalfundur
Framsóknar-
félagsins á
Hótel KEA
Aðalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar verður haldinn ann-
að kvöld, miðvikudaginn 6.
október, klukkan 20.30. Fund-
arstaður er gildaskáli Hótels
KEA.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður kosning fulltrúa á
kjördæmisþing. Samtals verða
kosnir 17 fulltrúar frá Akureyri,
en auk þess tvisvar sinnum 17 full-
trúar til viðbótar á aukakjördæm-
isþing, sem haldið verður eigi
síðar en þremur vikum eftir það
t'yrra.
Fyrra kjördæmisþingið verður
á Húsavík og hefst klukkan 20
föstudaginn 15. október. Þar fer
fram prófkjör um skipan á lista
Framsóknarflokksins við næstu
Alþingiskosningar.
Akureyringum
fjölgar hægt
og sígandi
Á áratugnum 1971 til 1981 fjölg-
aði Akureyringum úr 10.930 í
13.420 eða um 2.490 manns. Þetta
samsvarar rúmlega 2% fjölgun á
ári. I upphafi áratugsins voru Ak-
ureyringar 5,28% allra lands-
manna, en í lok hans 5,87%.
Einar Þ. Ásgeirsson fyrir framan húsið, sem var sett saman í flugskýlinu á Akureyrarflugvelli.
Mynd: áþ.
hálfkúluhúsið
á Akureyri
Fyrsta
rís
Innan skamms verður fyrsta
hálfkúluhúsið reist á Akureyri.
Það er Einar Þ. Ásgeirsson,
arkitekt, sem hefur umsjón
með uppsetningu hússins, en
hann hefur reist nokkur slík hér
á Iandi á undanförnum árum.
Húsið, sem er 5 m í þvermál,
verður sett yfir radar Flugmála-
stjórnar á Akureyrarflugvelli
til að verja radarinn fyrir ísingu
og minnka viðhaldsvinnu. Hús-
ið er úr plasti.
Einar sagði að þetta væri fyrsta
húsið af íslenskri gerð, sem sett
væri yfir radar hér á landi, en slík
hús eru á Keflavíkurflugvelli og í
Hornafirði. „Það er Fossplast á
Selfossi sem framleiðir þetta hús
og ætlunin er að búa til samskonar
hús úr glæru plasti og nota sem
gróðurhús,“ sagði Einar. Kröflu-
virkjun hefur keypt sex hálfkúlu-
hús og búið er að setja þrjú yfir
borholur fyrir austan. Þau hús eru
úr timbri og sömu sögu er að segja
um íbúðarhús sem er verið að
byggja fyrir sunnan. Hugmyndin
að þessum húsum er komin frá
Þýskalandi, en bandarískur arki-
tekt, Buckminster Fullers, út-
færði hugmyndina og fékk einka-
leyfi á nýrri samsetningu.
Trúnaðarmenn
á námskeiði
Síðastliðinn mánudag, 27. sept-
ember 1982, hófst að Illuga-
stöðum í Fnjóskadal námskeið
fyrir trúnaðarmenn á vinnu-
stöðum, en að Illugastöðum er
orlofsbyggð Alþýðusambands
Norðurlands.
Námskeiðið er haldið af Menn-
ingar- og fræðslusambandi alþýðu
og Alþýðusambandi Norður-
lands, en slík námskeiðahöld eru
einmitt stór þáttur í starfi MFA.
Námskeiðið sitja 18 trúnaðar-
menn víða að af Norðurlandi.
Á námskeiðinu er fjallað um
ýmis mál, sem trúnaðarmenn
vinnustaða þurfa að fást við í
störfum sínum, og er unnið hvern
dag námskeiðsins frá morgni til
kvölds, auk sérstakra kvölddag-
skráa, sem haldnar eru. Nám-
skeiðinu lýkur næstkomandi
föstudag.
Þetta trúnaðarmannanámskeið
er hið fyrsta sinnar tegundar sem
haldið er að Illugastöðum, en þar
var í apríl síðastliðnum vígt nýtt
og glæsilegt kjarnahús sem gefur
möguleika á allskyns félagsstarfi.
Nýtt skip frá
Slippstöoinni
- næstu verkefni skip fyrir
Þróunarstofnun íslands og 2
raðsmíðaverkefni
Á laugardag var sjósettur nýr
skuttogari hjá Slippstöðinni hf.
á Akureyri. Hlaut hann nafnið
Sléttanes ÍS-808 og er í eigu
Fáfnis hf. á Þingeyri.
Skipið er hannað af starfs-
mönnum stöðvarinnar og er rösk-
lega 50 metra langt. Það er útbúið
til veiða með botnvörpu og flot-
vörpu og er með fullkominn bún-
að til vinnslu og geymslu á fiski í ís
og hægt er að halda hitastigi í lest
við frostmark. Einnig er fyrirhug-
að að setja í skipið búnað til salt-
fiskvinnslu. íbúðir eru í skipinu
fyrir 18 manna áhöfn.
Næstu verkefni hjá Slippstöð-
inni eru smíði á fiski- og rann-
sóknaskipi fyrir Þróunarstofnun
íslands sem notað verður við
þróunaraðstoð á Kap-Verdeeyj-
um og smíði tveggja 35 metra
fjölveiðiskipa, sem tilheyra svo-
kölluðu raðsmíðaverkefni. Ríkis-
ábyrgð er fengin fyrir lántökum
en óvíst er um kaupendur ennþá.
Nýja skipið hlaut nafnið Sléttanes ÍS-808.
Mynd: KGA
# Kaupmáttur
fólks og
farseðlafag
Málvillur geta oft verið býsna
skemmtilegar. Þannig ertalað
um það í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar að viðhalda
skuli kaupmætti láglauna-
fólks, eða eitthvað í þeim dúr.
En hvað er kaupmáttur lág-
launafólks? Þýðir þetta
hversu mikið kaupa megi fyrir
iáglaunafólk? Er lágiaunafólk
einhvers konar gjaldmiðill?
Spyr sá sem ekki veit. Líklega
er þó átt við kaupmátt tekna
þeirra sem lægst hafa launin.
Annað dæmi er nýleg auglýs-
Ing ferðaskrifstofu þar sem
talað er um að farseðlar séu
fag. Þetta fær ekki staðist.
Farseðill getur ekki verið fag,
en um útgáfu hans getur verið
öðru máli að gegna.
# Virðing og
alþýðlegheit
Það setti svolítið leiðinlegan
blæ á stofnfund Félags aldr-
aðra á sunnudaginn að þjóð-
höfðingjanum skyldf ekki
sýnd meiri virðing en raun bar
vitni. Allir vita að Vigdís for-
seti er alþýðleg, en hefði ekki
mátt taka betur á móti henni
þegar hún gekk í salinn. Eng-
inn stóð upp eða sýndi til-
hlýðilega virðingu á annan
hátt. Ef tíl vlll vantaði bara
skipulag. Þá jaðrar við að það
sé að ganga of langt að kalla
þjóðhöfðingjann, forsetarit-
ara, biskup og biskupsfrú,
forseta bæjarstjórnar og fleiri
upp á svið og láta þau stjórna
fjöldasöng, „Fyrr var oft í koti
kátt“ og allt það. Nóg hefði lík-
lega verið að hvetja háborðs-
gestina að láta nú ekki sitt
eftir liggja í fjöldasöngnum.
# Samkeppni
um nöfn
Flugleiðir hafa efnt til sam-
keppni meðal starfsmanna og
almennings um nöfn eða
nafnaröð á flugvélar félags-
ins. Frestur til að skila tillög-
um rennur út 31. október. Til-
laga valin af dómnefnd verður
verðlaunuð með sérstöku
heiðursskjali fyrir tvo til Pu-
erto Rico f boði Fiugleiða og
auk þess gullpenna Flug-
leiða. Þetta er nokkuð góð
hugmynd há forráðamönnum
Flugleiða og ekki að efa að
margir munu taka þátt í sam-
keppninni. Áður en félögin
voru sameinuð bar hver vél
nafn.
# Sýning
Þorvaldar
Mikil og góð stemmning ríkti
við opnun myndlistarsýning-
ar Þorvaldar Þorsteinssonar á
laugardaginn. Fjölmenni
mætti strax við opnun og alls
munu um 300 manns hafa séð
sýninguna frá þvf hún opnaði
um nónbil á laugardag þar til
lokað var á sunnudagskvöld.
Greinilegt var að myndverk
hans höfðuðu til fólks.