Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 1
MIK.lt)
ÚRV
SKARTGRU-
SKRÍNUM
GULLSMtÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREVRI
65.úrgangur
Akureyri, þriðjudagur 5. október 1982
109. tölublað
Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra:
Spáir kosn-
ingum í vetur
„Það má segja að ríkisstjórnin sé komin að þrotum, enda hefur
hún misst þann stuðning í þinginu sem hún hafði í upphafi. Að mín-
um dómi er hún ekki sú hin sama og hún var eftir að Eggert Hauk-
dal Iýsti því yfir að hann styddi ekki ríkisstjórnina Iengur og hið
sama mátti lesa út úr orðum Alberts Guðmundssonar,“ segir Ingv-
ar Gíslason, menntamálaráðherra, í viðtali sem birtist innan
skamms i Degi.
Aðspurður sagði Ingvar að hann
ætti allt eins von á því að það yrðu
kosningar í vetur, en hann vildi
ekki tímasetja slíkar hugleiðing-
ar. „Það væri áfall fyrir þjóðina ef
þessi stjórn getur ekki setið út
kjörtímabilið, sem yrði stutt í
reynd ef kosið verður í vetur. Það
var kosið í desember 1979 og þessi
ríkisstjórn var mynduð í febrúar
1980. Hún yrði aðeins um 3ja ára
ef gengið verður til kosninga í
vetur. Að mínu mati er það af-
skaplega æskilegt ef ríkisstjórnin
gæti setið út kjörtímabilið, m.a.
með tilliti til hve stuttur starfstími
hennar yrði.“
Aukaleg
aldurshækkun
Á föstudag komu starfsmenn
Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu
og Áhaldahúss á bæjarskrifstof-
urnar til að ná í kaupið sitt. Þeir
afhentu þar um leið áskorun á
bæjaryfirvöld að ganga strax að
kröfum STAK. Myndin var tekin
þegar starfsmennirair voru mættir
við bæjarstjórnarskrifstofumar.
Þess má geta að hér er um að ræða
sérkjarasamninga, sem eru nú
ræddir á undan aðalkjarasamn-
ingi og sagði Erlingur að það væri
gert á þeim forsendum að bæjar-
starfsmenn gengju síðan að aðal-
kiarasamninoi RSRR
í kvöld verður fundur í STAK
þar sem rætt verður um tilboð
Akureyrarbæjar tU handa lág-
launafólki í félaginu, en að
undanförnu hafa fulltrúar
STAK og Akureyrarbæjar rætt
um lausn á því máli.
Erlingur Aðalsteinsson, einn
fulltrúa STAK í viðræðunum,
sagði að í tilboði bæjarins fælist
aukaleg aldurshækkun fyrir þá
sem eru neðst í launastiganum.
„Hún bjargar ákaflega miklu og á
við um 100 til 150 manns í félag-
inu,“ saeði Erlineur.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Valgerður Bjamadóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar ganga í fundar-
Wjt / ■' X
■SÉÍf" , : Jm
. .. r ’ -,5' ■ <' •- WjM t |ii| 1 1 'i
Fjölmennur
stofnfundur
salinn.
Félag
aldraðra
á Akureyri:
Stofnfundur Félags aldraðra á
Akureyri var haldinn í Sjallan-
um á sunnudag. Húsfyllir var
og töldu menn að yfir 500
manns hafi setið fundinn.
Fundarstjóri var Bragi Sigur-
jónsson en ávörp fluttu forseti ís-
lands Vigdís Finnbogadóttir,
biskup íslands hr. Pétur Sigur-
geirsson, Gestur Ólafsson, Jón G.
Sólnes, sem kjörinn var formaður
bráðabirgðastjórnar félagsins, og
Valgerður Bjarnadóttir, forseti
bæjarstjórnar, sem færði félaginu
20 þúsund krónur frá bæjarstjórn.
Kveðjuorð og heillaóskaskeyti
bárust á fundinn frá menntamála-
ráðherra og heilbrigðis- og félags-
málaráðherra.
í ávarpi sínu sagði Vigdís Finn-
bogadóttir m.a. að flestir væru
aldir þannig upp að þeir bæru
mikla virðingu fyrir ellinni.
Aldrei væri of mikið gert fyrir
aldrað fólk og allt ætti að gera til
að ellin yrði sem gleðiríkust. Þó
við gætum ekki lagt Elli kerlingu
að velli gætum við a.m.k. dansað
við hana og raulað með. Pétur
Sigurgeirsson sagði m.a. að stofn-
un þessa félags væri einn mark-
verðasti árangur þeirrar hugsjón-
ar sem ár aldraðra hefði vakið
með okkur. Þetta væri stórt og
merkilegt hugsjónamál sem snerti
allan landslýð. Gestur Ólafsson
úr undirbúningsnefnd kynnti fé-
lagið og sagði að þeir sem að því
stæðu vildu bæta aðstöðu aldr-
aðra og vera með í ráðum. Þetta
yrði ekki þrýstihópur í venjuleg-
um skilningi og félagið myndi
ekki hóta afarkostum þó ekki yrði
farið að vilja félagsmanna.
Bragi Sigurjónsson las síðan
lög félagsins og kosning fór fram.
Jón G. Sólnes var kjörinn for-
maður, eins og áðursagði, og með
honum í stjórn Erlingur Davíðs-
son, Júdit Jónbjörnsdóttir, Ragn-
ar Ólafsson og Stefán Reykjalín. í
varastjórn Gestur Ólafsson, Guð-
rún Arnadóttir, Guðrún Jóns-
dóttir, Einhildur Sveinsdóttir og
Ingibjörg Halldórsdóttir.
I ávarpi sínu sagði Jón G. Sól-
nes að hann væri alinn upp í mik-
illi einstaklingshyggju og hefði lít-
ið komið nálægt félagsmálum.
Það gæti því komið fleirum en
honum á óvart að hann skyldi nú
orðinn formaður þessa félags.
Hann sagðist alls ófróður um
þessi mál og hefði ekkert annað
fram að leggja nema góðan vilja.
Þakkaði hann sérstaklega Jóni
Björnssyni, félagsmálastjóra,
hans þátt í stofnun þessa félags,
svo og samstarfsmönnum hans.
Valgerður Bjarnadóttir sagði að
verkefni félagsins yrðu vafalaust
margvísleg. Erfið barátta væri
framundan en félagsmenn væru
vel undir hana búnir og hefðu
reynsluna af lífsbaráttu, sem
hennar kynslóð þekkti ekki.
Flutti hún kveðjur bæjarstjórnar
og færði félaginu peningaupphæð
sem áður gat.
í fundarhléi var veitt kaffi og
léttar veitingar og síðan lék Karl
Jónatansson á harmoniku og
Kristján frá Djúpalæk flutti bund-
ið og óbundið mál. Ingimar Eydal
stjórnaði fjöldasöng.
Gunnar Karlsson, formaður Ferðamálafélags Akureyrar:
„Engin aukning oroin hér á
gistirými í á annan áratug“
„Við gerum okkur alveg grein
fyrír þeim stórauknu möguleik-
um sem opnast með þessari
lengingu flugbrautarínnar.
Flugleiðir hafa þegar lýst því
yfir að hingað verði flogið einu
sinni í viku frá Kaupmanna-
höfn auk þess sem gera má ráð
fyrir leiguflugi og ýmis konar
öðrum möguleikum,“ sagði
Gunnar Karlsson, formaður
Ferðamálafélags Akureyrar, í
samtali við Dag.
Eins og flestum mun kunnugt,
eru möguleikar til þess að taka á
móti auknum fjölda ferðamanna,
ekki fyrir hendi á Akureyri, og
segja má að vandræðaástand ríki í
hótelmálum þótt ekki komi til
aukning ferðamanna til bæjarins.
„Við erum alls ekki undir það
búnir að taka á móti auknum
fjölda ferðamanna hingað meðan
hótelrými er ekki meira. Ef ekk-
ert fer að gerast í þeim málum
verður sá þáttur mjög lítill fyrir
okkur Akureyringa. Annars má
segja að nú opnist möguleikar á
að taka við hópum beint hingað til
Norðurlands utanlands frá og
hugsanlega myndi það fólk dvelja
hér eina eða fleiri nætur. Síðan
gæti þetta fólk farið um fjórðung-
inn, austur í Mývatnssveit, svo
dæmi sé nefnt og ferðin sem yrði
skipulögð héðan gæti allt eins lok-
ið í Reykjavík."
- Hefur Ferðamálafélag Akur-
eyrar ekkert ályktað um þetta
grundvallarmál, að hafa gistirými
til þess að geta tekið við þessu
fólki til Akureyrar?
„Við áttum fund með bæjarráði
um þetta mál í vor og tókum fyrir
þá þætti sem okkur þótti brýnast
að leysa. Eitt af því var lenging
flugbrautarinnar og í framhaldi af
því hótelmálin og staða þeirra.
Við gerum okkur fulla grein fyrir
því ófremdarástandi sem ríkir í
þessum málum. Þó ekki komi til
sú viðbót ferðamanna sem jafnvel
er fyrirsjáanleg þá er ástandið
mjög slæmt í hótelmálunum enda
hefur ekkert gerst í þeim málum
svo lengi að það er ekki nema
von. Það hefur engin aukning
orðið hér á gistirými á annan ára-
tug og það húsnæði sem hér er
hefur þá frekar úrelst heldur en
hitt,“ sagði Gunnar Karlsson.
Eins og fram hefur komið í
Degi stendur til að auka gistirými
á Hótel KEA. Gunnar Karlsson,
sem jafnframt er hótelstjóri þar,
tjáði okkur að unnið væri að því
að fullteikna hugmyndir um
stækkun hótelsins og fullur vilji
væri fyrir því að fara af stað með
þá stækkun.