Dagur - 05.10.1982, Blaðsíða 6
„Kunnum mj
við okkur I
- í hverju er þitt starf hér
aðallega fólgið?
„Pað er óhætt að segja að það
sé mjög fjölbreytt. Það þarf að
slá lóðir á sumrin, gera við það
sem aflaga fer og reyna að halda
öllu í horfinu. Það er alltaf nóg
að gera, enda staðurinn í upp-
byggingu. Vfir vetrarmánuðina
byggist starfið meira á eftirliti
með húsunum.“
- Er ekki oft erilsamt þegar
búið er í öllum húsunum hér á
sumrin?
„Það eru hérna 150-200
manns þegar mest er á sumrin,
en þrátt fyrir það get ég sagt að
það heyrir til undantekninga ef
ég þarf að hafa einhver afskipti
af fólkinu. Það er helst eftir að
staðurinn komst í beint síma-
samband við Akureyri að ónæði
hefur verið af hringingum. Stöð-
in þar er opin allan sólarhringinn
og fólk hringir oft hingað á nótt-
unni.
Ég man ekki eftir nema einu
tilfelli sem ég hef þurft að hafa
afskipti af fólki hér, en þá varð
að stöðva leik að nóttu til. Við
gerum ekki aðrar kröfur til gesta
hér en að þeir kunni mannasiði
og hagi sér samkvæmt því. Ég
sagði þessu fólki það, og einnig
að ef það gæti ekki hagað sér
þannig, yrði það að yfirgefa
staðinn. Enda fór það svo að
þetta fólk pakkaði saman og fór
daginn eftir, og undirstrikaði
þannig að það samræmdist ekki
lifnaðarháttum þess að búa á
stað sem þessum. En burtséð frá
þessu, hingað kemur nær ein-
göngu fjölskyldufólk og allt er
rólegt eins og vera ber.“
- Starf eins og þetta hlýtur að
útheimta langan vinnudag, hvað
er hann langur þegar mest er að
gera?
„Vinnudagurinn getur verið:
langur yfir sumartímann, ekki er.
óalgengt að hann sé frá 7 á
morgnana til kl. 2 eða 3 á nótt-
unni. En yfir vetrarmánuðina er :
Hlíf Guðmundsdóttir, Guðmundur Öm og Jón Óskarsson. Heimilisfólkið að Iliugastöðum.
„Kjamahúsið“ nýja.
þessi orlofshús hafa myndað
með sér rekstrarfélag, og
formaður þess, Hákon Hákon-
arson upplýsti okkur um eitt
og annað varðandi þá starf-
semi sem fram fer að Illuga-
stöðum.
„Framkvæmdir að Iilugastöð-
um hófust 1966, og í síðasta
áfanga sem byrjað var á 1976
voru 12 hús sem afhent voru
1979. Bygging svökallaðs
eru í orlofshúsum á staðnum og
hafa ýmsar hugmyndir komið
fram í því efni. Meðal annars má
nefna að hafa kvöldvökur eitt
kvöld í viku hverri á vegum
Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu og væri hægt að
bjóða upp á ýmislegt efni s.s.
upplestur, tónlist og fleira.
Þá getur komið til greina að
hafa eitt kvöld fyrir börn sem
dveljast á staðnum, og gæti
Hús eins og þetta þarf að nýta
að einhverju leyti allt árið. Það
þarf varla að fjölyrða um það að
hér hafa verkalýðsfélögin eign-
ast glæsilega aðstöðu til funda og
ráðstefnuhalds sem vonandi
verður vel nýtt. Þá sé ég ekkert
því til fyrirstöðu að leigja hús-
næðið út til félagasamtaka. Á
Illugastöðum er kjöri^ að halda
ráðstefnur af ýmsu tagi, og
sennilega er óvíða hægt að finna
Þegar okkur bar að garði að
Illugastöðum var Jón Óskars-
son umsjónarmaður staðarins
við vinnu utandyra ásamt öðr-
um manni, og voru þeir að
vinna að jarðvegsskiptum við
„kjarnahúsið“. Ekki kom það
þó í veg fyrir að svifið væri á
Jón og hann beðinn um að
segja örlítið frá starfi sínu á
staðnum. Ekkert var sjálf-
sagðara, og Jón bauð blaða-
manni inn í kaffisopa tU konu
sinnar Hlífar Guðmundsdótt-
ur.
„Við komum hingað 1974 en
höfðum áður búið á Akureyri.
Þá voru komin hér 19 orlofshús
og íbúðarhúsið sem við fluttum
inn í er áfast „kjarnahúsinu“.
Salurinn í því var þá fokheldur. “
«
I síðustu viku bauðst blaða-
manni Dags að skreppa dag-
stund að Illugastöðum í
Fnjóskadal. Þá jörð á AI-
þýðusamband Norðurlands,
en um 30 verkalýðsfélög eiga
orlofshús á jörðiuni, alls 31 að
tölu. Uppbygging á Illuga-
stöðum hefur verið ör, og er
óhætt að segja að þar sé risin
einhver glæsilegast aðstaða til
sumardvalar í orlofshúsum
sem fyrirfinnst hér á landi.
Verkalýðsfélögin sem eiga
Glæsileg aðstaða
á illugastöðum
„kjarnahúss“ hófst árið 1969 og
það var formlega tekið í notkun
á sl. vori. í þeirri byggingu er
glæsilegur samkomusalur sem
hentar einstaklega vel til ráð-
stefnuhalds, gott eldhús sem er
að verða fullbúið tækjum, og
áfast við þetta „kjarnahús" er
íbúðarhús umsjónarmanns stað-
arins.
Það hefur mikið verið um það
rætt hvernig nýta skuli þetta hús
í framtíðinni. Að sumrinu til
getur það nýst fyrir þá gesti sem
dagskrá þess kvölds verið þann-
ig samsett að flytja mætti dag-
skrána á milli daga með stuttum
fyrirvara ef veður væri slæmt. Þá
hefur verið rætt um að hafa
vídeó á staðnum og jafnvel að
hafa diskótek. Allir þessir þættir
munu verða athugaðir vel áður
en ákvörðun verður tekin. Það
hlýtur hinsvegar að vera spurn-
ing hversu mikið á að gera í þess-
um málum, hversu viðamikla
dagskrá á að leggja fyrir fólkið
hverju sinni.
betri stað ef um ráðstefnu er að
ræða þar sem áhersla er lögð á
að hafa næði og vinnufrið. Það
má segja að möguleikarnir sem
þetta hús býður upp á séu óend-
anlegir,“ sagði Hákon.
Það er ekkert ofsagt þegar
sagt er að „kjarnahúsið“ svo-
kallaða að Illugastöðum sé
glæsileg bygging sem nýta megi
til ýmissa hluta. Tilkoma hússins
á væntanlega eftir að verða
verkalýðsfélögum og þá fyrst og
fremst á Norðurlandi, hvati að
auknu félagsstarfi. Óvíða er
glæsilegri aðstaða til ráðstefnu-
halds, þátttakendur geta þá búið
í orlofshúsunum og nýtt hina
glæsilegu aðstöðu „kjarnahúss-
ins“ til fundarhalda.
Það er greinilegt þegar ekið er
heim að Illugastöðum í Fnjóska-
dal að þar hefur verið unnið
mikið starf. Orlofshúsin 31 að
tölu eru hvert öðru glæsilegra,
„kjarnahúsið" er mikil bygging,
og umgjörðin utan um þetta allt
saman er ekki til að skemma
fyrir. Fnjóskadalur er með fal-
legri stöðum á landinu, gróður-
sæld og veðursæld mikil og ótelj-
andi möguleikar fyrir dvalar-
gesti að eyða tíma sínum. - Þess
má að lokum geta að í vetur eru
húsin leigð til almennings um
helgar, og er verði mjög stillt í
hóf.
6 - DAGUR - 5. október 1982