Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65.árgangur Akureyrí, þriðjudagur 12. október 1982 112. tölublað Menntaskóllnn á Akureyri var settur 3. október sl. Nemendur í vetur verða 716 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Nemendur í dagskóla verða 586 og 130 í öldungadeild. Nemendur í dag- skóla eru nú 40 fleiri en þeir hafa verið nokkru sinni fyrr. Greinilegt er að úrbætur í hús- næðismálum MA eru nauðsynleg- ar, því vegna plássleysis þurfti að vísa 50 umsóknum um skólavist frá. Bæði heimavist og kennslu- húsnæði eru alltof lítil og sem dæmi má nefna, að samkvæmt viðmiðunartölum sem gilda um þessi efni vantar 2 þúsund fer- metra upp á að kennsluhúsnæði sé nægilega stórt fyrir allan þann nemendafjölda sem verður í skólanum í vetur. Núverandi kennsluhúsnæði er um 4 þúsund fermetrar, þannig að aukningin þarf að vera 50%, samkvæmt upplýsingum Tryggva Gíslasonar. Mjólkurlaust a Akureyri „Ég lét hafa það eftir mér fyrir helgi að ég vonaðist til að mjólkin myndi endast fram á þriðjudag, en það var háð því skilyrði að ekki yrði um hamst- ur að ræða hjá fólki,“ sagði Þórarinn Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri á Akureyri. Þá var orðið mjólkurlaust í verslunum á Akureyri en Þórar- inn sagði það ekkert vafamál að talvert væri til af mjólk í heima- húsum. „Það er engin mjólk til á lager hjá okkur. Við eigum 50 þúsund lítra á tönkum og í dag (þriðju- dag) fara bílarnir út í sveitirnar og sækja aðra 50 þúsund lítra. Sú mjólk verður þó ekki tekin inn heldur látin vera í bílunum fyrir utan húsið hér,“ sagði Þórarinn. Jökull á Raufarhöfn á í vök að verjast: „Ástæðan er óstjóm í tíð gömlu stjómarinnar „Abnennt er staða Jökuls hf. mjög slæm,“ segir Valdimar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins í samtali við blaðið á bls. 5. Framkvæmda- stjórinn segir einnig að eitt erf- iðasta verkefnið framundan sé að vinna tiltrú lánadrottna og annarra sem fyrirtækið þarf að skipta við. — segir nýr framkvæmdastjóri Frystihús Jökuls á Raufarhöfn hefur ekki verið endurnýjað sem skyldi og segir Valdimar að fyrri stjórn hafi ekki hugsað um að mæta kröfum tímans með aukinni hagræðingu. Rauðinúpur, sem nú er í 8 ára flokkunarviðgerð á Ak- ureyri, hefur verið á undanþágu í eitt og hálft ár. Þar sem eamla stjórnin sótti ekki um fé til verks- ins úr Fiskveiðisjóði fyrir J. des- ember sl. átti núverandi stjórn í erfiðleikum með að fjármagna verkið. í samtalinu við Valdimar kem- ur einnig fram að þolinmæði Framleiðslueftirlits sjávarafurða er á þrotum. Að sögn Valdimars hafa starfsmenn Framleiðslueft- irlitsins komið norður hvað eftir annað og farið fram á breytingar og fengið þau svör að það væri verið að huga að nýju húsi. „Ef ekkert gerist í nýbyggingarmálum er allt eins víst að Framleiðslueft- irlitið láti loka húsinu,“ sagði Valdimar. Nánar á bls. 5 í dag. Sjúkra- bifreið til Raufar- hafnar Raufarhafnarbúar hafa nú tek- ið í notkun hjá sér nýja sjúkra- bifreið af Chevrolet-gerð, bif- reið sem er sérstaklega útbúin sem sjúkrabifreið og búinn öli- um nauðsynlegustu tækjum til sjúkraflutninga. Það gefur auga leið að kaup á slíkri bifreið er talsvert átak í ekki stærra sveitarfélagi, og sagði Þór- dís Kristjánsdóttir hjúkrunar- fræðingur á Raufarhöfn í samtali við Dag að peninga til kaupa á bifreiðinni hafi verið aflað á ýms- an hátt, m.a. með dansleikja- haldi, kaffisölu og fyrirtæki og fé- lög hafi lagt sitt af mörkum til kaupanna. Enn væri þó eftir að greiða um 100 þúsund af kaup- verðinu og yrði því fjársöfnun haldið áfram. Að sögn Þórdísar hafa sjúkra- flutningar á Raufarhöfn verið um 15 á ári að undanförnu. Hefur átt að nota lögreglubíl staðarins til þeirra, en á það hafi lítt verið að treysta. Norðuriand: Mikil aflaminnkun Geysilegur aflasamdráttur varð í Norðurlandsfjórðungi á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heildaraflinn til septemberloka varð rúmlega 89 þúsund lestir en 175 þúsund lestir á sama tíma í fyrra. Mest munar um algjöran aflabrest á loðnu en fyrstu níu mánuðina í fyrra komu á land tæplega 64 þúsund tonn af loðnu í Norður- landsfjórðungi. Þorskafli báta minnkaði úr tæp- lega 32 þúsund tonnum í tæplega 21 þúsund tonn og þorskafli tog- ara úr 49 þúsund í 37 þúsund tonn. Heildarbotnfiskafli bátanna minnkaði úr 34 þúsund í 21 þús- und tonn og heildarbotnfiskafli togaranna úr 74 þúsund tonnum í 66 þúsund tonn. Geysiskvartetti nn hafnaði í 3. sæti Síðastliðinn laugardag tók Geysiskvartettinn á Akureyri þátt í norrænu kvartettamóti í Óðinsvéum í Danmörku. Níu kórar tóku þátt í mótinu og lenti Geysiskvartettinn í 3. sæti og hlaut verðlaun fyrir frammi- stöðuna. Að sögn sr. Birgis Snæbjörns- sonar, sem er einn félaga í kvart- ettinum, voru þrír kvartettar frá Finnlandi, tveir frá Danmörku, tveir frá Svíþjóð og einn frá Nor- egi og íslandi. Finnar völdu sína þrjá kvartetta úr rúmlega 30 sem komu til greina og svipaða sögu var að segja af Dönum, þannig að keppnin var mjög mikil. Geysis- kvartettinn kom því mjög á óvart og sagði séra Birgir að þeir hefðu varla látið hafa sig út í þessa keppni ef þeir hefðu verið búnir að heyra í sumum þessara kvart- etta. Finnar lentu í fyrsta sæti og Svíar í öðru sæti. Aðrir í Geysiskvartettinum eru Aðalsteinn Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson og Sigurður Svan- bergsson. Jakob Tryggvason hef- ur æft kvartettinn og var með í förinni. Menntaskólinn á Akureyri: Vantar 5% aukningu á kennslu- húsnæði Þegar blaðamaður Dags ok um Þingvallastrætið á mánudagsmorguninn var lögreglumaður á verði við gangbrautina við Spennistöðina. rauðu Ijósi Yfirá Nú fer skammdegið í hönd, en það er jafnframt hættulegasti tími ársins fyrir alla vegfarend- ur. Mörg ung böm em nú á leiðinni í skólann í fyrsta sinn, og þess vegna er mikil ábyrgð sem hvflir á ökumönnum að fara varlega í umferðinni. Á Þingvallastræti háttar svo til að skóli og verslanir eru sunnan götunnar, og þurfa því allir íbúar í Gerðahverfi II að fara yfir Þing- vallastrætið til að komast í þessar stofnanir. Á Þingvallastræti eru handstýrð gagnbrautarljós til hag- ræðis sérstaklega fyrir gangandi vegfarendur. Það er því mjög nauðsynlegt að foreldrar og kenn- arar brýni fyrir börnunum notkun þeirra. Það er hins vegar ekki nægjanlegt að bara börnin fari eftir merkjum ljósanna, það verða ökumenn að gera líka. Sl. föstudag hringdi til lögregl- unnar faðir sem horfði á eftir börnum sínum yfir gangbraut á Þingvallastræti. Eftir að græni karlinn kom fyrir bömin, óku þrír bflar hiklaust yfir gangbrautina, gegn rauðu Ijósi. Að sögn Olafs Ásgeirssonar að- st.yfirlögregluþjóns náði lögregl- an í þessa ökumenn og viður- kenndu þeir brot sitt, en gátu enga viðhlýtandi skýringu gefið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.