Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 3
„Uppsagnamálið“ svokallaða hjá SR á Siglufirði: „Bkkert annað en misbeiting valds“ Það hefur sjálfsagt ekki faríð framhjá neinum að þremur mönnum var á dögunum sagt upp í Sfldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði. Einn þessara þriggja manna, Jóhann G. Möller, sem er 64 ára hafði þá starfað þar í 48 ár, eða frá 16 ára aldri. Með uppsögn hans var mikil óánægja meðal starfsmanna hans, og sýndu þeir hana m.a. í verki með því að mæta ekki til vinnu. Skýrt hefur verið frá því að Geir Zoéga skrifstofustjóri og Gísli Elíasson verksmiðjustjóri hafi þá tekið sig til og hringt í hvern og einn starfsmann, og til- kynnt að ef ekki yrði mætt til vinnu strax mætti viðkomandi eiga von á uppsögn. „Öldurnar hefur ekki lægt, þótt mótmælaaðgerðir starfs- fólksins við uppsögn Jóhanns hafi verið brotnar á bak aftur,“ sagði Kolbeinn Friðbjarnarson formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði er Dagur ræddi við hann fyrir helgina. Vissulega eru svona mál heitust um það leyti er þau gerast, en af- staða samstarfsmanna Jóhanns hefur ekkert breyst. Nú er mér sagt að það sé búið að boða stjórn SR til fundar vegna þessa máls upp úr miðjum mánuðinum og ég vona að þá gerist eitthvað jákvætt. Ég veit ekki hvort stjórnin er spennt fyrir því að fyrirtækið sé sett undir ljós á þennan hátt og svona vinnubrögð séu viðhöfð, það mun reyna á það á þessum fundi hvort svo er virkilega,“ sagði Kolbeinn. Hráefnisskortur hjá blaðamönnum! „Þessi fundur er alls ekki boð- aður út af þessu máli,“ sagði Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri SR er við spjöll- uðum við hann. „Stjómin hefur haldið fundi á um þriggja vikna fresti eða nærri því, og þetta er eðlilegur fundartími." - En mál Jóhanns G. Möller kemur væntanlega á dagskrá þessa fundar? „Það skal ég ekkert um segja, það getur vel verið.“ - Hvað býr að baki því að maður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ár er látinn fara án þess að nokkur ástæða sé gef- in upp? „Ég veit ekki hvort ég á nokk- uð að tjá mig meira um það mál en ég hef þegar gert, ég held að það sé búið að tala nógu mikið um þetta. Ég sagði við einn ágætan blaðamann að það væri ekki einungis hráefnisskortur hjá okkur, heldur einnig hjá blaðamönnum, þá vantaði eitt- hvað til að skrifa um.“ - En það verður þá til þess að sjónarmið andstæðinga ykkar í fyrir um það. Mótmæli fólksins voru brotin á bak aftur og ég veit ekki hvort fólkið er reiðubúið til að reyna slíkt aftur.“ „Hefndarráöstafanir“ - Hafa alls engar skýringar fengist á uppsögn Jóhanns? „Nei. Hér er um hreinar hefndarráðstafanir að ræða. Framkvæmdastjórarnir hafa lagt lykkju á leið sína til að reka elsta starfsmann fyrirtækisins sem er búinn að starfa við það í 48 ár og engar ástæður eru til- greindar. Jóhann hefur alla kosti góðs vinnumanns, er reglu- samur og duglegur. Það sjá allir að hér býr eitthvað skrýtið að baki.“ - Nú var tveimur öðrum starfsmönnum sagt upp um leið og Jóhanni, en það hefur lítið heyrst um þeirra mál. „Vegna loðnuskorts hefur dregið úr rekstri fyrirtækisins, og það er ekki hægt að gera þá kröfu að loðnubræðslur haldi opnu þegar engin loðna er. Við höfum hinsvegar gert þá kröfu til SR að fyrirtækið auki starf- semi sína á öðrum sviðum til að Kolbeinn Friftbjamarson. þessu máli kemur framen ykkar ekki. „Það verður bara að hafa það.“ Við spurðum Kolbein Frið- bjarnarson hvort um yrði að ræða frekari viðbrögð af hálfu __.fólk. héldi vinnu sinni. Því hefur starfsfólksins ef uppsögn Jó- ekki verið sinnt, en við hefðum hanns yrði ekki endurskoðuð. Verið ánægðir ef það hefði verið „Það er engin leið að segja reynt, jafnvel þótt til einhverra uppsagna hefði þurft að koma. En það sem olli því að upp úr sauð var að erfiðleikar fyrirtæk- isins voru notaðir til hefndarráð- stafana gagnvart einstökum að- ila.“ - Hvers vegna þetta tal um hefndarráðstafanir? „Jóhann hefur starfað við flest störf í verksmiðjunni, og síðustu árin hefur hann verið verkstjóri við löndun. Á meðan 50-60' manns starfa við fyrirtækið sjá allir að það er furðulegt að reka elsta starfsmanninn án skýringa. Ég fullyrði hinsvegar að um hefndarráðstafanir sé að ræða, því Jóhann hefur verið fulltrúi verkalýðsfélaganna á vinnustað sínum. Hann hefur starfað í verkalýðsfélögunum í um 25 ár, fyrst í Þrótti og síðan Vöku. Hann hefur ekki verið trúnað- armaður á vinnustað, en mönn- um hefur þótt eðlilegt að snúa sér til hans sem stjórnarmanns í Vöku þegar ágreiningsmál hafa komið upp á milli starfsmanna og yfirmanna og hann hefur gert sitt til þess að leiðrétta þau ágreiningsmál, og skapað sér óvild yfirmanna í staðinn. Þess vegna hefur hann verið rekinn, og þetta er ekkert annað en mis- beiting valds.“ Við könnum gæðin því getur þú treyst Þú hittir beiht í markí herradeildinni Tískufatnaður, skjólfatnaður, skólafatnaður, vinnufatnaður. AUt fyrir herrana yst sem innst. Ath. eigum enn nokra frakka á lága verðinu. Minnum á Melka kuldastakkana. Gardínuefni Kynntu þér gluggatjaldaúrvalið hjá okkur. Bjóðum upp á glaesilegt úrval gardínuefna. Ný efni í hverri viku. Sængurverasett á tílboðsverði Vefnaðarvörudeild. Teppin sem duga: World Carpet gólfteppin í mjög góðu úrvali og viðbjóðum góða greiðsluskilmála. Ath. sníðum teppin og leggjum. Vanir menn - vönduð vinna. Teppadeild. Börnin byggja sín eigin hús með LEGO Ný sending af þessum sívinsælu kubbum. Leikfangadeild. Hefur þú komið við á neðri hæðinni í Hrísalundi 5 Selko fataskáparnir eru íslensk úrvals framleiðsla á verði sem kemur flestum á óvart. Við bjóðum greiðslukjör við allra hæfi. Sóló eldhúsborð ogstólar í borðkrókinn. Eru alltaf til á lager hjá okkur. Combiflex raðhúsgögnin staldra litið við hjá okkur, enda geisivinsæl og verðið frábært. Komdu og tryggðu þér sett úr næstu sendingu. Skólavörurí úrvali Vöruval frá Vöruhúsinu, s.s. fatnaður, búsáhöld og föndurvörur. Ath. filmumóttaka á öllum filmum til framköllunar og þú færð nýja spólu i vélina hjá okkur, Kodak eða Agfa. Vöruhúsið, Hrisalundi 5. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96) 21400 12. október 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.