Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 6
Eyfirðingar drekka
kaffi i Reykiavík
Það er orðin árleg hefð, að Ey-
firðingafélagið í Reykjavík
hefji vetrarstarfíð á hverju
hausti með kaffídeginum á
Hótel Sögu, þar sem sérstak-
lega er boðið eldri Eyfírðingum
á höfuðborgarsvæðinu og
hverjum þeim, sem kann að
vera staddur ■ heimsókn syðra.
Kaffídagurinn var að þessu
sinni 3. október í Súlnasal
Hótel Sögu. Dagur sendi
Ijósmyndara og blaðamann á
samkomuna, enda er þetta eitt-
hvert besta tækifærið til að
hitta gamla Eyfírðinga í
Reykjavík.
Á fyrri kaffídögum hefur oftast
verið opinn basar þar sem margvís-
legir munir hafa verið til söiu. Eins
var að þessu sinni og að sögn þeirra
sem önnuðust basarinn hefur aldrei
veríð jafn mikið úrval varnings á bas-
arnum, sem konur í Eyfírðingafélag-
inu lögðu fram. Ætíð hefur öllum
ágóða verið varið til góðgerðarstarf-
semi og menningarmála við Eyja-
fjörð.
Eyfirðingafélagið er blómlegur
félagsskapur. Það heldur spilakvöld
á veturna og verða fjögur spilakvöld
i Hallveigarstöðum fyrír áramót.
Það fyrsta verður 14. október. Einn-
ig stóð félagið fyrir hlutaveltu sl.
sunnudag í félagsheimili Fáks og
eftir áramót verður árshátíð félags-
ins haldin á Hótei Sögu. Félagarnir
fara oft saman í ferðalög og má í því
sambandi minnast þess að þeir fóru í
Heiðmörk sl. vor og dreifðu áburði í
reit félagsins og i gróðurreit félagsins
á Þingvöllum. Sumarferð félagsins
var að þessu sinni farín 26. júní í
Þjórsárdal og að virkjunum í
Tungnaá. Á heimleiðinni var komið
við í Skálholti og kirkjan skoðuð.
F.v. Þórhallur Þorsteinsson, „Affa“ Fríðríksdóttir, Sigurjóna Jakobsdóttir. Því miður þekkjum við ekki konuna
lengst til hægri.
F.v. Harpa Bjömsdóttir, Gunnlaug Krístjánsdóttir og Sesselía Eldjárn.
„Höfum gefið
marga góða
hluti norður“
— segir Ásbjörn Magnússon
Ásbjörn Magnússon, formaður
félagsins, hafði í nógu að snúast
á kaffídeginum, en þó tókst
okkur að fínna stund við lítið
borð úti í horni.
„Starfsemi félagsins miðar eink-
um að því að halda þessu fólki saman
og gefa því tækifærí á að kynnast
betur,“ sagði Ásbjöm. „Við höfum
líka einbeitt okkur að þvi að safna fé
til ýmissa menningar- og líknarmála
og gefíð marga góða hluti norður. í
því sambandi má minnast barna-
deildar FSA og dvalarheimilis aldr-
aðra á Akureyri og sjúkraskýlisins i
Ólafsfirði.“
Nú era um 450 félagar í Eyfirð-
ingafélaginu. Ásbjöm sagði að
margir þeirra tækju lítinn sem engan
þátt í starfseminni, en í félaginu er
harður kjarni ákveðins fólks sem
lætur sig það litlu skipta. „Það er
gaman að taka þátt í starfinu, sem
hefur mun fleirí jákvæðar en nei-
kvæðar hliðar.“
Árshátíðin er hápunkturinn í
vetrarstarfinu. Að þessu sinni verður
hún á Sögu þann 6. febrúar. Eins og
gefur að skilja verður norðlenskt
hangikjöt á borðum. Ásbjöm sagði
að konur í félaginu byggju til laufa-
brauð fyrír árshátíðina og sagðist
halda að Eyfírðingafélagið værí eina
átthagafélagið í Reykjavík sem gerði
slíkt. Undanfarín ár hefur það færst
mjög í vöxt að heilu starfshóparnir
komi að norðan á árshátíðina. Það
getur líka farið vel saman að bregða
sér á árshátíð með gömlum vinum og
vandamönnum, auk þess að fara í
leikhús eða það sem hugurinn
gimist. Ef einhverjir sem þessar lín-
ur lesa hafa áhuga á að fara suður um
þetta leyti má benda þeim á að sími
Ásbjarnar er 91-40363.
Framhald bls. 11
Myndir og texti:
Áskell Þórisson
6 - DAGUR -12. október 1982