Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 16

Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 12. október 1982 Malbikað af fullum krafti Starfsmenn Akureyrarbæjar luku við það si. föstudag að malbika lengingu flugbrautar- innar og mun það verk hafa gengið samkvæmt áætlun. Pað sem eftir er að malbika samkvæmt áætlun eru Oddagata, Giisbakkavegur, Keilusíða og Þingvallastræti sitt hvoru megin við nýju brúna á Glerá. „Þetta er það sem stefnt er að því að gera í haust ef veðurguð- irnir leyfa,“ sagði Gunnar Jó- hannesson hjá Akureyrarbæ er við ræddum við hann fyrir helg- ina. Að auki er um nokkur önnur verkefni að ræða fyrir ýmsa aðila, og má í því sambandi nefna mal- bikunarvinnu fyrir Sjálfsbjörg og planið við nýju verslunarmiðstöð- ina í Glerárþorpi. Kosið í stjómir framsóknar- félaganna Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar var haldinn mið- vikudaginn 6. október. For- maður var endurkjörinn Jó- hann Sigurðsson. Aðrir í stjórn félagsins eru Páll H. Jónsson, Fjóla Gunnarsdóttir, Sigrún Höskuldsdóttir og Ingimar Ey- dal. Þá var aðalfundur Framsóknar- félags Eyfirðinga haldinn fimmtu- daginn 7. október. Stefán Val- geirsson var endurkjörinn for- maður félagsins og með honum í stjórn eru Helgi Jónsson frá Dal- vík varaformaður, Sveinn Jóns- son í Kálfsskinni ritari og Ármann Þórðarson Ólafsfirði og Ingimar Brynjólfsson Ásláksstöðum með- stjórnendur. Á fundinum á Akureyri voru kosnir fulltrúar á kjördæmisþing og flokksþing og einnig var gengið frá skipan fulltrúa á þessi þing í Framsóknarfélagi Eyjafjarðar. Rússar með rækju til Akureyrar Sovéska flutningaskipið Koms- omolía Kaliningrada kom til Akureyrar um helgina, en skip- ið flutti með sér hingað til lands um 1000 tonn af rækju. 600 tonnum af þessari rækju verður skipað upp á Akureyri og er það Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & co sem tekur það magn til vinnslu. Afgangur farms- ins mun fara á ísafjörð og hugsan- lega á fleiri staði. Hótel Húsavík. 33 Heilsuvikur“ á Hótel Húsavík Áformað er að halda á Hótel Húsavík 10 svokallaðar „heilsuvikur“ í vetur, fjórar fyrir áramót og sex eftir ára- mótin að sögn Auðar Gunnars- dóttur hótelstýru þar. Þessar vikur eru flestar byggðar upp á ákveðinn hátt með ákveð- inni dagskrá sem er í stuttu máli þannig að vakið er kl. 8 að morgni með léttri tónlist í gegn um hátal- arakerfi hússins. Eftir að þátttak- endur hafa teygt úr sér fá þeir heitt sítrónuvatn á herbergi sín en eftir að fólk hefur klæðst íþrótta- fatnaði er farið í sal hótelsins þar sem þátttakendur bregða sér í leikfimi. Þá kemur morgunverður og að honum loknum sund, gufu- bað og heitur pottur eftir því hvað fólk vill. Að loknum hádegisverði er hvíld áður en haldið er í göngu- ferð með fararstjóra og að henni lokinni kaffi. Þá er nudd, kvöld- verður, og dagskránni lýkur með kvöldgöngu. í tengslum við þessar heilsuvik- ur er boðið upp á ýmis sérnám- skeið. Þannig verður t.d. á nám- skeiðinu sem stendur yfír 17.-24. október og ber það námskeið heitið „Hættu að reykja“. Dag- skráin verður í meginatriðum eins og um gat hér að framan en inn í hana bætt fyrirlestrum og fleiru til hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja. Af öðrum námskeiðum í vetur í tengslum við heilsuvikurn- ar má nefna snyrtinámskeið. „Þessar heilsuvikur eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir þá sem áhuga hafa á að njóta hvíldar og hressingar, og losna um leið frá amstri daglega lífsins,“ sagði Auður. „Hér er ýmist um að ræða megrunarvikur eða ekki, en inni- falið í verðinu sem er 4.950 krón- ur er flugfar til Húsavíkur, gisting, fæði og allt annað sem boðið er upp á í dagskránni. Þetta verð er miðað við flug frá Reykja- vík og lækkar að sjálfsögðu ef þátttakendur eiga styttri leið hingað til Húsavíkur," sagði Auð- ur að lokum. Blönduós: Fallþungi er undir meðallagi „Fallþungi dilka í fyrra var ekki nema 13,56 kg sem þykir lélegt, og í ár er hann mjög svipaður eða 13,75 kg,“ sagði Gísli Garðarsson sláturhússtjóri á Blönduósi er Dagur spjallaði við hann fyrir helgina. Gísli tjáði okkur að þungi dilk- anna væri minni en stærð þeirra gæfi til kynna og vildi kenna um hversu snemma gróður féll og þá sérstaklega á heiðunum. Að sögn Gísla er talið að meðalþungi eigi að vera um 14 kg. í sláturhúsinu á Blönduósi er áformað að slátra um 59 þúsund fjár í haust og þar af um 5000 full- orðnu. Um helgina hafði verið slátrað þar um 40 þúsund. Verslunarfólk á námskeiði í síðustu viku var haldið á Ak- ureyri á vegum Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna, Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Þingeyinga nám- skeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum. Þátttakendur voru 19, 4 frá KÞ og 15 frá KEA. Á námskeiðinu var fjallað um afgreiðslustörfin á breiðum grundvelli. Auk þess var kenndur % reikningur, vaxtareikningur, íslenska, blindskrift á reiknivél (búðarkassa) og meðferð búðar- kassa, samvinnufræði og fleira. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru kennarar frá Samvinnuskól- anum í Bifröst, þau Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, Þórir Páll Guðjónsson og Sigurður Sig- fússon. Verslunarfólkið á námskeiðum. \m # Sögustundir fyrir börn í Amtsbóka- safninu Tekin hefur verið upp sú ný- breytni í starfsemi Amtsbóka- safnsins á Akureyri að hafa þar sögustund fyrir börn. í mörgum bókasöfnum - hér á landi sem og erlendis - eru svona sögustundir og hafa þær notið mikilla vinsælda. Þær eru fyrst og fremst snlðn- ar við hæfi barna á aldrinum 4 til 6 ára, en að sjálfsögðu er öllum heimilt að hlýða á lest- urinn. í vetur verða þessar sögustundir á laugardögum mllli kl. 10.30 og 11.30 og ann- ast starfsfólk safnsins lestur- inn. Að sögn Lárusar Zophonfus- arsonar, safnvarðar, væntir starfsfólk safnsins þess að sögustundirnar verði vinsæl- ar hjá börnum á Akureyri. Hann benti einnig á að það ætti að vera hentugt fyrir for- eldra barna á þessum aldri að koma með börnin f safnið á umræddum tfma og velja sér bækur á meðan börnin hlýddu á sögulesturinn. Þetta framtak starfsmanna Amtsbókasaf nsins er lofsvert og er skref í þá átt að kynna börnunum mörg af þefm snilldarverkum sem til eru á íslenskri tungu. Með öðrum orðum - að beina þeim frá myndasögubókum til góðra fslenskra barnabóka. mMm • Kjörbúð KA! Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri er með allra hörðustu Þórsurum í bænum og fer ekkert leynt með það. Það fór því voða- lega í taugarnar á honum að þurfa að versla í kjörbúð KEA f Höfðahlíðinni eftir að E-ið í KEA-ljósaskiltinu á útvegg verslunarinna hafði „dottið út“ þannig að eftir stóð kjör- búð KA. Hafði Guðmundur á orði við kunningja sína að hann myndi neyðast tll að hætta að versla þarna. - En einn morguninn hitti hann Guðmund Magnússon versl- unarstjóra er þeir voru að hressa sig f sundlaugínni og færði hafnarstjóri þetta f tal við verslunarstjórann. Sagði hafnarstjóri að hann vissi um talsvert af fólki sem vildi ekki versla f búðinni af þessum sökum. # Tókstþú eftir því? Síðdegis sama dag átti hafn- arstjóri erindi í verslunina í Höfðahlfð. Er hann var að versla var bankað á öxlina á honum. Var þar kominn versl- unarstjóri og hann sagði við hafnarstjóra: „Tókst þú eftir því?“. - Átti hann við að búið væri að lagfæra skiltið góða. Hafnarstjóri varð mjög kátur, og herma sagnir að hann versli nú oft á dag í Höfðahlíð- inni. En verslunarstjórinn á skilið rós f hnappagatið fyrir það hversu skjótt hann brást við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.