Dagur - 12.10.1982, Blaðsíða 5
Valdimar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Jökuls hf.:
„Það er erfiður
róður framundan“
„Almennt er staða Jökuls hf.
mjög slæm,“ sagði Valdimar
Þorvarðarson framkvæmda-
stjóri Jökuls í samtali við Dag.
„Ef við berum saman veltufjár-
muni og skammvinnar skuldir
kemur í ljós að skammvinnar
skuldir eru alltof miklar miðað
við skuldir til lengri tíma. Þetta
leiðir til þess að fyrirtækið get-
ur ekki staðið við skuldbinding-
ar sínar og stór hluti skamm-
vinnu skuldanna er á dráttar-
vöxtum.“
En hver er ástæðan fyrir vanda
Jökuls? Valdimar sagði að það
þyrfti að fara nokkur ár aftur í
tímann til að finna upphafið.
„Frystihúsið, sem fyrirtækið
byggir á, hefur ekki verið endur-
nýjað í takt við tímann. Það má
segja að þar hafi ekkert verið
endumýjað sl. 10 ár að minnsta
kosti. Þegar breytingamar urðu á
Ameríkumarkaði um 1970 fóm
langflest frystihús landsins út í
uppbyggingu og nýbyggingar.
Ekki á Raufarhöfn. Þarna er
sama gamla húsið og hagræðing er
mjög lítil. Það hefur ekki verið
hugsað um að auka hana, t.d.
með því að sækja um lán í fjárfest-
ingalánasjóði.“
- Þetta em alvarlegar ásakan-
ir.
„Já en þetta er staðreynd. Nær-
tækt dæmi er að nú stendur til að
taka Rauðanúp upp í slipp. Skipið
er búið að vera á árs undanþágu
frá Loyds, en það átti að fara í átta
ára flokkunarviðgerð. En ársund-
anþágan nægði ekki svo beðið var
um hálfs árs framlengingu, sem
rann út 30. september. Það er
m.ö.o. komið eitt og hálft ár síðan
sýnt þótti að skipið þyrfti að fara í
slipp. Á þessum sama tíma kom
ekki nein umsókn frá stjóm fyrir-
tækisins til Fiskveiðisjóðs vegna
þessa verks. Það er grundvallar-
forsenda þess að hægt sé að fá fé
út úr sjóðnum að sækja um á rétt-
um tíma. Umsóknarfrestur fyrir
verk unnin á þessu ári rann út 1.
desember í fyrra.“
- Er hægt að koma fyrirtækinu
á réttan kjöl?
„Tvímælalaust. Þórshafnarbú-
ar em komnir með frystihús sem
gengur vel. Þeir hófust handa
fyrir fimm ámm síðan og það er
mikil hagræðing í húsinu. Það er
einmitt það sem þarf. Frystihúsin
Valdimar Þorvarðarson tók við
starfi framkvæmdastjóra Jökuls hf. á
Raufarhöfn um miðjan ágúst. Valdi-
mar, sem er Grundfirðingur, starfaði
áður hjá Sjávarútvegsráðuneytinu
sem fulltrái á ijárfestingar- og rekstr-
arsviði. Valdimar lauk prófi úr
farmannadeUd Stýrimannaskólans
vorið 1978 og útgerðardeUd Tækni-
skóla íslands vorið 1980. Hann hefur
einnig lagt stund á nám í sjávar-
útvegsfræðum í Tromsö í Noregi.
Eiginkona Valdimars er Kristín
Helga Guðmundsdóttir.
verða að vera þannig útbúin að
það þurfi ekki að vera með óþarfa
kostnað.
- Hvert er næsta skref?
„Næsta mál er að gera 3ja til 5
ára áætlun fyrir fyrirtækið með
uppbyggingu á nýju frystihúsi í
huga. En slíkt hús væri komið ef
menn hefðu t.d. hlustað á fulltrúa
í Byggðasjóði, sem hafa sagt mér
og fleirum að þeir hafi farið
norður á árunum 1975-6 og hvatt
menn til þess að hefja uppbygg-
ingarstarf. Af því varð ekki. Þeir
menn sem hafa með þessi mál að
gera eru allir af vilj a gerðir til þess
að bæta úr. Raufarhöfn er líka
sérstaklega illa stödd ef ekki
gengur að bæta úr vanda Jökuls.
Nú berst engin loðna á land
lengur. Jökull er lífæðin í byggð-
arlaginu og það er hægt að láta
fyrirtækið ganga ef skrefið í áttina
til nýs skipulags, skipulagningar,
er tekið til fulls.
Hvað frystihúsið varðar þá
verður að koma þar á lágmarks-
hagræðingu nú þegar og breyta
skammvinnum skuldum í lang-
vinn lán. Þar að auki þarf að
byggja nýtt frystihús. Og það eru
fleiri atriði en hagræðing sem rek-
ur á eftir því. Þolinmæði Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða er á
þrotum. Undanfarin ár hafa
starfsmenn þess komið norður og
ritað mikið um þær heimsóknir,
um lélegt ástand í hollustumálum
í fyrirtækinu og aðbúnaði
starfsfólks. Þeir hafa alltaf fengið
þau svör að það væri verið að
huga að nýju húsi. Ef ekkert ger-
ist í nýbyggingarmálum er allt
eins víst að Framleiðslueftirlitið
láti loka frystihúsinu á Raufar-
höfn.
í sjálfu sér hefur rekstur togar-
ans ekki komið illa út, en þess ber
að geta að viðhald skipsins hefur
verið í lágmarki. Það kemur okk-
ur í koll núna. Það er gert ráð fyrir
að togarinn verði frá veiðum í sex
vikur. Á meðan fáum við m.a. af
afla Stakfells. Starfsemin í landi
verður í lágmarki meðan Rauði-
núpur er í slipp.
Það er ljóst að það er erfiður
róður framundan, ekki einungis
hvað varðar fjármögnunina held-
ur og reksturinn. Ef umrædd
skuldbreyting á sér ekki stað
stoppar fyrirtækið. En eitt erfið-
asta er e.t.v. að vinna tiltrú lána-
drottna og annarra sem við þurf-
um að skipta við,“ sagði Valdimar
að lokum.
100 brögð
og brellur
Nýlega er komin út hjá Bjöllunni
bókin 100 brögð og brellur eftir
Arthur Good í þýðingu Hrólfs
Kjartanssonar námsstjóra. í þess-
ari bók eru ýmis grundvallaratriði
eðlis- og efnafræði kynnt með
leikjum, þrautum og einföldum
tilraunum.
Benediktssonar annaðist setn-
ingu, filmuvinnu og prentun.
Níels Hansson
í heimsókn
Victoria
harmonikkur
Unglingastærö
kr. 5.940,00.
Höfum einnig til söiu
nokkrar notaðar
harmonikkur á
góðu verði.
UréíiBÚÐIN
sími 22111
Bókin er jafnt við hæfi barna,
unglinga og fullorðinna og ætluð
til notkunar í heimahúsum. Verk-
efnin þarfnast ekki sérstakra
tækja eða efna umfram venjuleg
áhöld sem til eru á hverju heimili.
Auðvelt er að dýpka viðfangsefn-
in bæta við þau og tengja öðrum
fyrirbærum. Bókin ætti því ekki
síður að henta til notkunar í
skólum, bæði sem hjálpargagn í
raungreinanámi og sem safn sjálf-
stæðra viðfangsefna.
Bókin skiptist í eftirfarandi
kafla: Þyngdarlögmálið, Eðli loft-
tegunda, Eðli vökva, Allt um
varma, Sérlega aðlaðandi, Ljós
og hljóð, Rúmfræði til skemmt-
unar, Ýmsar þrautir, Brögð og
brellur. Skýringarmyndir eru með
hverri tilraun. Prentstofa G.
Níels Hansson þarf ekki að kynna
Akureyringum. Ungur að árum
fluttist hann til Akureyrar frá
Danmörku og giftist hér Jakobínu
Jónsdóttur sem öll börn þekktu
og kölluðu Bínu á Hernum. Auk
þess sem Níels var ötull starfs-
maður í Hjálpræðishernum vann
hann við húsgagnasmíði. Eftir að
Bína var kölluð heim til Drottins
fluttist Níels til Noregs, þar sem
hann giftist Ruth Strand, sem var
foringi í Hjálpræðishernum. Ní-
els er nú yfirmaður (flokksstjóri)
Hjálpræðishersins í Þórshöfn í
Færeyjum.
Það verða ábyggilega margir
Akureyringar sem leggja leið sína
á herinn nú á fimmtudaginn til að
heilsa upp á Níels og hlýða á boð-
skap hans. Hann verður hér bara
þetta eina kvöld.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Miðvikudaginn 6. október nk. kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Jón G. Sólnes og Sigurður Jó-
hannesson til viðtals í fundastofu bæjarráðs,
Geislagötu 9,2. hæð.
Bæjarstjóri.
Hver hefur sinn
STÍLekki satt...
Teiknistofan Stíll býður yður þjónustu sína ...
Silkiprentun á næstum hvað sem er, t.d. fablon,
pappír, leður, plast, járn, gler, tau, tré.
önnumst einnig skiltagerð, bókaskreytingar og
filmugerð.
Hafið samband í síma 25757.
Erum til húsa í Hafnarstræti 86.
Einingarfélagar
Almennur félagsfundur verður haldinn í Alþýðu
húsinu á Akureyri fimmtudaginn 14. október nk. kl.
20.30.
Fundarefni:
Tekin ákvörðun í bygginga-
málum félagsins.
Önnur mál.
Stjórn Einingar.
TEpprlrnd
Komið og skoðið eitt mesta
gólfteppaúrval landsins
Vorum að fá nýjar gerðir af
Berber-lykkjuteppum í alull
og ullarblöndu.
Nýkomnar baðmottur
og baðmottusett.
Um 35 mismunandi gerðir og litir af
dreglum, frá 67-140 cm breiðum.
*Hin
frábæra
Vax-suga
aftur
fyrir-
liggjandi
Iepprlrnd
Sími 25055 Tryggvabraut 22 • Akureyri
12. október 1982 - DAGUR - 5