Dagur - 14.10.1982, Page 4

Dagur - 14.10.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Reynt verði á stjórnarandstöðuna Alþingi er nú komið saman við mjög sérstakar aðstæður. Frá því þingslit voru í vor hefur ríkisstjórn Gunnar Thoroddsen misst meiri- hluta í annarri deild þingsins, neðri deild, og skapar það mikla óvissu um framvindu mála á þinginu. Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur lýst því yfir að hún muni ekki styðja efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar og fella bráðabirgðalögin. Virðist svo sem tilgangur stjórnarandstæðinga sé fyrst og fremst sá að fella ríkisstjómina með því að gera henni ókleift að koma málum fram á Al- þingi. Þetta er alvarlegt mál því öllum má ljóst vera að þjóðarbúið þolir ekki að ekki verði grip- ið í taumana. Efnahagskreppan sem hrjáir allan hinn vestræna heim segir nú til sín hér á landi með fullum þunga. Mikið óvissuástand er á mörk- uðurn fyrir útflutningsframleiðslu okkar og síðustu alvarlegu fréttirnar eru áhrif gengis- fellingar sænsku krónunnar, en hún hefur gíf- urleg bein og óbein áhrif á skinnaiðnað okkar og fataiðnað. Finnar hafa þegar brugðist við þessu áfalli með gengisfellingu og öðrum að- gerðum til styrktar iðnaði sínum og Danir og Norðmenn koma eflaust í kjölfarið. Spurningin er sú hvort íslendingar beri gæfu til að vernda hagsmuni útflutningsiðnaðar síns, eins og aðrar þjóðir gera. Til að kóróna allt hafa loðnuveiðar gersam- lega bmgðist og samdráttur er verulegur í þorskveiðum. Afkoma útgerðarinnar er ennþá óviðunandi og ljóst er að til frekari aðgerða verður að grípa. Fjölmörg önnur mál sem af- gerandi em fyrir þróun efnahagsmála og af- komu þjóðarbúsins bíða úrlausnar og þola ekki bið. Nú reynir verulega á ábyrgð stjórnarand- stöðunnar. Athyglisvert verður að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstæðinga og því, hvort þeir standa við stóru orðin um að fella og fella hvað sem fyrir verður, þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi enn meirihluta á sameinuðu Alþingi. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur lýst yfir að hann vilji samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu um að leysa þau brýnustu verkefni sem fyrir liggja, fleyta áfram þeim málum sem ekki þola bið og vinna jafnframt að hjöðnun verðbólgunnar. Ef ekki tekst að ná samstöðu á Alþingi um að leysa málin í sameiningu liggur varla annað fyrir en að flýta kosningum sem mest, svo að ný ríkisstjórn geti tekist á við vandamálin með þeim styrk sem nauðsynlegur er í erfiðleikunum sem framundan eru. Á þetta verður að reyna sem allra fyrst og þar með á ábyrgð og sam- starfsvilja stjórnarandstöðunnar á örlaga- stundum. Hagsmunir Akureyrar og annarra sveitar- félaga við fjörðinn fara saman - segir Jónas Kariesson, form. Skipulagsnefndar Skipulagsmál koma okkur ÖII- um við. Framtíð Eyjafjarðar- svæðisins t.d. byggist mikið á því að kjömir fulltrúar vinni markvisst að skipulagi svæðis- ins og því má slá fram sem staðreynd í upphafi að sam- vinna sveitarstjórna við Eyja- fjörð sé einn af hornsteinum myndarlegrar byggðar við fjörðinn. Það er t.d. tæplega hægt að tala um skipulagn- ingu Akureyrar nema framtíð annarra þéttbýlissvæða við EyjaQörð sé höfð í huga - og öfugt. Jónas Karlesson, verkfræð- ingur, er formaður Skipulags- nefndar Akureyrar og tók hann við því embætti í vor. Dagur ræddi við Jónas fyrir skömmu og fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Jónas hljóð- aði svo: Hvert er markmiðið með skipulagi? Markmið skipulags - Markmið skipulags er erfitt að skilgreina í stuttu máli svo marg- slungið sem það er. Þó er hægt að drepa á nokkur mikilvæg atriði án þes þó að gefa tæmandi upptalningu. Sú upptalning sem ég er með er ekki eftir mikilvægi hvers atriðis, heldur gerð af handahófi. Markmið skipulags get ég þá sagt að sé eftirfarandi: I fyrsta lagi að fá sem mest fyrir það fjármagn sem til umráða er hverju sinni og nota það til þeirra þátta sem eru mest að- kallandi. Undir þetta heyrir þéttleiki byggðar, orkumál, götur, lagnir, leiðslur og fleira. Það verður að byggja hvert hverfi fyrir sig, en ekki vera með tvö eða fleiri hverfi hálfbyggð árum saman. Með hugtakinu byggingar á ég við stofnanir, verslanir, útivistarsvæði og íbúðir. í öðru lagi er markmið skipu- lags það að veita borgurum ör- yggi í víðtækum skilningi, en undir þennan lið heyrir upp- fræðsla hvers konar, samhjálp samfélagsins, eldvarnir og fleira. í þriðja lagi á skipulagið að sjá svo fyrir að borgurunum líði vel, að þeim sé séð fyrir nægu vatni, að umferðarkerfið uppfylli óskir þeirra um ferða- máta, hraða, öryggi og þægindi. Og að lokum að umhverfið sé fallegt og veiti gleði þeim er á það lítur, en síðast en ekki síst að tilgangur og tilhögun sé aug- ljós. - Undanfarin ár hefur tölu- vert verið rætt um svæðisskipu- iag fyrir Eyjafjarðarsvæðið. VUtu útskýra þetta hugtak? - Sveitarfélögin við Eyja- fjörð hafa þróast þannig í tímans rás að þau eru félagslega sjálf- stæðar einingar, en um leið hef- ur svæðið orðið ein atvinnu- og viðskiptaleg heild. Hvert fyrir sig eru sveitarfélögin of smá til að leysa mörg tæknileg og fé- lagsleg vandamál, en hinu má ekki gleyma að smáar einingar í stjórnsýslu geta verið heppilegri til lausnar margra annarra mála svo sem þjónustu hvers konar við íbúana, svo sem í sambandi við æskulýðsstarfsemi, almenna fræðslu og heilsugæslu, svo eitt- hvað sé nefnt. Nauðsynlegt stjórntæki Svæðisskipulag hefur það að markmiði að samræma stefnu í þróun byggðar um visst árabil innan allra þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli og leita lausnar á sameiginlegum skipu- lagsvandamálum byggðarinnar. Hið nána samband milli sveitar- félaganna kemur ljósast fram í vegakerfinu sem kvíslast um alla byggðina án verulegs tillits til markalína á milli einstakra sveitarfélaga. Eins og vegakerf- ið myndar hið sýnilega samband milli sveitarfélaganna má finna tengsl á flestum öðrum sviðum, þó þau séu að vísu óljósari. Grundvöllur skipulagsins er tvíþættur. Annars vegar sú byggð og sú starfsemi sem fyrir er í byggðarlaginu og hins vegar forsögn um þróun byggðar á skipulagstímabilinu. Svæðis- skipulagi er einungis ætlað að marka stærstu drættina í bæjar- myndinni sem aðalskipulag hvers svæðis byggist síðan á. Svæðisskipulag er þannig frum- forsenda aðalskipulags. Jafnframt þessu er svæðis- skipulag mikilvægt og nauðsyn- legt stjómtæki til að stýra byggðaþróuninni á kerfisbund- inn hátt en skipulagsáætlun sem þessi stjórnast af raunverulegri þróun þjóðfélagsmála. Þar sem forsendur áætlunarinnar eru að nokkm leyti forsagnir um efna- hagslega, félagslega og tækni- lega framvindu um langan tíma, byggist notagildi hennar að verulegu leyti á nákvæmni hennar. Regluleg endurskoðun skipulagsáætlunarinnar er því mjög nauðsynleg. Skipulagssvæði myndast því aðeins úr tveimur eða fleiri sveitarfélögum að vegur, eða vegir, tengi þau saman og skapi svo góða samgöngumöguleika að íbúunum finnist þægilegt að fara í annað sveitarfélag til dag- legrar vinnu, í verslun, skóla eða Akureyri 4 - DAGUR -14. október 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.