Dagur - 14.10.1982, Side 7

Dagur - 14.10.1982, Side 7
Skák: Þór Valtýsson sigraoi Nýlega lauk árlegu minning- armóti um Júlíus Bogason. Eftir harða og tvísýna keppni sigraði Þór Valtýsson, hlaut 5.5 v. af 7 mögulegum. í 2.-3. sæti urðu Sigurjón Sigurbjömsson og Haukur Jónsson með 5 v. Hauk- ur hafði hálfs vinnings forskot fyrir síðustu umferð, en tapaði þá fýrir ungum pilti, Arnari Þor- steinssyni. Amar kom mjög á óvart í mótinu og hafnaði í 4. sæti með 4.5 v. Við verðlaunaaf- hendingu að mótinu loknu bauð Skákfélag Akureyrar til kaffi- drykkju að venju. Að henni lok- inni fór fram hraðskákmót. Sig- urvegari varð Halldór Jónsson með 12.5 v. úr 14 skákum. 15 mínútna mót fór fram 30. sept. sl. og sigraði Þór Valtýs- son. Sk. startmót var haldið sunnudaginn 2. okt., en með því hefst hið eiginlega vetrarstarf félagsins. Sigurvegari varð Áskell Örn Kárason. Nýlega lauk í Reykjavík fyrri hluta deildarkeppninnar á ný- byrjuðu keppnistímabili. Átti sveit Skákfélags Akureyrar þar við ramman reip að draga, enda flestar 1. deildarsveitanna skip- aðar mjög öflugum skákmönn- um. Leiknarvorufjórarumferð- ir og varð árangur SA sem hér segir: SA - Hafnarfjörður 2-6 SA - Vestfirðir 5-3 SA - Suðurland 5-3 SA - TR norðvesturbær 5-7.5 að þessum fjórum umferðum loknum er SA í sjöunda sæti af átta sveitum í 1. deild með 12.5 vinning. Sveit Skáksambands Suðurlands er neðst með 7 v., þannig að falldraugurinn heldur sig í hæfilegri fjarlægð. Hinsveg- ar er stutt í liðin í 5. og 6. sæti. Hafnarfjörður hefur 13.5 og Vestfirðir 12.5 og er stefnt að því að komast upp fyrir þessi fé- lög þegar síðari hluti deildar- keppninnar verður seinna í vetur. Efst eftir 4 umferðir er sveit Taflfélags Reykjavíkur - norðvestur með 23 v. Bestum ár- angri Akureyringa náði Halldór Jónsson á 3. borði með 2.5 v. af 4. -áskell Lokaúrslit í hjólreiðakeppni: Þrír Akureyringar meðal níu efstu Þriðjudaginn 5. október fóru fram lokaúrslit í hjólreiða- keppni milli þeirra 15 nemenda sem bestum árangri náðu í milliriðlum sl. vor. Þá var keppt í tveimur riðlum, á Akur- eyri og í Reykjavík. Eins og undanfarin ár var úr- slitakeppnin þríþætt, þ.e. spum- Allar tryggingar! umboðið hf. Radhustorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. ingar um umferðarmál, góðakstur og hjólreiðaþrautir. Alls höfðu 16 keppendur áunnið sér rétt til þátt- töku en 15 mættu til leiks. í níu efstu sætum urðu: 1. Amar Freyr Jónsson, Garða- skóla Garðabæ 393 stig, 2. Jón Pétur Einarsson, Breiðholts- skóla, Reykjavík 391 stig, 3. Jó- hannes Vilbergsson, Gmnnskóla Grindavfkur 383 stig, 4.-5. Gunn- ar V. Gunnarsson, Oddeyrar- skóla Akureyri 376 stig, 4.-5. Hilmar Egill Sveinbjömsson, Stóm-Vogaskóla Vog. 376 stig, 6. Kári Ellertsson, Gagnfræðaskóla Akureyrar, 374 stig, 7. Jón Auð- unn Sigurjónsson, Víghólaskóla Kópavogi 371 stig, 8.-9. Hildi- gerðir M. Gunnarsdóttir, Gagn- fræðaskóla Akureyrar 368 stig, 8.-9. Óskar Jónsson, Breiðholts- skóla Reykjavík 368 stig. Að þessu sinni vom keppendur mjög jafnir og munur á stigum mjög lítill. Þeir Arnar Freyr og Borðapantanir í síma 22200. AKUREYRINGAR - BÆJARGESHR Sértílboð í veitíngasal laugardagskvöldið 16. november Frönsk lauksúpa Aliendurmeð appelsínusósu, frönskum kartöflum og grænmeti eða Nautalundir með béamaisesósu og bökuðum kartöflum. kr. 215.- Ferskt ávaxtasala t í líkjör kr. 30. - Forréttur í stað súpu: Innbakaðar rækjur Orly, með Andalouse- sósu ogristuðu brauði. Aukagjald kr. 50.- Ingbnar Eydal leikur létta dinner- músik og leikur síðan fyrir dansi ásamt BiUa, Leibba og Ingu. Súlnaberg: Fjölskyldudlboð sunnudaginn 17. október. Kryddlegið lambalæri. Ferskt ávaxtasalat. Kaffi. HÓTEL KEA AKUREYRI ASetaskr.90.- SIMI: 96-22 200 Hálft gjald fyrir böm 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri í fylgd með fullorðnum. —Skotfærí— í mjög góðu úrvali. Verslið hjá fagmanninum. Opið laugardaga frá kl. 9-12. Eyfjörð, Hjalteyrargötu 4, sími 25222, Akureyri. •• vorur voruin Vorum að fá mikið af prjónafatnaði, svo sem kjóla, pils, peysur og vesti. Mikið úrval af öðrum fatnaði Kaupangi. 0j)jð á tougm|8gum y io_j2. sérverslun ® 24ou meó kvenfatnaó Jón Pétur sem urðu í 1. og 2. sæti keppninnar fara sem fulltrúar ís- lands í hjólreiðakeppni á vegum PRI - alþjóða samtaka umferðar- ráða, en hún verður væntanlega haldin í Egyptalandi í maímánuði nk. Þar munu ennfremur 2 vél- hjólapiltar, þeir Örn Jónsson og Svavar Þorsteinsson, báðir úr Hafnarfirði, keppa í vélhjóla- akstri (góðakstri og þrautum), en þeir sigruðu í úrslitakeppni vél- hjólapilta sem haldin var í Reykjavík, 25. september sl. á vegum Bindindisfélags öku- manna o.fl. í samráði við Um- ferðarráð. Umferðarráð óskar fyrmefnd- um fulltrúum og væntan legum keppendum til hamingju með góðan árangur og þakkar enn- fremur öllum sem þátt tóku í keppnunum og veittu aðstoð við framkvæmd þeirra. (F réttatilky nning) Félagsstarf aldraðra Félagsstarfi aldraðra verður hagað sem hér segir fyrrí hluta vetrar 1982/83. Skemmtanir í Sjallanum verða með sama hætti og verið hefur sunnudagana 7. nóv. og 5. des. Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim hringi í síma 22770 kl. 13-14 samdægurs. Handíðahópurinn mun koma saman á laugar- dögum kl. 15-18, í fyrsta sinn 16. okt. í Hús- mæðraskólanum með sama hætti og síðasta ár. Óskum um þátttöku og akstur skal koma á fram- færi við Helgu Frímannsdóttur, föstudaginn 15. okt. í síma 25880 kl. 13-15. Leikfimihópurinn kemur saman í Laxagötu 5, húsi Slysavarnafélagsins á mánudögum og fimmtudögum kl. 14,30. Óskum um þátttöku skal koma á framfæri við Félagsmálastofnun sími 25880. Annar handíðahópur (bókband, málun, tága- vinna) verður starfræktur á miðvikudögum í Laxa- götu 5, kl. 15-18, í fyrsta sinn miðvikudaginn 20. okt. Umsjón: Helga Frímannsdóttir. Félag aldraðra á Akureyri mun gangast fyrir „Opnu húsi“ á fimmtudögum kl. 15.30-18, að Laxagötu 5. Sjá auglýsingu frá félaginu síðar. Félagsmálastofnun Akureyrar Forstöðumaður skóladagheimilis á Akureyri Auglýst er eftir fóstru - þroskaþjálfa - kennara eða starfskrafti með hliðstæða uppeldismenntun til að gegna forstöðu skóladagheimilisins Brekkukotsfrá 1. janúar 1983. Upplýsingar um starfið eru veittar á Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19b, sími 25880 frá 10-15 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember 1982. Dagvistarfulltrúí. 14. október 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.