Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 3
Engin ný verkefni hafa borist síðan í september. Mynd: áþ. Byggingar iðnaðuri r mm m Alvarlegt ástand er framundan Samkvæmt þeim niðurstöðum sem liggja fyrir úr atvinnu- könnun sem Landssamband iðnaðarmanna og Meistara- samband byggingamanna hafa látið gera á Akureyri, er ljóst að alvarlegt ástand er framund- an í atvinnumálum bygginga- manna í bænum á næstunni. í niðurstöðum könnunarinnar segir m.a. að engin ný verkefni hafi bæst við síðan í september og það sé einungis góðri tíð að þakka livað atvinna hefur verið mikil. Uátt í hundrað iðnaðarmenn á Akureyri hafa fengið uppsagn- arbréf í hendur og meistarar hafa hætt störfum. Á bls. 4 í blaðinu í dag er viðtal við Marinó Jónsson hjá Meistara- félagi byggingamanna á Akureyri og Jón Sigurðarson formann atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar um þetta mál. Þar segir Jón m.a. að atvinnumálanefndin geri allt sem í hennar valdi standi til þess að vekja athygli ríkisvaldsins á þessu ástandi og fá fram úrbæt- ur. Sjá bls. 4 Verðkönnun NAN: Mikill verðmunur vegna örra verðhækkana Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni gerðu verðkönnun á Akureyri og Svalbarðseyri 13. þessa mánaðar. Athygli vakti óvanalega mikill munur á hæsta og lægsta verði hverrar tegundar. Samanlagt á öllum tegundum nam þessi munur 139,30 krónum, þ.e. hæsta samanlagt verð var 29,5% hærra en hið lægsta. Þetta gef- ur vísbendingu um örar verð- hækkanir, enda er sjaldnast sama verð á tegund í neinum tveimur búðum, eins og segir í nýútkomnu fréttabréfí Neyt- endasamtakanna. Hlutfallslega var verð á þessum 24 vörutegundum langlægst í KEA Hrísalundi og í Hagkaup. Ef gert er ráð fyrir að meðalverð hafi verið 100 kostuðu þær 17 teg- undir sem fengust í öllum verslun- unum 93,4 í Hrísalundi og 93,5 í Hagkaup. í Garðshorni fengust aðeins 9 þessara tegunda þannig að sú verslun er ekki tekin með í þessum samanburði, en næstlægst var verðið í KEA Höfðahlíð 102, þá í KSÞ Svalbarðseyri 105,4 og hæst var það í Hafnarbúðinni 105,8. Ef samanburður er gerður á 22 tegundum sem fengust bæði í Hrísalundi og Hagkaup kemur í ljós að miðað við meðalverðið 100 í Hagkaup er það 102 í Hrísa- lundi. Samtals kostuðu áðurnefndar 17 vörutegundir 401,05 krónur í Hrísalundi, 401 ;60 í Hagkaup, 437,85 krónur í Höfðahlíð, 452,55 krónur á Svalbarðseyri og 454,20 í Hafnarbúðinni. Munur á hæstá og lægsta verði er því krón- ur 53,15. Thuletvímenningskeppnin: Tveimur um- ferðum er lokið Nú er lokið tveimur umferðum í Thuletvímenningskeppni Bridgefélags Akureyrar, en alls verða spilaðar fjórar umferðir. Röð efstu manna er þessi: 1. JakobKristinsson-StefánJóhannesson 401 2. GunnlaugurGuðmundss.-Magnús Aðalbjömss. 387 3. JóhannHelgason-ÁrmannHelgason 379 4. Sofffa Guðmundsdóttir - Ævar Karlesson 374 5. Alfreð Pálsson - Júlíus Thorarensen 364 6. Einar Sveinbjömsson -Sveinbjörn Jónsson 354 7. JónJónsson-KristjánJónsson 349 8. Grettir Frímannsson - Ólafur Ágústsson 348 9. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 347 10. ÁsgeirValdimaisson-VíkingurGuðmundsson 342 Alls spila 42 pör í keppninni. Þriðja umferð verður spiluð að Félagsborg nk. þriðjudags- kvöld. Verslunarhúsnæði Til leigu 118 f m versiunarhúsnæði í nýju versi- unarmiðstöðinni, Sunnuhlíð, Akureyri. Húsnæðið er ætlað fyrir léttar byggingavörur, verkfæri og tómstundavörur. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að senda nafn og heimilisfang í pósthólf 32, 602 Akureyri. Námskeið í japönsku kunstbroderíi Vegna mikillar eftirspurnar verður haldið annað námskeið í japönsku kunstbroderíi (penna- saumi) föstudag 29. október. Þáttakendur mæti kl. 7-8 e.h. í Skátaheimilinu Hvammi. Allir veikomnir. Þórunn Franz. Bifreiðaeigendur Tilboðsverð á ryðvörn út nóvembermánuð. 5 m fólksbílar kr. 2.000 6 m fólksbílar og jeppar kr. 2.300. Pantið tímanlega Ryðvarnarstöðin Kaldbaksgötu sími 25857 og 21861. Fullkomin endurryðvörn JÉPPfíLfíND Nýkomið glæsilegt úrval af finnskum bómullarmott- um, bastmottum og Wilton ofnum alullarteppum. Vorum að fá nýjar gerðir og liti af baðherbergisteppum, baðmottusett- um og stökum baðmottum. Mikið úrval af útidyramottum, plast- renningum, teppahreinsurum og hreinsiefni. Getum boðið yf ir 50 liti gólf- teppa úr alull, ullarblöndu eða gervief num Verið velkomin í verslun okkar að Tryggvabraut 22. Tepphlhnd Sími 25055 Tryggvabraut 22 Akureyri 26. október 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.