Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 12
Auka- kjördæmis- þing á Húsavík Aukakjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldið á Húsavík á laugardag 30. október og hefst í félagsheimil- inu (hótelinu) klukkan 11. Á þinginu fara fram tvær síðari umferðir í prófkjöri til framboðs fyrir næstu alþingiskosningar. Fæst þá niðurstaða um það hverjir skipa sex efstu sætin á framboðs- lista Framsóknarflokksins. Ef tími vinnst til verður reynt að ganga frá endanlegum lista flokksins, að sögn Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, formanns stórnar kjördæmissambandsins. Um síðustu helgi var JC-Akureyri með útisamkomu vestan við slökkvistöðina. Slökkviliðsmenn voru þar með sýnl kennslu og er myndin einmitt af henni. Mynd: KGA. Þyngsti dilkur 34.9 kg! Sauðárkróki 22. okt. Slátrun sauðfjár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga lauk sl. miðviku- dag. Alls var slátrað 54.178 fjár, 47.898 dilkum og 6.280 fullorðnum ám. Er það 6.102 dilkum færra en 1981 en aftur á móti 336 fleiri ær. Meðalþungi dilka nú var 13,965 kg en var í fyrra 13,604 kg. Heild- armagn innlagðs kjöts nam 820 tonnum á móti rúmíega 843 tonn- um 1981. Þyngsta dilkinn sem vóg hvorki meira né minna en 34,9 kg átti að þessu sinni svo sem oft áður Leifur bóndi Þórarinsson í Keldudal. Hafa ekki heyrst sög- um um þyngri dilk á þessu hausti. Eins og fram kemur í ofan- greindum tölum er samdráttur í bústofni hér um slóðir og kemur það fram í innlögðum dilkum vegna stofnfækkunar haustið 1981, sem og í mikilli slátrun full- orðins fjár. Geta má þó þess að frjósemi ánna mun hafa verið verulega mikið minni nú vegna lélegra heyja og eindæma slæms veðurfars síðasta haust sem leiddi til þess að fé kom í verra ásig- komulagi í hús en búast má við í meðalári. Slátrun stórgripa hefst nú þegar að lokinni sauðfjárslátrun en enn liggur ekki fyrir hversu umfangs- mikil hún verður. „Við boruðum þrjár holur í sumar og ég verð að segja að árangurinn hafí verið þokka- legur því þessar holur virðast ætla að gefa ein 15 mega- wött sem er álíka mikið og við framleiðum í dag,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson stað- artæknifræðingur við Kröflu- virkjun. Ein af þessum holum var boruð á ská (svokölluð stefnuborun) og tókst framkvæmd við hana mjög vel. Sú hola er byrjuð að blása og er að hitna að sögn Gunnars og ækki fráleitt að hún muni gefa um 4 megawött er hún verður tengd. Onnur hola sem boruð var fyrst er þegar tengd og gefur um fjögur megawött og sú þriðja sem boruð var á nýju svæði, sunnan við stöðvarhúsið. Sú hola er byrjuð að blása og er mjög álitleg, og tal- ið að hún muni gefa um 8 mega- wött. Grímsey: Eins og þorskurinn sé stunginn af Enskur tónlistar- kennari til Dalvíkur Dalvík 22. október. „Eftir að stjórn Tónlistarskóla Dalvíkur var búin að auglýsa lengi eftir kennara við skólann hér á landi án árangurs var leit- að út fyrir landsteinana,“ sagði Rögnvaldur Friðbjörnsson, formaður stjórnar Tónlistar- skóla Dalvíkur. „Stjórnin hef- ur ákveðið að ráða tónlistar- menntaðan mann frá Englandi og mun hann hefja störf í byrj- un nóvember. Um miðjan mánuðinn verður auglýst eftir nemendum. Vonandi verður þessi ráðning til að efla tónlist- aráhuga á Dalvík.“ Það kom fram hjá Rögnvaldi að Englendingurinn mun kenna á píanó og flautu. Hann ætlar einn- ig að kenna á gítar og önnur hljóðfæri ef nægjanleg þátttaka fæst. Einnig kemur kórstjórn til greina. Hér áður fyrr starfaði karlakór á Dalvík, en auk þess var samkór á staðnum. Gera menn sér vonir um að Englendingurinn geti hafið þessa kóra til vegs og virðingar á nýjan leik. Öll starf- semi skólans mun fara fram á ein- um stað, Gimli við Hafnarbraut. Að lokum sagðist Rögnvaldur skora á sem flesta Dalvíkinga og nágranna að notfæra sér tækifærið og sækja um inngöngu í skólann þegar innritun verður auglýst um miðjan nóvember. AG. „Það er næg atvinna hér í eyj- unni þótt aflabrögð hafí verið dauf. Það berst þó alltaf ein- hver fískur á land og að undan- förnu hefur jafnframt verið unnið við pökkun og þess háttar,“ sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir, í Grímsey, er við spjölluðum við hana fyrir helg- ina. Steinunn sagði að þrír bátar væru á netum og hefði afli þeirra verið lítill, hinsvegar væri einn á snurvoð og þar gengi eitthvað betur. „Annars er eins og þorsk- urinn sé stunginn af og aflabrögð eru ekkert lík því sem verið hefur undanfarin ár. „Það var mikill straumur ferða- manna hingað í sumar en nú hefur hægst um eins og alltaf á haustin og rólegra yfir öllu þegar skóla- fólkið er farið upp á land. Barna- skólinn er þó tekinn til starfa hér og þar eru 17 krakkar, en 8-10 héðan eru við nám í landi, fimm á Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og ein- hverjir í Iðnskóla og að Bifröst í Borgarfirði.“ Um fyrri helgi var haldinn mikill dansleikur í Grímsey á veg- um kvenfélagsins og Kiwanis- klúbbsins. Fengin var hljómsveit frá Húsavík „og mikið fjör langt fram eftir nóttu eins og vera ber,“ sagði Steinunn. Af vindmyllunni sem nota á til að hita vatn til húshitunar í eyj- unni er það að frétta að um þessar mundir er að ljúka vinnu við nýtt „stél“ á myliuna og verður það sett upp fljótlega. Áðuren myllan braut af sér stélið sem á henni var hafði þó komið í ljós að hún skil- aði því sem til var ætlast og eru miklar vonir bundnar við hana í framtíðinni. # Langtáeftir áætlun Það væri hægt að skrifa langt mál um þann drátt sem orðið hefur á bygingum Fjórðungs- sjúkrahúsins á Akureyri. Samkvæmt áætlun sem gerð var 1972 átti spítalinn að vera tilbúinn árið 1978, en sú við- bygging sem Dagur hefur greint frá er raunar fyrsti áfanginn. Með sama hraða verður komin ný kyn- slóð á Akureyri þegar síðasti áfanginn sér dagsins Ijós. Brýnast fyrir spítalann er að byggðar verði legudeildir, þar sem gífurleg þrengsli eru á núverandi deildum. Sam- kvæmt áætlunum á að byggja tvær legudeildarálmur fyrir austan sjúkrahúsið. í þeim eiga líka að vera rannsóknar- stofur sem eru í dag í alltof þröngu húsnæði. f sama húsi á að vera eldhús og borðstofa svo eitthvað sé nefnt. - En næsta skref ( byggingarsögu FSA er að Ijúka við hæðina fyrir neðan skurðstofurnar sem sagt er frá á forsíðu blað- sins ( dag. Á henni eiga að vera röngtendeild og siysa- varðsstofa. Þeir bjartsýnustu gera ráð fyrír að hæðin verði tilbúin árið1984. # Ofmörgjárn í eldinum? Það er eflaust margt sem hef- ur orsakað þennan drátt - sem er nánast óafsakanlegur. Ein I---------------------- sú helsta er sú staðreynd að yfirvöld hafa verið með of mörg járn í eldínum. Undanfarin ár hafa risið upp heilsugæslustöðvar viða um land, geðdeild var reist á Landsspítalalóðinnl í Reykja- vík og byggð var álma við Borgarspítalann. Ef yfirvöld hefðu staðið við áætlun sem • gerð var um FSA í upphafi væri búið að byggja spítalann upp í endanlegri mynd. Ef- laust hefðu ýmisir talið sig svikna ef áhersla hefði verið lögð á FSA en það er engu að síður staðreynd að FSA getur ekki þjónað sem skildl fyrr en sfðasti naglinn hefur verið rekinn. # Kemur Manchester United aftur? Það er ekki nema von að menn spyrji. Á húsi nokkru í miðbæ Akureyrar gefur á að l(ta stóran hvítan borða þar sem á stendur m.a.: Man- chester United 5. ágúst. Ein- lægir aðdáendur liðsins, sem eru margir á Akureyri, eru farnir að velta því fyrir sér hvort liðið komi næsta sumar, en eins og kunnugt er mættu kapparnfr til bæjarins s.l. sumar. Hitt er svo aftur annað mál að umræddur borði var hengdur upp nokkru fyrir komu þeirra og hefurekki ver- ið tekinn niður aftur. Þetta er ekkert einsdæmi á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.