Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. október 1982 118. tölublað Súrefnis- enn óleyst vandamál í efri tanki „Ef efri tankurinn verður tengdur fyrir veturinn vandast málið því enn er ekki búið að finna lausn á því hvemig koma megi í veg fyrir súrefnisblönd- un í hitaveituvatnið í tankinum. Hins vegar hefur íblöndun natríumsúlfiðs frá því um mitt sumar valdið því að súrefni í vatninu er innan viðunandi marka,“ sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri, í viðtali við Dag. Helgi sagði að af þessum sökum mætti segja að efri tankurinn væri ónothæfur sem stendur. Hann sagði að þótt efri tankurinn kæm- ist ekki í gagnið fyrir veturinn þyrfti það ekki að þýða vatnsskort. Hann hefði fyrst og fremst verið hugsaður til að bæta rekstraröryggið gagnvart skamm- tíma truflunum. Þó hann kæmi ekki inn þyrfti það ekki að þýða nein stórkostleg vandamál því þá yrði þessum sveiflum mætt meira með neðri tankinum og ef til vill meiri kyndingu. Vandamálið við efri tankinn er fyrst og fremst það hvað hann er stór miðað við það vatnsmagn sem í gegn um hann fer, sem veldur því að vatnið er tiltölulega lengi kyrrstætt í honum. Það kom fram í máli Helga Bergs, að þótt tæringin hafi verið langmest í efra Glerárhverfi, hafi hún einnig verið ofan þeirra marka sem heppileg teljast í öllu bæjarkerfinu. Natríumsúlfíðið ræður hins vegar bót á þessu eins og áður sagði. Góð aðsókn á sýningu sjömenninganna Sýning sjö myndlistarmanna frá Akureyri hefur nú staðið yfir á Kjarvalsstöðum síðan á laugar- dag í fyrri viku. Sýningin hefur gengið mjög vel og aðsókn verið. góð. Eftir síðustu helgi höfðu tals- vert á annað þúsund manns séð sýninguna og 30 verk höfðu selst. Flugvélar í árekstri á Akureyrarflugvelli í gærmorgun ók Fokker flugvéi á eina af vélum Flugfélags Norðurlands á Akureyrarflug- velli. Skemmdir á Fokkernum voru óverulegar en hin flugvél- in sem var kyrrstæð, verður óflugfær í nokkra daga a.m.k. Óhappið bar að með þeim hætti að þegar Fokkernum var ekið í áttina að flugstöðvar- byggingunni rakst vængendi hennar í hliðarstýri á stéli kyrr- stæðu vélarinnar. Fremst á vængendanum er rör sem í er hraðamælisinntak og gekk það í gegnum hliðarstýrið. Rörið, sem er um 40 cm langt, bognaði örlítið, en að öðru leyti kom vængurinn ekki við stélið. Að sögn sjónarvotta mun flug- stjórinn á Fokkernum, sem ber einkennisstafina TF FLR, hafa mismetið fjarlægðina á milli vél- anna. Flugstjórinn ætlaði að aka norður fyrir vél F.N. því hann þurfti að leggja Fokkernum ná- lægt bensíntanki sem er þar skammt frá. „Þetta flokkast bara undir mannleg mistök”, sagði einn þeirra sem var á staðnum er ljósmyndari Dags kom á vettvang. Fokkerinn var athug- aður og síðan var farið í reynslu- flug. Þar sem ekkert kom fram er benti til að vélin væri ekki í flug- hæfu ástandi var Fokkernum flog- ið suður fyrir hádegi. Sigurður Aðalsteinsson', fram- kvæmdastjóri F.N., sagði að það hefði verið Mitsubishi-vél félags- ins sem skemmdist. Hann sagði jafnframt að ef hægt væri að gera við vélina hér væri það dagaspurs- mál hvenær hún gæti flogið á ný- jan leik en ef þyrfti að panta vara- hluti að utan væri allt eins víst að vélinni yrði ekki flogið næstu vik- urnar. Þess má geta að vélin átti að fara til Færeyja í dag og til Grænlands í næstu viku. „Því er ekki að neita að við erum illa settir hvað varðar flug til útlanda, en auk þessarar vélar er önnur vél stopp vegna bilunar. Það má því ekkert útaf bera“, sagði Sigurður. ShrilJG Þannig var aðkoman á vellinum i gærmorgun. Eins og sjá má fór rörið í gegnum stélið á Mitsubishi-vélinni Elsta skurðstofan F.S.A. lögð niður i Um hádegisbiliö sl. flmmtudag var slðasti sjúklingurinn skor- inn upp á gömlu skurðstofunni í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Það var Eiríkur Sveins- son, læknir, sem skar upp ung- an Akureyring, sem Ienti I um- ferðarslysi. Þessi skurðstofa var tekin I notkun árið 1953 og var sú fyrsta sinnar tegundar á sjúkrahúsinu. Það var Kristj án Már Jósepsson sem var skorinn upp vegna and- litsmeiðsla. Aðgerðin heppnaðist vel. En það leið ekki langur tími þar til fyrsti uppskurðurinn var framkvæmdur í einni af nýju skurðstofunum, sem Dagur sagði frá fyrir skömmu. Þar var að verki Sigurgeir Jenssen, læknir. Sá upp- skurður var framkvæmdur á fimmtudagskvöldið. Skurðstofan sem Eiríkur Sveinsson notaði á fimmtudaginn var sú eina á sjúkrahúsinu allt fram til ársins 1971, fyrir utan skiptistofu sem einstaka aðgerð fór fram á. Það ár var henni breytt í skurðstofu og sú þriðja var tekin í notkun fyrir nokkrum árum. Þær hafa nú báðar verið teknar undir aðra starfsemi á vegum FSA og fyrir dyrum stendur breyting á elstu skurðstofunni. „Þetta er eins og svart og hvítt,“ sagði Eiríkur um flutning skurðstofunnar í nýja húsnæðið. „Nú er loks pláss fyrir fólkið sem parf að starfa á skurðstofunum, auk þess sem í nýju stofunum eru öll nýjustu tækin sem þarf að nota á skurðstofu, sem hlýtur að leiða til þess að sjúklingarnir fá þá bestu þjónustu sem hægt er að veita.“ Eirikur Sveinsson og Kristján Már Jósepsson. Mynd: áþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.