Dagur - 26.10.1982, Síða 9

Dagur - 26.10.1982, Síða 9
 Jón Héðinsson áttí mjög góða leik! með Þór um helgina. Öruggur sigur Þórsara í „Ljónagryfjunni“ Þórsarar Iéku gegn Grindvík- ingum í 1. deildinni í körfu- knattleik s.l. föstudagskvöld, og fór leikurinn fram í „Ljónagrivjunni“ í Njarðvík. „Ljónagrivjan“ bar þó varla nafn með sanni það kvöld því fátt var um áhorfendur. En leikur liðanna var þokkalegur og nokkuð spennandi, þrátt fyrir að svo virtist frá upphaf! að Þórsarar hefðu öll ráð í hendi sér. Eftir að staðan hafði verið 8:8 tóku þórsarar forustuna í sínar hendur og innan skamms mátti sjá á töflunni tölur eins og 26:15 og 36:23, en í hálfleik leiddi Þór 38:28. Mjög umdeild atvik áttu sér stað við borð ritara í fyrri hálfleiknum, þannig fékk Robert McField skrifaða á sig villu sem var dæmt á andstæðing í UMFG-liðinu og var skyndi- lega kominn með fjórar villur á meðan bandaríkjamaðurinn í liði UMFG sem átti að vera kominn með 4 villur var ekki bókaður nema með tvær. McField fékk síðan sína fimmtu villu strax í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 42:32 og var það tæknivilla fyrir að trufla leikmann með hávaða. Var útlitið því svart hjá Þór, en það eina sem gerðist var að strákarnir efldust mjög og léku mjög skynsamlega. Þeir héldu boltanum lengi og biðu þar til UMFG-vörnin gaf á sér högg- stað og þá skoruðu þeir yfirleitt. Fór þetta mjög í taugar leik- manna UMFG sem tókst aldrei að minnka muninn neitt að ráði og sigur Þórs var öruggur í höfn, lokatölur 69:63. Jón Héðinsson átti mjög góð- an fyrir Þór og skoraði 21 stig, McField 20, öll í fyrri hálfleik og Valdimar Júlíusson 11 stig. Hjá UMFG var Mike Sailes iang- stigahæstur með 41 stig og átti mjög góðan leik. Robert McField með 61 stig! Sem dæmi um dómgæsluna í leik ís og Þórs í I. deildinni í körfuknattleik sem háður var í Hagaskólanum um helgina má nefna sem dæmi að á lið Þórs voru dæmdar 34 villur á móti 13 villum sem dæmdar voru á lið ÍS. Léku þó bæði liðin álíkan varnarleik, tals- vert harðan. Hafði þetta mjög mikil áhrif á Ieik Þorsliðsins eins og gefur að skilja, þrír leikmenn komnir í villuvand- ræði strax í fyrri hálfleiknum, og áður en langt var liðið á síðari hálfleik fóru þórsarar að tónast af velli með 5 villur og yfir lauk voru 6 leikmenn af 10 komnir útaf með 5 villur. Leikurinn var yfirleitt jafn, en ÍS þó ávallt yfir. Þeir komust mest 13 sig yfir í fyrri hálfleikn- um en að honum loknum var staðan 50:43. í síðari hálfleikn- um var munurinn oftast 3-7 stig og var sem herslumuninn vant- aði ávallt hjá Þór til að jafna og komast yfir. En undir lokin þegar vdilluvandræðin voru í al- gleymingi sigu ÍS-menn fram úr og sigruðu örugglega með 94 stigum gegn 78. Það sem vakti mesta athygli í þessum leik var stórkostleggur leikur Robert McField í liði Þórs. Eftir að hafa hitt fremur slaklega í byrjun leiksins missti hann varla skot það sem eftir var og er yfir lauk hafði hann skorað 61 stig. ÍS-menn settu á hann tvo menn lengi vel en allt kom fyrir ekki, og þótt sífellt væri brotið á honum í skotum skoraði hann grimmt. Var reyndar furðulegt hvað leikmenn ís komust upp með að brjóta á honum án þess dæmt væri á þá. Það gefur auga leið að leik- maður sem skorar 61 stig verður að skjóta mikið og það gerði McField. Aðrir leikmenn urðu því ekki mjög áberandi í sókn- arleiknum en í vörninni var vel tekið á og menn börðust vel. Jón Héðinsson átti þar stórleik og hélt bandaríkjamanninum Pat Bock vel niðri en sá er vel yfir 2 metra á hæð. ís-liðið státar af meiri breidd en Þórsliðið eða einum 6 leik- mönnum sem eru mjög jafnir. Þrír þeirra eru uppaldir hjá KR og léku þar áður en þeir gengu til liðs við ÍS og áttu þeir allir mjög góðan leik. Sögðu viðstaddir sem hafa séð lið IS í vetur að lið- ið í heild hafi leikið sinn lang besta leik. Þórsarar hafa nú leikið gegn bæði Haukum og ÍS sem álitin eru bestu liðin í deildinni ásamt Þór. Þórsarar eiga þó eftir að mæta báðum þessum liðum þrí- vegis og eiga að geta ráðið við bæði þessi lið á góðum degi. Þór hefur 6 stig í deildinni og alla möguleika á að blanda sér í bar- áttuna ef rétt verður á málum haldið. Þór krækti í eitt stig Robert McField skoraði 61 stig gegn ÍS. Tvö töp hjá stúlkunum Þórsarar gerðu góða ferð til Vestmanneyja um helgina en þeir léku þar við Tý í þríðju deild karla í handbolta. Týrar- ar voru fyrirfram taldir sterk- ari, og sérstaklega er heima- vöÚurinn Vestmanneyjarlið- unum mikilvægur. Leiðrétting Íþróttasíðunni urðu á þau mistök í síðasta blaði að það gleymdist að geta tveggja heiðursmanna í stjórn knattspyrnudeildar Þórs. Það er varaformaðurinn Arnar Guðlaugs- son og meðstjómandi Ragnar Þorvaldsson. Eru þeir Arnar og Ragnar beðnir velvirðingar á þessu. Týrarar byrjuðu vel óg leiddu leikinn lengi vel, og höfðu m.a. tveggja marka forustu í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik náðu Þórsarar að jafna og kom- ust síðan yfir. Rétt fyrir ieiks- lok höfðu þeir náð tveggja marka forustu, en þá var tveim- ur leikmönnum þeirra vísað útaf og það nægði Týr til að jafna leikinn. Lokatölur urðu því 23 mörk gegn 23, og liðin deildu bróðurlega með sér stigunum. Það var Jón Sigurðarson sem var markhæstur Þórs með 7 mörk, 3 úr víti. Sigryggur sem nú aftur er byrjaður að leika með Þórsurum skoraði 5, Guð- jón og Sverrir 3 hver, Gunnar 2 og Hörður 1. Þórsstúlkurnar í fyrstu deild í handbolta léku tvo leiki um helgina. Fyrri leikurinn var við Víking, en þar var barátt- an mjög jöfn og spennandi. Víkingsstúlkur höfðu eitt mark yfir í hálfleik, sex gegn fimm. Sami munur hélst út leikinn og þegar flautað var tO leiksloka hafði Víkingur eins marks forustu, þrettán gegn tólf. Leikurinn var nokkuð harður og var nokkrum stúlkum vísað af leikvelli. Guðrún Kristjáns- dóttir var best Þórsstúlkna en hún skoraði sjö mörk. Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir skoruðu tvö hvor og Inga Huld Pálsdóttir eitt mark. Síðari leikurinn var svo gegn Val, en þar tapaði Þór með mikl- um mun, tuttugu og eitt gegn tíu. Þórsstúlkurnar hafa tapað öllum sínum leikjum í deildinni hingað til, en leikur þeirra er mjög að koma til, en þær æfa undir strangri þjálfun Birgis Björnssonar. Vonandi fara þær nú að vinna næstu leiki þannig að þær forði sér frá falli í aðra deild. 26. október 1982 - DAGUR —9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.