Dagur - 09.11.1982, Síða 12

Dagur - 09.11.1982, Síða 12
Fjölbreytt dagskrá Hrísey: Hitaveitu- framkvæmdir inn. Ég vil endilega nota þetta tækifæri til þess aö hvetja foreldra til þess að sjá um að þessi mál séu í lagi hjá bömum þeirra“, sagði Björn. fyrir 40 þús. áhvert heimili 8. nóvember. Hitaveituframkvæmdir hafa verið miklar í Hrísey í sumar og haust. Eftir erfiðleika við borun tókst að finna nægjanlega heitt vatn og er endurlagning leiðslu á lokastigi. Segja má að hreppsnefndin hafi lyft Grettistaki í þessu þarfa nauðsynjamáli sem kosta mun Hríseyinga um 4 milljónir króna. Hörður Snorrason hitaveitustjóri hefur tjáð Degi að um miðja þessa viku verði lokið tengingu nýrrar dælu. Megi þá vænta að nægur þrýstingur haldist í leiðslum eftir það, en undanfarið hefur lágur þrýstingur og loft í hitakerfi hrjáð Hríseyinga. Láta mun nærri að þessi auka- kostnaður við endumýjun hita- veitunnar sé um 40 þúsund krónur á hvert heimili í Hrísey og er sá kostnaður sambærilegur við það sem hver Vestmannaeyingur varð fyrir í náttúruhamfömnum í Heimaey. S.A. IT "P r )li Æ < Lofsvert framtak Flugleiðir, Ferðaskrifstofan Útsýn, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofa Akur- eyrar og Sjallinn á Akureyri eiga lof og hrós skilið fyrir framtak sitt s.l. föstudag, en þá buðu þessi fyrirtækí öllum börnum á Akureyri á aldrinum 6-12 ára að koma í Sjallann og skemmta sér þar nokkra stund. í anddyri hússins var tekið á móti börnunum og þeim afhent sælgæti, blöðrur, límmiðar og fleira og þegar upp í salinn kom voru bingó- spjöld til reiðu. Mikki refur stjórnaði bingóinu af alkunnu öryggi og fleiri skemmtiatriði voru á dagskrá, s.s. skemmt- un austurrískra listamanna. Krakkarnir sýndu að þau kunnu að meta þetta boð, þau skiptu hundruðum í Sjallan- um á föstudag og gleði og ánægja skein úr hverju and- liti. Þeir sem fyrir þessu stóðu eiga svo sannarlega skilið rós í hnappagatið. • Allir vildu koma og skoða Geysileg örtröð var við nýju verslunarmiðstöðina Sunnu- hlíð í Glerárþorpi s.l. fimmtu- dag þegar hún var opnuð. Strax um morguninn þegar opnað var beið fólk eftir að komast inn og líta dýrðina augum, og alian daginn var H ®í níl > - D “P Ifl Sl JUU Liil hálfgert umferðaröngþveiti f nærliggjandi götum. Gekk það svo langt að er líða tók á daginn var fólk sem býr í næsta nágrennf við versiun- armiðstöðina í hálfgerðum erfiðleikum að komast heim til sín úr vinnu. - En um það heldur sá er þetta skrifar að allir séu sammála að hin nýja verslunarmiðstöð er glæsi- legt mannvirki sem bætir úr brýnni þörf, og þá ekki hvað síst fyrir íbúa Glerárþorps. # Skóverslun M.H. Lyngdal í Sunnuhlíð í síðasta tölublaði Dags láðist að geta þess að Skóverslun M.H. Lyngdal er meðal versl- ananna í Sunnuhlíð. Láðist að geta þessa í fréttatilkynningu tii blaðanna en það er leiðrétt hér með. # Tveirbílar til viðbótar í síðasta blaði sagði (S&S að hitaveitustjóri og vatnsveitu- stjóri ækju um bæinn á bflum í eigu hins opinbera - en sá væri hængur á að hvorugur bílanna væri merktur eins og lög gera ráð fyrir. Nú hefur S&S borist vitneskja um tvo aðra bfla. Sá fyrri er í eigu garðræktar bæjarins en hinn er í traustum höndum mein- dýraeyðis bæjarins. „Við erum nú að hefja sölu áskriftarkortanna og enginn ætti að verða svikinn af því sem í boði verður hjá Tónlistarfé- lagi Akureyrar í vetur“, sagði Jón Arnþórsson, nýkjörinn formaður félagsins í viðtali við Dag. „Það má segja að áskriftarfél- agarnir hafi verið sá grunnur scm gert hefur félaginu kleift að leggja sitt af mörkunum til að halda uppi góðu og miklu framboði á lifandi tónlist á Akureyri á undanförnum árum. Akureyri hefurríkatónlist- arhefð og við í Tónlistarfélaginu viljum gera okkar besta til að við- halda henni. Hins vegar er ljóst að það gerist ekki nema með sam- stilltu átaki margra. Því hvetjum við alla áhugamenn um vandaða tónlist til að gerast áskrifarfélag- ar“, sagði Jón ennfremur. Það sem boðið verður uppá í vetur er ekki af verri endanum. Byrjað verður á tónleikum Jónas- ar Ingimundarsonar, píanóleik- ara, laugardaginn 20. nóvember n.k. í janúar koma óperusöngvar- arnir Sieglinde Kahmann og Sgurður Björnsson, en þau eru þekkt fyrir léttan ljóða- og óperu- söng. Febrúar býður uppá fram- hald glæsilegrar jassvakningar frá fyrra ári með Trio Paul Wiedens í fararbroddi, í mars verða fjöl- breyttir tónleikar með tónlistar- kennurum Tónlistarskólans á Ak- ureyri og punkturinn yfir i-ið verða svo tónleikar hinnar nýju íslensku hljómsveitar með Guð- mund Emilsson sem stjórnanda og hina kornungu og stórefnilegu Sigrúnu Eðvaldsdóttur sem konsertmeistara. Þá má geta þeirrar nýjungar að Jónas Ingi- mundarson mun leika og halda tónlistarkynningu í Gagnfræða- skólanum og Menntaskólanum daginn fyrir tónleika sína. Björn Mikaelsson lögregluþjónn ásamt unglingum í 9. bekk. Umferðarfræðsla í Glerárskólanum „Þaö er langt frá því að ég geti kvartað undan móttökunum sem ég fæ hjá krökkunum, þær eru mjög góðar og þau fylgjast vel með því sem ég er að segja þeim og spyrja talsvert“, sagði Bjöm Mikaelsson lögreglu- þjónn, en við litum inn hjá hon- um morgun einn í síðustu viku. Björn var þá með umferða- fræðslu hjá 9. bekk í Glerárskóla og var ekki annað að sjá en að krakkarnir sýndu því áhuga sem hann var að sýna þeim, enda skemmtilegt að geta hvílt sig á skruddunum smástund. Björn fór yfir undirstöðuatriði í umferðinni, ræddi um endur- skinsmerki, bílbelti, öryggis- hjálma „skellinöðrutöffaranna“ og margt, margt fleira. Þá ræddi hann um öryggisútbúnað reið- hjóla. „Ég reyni að leggja áherslu á að reiðhjólum sé lagt strax og fyrstu snjóar koma á haustin en það gengur misjafn- lega að fá krakkana til að fylgja því. Þá er ekki um annað að ræða - en að leggja áherslu á að öryggis- tæki hjólanna séu í lagi og þá á ég ekki hvað síst við ljósaútbúnað- Það var stór stund í lífi hús- vískra sjómanna s.l. miðviku- dag. Reyndar má segja í tilveru allra Húsvíkinga. Hinn lang- þráði draumur um dráttarbraut í bænum var loksins orðinn veruleiki. Allmargir „fjörulall- ar“ voru saman komnir fyrir neðan bakka þennan dag og biðu spenntir eftir því að fyrsti báturinn, Kristbjörg Þ.H. 44, yrði dreginn upp í nýja slippinn. Olli útgerðarmaður spígspor- aði í fjöruborðinu, greinilega mjög spenntur. Hann átti jú einu sinni fyrsta bátinn sem færi upp. Það var því ekki laust við að kall- inn væri dulítið stoltur á svip. Samt örlaði á áhyggjuglampa er hann horfði haukfránum augum á „Kibbuna" sína, þegar hún þok- aðist upp sleðann. Það fylgir því ábyrgð að eiga fyrsta bátinn sem dreginn verður upp. En allt gekk þetta eins og í sögu. Kristbjörgin komst alla leið og áhyggjuglamp- inn í augum útgerðarmannsins slokknaði. Framkvæmdir við dráttarbraut- ina hófust í fyrra haust. Umsjón með verkinu hafði Þórður Har- aldsson, bátasmiður, fram- kvæmdastjóri Nausta h.f., sem mun annast reksturinn og fram- kvæmdir við önnur mannvirki tengd dráttarbrautinni. í bygg- ingu er 480 fermetra stálgrinda- hús við hlið dráttarbrautarinnar og verður það verkstæði. Hægt er að taka upp 200 tonna báta, þann- ig að nýja stöðin getur þjónað öll- um bátaflota Húsvíkinga, nema togurunum. Fyrst í stað er aðeins hægt að taka upp einn bát í einu, en þegar stöðin er fullsmíðuð verða stæði fyrir 4-5 báta. Um tíu starfsmenn vinna í dráttarbrautinni. Krístbjörg Þ.H.-44 komin í slipp. Á innfelldu myndinni er Olgeir Sieurceirs- son (Olli). Ný dráttarbraut tekin í notkun L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.