Dagur - 26.11.1982, Side 3
BÆKUR
Kristján frá Djúpalæk
Fjórar bækur
Akureyringa
Bókaútgáfan Skjaldborg er að
verða stórveldi, gefur út tugi
bóka í ár. Þeir víla ekki fyrir sér
þar að gefa út bækur eftir heima-
menn þó að sagt sé að enginn sé
spámaður í sínu föðurlandi. Og
þeir vanda vel til útgáfu bóka
sinna, m.a. kápugerðar. Allt er
þettá mjög þakkarvert.
Ég ætla að segja frá bókum
þriggja gamalla og góðra Akur-
eyrarskálda, sem Skjaldborg
gefur út, en menn verða að skilj a
að ekki er viðeigandi að ég sem
tel mig jafnaldra þeirra og
skáldbróður sé að breiða úr mér
um skáldskap þeirra eða segja
þeim til. Slíkt ferst skáldum ekki
að gera við skáld.
Tvær fyllibyttur að norðan
heita tíu sögur eftir Guðmund
Frímann. Eins og nafn bókar
bendir til er hér fjallað um
mannlegan breyskleika sem nóg
er af í veröldinni og hefur verið
viðfangsefni Guðmundar oft
áður. Með kímnibros á vör en
þó djúpri samúð leiðir hann
fram á sjónarsviðið þetta hrak-
hólafólk. Og það er lærdómsríkt
að kynnast því.
Fyrsta sagan, sem er sam-
nefnd bókinni, er ári slungið
verk og í raun og veru mikil lífs-
speki; ber enda undirtitilinn:
Dæmisaga um aðskiljanlega
náttúru brennivíns. En þeir sem
þekkja óbundið mál Guðmund-
ar hingað til þurfa ekki langa lýs-
ingu á þessum sögum og verða
ekki fyrir vonbrigðum með
þessa bók.
Mér hefur þó alltaf þótt meira
koma til ljóðagerðar skáldsins.
Þar brá hrakhólabörnunum
einnig fyrir þó að önnur efni
skipuðu öndvegi. En Guðmund-
ur hefur aldrei hlotið nægan
heiður fyrir ljóð sín. Þessi bók er
150 bls. að stærð og án elli-
marka.
Dagar mínir og annarra er 4.
bindið í ritsafni Einars Krist-
jánssonar. Hann hefur verið
maður snjallra smásagna og
húmorinn einkenni hans. Með
þriggja binda ævisögu sinni hef-
ur hann tekist á við stærri við-
fangsefni og hlotið lof fyrir.
Þetta bindi geymir mörg út-
varpserinda hans, ferðaþætti og
ýmsar hugleiðingar. Ég las bók-
ina mér til ánægju og fann marg-
ar sætar rúsínur í annars alvöru-
jólagraut.
Hugleiðingar Einars um lífið
og tilveruna eru yljaðar velvild
til samtíðarmanna og góðlát-
legri glettni. Mér sýnist þetta
muni verða mikið lesin bók.
Einar hefur allur færst í aukana
við ritvélina með vaxandi aldri
og slær ekki marga feilstafi.
Bókin er um 200 bls. að stærð.
Boðsdagar hjá þremur stór-
þjóðum heitir bók eftir Braga
Sigurjónsson og eru ferðaþættir
frá Ameríku, Kína og Rúss-
landi. Maður skyldi halda að
ferðabækur yrðu óforvitnilegra
lesefni eftir því sem fleiri sjá
heiminn sjálfir. Þessi bók rétt-
lætist þó ef til vill af því að hér er
um fjarlæg lönd að ræða, eins og
t.d. Kína í endurnýjun lífdag-
anna, og svo sér hver maður
hlutina með sínum augum, en
Bragi er hvort tveggja sjóngóður
og ritfær maður í betra lagi.
Þessi bók er um 200 bls.
En Bragi gerir meira. Skjald-
borg gefur einnig út eftir hann
Ijóðabókina Sunnan Kaldbaks.
Ég ætlaði að skrifa sérstaklega
um þessa bók en Erlendur Jóns-
son tók af mér ómakið r Morg-
unblaðinu. Ökkur ber þar nokk-
urn veginn alveg saman. Hann
birti m.a. það kvæði sem mér
þótti sérstæðast. Það er gaman
að geta sagt að Bragi hefur ekki
ort betur áður. Ljóðin eru vand-
legar unnin en nokkru sinni og
hugarfuglar hans lækka ekkert
flugið þótt aldur liti höfuðhár
skáldsins. Bragi er einnig snjall
ljóðaþýðandi. Ogsvo kemurhér
„besta ljóðið" að mínum smekk:
Leitin
Gekk ég yfir firði og fjöll,
en fann hvergiþað,
sem ég leitaði að.
Loks í einum lundi sá
lilju tandurhvít og blá,
en ég var að leita að rauðri rós þá.
Hélt ég enn um firði og fjöll
og fann ekki það,
sem ég leitaði að,
uns á klettasyllu sá
fagurrauða rós, en þá
mér var ein í huga liljan hvítblá.
BRIDGE
ÓlafurÁgústsson
Sveitakeppni, allir á hættu (átt-
um breytt).
Norður
Sp. K74
H. 876
T. G73
L. Á942
Suður
Sp. ÁDG108
H. ÁD102
T. KDIO
L. 3
Þetta spil kom fyrir í leik sveitar
Harðar St. við sveit Páls Páls-
sonar í Akureyrarmótinu og átti
sinn þátt í 16—4 sigri Páls.
Á báðum borðum var sögnin 4
spaðar í suður og út kom L-gosi.
Þú telur slagina, 1 á lauf, 2 á
tígul, 5 á spaða og 1-3 á hjarta.
En ef kóngur-gosi í hjarta er í
vestur og trompin 4-1 þá þarf að
vanda úrspilið.
Norður
Sp. K74
H. 876
T. G73
L. Á942
Vestur Austur
Sp. 9652 Sp. 3
H. KG3 H. 954
T. Á54 T. 9862
L. G85 L. KD1076
Suður
Sp. ÁDG108
H. ÁD102
T. KD10
L. 3
Tekið var á L-ás og H-10 svínað
vestur tók á gosann og spilaði
laufi sem var trompað með 8 en
hér fóru spilarar hvor sína leið.
Á öðru borðinu tók sagnhafi ás-
drottningu í trompi og legan
kom í ljós. Þá T-kóngur og
vestur tók á ás og spilaði þriðja
laufinu sem var trompað með
10. Nú þar H-kóngur að liggja
rétt. Sagnhafi fór nú inn í borð á
tígulgosa og svínaði svo H-
drottningu. Vestur tók á kóng
og trompaði út, drepið með 10
heima, hjartaás tekinn og áfram
hjarta. Hugmyndin er að
trompa fjórða hjartað í borði.
Svo sagnhafi fékk 6 slagi á
spaða, 1 á hjarta, 2 á tígul og 1 á
lauf. Vel spilað.
Þú sást strax hvernig átti að
vinna 6 hjörtu í spilinu á föstu-
daginn, en hér er lausnin handa
hinum.
Norður
Sp’ Á75432
H. K432
T. Á64
L.
Vestur Austur
Sp. D96 Sp. KG10
H. 6 H.
T. 5 T. KDG109
L. D786532 L. ÁKG109
Suður
Sp. 8
H. ÁDG109875
T. 8732
L.
Út kom tígull, tekið á ás, spaða-
ás og meiri spaði. Trompað hátt
heima. H-5 spilað og þegar sex-
an kemur frá vestri er hún gefin.
Ef vestur spilar spaða er tromp-
að heima og innkoma á H-kóng.
Tíglum hent í fríspaðana.
Kostaboð í dýrtíðinni
Sparið krónuna og verslið ódýrt
Allir þekkja góða og
hagstæða verðið hjá okkur.
Allskonar fatnaður á
stórlækkuðu verði.
Munið útsalan hefst
á mánudaginn
Sem dæmi:
Trimmgaliar barnastærðir, áður kr. 209
nú kr. 150, eða barnastígvél st. 23-30,
áður kr. 117, nú kr. 85, flauelssmekk-
buxur barna, áður kr. 105, nú kr. 75.
26. nóvemfoer 1982 “ DAGUR - 3