Dagur - 26.11.1982, Síða 4

Dagur - 26.11.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Störf fyrir alla - ísland án atvinnuleysis „Hvar í veröldinni gæti það gerst annars stað- ar en á íslandi að heill þingflokkur ber fram vantraust á ríkisstjórn og klofnar síðan sjálfur í sundur áður en vantrauststillagan kemur til umræðu á Alþingi. Það hefði mátt ætla að for- ysta Alþýðuflokksins hefði eitthvað lært af frumhlaupinu haustið 1979, þegar flokkurinn sleit stjórnarsamvinnunni og hljóp frá mikil- vægum vandamálum óleystum á versta tíma, m.a. óafgreiddum fjárlögum," sagði Alexand- er Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins í ræðu sinni í umræðum um vantrauststil- lögu kratanna. „Eins og alþjóð veit var núverandi ríkis- stjórn mynduð eftir brotthlaupsævintýri Al- þýðuflokksins að undangengnum vetrarkosn- ingum. Tilurð hennar bjargaði þingræðinu, eftir margra vikna árangurslausar viðræður forystumanna allra stjórnmálaflokkanna. Stefna hennar tók fyrst og fremst mið af þeim þýðingarmestu efnahagsmarkmiðum fyrii þjóðfélagið, að rétta við atvinnuvegina sem komnir voru í þrot og tryggja með því atvinnu- öryggi um allt land, jafnframt því að hamla gegn verðbólgu og efla félagslega uppbygg- ingu í landinu, “ sagði Alexander ennfremur. Hann rakti síðan þann árangur sem ríkis- stjórnin hefur náð, þ.á.m. að halda uppi fullri atvinnu, koma á miklum efnalegum og félags- legum framförum. Hann sagði að það fengi engin þjóð staðist sem yki innflutning um 6% á sama tíma og útflutningur drægist saman um 17%. Öllum landsmönnum væri ljóst að hér væri alvara á ferðum og nauðsynlegt að spyrna við fótum um sinn. Viðnámsaðgerðirn- ar sem fælust í bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar væru lífsnauðsyn miðað við ástandið sem nú ríkti. Síðan sagði Alexander: „Þjóðin vill að stjórnmálamenn láti þjóðar- heill ganga fyrir persónulegum vígaferlum. Þjóðin þarfnast sterkrar samstöðu um róttæka viðnáms- og uppbyggingarstefnu. Það verður að bregðast hart við af ábyrgð og festu til að bægja frá atvinnuleysi. Við framsóknarmenn leggjum því áherslu á algjöran forgang atvinnumála á næstu misserum undir kjörorð- inu: Störf fyrir alla - ísland án atvinnuleysis. í umræðum hér á Alþingi og í ýmsum fjöl- miðlum hafa komið fram furðulegar kenningar gegn höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar, sjáv- arútvegi og landbúnaði. Það er rík ástæða til að standa sterkan vörð um þessa atvinnu- vegi.“ Alexander sagði síðan að um iðnaðarupp- byggingu hér á landi væru allir sammála, sem betur færi. Hann sagði að stefna framsóknar- manna hafi alla tíð verið framfarir um landið allt. LONDON „Viö hefðum átt að fara strax í gær, ekki taka sénsinn á að það yrði hægt að fljúga í dag. Reynslan af „beina þotufluginu“ til Kaupmannahafnar sem varð svo rútuferð til Reykjavíkur hefði nú átt að kenna mönnum lexíu.“ - „En veðrið átti ekkert að verða svona, það átti í mest lagi að verða rigning eða slydda seinni partinn í dag, en ekki hríð strax að morgni.“ - „Þeir vita nú ekkert í sinn haus þessir veðurfræðingar.“ Eitthvað á þessa leið voru um- ræður nokkurra Lundúnarfara Ferðaskrifstofu Akureyrar, þegar komið var inn á Akureyrarflug- völl og þess beðið að ákvörðun yrði tekin um hvort hægt yrði að fljúga eða ekki. Þegar fólk vakn- aði að morgni brottfarardagsins var nefnilega kominn töluverður snjór, sá fyrsti á vetrinum, og loft- ið var hvítt af hríð. Það var auð- vitað hringt inn á flugvöll og svör- in voru þau að Gísli vildi að menn mættu rétt fyrir átta. Bjartsýnis- maðurinn. Ákvörðun um að taka leigubíl fram á völl var breytt. Það borgaði sig nú engan veginn að borga leigubíl fram og til baka ef hægt var að fara á eigin bíl. „Hverniger bjórinníLondon, ha,ha“ Flugvélin sem flytja átti fólkið til Keflavtkurflugvallar beið reyndar á vellinum, hafði komið kvöldið áður. Hins vegar var of dimmt til að hægt væri að taka á loft. Gísli var á þönum milli afgreiðslusalar- ins og flugturnsins, brosandi og glaðbeittur, en sumir þóttust sjá áhyggjuhrukkur í bland. Skyndi- lega sáu farþegarnir að starfs- menn á vellinum voru farnir að klifra upp á vélina og síðan hófust þeir handa við að sópa af henni. Eitthvað \ ar að gerast. Sumir far- þeganna töluðu um að fara og hjálpa þeim, nota litlu fataburst- ana sem FA lætur farþegum sín- um í té, ásamt saumnálum og tvinna. Brúnin fór að léttast. Þá var að hringja í vinnufélag- ana og biðja þá að sækja bílinn út á völl. „Hvernig er bjórinn í London, ha, ha,“ var það fyrsta sem vinnufélaginn sagði er hann heyrði hver var að hringja, þóttist þess fullviss að ekkert yrði úr ferðinni. Ánægjan var skamm- vinn og hægt var að nudda honum til að ná í bílinn. „Ætli þeirséu meðDallas hjá BBC?“ Þegar í loftið var komið sagði einn af spaugsamari farþegunum: „Eini gallinn við þetta er að missa af Dallas á miðvikudaginn. Ætli þeir séu nokkuð með Dallas hjá BBC?“ Nú var hægt að spauga, ekkert eða að minnsta kosti næsta fátt gat stöðvað þennan hóp Ak- ureyringa sem var á leið til stór- borgarinnar London. „Við getum bara stoppað í kortér í fríhöfn- inni,“ sagði Gísli forstjóri FA, „því þotan er búin að bíða það lengi eftir okkur.“ Það var því minna keypt í fríhöfninni en upp- haflega var ætlað og bjórinn langþráði varð að bíða þess að komið yrði um borð í þotuna. Hann reyndist bara þeim mun bragðbetri og ferðin reyndar öll mun skemmtilegri fyrir það, að um tíma leit út fyrir að ekkert yrði úr henni. Maturinn í þotunni reyndist ágætur en svipaður og oftast áður. Kaffið var hins vegar ódrekkandi og freyjurnar sögðu skýringuna vera þá, að „kanarnir" sem önn- uðust áfyllingu vatnsins blönduðu gjarnan klór í það. Hvort ein- hverjir hafa misst lit innanvert við að drekka bleikiefnið skal ósagt látið. London erstór- merkileg borg Þegar kom að London Internatio- nal hótelinu fengu ferðalangarnir tíma til að koma sér fyrir og síðan var boðað til fundar með farar- stjóranum, Pétri Maack. Þar var lagt á ráðin um hvað gera skyldi sameiginlega og gagnlegar upp- lýsingar gefnar þeim sem voru |j í| rl st 4 - DAGUR - 26. nóvember 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.