Dagur - 26.11.1982, Page 5
þama í fyrsta sinn.
London er stórmerkileg borg.
Fjölmargir þeir sem víða hafa far-
ið segja að þeim líði hvergi betur í
erlendri borg en einmitt í
London. Þar er gott að versla,
þótt verðlag sé almennt ekki mjög
lágt. Skemmtana- og menningar-
lífið er óvíða með meiri blóma.
Kvikmyndahúsin standa í röðum
og sýna hverj a nýj a stórmyndina á
fætur annarri. Umferðakerfið í
borginni er magnað, einkum neð-
anjarðarlestirnar. Það tekur svo-
lítinn tíma að læra á þær og
nokkrir lentu í lengri ferðalögum
en ætlað var í upphafi. Þegar
menn eru hins vegar komnir upp á
lagið vildu þeir helst að alls staðar
væru neðanjarðarlestir. Það er
virkilega þægilegt að láta þær
vagga sér og horfa á fólkið, eins
mismunandi og það getur verið,
af öllum kynþáttum. Hvílík
ósköp sem til er af fólki sem
maður hefur enga minnstu hug-
mynd um - hvernig því líður,
hvernig það hagar sér og hvaða
þrár búa í brjóstum þess.
Margurnettur
fóturinn blár
og bólginn
Fyrsta kvöldið var farið á ölkrá,
öðru nafni pub, og í leiðinni gefn-
ar leiðbeiningar um hvernig nota
skyldi neðanjarðarlestirnar eða
túburnar, eins og sumir kölluðu
þær. Þetta varð nú lengri sýni-
kennsla í notkun lestanna en ætl-
að hafði verið í upphafi. Sumir
voru svo lengi að ná þessu að þess
þurfti með, eða þennig leit farar-
stjórinn á málið, eða þannig!
Á öðrum degi fóru flestir ef
ekki allir út að versla. Þarna eru
slík ókjör af verslunum að bara
það eitt getur valdið vandræðum,
að ekki sé talað um stærð þeirra
sumra. Að komast yfir að kynna
sér vöruúrval í einu „stórmaga-
síni“ er á við fjórar ferðir upp og
niður Laugaveginn með viðkomu
í öllum verslunum í hvert sinn.
Það fannst að minnsta kosti
sumum. Margur nettur Akureyr-
arfóturinn var orðinn bólginn og
blár áður en yfir lauk. Að kvöldi
þessa dags fóru flestir að sjá söng-
leik með miklu dansívafi og róm-
uðu menn mjög list þeirra sem þar
komu fram.
Æðislegur plokk-
fiskurfram-
reiddurískel
Á þriðja degi sem var fimmtudag-
ur var farið í skoðunarferð með
enskum leiðsögumanni (túlkað
fyrir þá sem á þurftu að halda).
Skoðað var það allra merkilegasta
í London og flest tengdist að sjálf-
sögðu kóngafólki, lífs eða liðnu.
Minnisvarði um þennan eða hinn,
þessi var hálshöggvinn þarna og á
nákvæmlega þessum bletti stóðu
þau Díana og Kalli þegar þau
gengu í það heilaga. Dýrleg til-
finning að standa þar og láta sig
dreyma um . . . Díönu . . . eða
Kalla . . .? Það er nú meira
kóngastandið á þessum blessuðu
Bretum. Annars eru þeir ágætir.
Um kvöldið var horft á Song og
Dances eftir Andrew Loyd
Webber.
Að kvöldi næsta dags fór hóp-
urinn á veitingahús með skemmti-
atriðum. Staður þessi er skoskur
og nefnist Caledonian. Þar var
mikið af fjörugu fólki og Akur-
eyringarnir létu ekki sitt eftir
liggja. Þarna voru þjóðlegir réttir
bornir á borð og minntu þeir
einna helst á saltkjötssúpu, síðan
kom æðislegur plokkfiskur fram-
reiddur í skel, þá slátur sem var í
kryddaðra lagi og loks The
Haggis. Fín máltíð og vín með
eins og menn gátu torgað.
Myndir og texti:
H.Sv.
Beðið eftir neð»njarðariest.
Afbrígði af
fugladansinum
og fallegir fætur
á Gísla
Undir borðum sýndu fararstjór-
inn og forstjórinn nýja útgáfu af
fugladansinum. Þetta afbrigði
dansskóla FA lýsir því þegar ungt
par hittist og öllu því sem gerist í
framhaldi af því. Stórskemmtilegt
afbrigði af fugladansinum. Mátti
vart á milli sjá hvort skemmtiatr-
iði stjóranna eða ráðinna
skemmtikrafta staðarins voru
betri. Þeir fyrmefndu tóku sér
meðal annars á leigu skotapils, en
til þess að sýna nú samstöðu með
Skotunum tímdu þeir ekki að
leigja háa viðeigandi sokka nema
á annan. Pétur fékk þá þar sem
Gísla fannst hann sjálfur vera
með ögn faliegri fætur, sem þyldu
betur að vera berir. Sokkar Péturs
voru hins vegar ekki með neinni
tá, enda voru þeir ódýrari þannig.
Skotarnir voru ósköp hrifnir af
því hvað þessum mörlöndum
tókst vel að vera þjóðlega skoskir.
Þeir hefðu hins vegar að líkindum
ekki hrifist eins af einum úr hópn-
um sem fór inn í eina dýrustu
verslun heims, Harrods, þar sem
yfirstéttin og kóngafólkið verslar,
og keypti sér gulltannbursta.
Frá ýmsu fleiru mætti segja úr
þessari ferð, öðru ekki eins og
gengur. Þó má svona í lokin geta
þess að aðeins tveir úr hópnum
lentu í því að á þeim var gerð
vopnaleit á Heathrowflugvelli á
heimleiðinni, undirritaður og
Þóroddur Jóhannsson. Heyrðist
þá hljóð úr horni. „Það er athygl-
isvert að þeir leita bara á fram-
sóknarmönnum.
■adrheÍMun.
Baragerð vopna-
leitáfram-
sóknarmönnum?
Erom við i réttri leið?
Hvemig á að rata þetta?
Gluggað í kort af London.
1 kvennafans.
ÍferióvÖftíBöf' f - ÐÁQÍlR- S