Dagur - 26.11.1982, Page 8
BARNA VAGNINN
Heiðdís Norðfjörð
Bréf úr
sveiumn
Góðan og blessaðan daginn.
Hvernig væri að fá bréf úr
sveitinni?
Ég heiti Guðrún Hulda,
eftir ömmu- og afasystrum
mínum, og þetta eru ágæt
nöfn en samt er ég alltaf köll-
uð Gunna og mér líkar það
vel.
Við eruni fimm systkinin,
pabbi, mamma og Þórður
ömmubróðir minn, sem eig-
um heima á bænum. Já kött-
urinn og hundurinn ekki má
gleyma þeim. Kindurnar eru
um 280. Ég á sjálf nokkrar.
Þær heita: Frú, Síða, Opna,
Þrenna, Skrudda, Pumpa,
Tepra og tvær í viðbót, sem
eru langskemmtilegastar,
Fema hún er dálítið frek. Þeg-
ar ég fer upp í fjárhús kemur
hún æðandi og heimtar brauð-
bita hjá mér. Sú verður móðg-
uð þegar ég gleymi henni. Hin
er Gjöf. Eg fékk hana þegar
ég fæddist. Hún er svo gæf og
vill láta klappa sér og strjúka.
Hún hefur þrisvar komið þrí-
lembd og þá hef ég nú verið
hreykin og glöð.
Ég varð 7 ára fyrir mánuði
síðan og byrjaði í skóla í
haust. Við förum 3 systkinin
með skólabíl á morgnana kl.
8.15 og komum heim kl.
GUBth
WW
" /
ERUM V>Ð OU t
oumn HULVft' J
14.00-16.00. Á miðvikudög-
um á ég frí. Það er gaman í
skólanum, en það er einnig
gott að eiga frí.
í dag er miðvikudagur og í
morgun fór ég út með Þórði
bróður mínum. Hann er
þriggja ára. Við voram að
leika okkur í snjónum og
bjuggum til litla snjókarla,
snjóketti og hunda. Það var
virkilega gaman. Þegar við
vorum orðin þreytt, fórum við
KA TIR KRAKKAR
FORNIOG FELAGAR
T
GETUR ÞÚ SAGT MÉR HVER ER
MUNURINNÁFlL...?
JÁ ÞAÐ VEIT ÉG. HANN GETUR HVORKI
HJÓLAÐ...
Og þá getur eldamennskan
hafist. Ég fæ nú stundum að
elda í alvörunni hjá mömmu.
inn og borðuðum hádegismat.
Eftir matinn var búleikur næst
á dagskránni hjá okkur. Fyrst
fengum við mjólkurkassa hjá
mömmu og úr honum gerðum
við eldavél. Það er ákaflega
einfalt. Við teiknum þrjá
hringi ofan á kassann, það eru
hellurnar. Ekki má vanta
klukkuna eða takkana, já og
ofninn, því að það þarf að
vera hægt að steikja og baka.
Framan á kassann skeram við
með borðhníf ofnhurðina og
þá er komin þessi líka fina
eldavél. Sjáðu:
Hér kemur mynd af eldavél-
inni:
- jEt-PAV£L -
Það er fjarskalega gaman.
Um daginn bjó ég til osta-
brauð, það er svona:
Fyrst smyr ég brauðið, set
ostsneið ofan á og ef tU vill
lika tómatsneiðar. Þá setur
mamma brauðið á plötu og
lætur inn í heitan ofninn. Eftir
smástund er osturinn bráðinn
og brauðið tilbúið. Verði ykk-
ur að góðu.
Ég er að Iæra á blokkflautu
í skólanum og kann að spila
„Góða mamma“. Vísurnar
eru víst meira en hundrað ára.
Ég kann þrjár, ætli að þær séu
fleiri? Þær sem ég kann era
svona:
Góða mamma gefðu mér
góða mjólk að drekka
ég skal vera aftur þér
elsku barnið þekka.
Farðu að skammta, mamma mín
mér er kalt á tánum
askur, diskur, ausan þín
eru á drykkjarsánum.
Innan sleiki ég askinn minn
ekki fyllist maginn
kannast ég við kreistinginn
kóngs á bænadaginn.
Að lokum sendi ég nokkrar
gátur, ekki kíkja strax á
svörin.
1. Hvar sló Nói fyrsta nagl-
ann í örkina sína?
2. Hvers vegna er gölturinn
aldrei í buxum?
3. Hvaða réttur er óætur?
4. Hvers vegna lokar haninn
augunum þegar hann
galar?
5. Hvers vegna lyftir storkur-
inn upp öðrum fæti?
Svör:
1. Á höfuðið.
2. Gyltan kann ekki að
sauma.
3. Hæstiréttur.
4. Hann kann það utanað.
5. Hann getur ekki lyft
báðum.
Hæ, hæ, þetta gekk vel. Ég
skrifa aftur þegar jólin
nálgast, ef þú vilt. Bið að
heilsa öllum krökkum.
Bless, ykkar Gunna í sveit-
inni.
LALLILIRFA
- Og hvar hefur svo vagga þín staðið,
spurði Gunna frænka ungan frænda
sinn svona rétt til að halda uppi sam-
ræðum.
- Tja, síðustu 18 árin hefur hún nú
staðið uppi á háalofti...
☆ ☆ ☆
- Er það virkilega satt að hvalir lifi á
sardínum?
- Já, drengurminn.
- Hvernig íósköpunumgetaþeirtekið
uppdósirnar...?
☆ ☆☆
- Hvernig er það, ríkir ekki fullkom-
ið jafnrétti kynjanna í nafnalögun-
um?
- Jú, auðvitað.
- Hvers vegna má þá dóttir mín
ekki heita Jón Þór?
8r- QAGUR - 26i'rtóvember 1982::