Dagur - 03.12.1982, Síða 4

Dagur - 03.12.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Leysa ber verkefnin með jákvæðu hugarfari Efnahagur landsins er í rústum, atvinnuveg- irnir þola ekki auknar álögur, atvinnuleysi er í nánd, fjöldi fyrirtækja er um það bil að verða gjaldþrota og verðbólgan flýgur áfram. Á hverjum degi fá landsmenn sinn skammt af fullyrðingum eins og þeim sem eru hér að framan, á hverjum degi vex vantrú fólksins í landinu á mátt sinn og megin og það er kom- inn tónn uppgjafar í rödd hins almenna borg- ara. En er ekki mál að linni þeim barlómi sem einkennt hefur málflutning forystumanna til lands og sjávar? Er ekki kominn tími til að þeir og aðrir landsmenn einbeiti sér að lausn þeirra verkefna sem svo sannarlega eru fyrir hendi en spari fullyrðingar í fjölmiðlum? Það er deginum ljósara að íslendingar eiga við margháttuð efnahagsvandamál að etja, verkefni væri nær lagi að segja, en þau verða ekki leyst með stöðugum yfirlýsingum og bar- lómi. Vafalaust hafa forystumenn þjóðarinnar gott eitt í huga þegar þeir stíga á stokk og segja almenningi umbúðalaust hvernig ástandið er — en hvað hinir hafa í huga þegar þeir mála ástandið enn dekkri litum en nauð- syn ber til er ekki gott að segja. Og það er staðreynd sem verður ekki umflúin að síend- urteknar fullyrðingar um hroðalegt ástand og enn verri framtíð hafa nú þegar dregið kjark- inn úr fólki. Ef haldið verður áfram á sömu braut er ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Það verður að ganga að vandamálum líð- andi stundar með jákvæðu hugarfari ef ætlun- in er að leysa þau. Þetta eru eins og hver önnur verkefni að leysa. íslendingar hafa oft áður átt í erfiðleikum en unnið sig út úr þeim með þrautseigju. Engin heimild greinir frá því að grátur og gnístran tanna hafi komið íslending- um til bjargar þegar verst gegndi. Menn töldu það ekki vænlegt að mála skrattann á vegginn og að mikla fyrir sér vandamálið. Þvert á móti. Þeir unnu að því að leysa verkefnin, en auðvit- að var ástandið oft erfitt og margir þurftu að herða sultarólina. En menn ruku ekki upp og kvörtuðu hver í kapp við annan. Versni efnahagsástandið nú á dögum er það segin saga að enginn vill axla byrðarnar. Menn líta í allar áttir og sagan um litlu gulu hænuna endurtekur sig. Þar greinir nútíma- menn á við þá sem byggðu landið fyrr á tímum. Þessu verður að breyta sem og mál- flutningi þeirra sem stjórna landi og þjóð. Það má e.t.v. segja að þetta séu þau verkefni sem brýnast sé að leysa. á.þ. BÆKUR Kristján frá Djúpalæk Ljóð, ' saga, fróðleikur í dag rýnum viö í bækur af ólíku tæi, ljóð, skáldsögu og þjóðleg- an fróðleik, en allar eru bækur þessar nýútkomnar. Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér fyrstu ljóðabók 19 ára pilts, er kallar sig Sverri Stormsker, og heitir bókin Kveðið í kútnum (ljóðað á þjóð). Þykir mér hún óvenju skemmtileg af byrjenda- verki að vera. í nútíma ljóðmáli er alvaran yfirþyrmandi. Sverrir er músíkmaður og komst meira að segja í úrval í sönglagakeppni sjónvarpsins í fyrra. Hann er mjög vel heima í íslenskum bókmenntum, hefur gott vaid á máli, stuðlum og rími, og næga hugkvæmni. Orðaleikir hans eru margir . snjallir, jafnvel spakir, t.d.: „Vonin eftir varanlegri gleði/er varanleg en það er gleðin ekki.“ Aðrir eru fyndnir: „Það vex sem vaxið getur/þó verði ei til nyts./Flestir komast til ára/en fæstir vits.“ Og þetta: „Það vilja margirgifta sig, það vilja margir svipta sig frelsi, leggja á sig langan gang, aðeins til að fara ífangelsi. “ Og enn: „Égerrola, rugludallur, ræfilstuska, fáráðlingur. Ég er dóni, drullusokkur, dæmigerður íslendingur. “ Hér hefði kannski verið betra að segja „drulluhnallur“ fyrir ,,-sokkur“. Þá hefði bæði fengist nettara orð og samrím við „rugludallur“. Bók þessa snotra prýða ágæt- ar teikningar eftir systur höfund- ar, Guðrúnu E. Ólafsdóttur. En þó að þær séu góðar er það ekki rétt sem prentað er á baksíðu að þær séu „það besta við bókina“. Rímaðir orðaleikir Sverris gætu staðið einir með sóma. Skógarkofinn heitir ný skáld- saga eftir Vigfús Björnsson, sem Skjaldborgarútgáfan hefur gefið út, en hann hefur áður ritað ágætis unglingabækur. Hér er rithöfundur á ferðinni sem nokkurs virðist mega vænta af ef honum tekst að hemja hug- myndaflug sitt, ríkt og ásækið. Bókin fjallar í höfuðdráttum um tvo karla og tvær konur, ástir þeirra og örlög, m.a. baráttu tveggja við þrælatök eiturlyfja. „Skógarkofinn“, hið heilbrigða líf sveitarinnar, fjarri óró og sið- blindu þéttbýlisins, er meina- bótin. Þar er lífið líf. Sagan er spennandi aflestrar, krydduð dulúð og innilegum samskiptum við dýr og mold, einkum hesta. Sagan má kallast samfelld og rökrétt í framþróun sinni til hamingjunnar ef ekki hefði villst þar inn 15-20 bls. kafli, snemma í bókinni, sem gæti verið úr ann- arri sögu (vissulega forvitnilegri, í dúr við Dallas-þætti!). Að vísu eru tvær aðalsögupersónurnar komnar úr því kúnstuga fyrir- tæki sem þar er frá sagt en þær bera þaðan fátt nytsamt til sög- unnar, utan konan barnunga sem kveður þó lítt að í bókinni. Vigfús á fjörháan og kosta- mikinn skáldfák en hann er ekki fullagaður ennþá. Hann er þó svo mörgum kostum búinn að alls verður að kosta til að tamn- ing takist. Bókin er 140 bls. að stærð og er káputeikning Guð- mundar Odds ágæt en prófarka- lestri ábótavant eins og í fleiri Skj aldbókarbókum. Og þá kemur að fróðleiknum: Mannafellirinnn mikli er fyrsta bindi fræða Eiðs á Þúfnavöllum. Mun það mörgum fagnaðarefni. Þetta bindi fjallar um hin ægi- legu áhrif Móðuharðindanna í heimasveitum hans, Hörgár- og Öxnadal. Náttúruhamfara þess- ara gætti ekki síður í sveitum fjarri Laka en nær. Dánarskýrsl- urnar úr sóknum þar ytra er dap- urleg en sannfærandi skrá um lífsstríð áa vorra á þeirri voðatíð fyrir rétt tvö hundruð árum. Næstum annar hver maður er sagður dáinn úr hor. En hér kennir fleiri grasa: Árni J. Haraldsson hefur búið bókina til prentunar og skrifar fyrir henni rækilegan formála. Þá eru hér lýsingar Hörgár- og Öxnadals og taldar upp byggðar jarðir og eyðibýli 1969. Búenda- tal í sóknum þessum og bænda- tal í Skriðuhreppi hinum forna og Skriðu- og Öxnadalshreppi eftir hreppaskil 1910 fylgir einn- ig. Þó þetta sé ærið hefði ég kos- ið að bókin væri lengri þar sem af nógu forvitnilegu er að taka. En nú kynni einhver að spyrja: Hvað varðar okkur um fortíðarfólk þessara norðlensku dala? Svar mitt er: Það varðar alla miklu. Lífið þar var ekki ólíkt lífi annarra byggða. Saga þjóðarinnar er ein. I öðru lagi eru komnar út af þessum fátæku erfiðismönnum þúsundir ein- staklinga, dreifðir um allt land. Og þeir munu fagna að frétta af feðrum sínum og mæðrum, sem kostuðu alls til að líf héldist í landinu, fjaraði ekki alveg út. En það munaði stundum ekki miklu að svo færi. Eiður Guðmundsson er mikill og heiðarlegur fræðimaður eins og kannski á eftir að koma í ljós enn frekar í síðari bindum. Þetta eru meira skrár. En þættir sem birst hafa eftir hann áður hafa valdið nokkrum óróa og and- mælum vegna þess að höfundur hefur þótt berorður og halda um of til haga því sem miður fór hjá fólki fortíðar. En er það ekki skylda sagnaritara að reyna að hafa það er sannara reynist? Hann skráir sagnir sem voru sagðar af fólki og sumar skráðar, t.d. í kirkjubókum (einkunna- gjöf presta var óvægin). Nú, væri það ekki sögufölsun að þegja t.d. um þann landslæga sið að uppnefna náungann en af því virtust koma faraldrar, tíma- skeið, eins og tískufyrirbæri nú. Og er þá ekki rétt að uppnefnið fylgi enn sem sýnishorn hugar- fars og kannski nokkur mannlýs- ing? Feðradýrkun er góð og gild en svo best að ekki séu tilbúnir guðir tignaðir. Öll erum við „mannleg". Stoltur er ég að vera 6. maður frá Einari sterka, skáldi og þjóð- haga, eftirlýstum strokumanni og yfirlýstum þjóf og manns- bana. Ég vænti mikils af þessari útgáfu á verkum Eiðs í höndum Árna J. Haraldssonar. Bókin er um 170 bls. og káputeikning Bernharðs Steingrímssonar táknræn og góð. Skjaldborg gaf út. Þá koma sögur af hestum, 2. bindi af ritsafninu Með reistan makka sem Erlingur Davíðsson skráir. Vinir hestamanna þurfa ekki að vera í vandræðum með jóla- gjöf. Þessi hæfir og sæmir. Tugir mynda af mönnum og glæstum gæðingum prýða bókina og frá- sagnir knapa allt frá viðunandi upp í listagóðar eins og í fyrra bindi en þaðan man ég enn grein Páls frá Höllustöðum. Erlingur skrifar formála, sýn- ist áhugamaður um hesta. Gott ef hann hefur ekki sjálfur teygt þá á tölti. Athyglisvert er það sem hann segir frá uppgötvun sinni, bíðandi safnsins á Stafnsrétt. Smalamenn þeyttu hestum sínum yfir móa og mela, mýrarfen og grjóteyrar en þeim varð aldrei fótaskortur, vanir smalagarpar. Þá kom þar að borgarbúi á háreistum tölturum sínum eftir veginum. Hann beygði út af til smalanna en þá gátu skeiðvallagæðingarnir ekki staðið á löppunum. A nösunum lágu þeir í mó og mýri. Hin róm- aða fótvísi íslenskra hesta er sem sagt ekki meðfætt sérkenni þeirra heldur æfing, vani, sem glatast strax á gerðuin vegi. Þetta var mikil eftirsjá. Hér eru margar góðar greinar um gæðinga og hinum, vinnu- jálkunum, er ekki alveg gleymt, sbr. Flateyjar-Jarp. Kolbrún Kristjánsdóttir á Rauðuvík, konan sem fólkið við Hvítá taldi hafa verið folald í fyrra lífi, skrifar veigamesta og besta þátt- inn. Vilhelm Jensen, Rögnvald- ur Rögnvaldsson og Sigurlaug Stefánsdóttir, þrír Akureyring- ar, eiga hér mjög góða þætti. Má raunar segja þetta um flesta þættina en þeir eru 13 talsins. Þeim sem ólst upp á hestbaki, að vísu mismjúku, vekur þessi bók hlýjar minningar. Hestar ganga næst mönnum að vits- munum og einstaklingseðli. Einnig þar þarf aðgát í nærveru sálar. Bókarauki frá Landsmóti hestamanna á Vindheimamel- um eykur gildi verksins. Bókin er 240 bls. og hin vandaðasta. Skjaldborg gefur út. 4 - DAGUR - 3. desember 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.