Dagur - 07.12.1982, Page 1

Dagur - 07.12.1982, Page 1
DEMANTS- HRINGARNIR KOMNIR GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 7. desember 1982 136. tölublað Bæjarráð Akureyrar um niður- fellingu aðstöðugjalds á iðnaði: Tekjutap bætt úr jöfnunarsjóði „Bæjarstjórn Akureyrar er kunnugt um að til athugunar er hjá ríkisstjórn að lækka að- stöðugjald á iðnað. Um leið og öllum áformum um úrbætur á rekstrarskilyrðum þessa at- vinnuvegar er fagnað bendir bæjarstjórn á sérstöðu Akureyr- ar sem hefur hlutfallslega stóran hlut tekna sinna af aðstöðu- gjaldi iðnaðar og yrði því fyrir tilfinnanlegu tekjutapi. Bæjar- stjóm fer fram á að hugsan- legt tekjutap verði bætt t.d. með auknum framlögum úr jöfnun- arsjóði“. Þannig segir m.a. í ályktun til ríkisstjórnarinnar varðandi iðn- rekstur sem samþykkt var í bæjarráði 2. desember s.l. aðtil- hlutan atvinnumálanefndar Ak- ureyrar. Aðstöðugjald er greitt til bæjarfélagsins og telja margir að unnt væri að bæta hag iðnaðar án þess að láta það koma niður á sveitarfélögum s.s. með framlögum úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga eins og lagt er til í ályktuninni, eða þá með niðurfellingu eða lækkun launa- skatts, ..sem einnig hefur verið nefnt, en hann greiðist sem kunnugt er í ríkissjóð. í ályktuninni segir svo í upphafi: „Bæjarstjórn Akureyr- ar telur eitt brýnasta hagsmuna- mál íslensku þjóðarinnar að rekstrarskilyrði iðnaðar verði bætt. Slakaafkomumargraiðn- fyrirtækja má að verulegu leyti rekja til ófullnægjandi al- mennra rekstrarskilyrða. Léleg afkoma hefur valdið því að æskilegur vöxtur hefir ekki orðið í iðnaði. Skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að gera hið fyrsta þær ráðstafanir sem duga til að tryggja afkomu og eðlilegan vöxt íslensks iðnaðar. Að gefnu tilefni er varað sér- staklega við öllum þeim milli- færslum í hagkerfinu sem rýrt geta afkomumöguleika útflutn- ings- og samkeppnisiðnaðar". Okeypis akstur á aofangadag Hjálparsveit skáta á Akureyri hefur ákveðið að bjóða öldr- uðu fólki á Akureyri ókeypis akstur á aðfangadag eftir há- degi. Skátarnair munu nota bifreiðakost sveitarinnar en það gefur þeim t.d. möguleika á að aka fólki í hjólastólum og sjúkrabörum ef því er að skipta. Þeir hafa í hyggju að vera með vakt fram eftir kvöldi á aðfangadag svo fólki verður líka ekið heim ef það kýs. Ólafur Ásgeirsson, gjaldkeri Hjálparsveitar skáta, sagði að skátarnir hefðu frétt af svipaðri þjónustu í Noregi og ákveðið að taka hana upp hér á Akureyri. Félagsmálastofnun Akureyrar tekur á móti pöntunum fram að jól- um en á aðfangadag getur fólk hringt í síma sveitarinnar, sem er 24675. í þennan síma verður svar- að eftir hádegi og fram eftir kvöldi. Ólafur sagði að starfsemi Hjálparsveitar skáta væri lífleg, en hún er einkum fjármögnuð með sölu flugelda fyrir áramótin. Að þessu sinni verða skátarnir með fjóra sölustaði á Akureyri. Best að fá úr þessu „Það er rétt, málið út af Ijós- myndum Eðvarðs Sigurgeirs- sonar verður dómtekið fljót- lega. Hér er um að ræða mynd- ir í bókinni „Skíðakappar fyrr og nú“ og æviminningabók Jó- hanns Ögmundssonar. Báðar tengjast þessar bækur ævisögu- ritun og við viljum túlka reglur Ljósmyndarafélags íslands þannig, að sé um slíka notkun mynda að ræða þurfí greiðsla ekki að koma fyrir,“ sagði Svavar Ottesen hjá bókaútgáf- unni Skjaldborg í viðtali við Dag, en Eðvarð hefur farið í mál við útgáfufyrirtækið og munu dómkröfur vera eitthvað yfír átta þúsund. skorið „Við buðum Eðvarði að greiða fyrir notkun myndanna, jafnvel þó flestar þeirra hafi komið til okkar úr vörslu viðkomandi ein- staklinga. Myndirnar voru ómerktar og sumar urn 40 ára gamiar. Hann vildi ekki una þeirri greiðslu sem við buðum, sem var um 70% af því sem hann fór fram á. Úr því sem komið er fer líklega best á því að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll, ekki síst með tilliti til notkunar mynda í bókum okkar í framtíðinni. Skjaldborg hefur ekki staðið í stríði við einn eða neinn út af útgáfubókum sín- um og við viljum helst komast hjá því í framtíðinni," sagði Svavar Ottesen að lokum. Á sunnudaginn var almenningi boðið að koma og skoða nýju íþróttahöllina - eða réttara sagt þann hluta sem er tilbú inn. Á vellinum var keppt í blaki og handbolta og ungar stúlkur sýndu fímleika. Sjá nánar á íþróttasíðu. r Rafmagn og heitt vatn: Overulegur mun- ur á kostnaði Hvað kostar að kynda húsið með rafmagni, hitaveituvatni og olíu? Lauslegir útreikningar sýna að munurinn á milli upp- hitunarkostnaðar með raf- magni og hitaveituvatni er ekki umtalsverður, en olíukynding er töluvert dýrari. Það má færa rök fyrir því að upphitun sé hagkvæmust með heitu vatni, m.a. vegna þess að kostnaður- inn dreifíst jafnt yfír allt árið en kemur ekki í „gusum“ eins og þegar rafmagnið (og olían) er annars vegar. Ástæðan er sú að á Akureyri greiða menn svo- kallað hemlagjald og fá í húsin sama magn af heitu vatni allt árið enda þótt notkunin sé ákaflega misjöfn. Þar sem Akureyringar fá heitt vatn um magnhemil hefur afleið- ingin orðið sú að notendur láta sér nægja minni orku til hitunar en þeir gerðu er olía var notuð. M.ö.o. taka þeir á sig viss óþæg- indi nokkra daga á ári þegar kalt er í veðri. Þetta hefur gert það að verkum að vatnsnotkun á Akur- eyri er 70% til 80% af því sem spáð var að yrði. Ef miðað er við meðalstórt ein- býlishús (650 rúmmetra stórt) kemur í ljós að í það voru notaðir 8 þúsund lítrar af hráolíu á ári. Miðað við verð á hráolíu í dag kostar það magn um 50 þúsund krónur - sem er m.ö.o. kynding- arkostnaðurinn á ári. Um 2000 lítrar af olíu samsvara einum mín- útulítra af heitu vatni. Ef eigandi hússins hefði viljað hafa svipaðan hita og kynda með heitu vatni hefði sá hinn sami orðið að kaupa 4 mínútulítra, en þeir kosta um 22.500 kr. á ári sem er um 45% af olíukostnaði. Það skal tekið fram að í þessu dæmi er ekki tekið tillit til oh'ustyrks en þrátt fyrir það er dæmið hitaveitunni í hag. Það hús sem miðað er við er til í rauninni og til gamans má geta þess að eig- andi þess kaupir 3,5 lítra, sem er dæmigert fyrir húseigendur og styður þá fullyrðingu sem sett var fram í annarri málsgrein. Það er ekki eins hlýtt í húsinu og þegar kynt var með olíu. Það er ekki fjarri lagi að hús af þeirri stærð sem um er rætt keypti 48 þúsund kílóvattstundir á ári ef kynt væri með rafmagni. Kíló- vattstund frá Rafveitu Akureyrar til húshitunar kostar 49 aura. Kostnaður á ári er því röskar 23 þúsund krónur, en reiknimeistara Dags sýndist munurinn á rafhitun og hitun með heitu vatni vera 2% - hitaveitunni í hag. Það ber líka að hafa í huga að taxti Rafveit- unnar virðist vera verulega niður- greiddur. Til samanburðar kostar rafmagn til dagnota 1.88 á kíló- vattstund.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.