Dagur - 07.12.1982, Side 4

Dagur - 07.12.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELLBJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ábyrgðarlaus áróður Nú þegar mesta kauptíð ársins er hafin telja ýmsir sig verða þess vara að minna sé höndlað en oft áður og að nú fari kreppan sem hrjáð hefur allan hinn vestræna heim að læsa klón- um í okkur íslendinga svo um munar. Annars er það nú ævinlega svo, að þrátt fyrir barlóm og kvartanir um peningaleysi virðist fólk oft- ast eiga eitthvað eftir í handraðanum til kaupa á nauðsynlegum og ónauðsynlegum hlutum. Ef ekki vill betur er tekið lán til að fjármagna neysluna. Að minnsta kosti hefur ekkert skort á kaup á lúxusvarningi það sem af er þessu ári og innflutningur sjaldan eða aldrei verið meiri. Verst er þó í þessu sambandi hversu illa gengdarlaus innflutningur á ýmis konar iðn- varningi hefur komið niður á innlendri fram- leiðslu. Þetta á bæði við um innflutning á fatn- aði frá ýmsum Asíulöndum og ekki síður inn- flutning á húsmunum, s.s. húsgögnum og inn- réttingum. Fjölmörg innlend verkstæði í inn- réttingaiðnaði hafa orðið að leggja upp laup- ana vegna þessa á undanförnum árum. Sam- keppni getur verið góð en algjörlega óháð get- ur hún einnig orðið dýrkeypt og sú hefur reynsla íslendinga orðið. Þetta á ekki síst við þegar fluttur er til landsins niðurgreiddur og styrktur iðnvarningur sem íslensk fyrirtæki geta ekki með nokkru móti keppt við. Það gefur auga leið að meira hefur verið flutt inn til landsins en þjóðin hefur ráð á að kaupa. Það sýna tölur um viðskiptahallann, sem hefur farið sívaxandi að undanförnu. íslendingar verða að vera við því búnir að taka afleiðingum eyðslu sinnar og viðbúið er að erfiðlega geti gengið að láta enda ná saman á næstunni, þegar einnig þarf að greiða víxlana sem teknir voru vegna nýju bílanna og utanlandsferð- anna. Stjórnarsinnar hafa bent á það æ ofan í æ að kreppa ríki nú í heiminum og að við verðum að gæta hófs. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar gert lítið úr þessu og haldið því fram að aðeins væri við að eiga þennan sama gamla innlenda verðbólgudraug, sem vegna óstjórn- ar væri reyndar orðinn magnaðri en oft áður. Þessi áróður er ábyrgðarlaus og til þess eins fallinn að auka á kaupgleði fólks og umfram- eyðslu, á sama tíma og nauðsyn krefur að allir geri sér ljóst að velferðarkúrfan getur ekki ris- ið eins hratt og á undanförnum árum. Það er ekki aðeins kreppan í viðskiptaheim- inum sem þessu veldur heldur einnig aflaleysi á fiskimiðum og verðfall á mörkuðum fyrir sjávarafurðir okkar, sem vissulega má reyndar rekja til ástandsins í viðskiptaheiminum almennt. Áróður sem gerir lítið úr þessum erfiðleikum og sem ekki verður við ráðið er þjóðhættulegur eins og sakir standa í dag. Jóhannes Björnsson: Elexír Alþýðu- flokksins Uppdráttarsýki þjáir nú Al- þýðuflokkinn. Hún er jafnan fylgifiskur flokka sem skortir hugsjónir sama hversu liðsmenn- irnir elska flokksformanninn heitt og eru fúsir að ganga í störfin fyrir hann. Síðan Jón Baldvinsson féll frá hefir þessi leiði kvilli þjakað Al- þýðuflokkinn og alltaf sömu meðölin notuð til lækningar: Jafn og stöðugur áróður gegn bændum og elsta atvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnaðinum, og breytingar á kosningalöggjöf- inni til Alþingis, þegar hitt hefur ekki dugað. Nú er uppdrátturinn í flokkn- um með verra móti, enda hafa stjórnendur hans hafið hat- rammari áróður en nokkru sinni áður fyrir breyttri kosningalög- gjöf, því lífið liggur við. Og nú í fyrsta sinn hafa allir stjórnmála- flokkarnir tekið undir þennan áróður, halda víst að þessi marg- reyndi lífselexír Alþýðuflokks- ins muni líka hafa styrkjandi áhrif á þá. Um þjóðarheill er hvorki rætt né hirt. Áróðurssöngurinn er því að þessu sinni fjórraddaður og nokkuð samhljóma. Og svo heiftarlega hefir áróður blaða og ríkisfjölmiðlanna blindað menn að einn ágætasti starfsmaður ríkisfjölmiðlanna líkti eitt sinn áhrifaleysi íbúa suðvesturhorns- ins á stjórn landsins við réttar- leysi svertingjanna í S-Afríku á stjórnsýslu þar. Pað hlýtur að vekja undrun að þrátt fyrir þetta margumtalaða réttleysi íbúa suðvesturhornsins leitar fólkið stöðugt þangað úr öllum áttum af landinu og lík- lega hlutfallslega flest af Vest- fjarðarkjálkanum, þar sem vægi atkvæða er mest í kosningum til Alþingis. Hvað veldur? - Hvað veldur? Skyldu þjáningabræður svertingjanna f S-Afríku njóta einhverra réttinda fram yfir aðra landsmenn, sem bætir þeim ríf- lega upp minna vægi atkvæða til Alþingiskosninga? - Athugum það. Alþingi situr í Reykjavík. Þar búa allir þingmennirnir um þing- tímann og eru því gagnkunnugir mönnum og málefnum borgar- innar. Þar eiga fast heimili margir þingmenn fjarlægra kjör- dæma, sem þeir líta aðeins aug- um sem gestir. Og svo á Stór- Reykjavík vænan hóp kjörinna þingmanna auk uppvakninga sem kallast víst uppbótarmenn. „Ríkið“ er langstærsti atvinnu- veitandi landsins. Það „býr“ í Reykjavík, þar eru stofnanir þess hver niðri í annarri og hver ofan á annarri. Þær vaxa stöðugt að stærð og fjölda, enda sloppið enn við alla „kvóta“. í Reykja- vík eru stöðvar stjórnmálaflokk- anna og útgáfa dagblaðanna allra. Þar eru líka báðir fjölmiðl- ar ríkisins, sem eru launadrjúgir við stjórn landsins og Reykvík- ingum margra Glistrupa ígildi. Og í Reykjavík eru æðstu menntastofnanir þjóðarinnar t.d. Háskóli íslands. Það eitt veldur geysilegum aðstöðumun þeim sem fjær búa og þurfa að senda börn sín í þessa skóla. Og eftir að hafa reytt til þeirra fjár- muni til námsins eftir getu, er oftast engin þörf fyrir allan lær- dóminn nema í Reykjavík, - hjá einhverri ríkisstofnuninni þar. Foreldrarnir verða því að horfa á eftir þeim „suður“ - fyrir fullt og allt - að loknu námi með atkvæðisrétt byggðarlagsins á bakinu og „andaðar vonirnar" um að ættarslóðirnar njóti starfskrafta þeirra. Hvað skyldi Reykjavík skulda þannig lands- byggðinni mörg „manngjöld"? Þó hér sé fátt eitt talið af mýmörgu, nægir það til að sýna, að Reykjavík hefir notið annars og meiri réttar en aðrir lands- hlutar, og miklu meiri réttar en sjálfstæði þjóðarinnar þolir til langframa. Þeim, sem hæst hafa nú um misvægi atkvæða í kosn- ingum til Alþingis, skal á það bent, að á þingi Sameinuðu þjóðanna, fer sérhver þjóð að- eins með eitt atkvæði. Manngrúi stórveldanna breytir þar engu um. Bandaríkin hafa löngum verið talin til fyrirmyndar í stjórnskipan sinni, enda var stjórnarskrá þeirra samin af djúpvitrum mönnum. Þar fær hvert ríki að senda tvo menn í öldungadeild Bandaríkjaþings, þrátt fyrir geysilegan mun á fólksfjölda þeirra. Ogþegarhöf- uðborg Bandaríkjanna, Wash- ington, var ákveðinn staður árið 1790, var borgarsvæðið gert óháð fylkjunum og sett undir sérstaka stjórn þriggja manna, skipaða af forseta. Og takið nú eftir: Kosningarétturinn var af þeim tekinn á þeim forsendum, að þeir væru starfsmenn ríkisins alls, og ættu því að standa utan við allastjórnmálabaráttu. Þetta var vissulega harkáleg ákvörðun en djúphugsuð, og hefir ekki hindrað útþenslu borgarinnar. Eins og áður er sagt, hafa nú allir stjórnmálaflokkarnir tekið undir áróður Alþýðuflokksins um breytta kosningalöggjöf. Og í viðtali í ríkisfjölmiðli nýlega, var ekki hægt að skilja formann stærsta stjórnmálaflokks lands- ins öðruvísi, en honum stæði meiri ógn af núgildandi kosn- ingalöggjöf okkar óbreyttri en sjálfri óðaverðbólgunni. Svona augljós getur leikara- skapur suma íslenskra stjóm- málamanna stundum orðið, - og „gæfuleysið fallið“ þeim þétt „að síðum“. En það mun síðar sannast að þetta áðurnefnda töfralyf er lengi hefir haldið líf- tórunni í Alþýðuflokknum, sem á meginþorra fylgis síns við ríkisjöturnar í Reykjavík, mun ekki reynast hinum flokkunum jafn heilsusamlegt, heldur valda þeim slæmum innantökum. Sagan sýnir að jafnvel hin sundurleitustu öfl sameinast ef þau eru neydd til að verja lífs- hagsmuni sína. Ef Stór-Reykjavíkursvæðið ætlar sér að ná yfirburðavaldi fyrir sig á Alþingi íslendinga og úthlutunarrétti á öllum „leyfun- um“ í okkar þjóðfélagi, ofan á allt það sem því hefir nú þegar hlotnast og drepið hefir verið á hér að framan, þá mun fljótt að því draga að landsbyggðin öll - utan suðvesturhornsins - sam- einist í einn flokk sér til bjargar. Það yrði jafnframt varnarbar- átta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. íslenskt borgríki á enga fram- tíðarvon. Jóhannes Björnsson Ytri-Tungu. 4 - DAGUR - 7. desember 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.