Dagur


Dagur - 07.12.1982, Qupperneq 7

Dagur - 07.12.1982, Qupperneq 7
N Um 20% Islendinga stunda stangveiði Könnun á tómstundaiðju (Félagsvísindadeild Háskóla Islands) 1981. Niðurstöður varðandi veiðimennsku (stangarveiði). Úrtakið var dregið með leyfi Hagstofu íslands með handahófs- aðferðinni úr þjóðskránni og samanstóð af 500 einstaklingum. „Varasjóður“ af 50 einstaklingum var dreginn til að bæta upp, ef ein- hverjir einstaklingar „dyttu út“ sök- um brottflutnings, sjúkdóms eða dauða eða ef ekki náðist í viðkom- andi á annan hátt. Svörin (þ.e. útfylltir spuminga- listar), sem við fengum inn aftur, voru 329 eða 66%, sem teljast verða sæmilegar heimtur, þegar póstsendingaraðferðin er notuð. Lokaúrtakið telst vera marktækt með tilliti til kynjaskiptingar: Karlar 165 = 50.2% Konur 164 <= 49.8% 329 Úrtakið er einnig marktækt með tilliti til búsetu þ.e. það samsvarar þeim hlutföllum sem þjóðskráin gefur upp um búsetu manna á ís- landi. Aldursdreifingin er nokkuð jöfn þegar úrtakið er skoðað í aldurs- hópum: 25-30 ára 21.6% 31-35 ára 20.7% 36-40 ára 19.5% 41-45 ára 20.7% 46-50 ára 17.6% Eins og sjá má skilaði síðasti hópurinn sér verr en hinir, en mun- urinn er ekki það stór að um veru- lega skekkju sé að ræða. Niðurstöður: í ljós kom að 20% íslendinga stunda stangveiðar meira eða minna reglulega. Þeir sem svöruðu spurningunni játandi, stunda stangveiði frá 2-22 daga á ári. 51.5% stunda einungis silungsveiðar 16.7% stunda einungis laxveiðar 25.8% veiða bæði lax og silung. Flestir veiðimenn stunda veiðar með einhverjum öðrum, þ.e. fjöl- skyldumeðlimum eða vinum, vinnufélögum, eða tæplega 80%. Helstu hindranir telja 59.1% vera tímaskortur, en bara 4.5% gefa upp að kostnaðurinn sé of hár. Um kostnaðinn segja 33.3% (eða V3) að hann sé milli kr. 4.500- 12.500, 15.2% segja að hann sé meira en kr. 12.500. 24% segja kostnaðinn innan við kr. 2.500 og 4.5% að hann sé enginn. Flestir sem stunda stangveiðar gefa upp, að þeir hafi stundað tóm- stundaiðju sína lengur en 10 ár (eða 71.2%). 5-10 ár eru 15.2% 2-5 áreru 9.1% 1-2 áreru 3.0% Næstum allir vildu sinna áhuga- máli sínu meira eða 93.9%. Ein- ungis 4.5% vildu það ekki. 84.8% veiðimanna eru karlar og 15.2% veiðimanna eru konur. Af þeim sem stunda stangveiðar eru 30.3% búsettir í Reykjavík 42.4% bnscttir í kaupstöðum 15.2% búsettir í kauptúnum 12.1% búsettir í drcifbýli. Hjúskaparskiptingin var 80.3% giftir 12.1% í óvigðri sambúð 4.5% ógiftir 3.0% fráskildir. Barnafjöldinn virðist ekki hindra menn við að stunda veiðar. Menn gáfu upp 0-7 börn, en flestir eða rúmlega 65% voru með 1-3 börn. Launþegar voru 66.7%, atvinnu- rekendur 21.2%, bæði og 3.0%. Ath. læknar á spítölum eru einnig launþegar. Varðandi menntun kemur í ljós, að hlutföllin meðal veiðimanna eru svolítið frábrugðin frá aðalúrtak- inu þegar litið er á síðasta prófið, sem tekið er. Ath. sérstaklega háskólapróf. Enginn marktækur munur virð- ist vera milli manna, sem vinna 41- 45 tíma á viku og þeirra, sem gefa upp 60 tíma eða meira (19.7% bæði skipti). KÓROMA karlmarmaföt úrvalið aldrei betra Skyrtur í hundraðatali. Nýjar vattbuxur frá Lee Cooper. f Gjafakassar. t Karlmarmanáttsloppar. Herradeild Jafewym egi vöruval í öllum deildum. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)2140» akkar senn koma jólin. Jólasveinamir eru lagðir af stað ofan úr fjöllunum. Á sunnudaginn 12. des. kl. 3 e.h. koma þeir til byggða. Ef veður leyfir getið þið heyrt og séð á svölum Vöruhúss KEA Hafnarstræti 93. Þá verða þeir örugglega komnir í besta jólaskap og raula fyrir okkur nokkrar vísur. Kaupfélag Eyfirðinga Allar nýjustu plöturnar. Jólaplötur-jólaplötur. Timex úr - ný sending. Seikó úr í úrvali. Vekjarar margar tegundir. 7. desember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.