Dagur - 07.12.1982, Qupperneq 8
Jólabingó
Bingó að Hótel Varðborg föstudaginn 10. des. kl. 8.30
e.h.
Vinningar: Flugfar Ak-Rvík-Ak, svínakjöt, hangi-
kjöt og m.fl. Stjórnandi: Sveinn Kristjánsson.
Systrafélagið Gyðja.
Kostaboð í dýrtíðinni
Sparíð krónuna og verslið ódýrt
Tilboð þessa viku
DÖmuflauelsbUXUr 2 litirst. 28-36, verð kr. 235
Barnaflauels- og gallabuxur, fóðraðar,
verð kr. 235.
Vinnuskyrtur, áðurkr 230-nú kr 185
^ Útsalanerí
fullum gangi
UI Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4, simi 25222
Verslunartími í
desember 1982
Verslanir á Akureyri verða opnar utan venju-
legs verslunartíma í desember sem hér segir:
laugardaginn 12. desemberfrá kl. 10-18,
laugardaginn 18. desemberfrá kl. 10-22,
fimmtudaginn 23. desemberfrá kl. 9-23.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Kaupmannafélag Akureyrar.
ATH.: Sjá þó auglýsingu annars staðar
um verslunartíma matvöruverslana.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 3., 8. og 12. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á
fasteigninni Króksstaðir í Öngulsstaðahreppi, þingl. eign Her-
berts Ólasonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Jóns Oddssonar,
hrl., Ragnars Steinbergssonar hrl., innheimtu ríkissjóðs,
Björns J. Arnviðarsonar hdl., Árna Guðjónssonar, hrl., Hreins
Pálssonar, hdl., Gunnars Sóles hrl. og Brynjólfs Kjartanssonar,
hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 10. desember 1982 kl. 14.00.
Sýsluma&urinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 36., 39. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á
fasteigninni Grundargerði 7d, Akureyri, þingl. eign Ingva Óð-
inssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni
sjálfri föstudaginn 10. desember 1982 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
t
Brynhildur Olafsdóttir
Fædd 23. janúar 1919 - Dáin 7. september 1982
Brynhildur Ólafsdóttir er látin,
langri og harðri orrustu er lokið með
þeim úrslitum sem hvorki verða
kennd við sigur eða ósigur heldur að-
eins ferðalok - eða nýjan áfanga.
Það stríð var háð með þeim kjarki og
þrautseigju sem stendur meðan stætt
er og víkur ekki af vettvangi lífsins
fyrr en saman skellur.
16. september sl. kvöddum við
Brynhildi er lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri að kveldi hins 7.
september.
Upp í huga minn koma hálf-
gleymdar minningar frá samveruár-
um okkar er við bjuggum í sama húsi
í rúmlega sjö ár, hún þá með fimm
böm og ég með mín tvö börn og
aldrei kom til árekstrar eða leiðinda í
öll þessi ár þótt böm mín væru þar
daglega og þægju ekki ófáar brauð-
sneiðar með hennar bömum, þótt
efnin væru ekki alltaf mikil í þá daga.
Ég man hvað mér fannst Brynhildur
falleg ung kona, með brún tindrandi
augu og þykkt liðað dökkjarpt hár og
hvað hún gat alltaf verið í góðu skapi
á hverju sem gekk. Það má segja að
lífsgleði hennar hafi hjálpað henni til
að bera öll vonbrigði lífsins sem hún
fór ekki varhluta af. Ég man hana
leiða telpukorn, bera lítinn dreng á
armi er hún gekk með sitt fjórða
bam, en alltaf jafn glöð og kát. Ekki
vom húsakynnin heldur stór eða há-
reist en oft var þar gestkvæmt og öll-
um tekið með hlýju, jafnt háum sem
lágum.
Brynhildur fæddist 23. janúar
1919 í Brekku í Glerárhverfi, dóttir
hjónanna Kristbjargar Jónsdóttur og
Ólafs Jakobssonar er þar bjuggu um
árabil. Hún var yngst af systrunum,
þær voru fimm er upp komust og
fjórir bræður og eru þrír látnir,
Ingvar, Haraldur og Jón en á lífi eru
Sigríður, Bjargey, Guðrún, Snjó-
laug og Sigtryggur. Brynhildur giftist
Sveini Jónassyni frá Bandagerði og
Minning:
Þórdís Ellertsdóttir
Fædd 24. janúar 1924
Dáin 18. nóvember 1982
Hún Þórdís mágkona mín er
látin um aldur fram. Mig langar
til að minnast hennar með
nokkrum kveðjuorðum. Ævi
hennar var ekki ætíð dans á
rósum, því heilsa hennar var á
stundum ekki eins og best var á
kosið. Ung missti hún föður
sinn og ólst upp með móður
sinni og eldri systur á árum
kreppunnar. Mun hún snemma
hafa þurft að sjá sér farborða,
þar sem móðir hennar tók að sér
það stóra hlutverk að sjá heimil-
inu farborða af eigin rammleik.
Dísa, eins og hún var ætíð
kölluð innan fjölskyldunnar,
giftist bróður mínum Kristjáni.
Gengu þau í hjónaband að vori
árið 1952. Hefur heimili þeirra
ætíð verið að Brekkugötu 15 hér
í bæ.
Þau hjón eignuðust tvö börn,
son er andaðist nokkurra daga
gamall, sem nú fagnar móður
sinni og dóttur sem er 19 ára og
hefur átt heimili sitt hjá foreldr-
um sínum alla tíð. Faðir okkar
systkina hefur einnig átt heimili
sitt hjá þeim hjónum mörg hin
síðari ár og var sambýli þeirra
ætíð hið besta. Kveður hann
Dísu með þökk.
Hún annaðist heimili sitt af
alúð og var Kristjáni bróður
styrkur og stoð í hans umfangs-
mikla starfi. Var hún jöfnum
höndum við heimilisstörfin og á
vinnustað þeirra hjóna. Helgaði
hún heimili sínu og fjölskyldu
starfskrafta sína, en sótti lítt á
náðir skemmtanaiðnaðarins. Er
þau hjón eignuðust sinn fyrsta
bíl, tók Dísa bílpróf og ók ætíð
síðan vegna fötlunar manns
síns. Er fjölskylduferðir okkar
hófust, fórum við vítt um
landið. Oft sat ég í bílnum þar
sem Dísa var við stjórn og fórst
henni það vel úr hendi á löngum
leiðum og misjöfnum vegum, en
er saman var safnast að kveldi á
áfangastað var oft glatt á hjalla
og gamanyrði látin fjúka. Átt-
um við saman á þessum ferðum
margar góðar stundir og minn-
ist ég þeirra með þakklæti.
Sumarhús reistu þau hjón sér í
fögrum hvammi við ljúfan læk.
Þar undu þau sér best í kyrrð og
útiveru er hún kunni vel að
meta. Þar munu þau hafa best
fundið hvort annað og notið
þess að hvílast frá erli daganna
með augasteininum sínum henni
Öldu. Er leið okkar lá um
ströndina var stundum komið
við í sumarbústaðnum. Fylgdi
því sérstakur hugblær að setjast
niður í stofunni eða hvammin-
um og njóta kyrðarinnar, heyra
lækinn hjala og finna gestrisni
þeirra hjóna Dísu og Kidda. Oft
lá leiðin í Brekkugötuna er farið
var í bæinn og það brást ekki að
ætíð var heitt á könnunni hjá
henni Dísu. Fyrir allt þetta og
göngu hennar við hlið bróður
míns sendi ég henni hjartans
þakkir. Eins og fyrr segir gekk
hún ekki ætíð heil til skógar, en
sjálfsmeðaunkun var ekki til á
hennar vörum, annaðist heimili
sitt fjölskyldu og vann sín störf á
hljóðlátan hátt og stóð meðan
stætt var. Sjúkdómur sá er lagði
hana að velli er með verstu óvin-
um mannkyns, einnig hann bar
hún með æðruleysi þess er trúir
á bjartari tilvist handan tjalds-
ins er skilur að heimana. Kveð
ég hana og óska henni góðrar
heimkomu á landi ljósins. Öldu
og Kidda bróður bið ég blessun-
ar Guðs.
Laufey.
eignuðust þau 8 börn, eitt barnið
misstu þau, dreng eftir langvarandi
veikindi. Elsta bamið Guðrún Sóley
ólst upp hjá föðurforeldrum sínum
eins og þeirra eigið bam, nú hús-
freyja í Fellum S.-Múlasýslu, þá
Björg húsfrú á Seltjarnamesi, Jónas
býr á Eskifirði, Víglundur búsettur í
Njarðvíkum, Sverrir búsettur hér á
Akureyri, Sigurveig býr á Grenivík
og yngst er Hafdís búsett á Akureyri.
Öll eru börnin duglegt og efnilegt
fólk, ölí gift og barnabörnin eru orð-
in um þrjátíu. Sveinn og Brynhildur
slitu samvistum fyrir allmörgum
ámm. Brynhildur dóttir Hafdísar
ólst að mestu upp hjá ömmu sinni og
nöfnu og var hún sá sólargeisli er
lýsti upp döpur ár Brynhildar þegar
heilsan tók að bila og hún orðin ein,
öll bömin búin að stofna sín heimili
og var nú öll hugsun hennar bundin
þessari dótturdóttur, er hún hlúði að
sem besta móðir. Snemma á síðast-
liðnu sumri varð Brynhildur að fara á
sjúkrahús og þaðan átti hún ekki
afturkvæmt. Miklu og erfiðu stríði er
lokið.
Ég sendi börnum Brynhildar,
tengdabörnum, barnabörnum og
systkinum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og bið þeim öllum bless-
unarguðs. HG.
AFGREIÐUM
MEÐ STUTTUM
FYRIRVARA
A H'X
DENISON
Vökvadælur
og ventla
Elnfaldar
Tvöfaldar
Þrefaldar
Hljóðlátar - endingargóðar.
Hagstætt verð - varahluta-
þjónusta.
Hönnum og byggjum upp
vökvakerfl.
Sendum myndabæklinga
VÉLAVERKSTÆÐI
SIG. SVEINBJÖRNSSON HF.
Arnarvogl, Garðabæ
símar 52850 - 52661
8 DAGUR - 7. desemtoer 1982