Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Kemur ekki
á óvart
„Ég á nú eftir að kynna mér
þessa skýrslu betur, en mér
sýnist að niðurstaðan þurfi ekki
að koma mönnum neitt á óvart.
Það var vitað að lífríki Eyja-
fjarðar væri fjölbreyt og að hér
við fjörðinn væri búskapur með
miklum blóma og töluverðir
ónýttir ræktunarmöguleikar.
Þetta kemur varla neinum á
óvart,“ sagði Jón Sigurðarson,
formaður atvinnumálanefndar
Akureyrar í viðtali við Dag,
þegar hann var inntur álits á
niðurstöðum skýrslu Náttúru-
gripasafnsins um náttúrufar við
Eyjafjörð.
„Ég vil vekja athygli á því að
þessi skýrsla er aðeins fyrsta
skrefið í viðamiklum umhverfis-
rannsóknum sem gera þarf á
hverjum þeim stað þar sem fyrir-
hugað er að reisa stórt iðjuver.
Þær rannsóknir ásamt með rann-
sóknum á því hver mengun verð-
ur frá hugsanlegu iðjuveri eru
veigamikili þáttur við endanlega
ákvörðun ásamt arðsemis- og
byggðasjónarmiðum.
Nýjustu fregnir herma að fljót-
lega verði gerð opinber niður-
staða arðsemisathugana sem
gerðar hafa verið á vegum Iðnað-
- segir Jón
Sigurðarson um
skýrslu Náttúru-
gripasafnsins
arráðuneytisins og umhverfis- og
mengunarrannsóknum verður
líklega lokið hér við Eyjafjörð að
ári liðnu. Með allar þessar niður-
stöður í höndunum getum við tek-
ið fordómalausa afstöðu til þess-
ara mála.
Mér finnst nokkuð um það að
þessar niðurstöður séu túlkaðar
sem andstæðar stóriðjuverum við
Eyjafjörð. Það eru þær alls ekki,
en þær sýna aftur á móti að hluta
til hverjar kröfur við þurfum að
gera til slíkra fyrirtækja hvað
mengun varðar,“ sagði Jón Sig-
urðarson að lokum.
Tveimur
bílum
stoliö
Um helgina var tveimur bílum
stolið á Akureyri. í öðru til-
fellinu a.m.k. stóð kveikju-
ly killinn á sínum stað svo þjóf-
urinn átti ekki erfitt með að
ræsa bifreiðina og halda af
stað.
Skátamir við æfíngar á Eyjafjarðará. Mynd: H.Sv.
„Fjallhífar
orðnar vinsælar“
Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögreglunnar er
mikið um það á Akureyri að
bifreiðaeigendur skilji lyklana
ef'tir í bílunum er þeir yfirgefa
þá. Næturhrafnar sem hafa í
hyggju að stela bíl athuga ein-
faldlega alla þá bíla sem þeir
sjá og taka þann fyrsta sem
bíður með lyklana í startaran-
um.
Öðrum bílnum varstoliðfrá
Hótcl Varðborg en hinum var
stolið á Eyrinni. Báðir bílarnir
fundust óskemmdir og búið er
að upplýsa hverjir það voru
sem tóku bílana traustataki.
Allar
bækurnar
komnar
út
Síðasta bókin frá Skjaldborg er
nú komin í bókaverslanir. Það
er bókin „Frá konu til konu“,
eftir kvenlækninn Lucienne
Lanson.
Bókin fjallar um kyneðli og
kynfæri konunnar og svarar fjölda
fyrirspurna um kvensjúkdóma og
annað sem tengist þessu efni.
Fjölmargar skýringarmyndir eru í
bókinni.
Hún kom fyrst út árið 1975 og
hefur notið sívaxandi vinsælda
um allan heim og er ekki að efa að
svo verður einnig hér á landi.
Útgáfubækur Skjaldborgar
fyrir þessi jól eru 24 að tölu.
„Ég hef m.a. látið þetta hífa mig
upp Kaldbak og Vaðlaheiði",
sagði Ólafur Kjartansson, félags
foringi hjá Skátafélagi Akureyr-
ar í viðtali við Dag, en hann
hafði frumkvæði að gerð ný-
stárlegs tækis sem hægt er að
láta draga mcnn á gönguskíðum
upp um fjöll og firnindi ef skil-
yrði eru góð, þ.e. nægur vindur.
Á laugardag var hann ásamt
nokkrum ungum skátum við
æfingar á ís á Eyjafjarðará.
Tækið sem um ræðir er eins
konar fallhlíf, sem þeir kalla
reyndar „fjallhíP'. Þetta hafa
skátarnir saumað sjálfir og hafa
verið að þreifa sig áfram með
gerð og stærð. Yfir 50 „fjall-
hífar“ eru nú í ,,smíðum“ogfjöl-
margir hafa sýnt þessu áhuga.
,,Það er ekki nóg að beita
kröftum í viðureign við íslenska
náttúru, menn verða að nota
höfuðið svolítið líka. Þetta
getur auðveldað mönnum að
ferðast á gönguskíðum og þar
með útivist, sem er vel“, sagði
Ólafur Kjartansson.
Enginn getur
byggt
Eins og fram hefur komið i Degi ákvað Landssamband iðnaðar-
manna og Meistarasamband byggingamanna í samráði við Meist-
arafélag byggingamanna á Akureyri og önnur félög byggingameist-
ara á Norðurlandi, að kynna sér atvinnuástand í byggingariðnaði á
Norðurlandi. I greinargerð sem Degi hefur borist frá Landsam-
bandi byggingamanna kemur í ljós að menn töldu sig hafa verkefni
til áramóta, en lítið eða ekkert að gera upp úr því.
Tvær ástæður voru einkum að máli þær breytingar, sem
tilgreindar fyrir óvissum at-
vinnuhorfum. í fyrsta lagi var
bent á þann mikla samdrátt,
sem nú hefur orðið í atvinnu-
lífi og tekjum landsmanna og þá
almennu óvissu í fjármálumsem
þessum samdrætti fylgir. í öðru
lagi var nefnd sú staðreynd, að
íbúðabyggingar hafa ’dregist
verulega saman, og var það álit
flestra, að þar ættu ekki síst hlut
orðið liafa á lánamarkaðnum á
undanförnum árum, þ.e. að
þrátt fyrir rnjög hert lánakjör
hefði framboð af lánsfé til
alntennra húsbyggjenda ekki
aukist, ogværi núsvo komið,að
engir gætu byggt, nema stjórnir
verkamannabústaða.
Innan skamms verður nánar
fjallað um þessa greinargerð í
Dcgi.
Jón Sólnes í ham. Mynd: KGA
Málverka- og bókauppboð:
„Menn gerðu
reyfarakaup“
„Þetta gekk bara vel og það var
virkilega gaman að þessu. Menn
gerðu reyfarakaup, sérstaklega í
málverkum og það seldist allt
saman“, sagði Jón G. Sólnes,
uppboðshaldari á Akureyri í
viðtali við Dag, en hann ásamt
Bárði Halldórssyni hélt mál-
verka- og bókauppboð í Sjallan-
um á laugardag.
„Yfirleitt fór þetta á lágu
verði og menn gerðu því góð
kaup. Sem dæmi get ég nefnt að
mynd eftir Gunnlaug Scheving
seldist á 13 þúsund krónur. Það
var verulega gaman að þessu og
skapaðist skemmtileg stemmn-
ing. Við stefnum að því að halda
svona uppboð mánaðarlega,
fyrsta laugardag í hverjum
mánuði fram á vor, að undan-
skildum janúar, því að þá eru
allir blankir hvort eð er eftir
jólin.
Við vonumst til að þetta geti
sett svolítinn svip á bæjar-
braginn í framtíðinni. Hugsan-
legt er að útvíkka þetta og selja
eitthvað fleira en málverk og
bækur t.d. listmuni. Þetta þarf
að þróast svolítið, menn eru
óvanir þessu ennþá“, sagði Jón
G. Sólnes að lokum.
[T H (1 TTT
qJ 11 J/ll LU 1 s_ 1 JU_
# Hættuað
reykja
Fyrir nokkrum dögum hækk-
aði ÁTVR verð á sígarettum.
S&S hefur frétt af tveimur
bæjarbúum sem hættu sam-
stundis að reykja og vonandi
hefur svo verið um fleiri. í
þessu sambandi er ekki úr
vegi að rifja örlítið upp um
sígarettur og það sem þeím
fylgir. Samkvæmt bandarískri
rannsókn er munurinn á tíðni
sjúkdóma meðal þeirra sem
reykja sígarettur og þeirra
sem reykja ekki, mestur á
aldursbilinu 45 til 64 ára hjá
körlum og 17 til 44 ára hjá
konum. Á þessum árum er af-
kastageta mánna ( hámarki
og á þessum tíma hafa flestir
mestum skyldum að gegna
sem fyrirvinna heimilis og for-
eldrar. Eins og vænta má hef-
ur komið í Ijós að veikindafor-
föll eru algengari meðal þeirra
sem reykja sígaretturen sam-
svarandi hópa sem reykja
ekki. Það hefur verið reiknað
út að 81 milljón vinnudaga
tapast á ári í Bandaríkjunum
(miðað við árfð 1979) vegna
þess hve sígarettureykinga-
menn veikjast oftar en aðrir.
• Öruggt
orsaka-
samband
Sýnt hefur verið fram á öruggt
orsakasamband milli sígar-
ettureykinga og lungnakrabb-
ameins. Gera má ráð fyrir,
samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið, að komast
hefðl mátt hjá 70 til 90% af
öllum dauðsföllum vegna
lungnakrabbamelns ef eng-
inn hefði reykt sígarettur.
Skýrslur um reykingar sína
að hættan á heilsutjóni eykst
ef menn byrja að reykja ungir,
borið saman við þá sem byrja
seinna. Karlmenn á aldrinum
45 til 54 ára, sem byrjuðu að
reykja daglega áður en þeir
urðu 15 ára, hafa þrefaldar
heildardánarlíkur árlega á vlð
þá sem reykja ekki.
# Ólíku saman
að jafna
Töluverðar umræður hafa
orðið um nýjasta skuttogara
okkar, Hólmavíkurtogarann.
Hann er talinn kosta „með
öllu“ upp undir 130 milljónir
króna og vera dýrasta skip ís-
lenska flotans. Umræðurnar
og áróðurinn gegn þessu
skipi hafa þó ekki verið í
neinni líkingu við áróðurinn
gegn Þórshafnartogaranum á
sínum tíma. Það hefur reynd-
ar komið í Ijós að það var vitur
lega að málum staðið, enda
togarinn hræódýr. Ef verðið í
Stakfellinu er reiknað tíl verð-
lags í dag þá lætur nærri að
hann kosti um 60 milljónir
króna, meira en helmingi
minna en Hólmavíkurtogar-
inn. Þarna er því grelnilega
ólíku saman að jafna.