Dagur - 14.12.1982, Síða 7
Sigtryggur Símonarson:
Að „pissa upp í
vindinn“
Mörg ár eru liðin síðan ég heyrði
skrítlu er eignuð var þeim orð-
hvata og hreinskilna manni
Björgvini Guðmundssyni, tón-
skáldi. En Björgvin kvað hafa
sagt við kunningja sinn: „Ef að þú
sérð mann pissa upp í vindinn, þá
er það örugglega verkfræðingur."
Að sjálfsögðu töldu menn þetta
ágæta skrítlu sem vel hæfði tungu-
taki þessa fágætlega einarða,
austfirska listamanns. Mér fór
sem fleirum og gerði þá ekki ráð
fyrir að ég ætti eftir að sannreyna
óskeikulleik orða hans á sviði
raunveruleikans. Þó gerðist það á
því ári sem nú er senn á enda,
þrátt fyrir það að mér dettur ekki í
hug að verkfræðingar í heild eigi
umsögn Björgvins skilið, að ég
get ekki orða bundist um verk er
unnið var við endurbætur Eyja-
fjarðarvegar í Saurbæjarhreppi á
síðastliðnu sumri og ber glöggt
vitni um skarpskyggni gamla,
geðríka tónskáldsins. f>ar var
vissulega „pissað upp í vindinn".
Pað verk, sem ég á hér við, er
endurbót vegarkafla frá Melgerði
suður að Stíflubrú neðan Möðru-
valla. Vegarlengd er ca. 1.3 km.
Gamli vegurinn, fyrir svonefnt
Melgerðishorn, er margþekktur
að ófærð norðan melhorns þess er
þar skagar lengst til austurs. F>ar
var oft umbrotaófærð, þó að víð-
ast annarsstaðar væri sæmilega
léttfært. Því gerðist það að Þor-
lákur Hjálmarsson, í Villingadal,
þá hreppsnefndaroddviti í Saur-
bæjarhreppi, gjörhugull og bráð-
greindur maður, fór þess á leit við
Guðmund Benediktsson, þáver-
andi vegaverkstjóra í Eyjafjarð-
arsýslu, að hann mældi fyrir snjó-
léttari leið fram hjá þessari tor-
færu. Ekki stóð á athöfnum
Guðmundar til þess.
Ekki er hann verkfræðingur að
mennt en hefur glöggt auga fyrir
staðháttum, vanur verkstjórn og
vafalaust væri starfsferiíl hans
mun litríkari, en reynslan hefur
sýnt, ef hann hefði ekki alla sína
starfstíð þurft að berjast við fjár-
svelti til framkvæmda. Guðmund-
ur mældi fyrir nær þráðbeinum
vegi suður yfir melinn en gamli
vegurinn hafði verið lagður með-
fram melnum í tilheyrandi hlykkj-
um eftir landslagi, enda aðeins
handverkfæri til nota ásamt hest-
um og kerrum á þeim tíma. Og þá
sagði Guðmundur Benediktsson
að aðeins þyrfti að ýta melbarðinu
dálítið niður að norðanverðu og
taka þar fyrir dálítið breitt svæði
og þá yrði lítilsháttar vegarhækk-
unar þörf norðan frá. Sömuleiðis
þyrfti að hækka veginn dálítið þar
sem hann sameinaðist gamla veg-
inum, skammt norðan Stíflubrún-
ar, enda þyrfti þá ekki að hækka
afleggjarann að brúnni. Ekki man
ég með vissu ártal er þetta gerðist
en hygg aðjmð hafi verið rétt upp
úr 1960. Agætlega rúmt vegar-
stæði yfir melinn var rutt með
jarðýtu litlu síðar og merkjahælar
er sýndu hæð tilvonandi vegar
settir niður við vegarbrúnir. Þeir
sýndu mjög litla hækkun vegar frá
því sem þá þegar var, enda festir
þarna aldrei snjó - nema í logn-
drífu. Þennan veg notuðu mjólkur-
bílstjórar og fleiri nokkrum sinnum
þegar ófært var fyrir Melgerðis-
hornið og björguðu stundum
ferðum og flutningi á þann hátt.
Áreiðanlega voru allir hreppsbú-
ar og aðrir vegfarendur sammála
um að hér væri rétt vegarstæði
fundið og biðu þess með eftir-
væntingu að vegurinn yrði fluttur
á þennan stað.
Árin liðu og ekkert gerðist.
Kringum tuttugu árum síðar,
1981, brá þó svo við að merkja-
hælar með dularfullum tölustöf-
um tóku að birtast hér og þar á
gamla veginum suður undir Saur-
bæ. Stundum fjarri vegi, stundum
á vegarbrúnum, stundum nær
miðjum vegi, hvar þeir hurfu
nokkuð fljótt í snjó og þá eflaust
oft keyrðir niður af umferðinni,
enda settir niður seint á hausti,
eða í vetrarbyrjun. En í sumar er
leið rann stóra stundin upp. Þá
eru skyndilega komnar stórar
vinnuvélar og nokkrir vörubílar á
vettvang til þess að gera gamlan
óskadraum okkar vegfarenda um
nýjan veg yfir melinn sem allir
skyni bornir menn eru sammála
um að sé hárrétt lausn að raun-
veru. Raunveru? Nei, langt í frá!
Allri umferð er beint á hinn fyrir-
heitna veg á meðan gamli vegur-
inn fyrir Melgerðishornið er
byggður upp að nýju - með öllum
sínum hlykkjum - og það er
óhemju mikið verk. Á alllöngum
köflum undan brekku er uppfyll-
ingin 2-3 metrar að hæð og
brekkumegin er til nær tveggja
metra hæð. Vegurinn er dável
breiður og verk verktakanna sem
tóku þetta verk að sér prýðilega af
hendi leyst, en það var Barð sf.,
Akureyri, sem sá um það. Það er
von mín og allra þeirra sem þenn-
an veg þurfa að nota, að hann
verði auðfarnari framvegis en
hingað til og ber ég þó grunsemd í
brjósti að út af geti brugðið í
norðaustan hvassviðri og snjó-
komu þar eð háar og brattar veg-
arhliðar hafa þann eiginleika að
safna snjódyngjum á miðju vegar-
ins ef veður stendur þvert eða
hliðhallt á þær. Hitt er vissa mín og
allra er til staðhátta þekkja að
Guðmundur Benediktsson valdi
að frumkvæði Þorláks í Villinga-
dal þá einu leið er snjólaus má
kallast - næstum hvernig sem
viðrar.
Að sjálfsögðu var þess vand-
lega gætt við framkvæmd þessa
verks að ekki yrði framar flúið á
hinn gamla nauðleitarveg þar eð
samband hans við núverandi
„vegarbót" er gjörsamlega rofið.
Og sjálfsagt er það hreint hé-
gómamál að minnast á svo lítil-
fjörlegt atriði að slysahætta á af-
leggjara að Stíflubrú hefur stór-
aukist vegna ónauðsynlegrar
hækkunar Eyjafjarðarbrautar
vestan hennar. Einmitt þetta at-
riði hafði Guðmundur Benedikts-
son rætt við Þorlák Hjálmarsson
og tekið skýrt fram að samkvæmt
mælingu sinni breyttist afstaða við
brúna ekki neitt. Állir sem þekkja
til staðhátta vita að þar fór hann
með rétt mál. Reyndar er það
verktökunum að þakka að slysa-
hættan, þó ærin sé, varð ekki
meiri en nú er sýnileg því að þeir
hömruðu það fram að fá að lækka
veginn framhjá brúnni um 70 cm
og virðist þó flestum, ef ekki
öllum, brattinn ærið nógur eins og
hann er nú. Þessi vegarspotti
heyrist mér að hafi hlotið nafnið
„Hlykkur" sem er argasta rang-
nefni þar eð nokkra fleirtölu
þyrfti til nafngiftar.
Um tíðrætt verk hafa vafalítið
vitringar vélt, því að varla hefur
Vegagerð ríkisins ráðist í slíka
framkvæmd án þess að „fræð-
ingur“ og þá auðvitað verkfræð-
ingur annaðist hönnun verksins.
Ég hefi ekki lagt kapp á að kynna
mér hvaða „fræðingur" var hér að
verki og þó að ég ef til vill hafi
grun um hver hann er þá vildi ég
þó helst ekki vita það.
En ég spyr í hjartans einfeldni:
Er það ekki of dýrt fyrir nær gjald-
þrota þjóð að ala fokdýra „fræð-
inga“ sem ekki kunna til verks?
Og þá er komið að lokaorðum.
Þar eð fjöldi fólks hefur látið álit
sitt á þessari vegbótarframkvæmd
í ljósi við mig, og það álit fellur
einróma í sama farveg og mitt,
dettur mér í hug hvort orð Björg-
vins Guðmundssonar séu að sann-
ast hér. Hefur ef til vill sá vesa-
lingur sem hannaði þetta verk
pissað svo oft upp í vindinn að
hlandbruninn hafi jafnvel eyði-
lagt eðlilega sjón án þess að þol-
andi gerði sér grein fyrir því þó að
allir aðrir, auðvitað ófaglærðir, sjái
fullvel hvað þurft hefði og átt að
gera?
Nýjar bækur
Tröllin í tilverunni
*
og Afram tjörulalli
Bókaútgáfan Salt sendir í ár frá
sér tvær nýjar íslenskar barna-
bækur, Tröllin í tilverunni eftir
Hreiðar Stefánsson og Áfram
Fjörulalli eftir Jón Viðar Guð-
laugsson.
Fyrsta bókin um Fjörulalla og
ævintýri hans kom út árið 1980 og
í þessari nýju bók heldur Jón
Viðar Guðlaugsson áfram að
segja frá Fjörulalla og vinum hans
og spaugilegum uppátækjum
þeirra. Sögusvið Fjörulalla er
„Innbærinn" á Akureyri, enda er
höfundurinn frá Akureyri og
tekst honum ekki síður að
skemmta mönnum með þessari
nýju bók um Fjörulalla en í hinni
fyrri. Sem fyrr eru fjölmargar
myndir í bókinni og hefur Búi
Kristjánsson teiknað þær. Bókin
er 111 blaðsíður.
Tröllin í tilverunni er ný bók
eftir verðlaunarithöfundinn
Hreiðar Stefánsson. Er hann
löngu kunnur fyrir fjölmargar
barna- og unglingabækur sem
hann hefur samið einn eða ásámt
konu sinni Jennu Jensdóttur. í
þessari bók leiðir Hreiðar lesend-
ur í afmælisveislu þar sem allt
endar með slagsmálum, við kynn-
umst strák sem er hræddur við
dularfullan brúarstólpa og segir
Hreiðar frá mörgum skemmtileg-
um atburðum í bók sinni. Ragnar
Lár myndlistarmaður hefur teikn-
að fjölmargar myndir í bókina,
svo og kápumynd. Tröllin í tilver-
unni er 84 bls.
Báðar þessar bækur eru unnar
að öllu leyti hjá Prentverki Akra-
ness hf.
Crying Wind Stafford hefur
sjálf myndskreytt bók sína, en
• hún hefur eftirfarandi að segja um
sjálfa sig:
„Ég er ólánsafkvæmi tveggja
einstaklinga sem hötuðu hvort
annað. Ég hef aldrei séð föður
minn, því hann yfirgaf móður
mína áður en ég fæddist og hún
hataði hann vegna þess. Móðir
mín var ung og vildi ekki vera
fjötruð af barni, sem hún hafði
engan áhuga á að eiga, og skildi
mig því eftir hjá ömmu minni á
friðlandinu. Ég er einskis verður
kynblendingur, tvær manneskjur
sem reyna að lifa í sama líkama. -
Þetta er það sem Crying Wind er -
ekkert.“
Þýðendur eru Gunnar J. Gunn-
arsson og Sigrún Harðardóttir.
Bókin er 189 bls. og er unnin að
öllu leyti hjá Prentverki Akra-
ness.
Maðurínn
frá St. Pétursborg
■ 1 • » »
Vinduiinn og ég
Vindurinn og ég nefnist bók sem
bókaútgáfan Salt hefur nýlega
sent frá sér. Segir þar frá ævi
bandarísks Indíána, Crying Wind
Stafford. Höfundur lýsir lífi sínu í
æsku, uppvexti hjá ömmu sinni
meðal Indíána, en síðar flyst hún
til stórborgar og fj allar meginhluti
bókarinnar um baráttu hennar við
sjálfa sig og hið nýja framandi
umhverfi í borginni.
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Akureyri, gefur út skáldsöguna
„Maðurinn frá St. Pétursborg“
eftir hinn unga Ken Follett. Sá
höfundur hefur samið þrjár
aðrar spennubækur, sem allar
hafa verið þýddar á íslensku:
Nálarauga, Þrenningu og Lyk-
illinn að Rebekku.
„Maðurinn frá St. Pétursborg"
gerist eins og hinar á tímum sem
skiptu sköpum og styðst við sögu-
legar staðreyndir. Núna er það
rússneski stjórnleysinginn Feliks,
kalinn á hjarta, sem vill koma í
veg fyrir að heimsstyrjöld brjótist
út 1914. Hann reynir að myrða
samningamann rússnesku keis-
arastjórnarinnar sem er kominn
til að ræða við hinn unga Chur-
chill og breska aðalsmenn. Þar
hittir Feliks óvænt konur sem
hvor á sinn hátt mýkja skap hans
og ráða úrslitum.
í „Manninum frá St. Péturs-
borg“ kynnist lesandinn yfirstétt,
fátæklingum og stjórnleysingjum
þessa tíma, auk hinnar vaknandi
kvennahreyfingar.
Ken Follett er ungur höfundur
sem hvarvetna nýtur vinsælda
fyrir dirfsku sína, hugmynda-
auðgi og stílsnilld.
„Maðurinn frá St. Pétursborg"
er 314 bls. Hersteinn Pálsson
þýddi bókina, sem er sett, prent-
uð og bundin hjá Prentverki Odds
Björnssonar, Ákureyri.
Hvar er
EHc Hill
Hvolpurinn Depill
Bókaforlag Odds Björnssonar
byrjar nú útgáfu lyfti-flipa-
bókanna um hvolpinn Depil,
eftir Eric Hill. Þetta eru eins
konar leikfangabækur fyrir 2-5
ára börn, þar sem hægt er að
leita fyrir sér að földum hlutum
með því að lyfta flipum á mynd-
unum.
Fyrstu tvær bækurnar heita
„Hvar er Depill?“ og „Depill fer á
flakk“. Eins og nöfnin gefa til
kynna er Depill dálítið óstýrlátur
og full þörf á því að krakkarnir
hjálpi til með því að lyfta flipun-
um og uppgötva það sem ekki
blasir við í fljótu bragði.
Bækurnar eru í hörðum spjöld-
um og með afar stóru og skýru
letri. Þær eru settar hjá Prent-
verki Odds Björnssonar, en
prentaðar og bundnar erlendis.
Sagnaþættir mjólkurbflstjóra
á Suðurlandi
1. bindi
Ysjur og austræna
Ysjur og austræna, sagnaþættir
mjólkurbflstjóra á Suðurlandi.
í þessu fyrsta bindi ritverks
Gísla Högnasonar eru skráðir
sagnaþættir eftir sunnlenskum
mjólkurbílstjórum og fleirum.
Mjólkurbílstjórar þjónuðu mikil-
vægu hlutverki í lífi og starfi
sveitafólks. Hér áður fyrr fluttu
þeir mjólkina frá bændum til
mjólkurbúa eins og enn þann dag
í dag, en þeir gerðu meira; þeir út-
réttuðu fyrir bændur, keyptu fyrir
þá áburð, mat og jafnvel tvinna og
saumnálar fyrir húsfreyjurnar.
Stundum þurftu þeir að borga
víxla og þannig voru þeir í senn
sendlar og bjargvættir bændanna.
Mikill fjöldi Ijós-
mynda prýðir bókina og henni
fylgir ítarleg nafnaskrá. Útgef-
andi er Bókaforlag Odds Björns-
sonar.
„Aldarsaga
Kaupfélags
Þingeyinga“
Komin er út bókin „Aldarsaga
Kaupfélags Þingeyinga" sem
Andrés Kristjánsson fyrrv. rit-
stjóri hefur skrifað. Eins og nafn-
ið ber með sér er þetta sögulegt
yfirlitsrit um sögu Kf. Þingeyinga
í hundrað ár og ákaflega efnis-
mikið. Formála ritar Teitur
Björnsson á Brún, formaður Kf.
Þingeyinga, og það er félagið sem
gefur verkið út. Gert er ráð fyrir
að bókin verði til sölu í kaupfélög-
unum um allt land með sérstökum
afsláttarkjörum fyrir félagsmenn
þeirra.
Jólagjöf fyrir heimilið!
Járn- og glervörudeild.
jJ-GeN Pq
Ný sending ▲ %
af borðbúnaðifrá 8 III z
Bing & Gröndal. % B&G ^
AEG
AEG heimilistæki.
Þvottavélar, uppþvottavélar,
þurrkarar, ryksugur, eldavélar.
Glæsilegt gjafavöruúrval,
allt á góðu verði.
Örbylgjuofnar frá Thosiba
og Samsung.
Hvít matarstell, 12 manna
Jólaföt herranna
fást hjá okkur
Hvað heitir ilmvatnið
hennar?
Jól í leikfangadeild
*SANS SOUCIS
REYIDN
~Biodroqa
Við eigum yfir 25 tegundir,
Ný bylting frá Revlon.
Allt til að auðvelda snyrtinguna.
Snyrtivörugjafasett. g>—^
Snyrtivörudeild.
Leikföng í þúsundatali. Fischer price,
^ "1 Leú°-
| • Matchbox,
\ y Model,
spil og leikir.
Allt topp vorur
■:”;E ágóðuverði.
ýa . m JÉm Jólaseríur
v m nýkomnar.
Jólavörur í Vefnaðarvörudeild
Jólavörur í Herradeild
Karlmannsvelúrsloppar
frá Eiser. Verð frá kr. 675,-
MOKKA á herrana,
glæsilegur fatnaður.
sending a*
caleðurjö^111'
Mrákr. 2.580,
Og hvað með
jólaskóinn?
Yonex badmintonspaðar og fatnaður
Jólakort, jólapappír, jólaskraut.
Leikfangadeild.
Jólagardínuefni
í eldhúsgluggann.
Jólakjólar [|
Samkvæmiskjólar.
Samkvæmisdress.
Fallegur fatnaður á hreint ótrúlega góðu
verði.
Einnig nýjar sendingar af pilsum, st. 38-50
áfínu verði.
Náttsloppar og náttkjólar.
Nýsendingaf í
Maoskyrtum.
Allar stærðir.
smáir og stórir.
Ruggeri karlmannaskór,
5 teg., fallegir og vandaðir.
Drengja-mokkasíur í no. 20-38
Kvenkuldastígvel,
falleg og frábær jólagjöf. ‘?7_
Skódeild.
Snyrtivörur fyrir herra,
öll bestu merkin.
Stakkar, skjólfatnaður, og auðvitað
hið gífurlega úrval af bindum, sokkum
nærfatnaði, húfum
Herradeild.
Ótrúlegt úrval af kápum, dýrar og ódýrar,
Kvenslár, stuttar og síðar,
MOKKA MOKKA MOKKA
Mokkakápa - flott jólagjöf handa henni
Vefnaðarvörudeild.
HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400
ruggeri
Armbandsúr í jólagjöf
SEKO SEIKO SEIKO
falleg, traust og vönduð.
Hljómplötu í jólagjöf.
Eigum allar nýjustu plöturnar ásamt
mörgum eldri jólaplötum.
Hljómdeild.
6 - DAGUR -14. desember 1982
14. desember 1982 - DAGUR - 7