Dagur - 14.12.1982, Side 12

Dagur - 14.12.1982, Side 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VELJIÐ RÉTT MERKI Hljómsveitin á æfingu undir stjórn Michaels Clarke Sinfóníuhljómsveit Tón- listarskólans með tónleika Sinfóníuhljómsveit Tónlistar- skólans á Akureyri heldur hljómleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. desember og hefjast þeir klukkan 20.30. Hljómsveit þessi er fullskipuð og telur 40 manns. Uppistaðan í henni eru nemendur skólans og kennarar. Stjórnandi er Michael J. Clarke. Að sögn Atla Guðlaugssonar, skólastjóra Tónlistarskólans, þurfti nú aðeins að fá þrjá hljóð- færaleikara utan Akureyrar til að hægt væri að fullskipa hljómsveit- ina, enda eru nú 110 nemendur í blásaradeild skólans og um 60 nemendur á strokhljóðfæri. Ak- ureyringar fara því senn að vera sjálfbjarga í þessum efnum, ef að líkum lætur. Á efnisskrá verða létt klassísk verk eftir m.a. Grieg, Strauss og Sullivan. Dagana 2.-5. des. sl. hélt Sig- urður Hallmarsson, skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur, mál- verkasýningu í Safnahúsinu. Sigurði er margt til lista lagt. Auk þess að vera leikari frábær og leikstjóri er hann liðtækur tónlistarmaður og þessi mál- verkasýning sannar það að maðurinn er einnig á „heima- velli“ í þeim efnum. Á sýningunni voru 37 verk, 19 vatnslitamyndir og 18 olíumál- verk. Sigurður hefur áður haldið tvær einkasýningar á Húsavík og auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum. Hann er með kennarapróf í myndlist frá Mynd- lista- og handíðaskólanum og hef- ur auk þess notið tilsagnar Péturs Friðriks, myndlistamanns. Flest- ar myndirnar eru frá nágrenni Húsavíkur, frá Aðaldalshrauni og víðar. Einnig myndir frá Þingvöll- um, Jökulsá á Dal, Svarfaðardal og frá fleiri stöðum. Mjög mikil aðsókn var að sýningunni, um 500 manns, og seldust 30 myndir. Allt að 100% verðhækkun — verð bóka hefur hækkað mun minna Samkvæmt þeim heimildum sem Dagur hefur fengið, eru þess dæmi að vörur hafl hækk- að um eða yfir 100% milli ára. Þetta mun t.d. eiga við um sum matvæli og er þá miðað við verð á sendingum frá því fyrir jólin í fyrra. Þetta mun einnig eiga við um jólatrésseríur, sem Dagur hefur fengið dæmi um, og sjálfsagt fleiri vöruflokka. Líklegt er að meðaltalshækkun algengustu neysluvöruflokka sé 80-90%, samkvæmt þeim heimildum sem blaðið hefur aflað. Nokkuð aðra sögu er að segja af mjög vinsælum vöruflokki fyrir hver jól, bækurnar. Að sögn Aðalsteins Jósepssonar, bóksala, hafa bækur ekki hækkað um nema 50% að jafnaði milli ára. Svo hafi raunar verið undanfarin ár, að bækur hafi hækkað tiltölu- lega minna en flest annað. Hjá hljómdeild KEA sagði Pórður Helgason að meðaltals- hækkun á hljómplötum væri um 80% og lægi á bilinu 75-83% eftir flokkum. Þessar tölur eru miðað- ar við 13 mánaða tímabil. Mesta hækkun á launum mun vera um 80%, en meðaltalshækk- un þeirra nemur 45-47%. Grímsey: Mikill ufsi í aflanum Afli Grímseyjarbáta hefur ver- ið með minnsta móti að undan- förnu. Mikill ufsi hefur verið í aflanum og sakna Grímseying- ar þorsksins. Atvinna hefur þó verið næg en nú er unnið við að pakka saltfiski sem verður skipað út innan Dómur Dómur hefur fallið í máli Akur- eyrarbæjar og eigenda Skipaaf- greiðslu Jakobs Karlssonar við Skipagötu. Það var Ásgeir Pét- ur Ásgeirsson, lögfræðingur hjá bæjarfógetaembættinu, sem dæmdi í málinu, en niður- staða dómsins er sú að eigend- um hússins ber að fjarlægja það af Ióðinni. í vikunni mun máls- aðilum berast forsendur dóms- ins og í framhaldi af því munu eigendur ákveða hvort málinu verði áfrýjað til hæstaréttar. skamms. Búið er að steypa í gólf í fiskhúsinu og laga gamla frysti- húsið. Tíð hefur verið góð en þó nógu hvasst til þess að ekki var hægt að fljúga í tæpa viku. Flugvél kom til Grímseyjarsl. föstudag og hafði þá flug legið niðri frá laugar- degi. fallinn í forsendum dómsins kemur fram að dómarinn, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, byggir niðurstöðu sfna m.a. á samþykkt hafnarnefnd- ar frá 1928 um leigukjör, þar sem leigt var til „lífstíðar“. Ásgeir taldi að við lát Jakobs Karlssonar hefði bænum í sjálfu sér verið heimilt að segja upp lóðarafnot- unum með hæfilegum fyrirvara. Ásgeir taldi ekki skilyrði fyrir því að það hefði unnist hefð í málinu eins og til réttindanna hafi verið stofnað. Málskostnaður var lát- inn falla niður. m Itl # Brot á jafnrétt- islögunum? Verslun ein í Reykjavík aug- lýsir oft dúkkuhús i sjónvarp- inu. Það hefur stundum hvarflað að S&S þegar það hefur horft á þessa auglýs- ingu hvort hún sé ekki hálf- gert brot á jafnréttislögunum, en í henni er talað um að pabbi sé að fara á fund en mamma að svæfa blessað barnið. Hví skyldi ekki mamma fara á fundinn og pabbi annast heimilisstörfin? I gamla daga hefði svona auglýsing þótt meira en sjálf- sögð en í dag eru konur farnar að taka þátt í félags- og stjórnmálavafstri af engu minni áhuga, krafti og kunn- áttu en karlmennirnir. # Vídeó drepur... Getur verið að vídeóið sé gengið í lið með íslenska sjónvarpinu og að þessi tvö fyrirbæri hafi í hyggju að drepa síðustu leifar frjálsrar félagsstarfsemi í landinu? Það er ekki nema von að menn spyrji. Forráðamenn félaga hafa sagt S&S að fund- arsókn dvíni stöðugt og það sé einungis tímaspursmál hvenær sum þeirra lognist út af. Auðvitað er þægilegra að setjast niður í dúnmjúkan stól og kveikja á kassanum, en við skulum þó minnast þess að maður er manns gaman. Það er heillavænlegra sé til lengri tíma litið að blanda geði við vini og kunningja en að sitja sem límdur fyrir framan sjónvarp. Nýjar tegundir Það er ekki ýkja langt síðan S&S sagði frá spilasöfnun barna og ungiinga á Akureyri. Krakkarnir safna einu eintaki af öllum þeim spilum sem þau komast yfir og þeir dugleg- ustu eiga hundruð ef ekki þúsundir mismunandi teg- unda. í síðustu viku frétti S&S af því að krakkar í einum skóla bæjarins hefðu komist yfir spil með klámmyndum af svæsnustu gerð. Að sögn ganga þau á firnaháu verði - þ.e. það þarf mörg venjuleg spil fyrir eitt klámspil. # Júlíus, Gunnar og Sverrir í prófkjörið Nú hefur Júíus Sólnes verk- fræðingur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjör Sjálf- stæðismanna, en faðir hans Jón Sólnes, mun eflaust sitja á kosningakontór Júíusar. Síðustu fréttir herma að Gunnar Ragnars sé að hug- leiða að gefa einnig kost á sér. Þá þykir einnig nærfullvístað Sverrir Leósson ætli að skella sér í slaginn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.