Dagur - 21.12.1982, Qupperneq 5

Dagur - 21.12.1982, Qupperneq 5
Skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir gerði það gott á árinu. lét heldur betur að sér kveða, skoraði 21 mark í leiknum og varð markakóngur íslandsmótsins. Stelpurnar í handboltanum í Þór létu hinsvegar ekki slá sig út af laginu og tryggðu sér sæti í 1. deild með þvf að bera sigur úr být- um í 2. deildinni. Akureyrarmótið í lyftingum var mót mikilla afreka. Par settu Akureyringarnir sterku alls 7 ís- landsmet og þar af átti Haraldur Ólafsson þrjú. Norðlenskir unglingar voru at- kvæðamiklir í Unglingameistara- móti íslands á skíðum sem fram fór á ísafirði. Hirtu unglingarnir frá Akureyri, Siglufirði, Ölafs- firði og Húsavík nær öll þau gull sem um var keppt. Apríl: Haraldur Ólafsson var kjörinn „íþróttamaður Akureyrar“ fyrir árið 1981. Hlaut Haraldur 95 at- kvæði af 100 mögulegum í at- kvæðagreiðslunni og var þetta annað árið í röð sem hann hlaut þetta sæmdarheiti. Ólafsfirðingar, Siglfirðingar og Akureyringar hlutu alls 15 af þeim gullverðlaunum sem um var keppt á Skíðamóti íslands. KA og Þór hófu knattspyrnu- vertíðina formlega með innbyrð- isleik, og var það fyrri leikurinn í Bikarkeppni KRA. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Skíðakrakkar frá Akureyri voru atkvæðamiklir á Andrésar- Andar leikunum. Hlutu þau 13 gullverðlaun eða rétt tæplega helming allra gullverðlauna sem í boði voru. Maí: íslandsmót „öldunga" í blaki var háð á Akureyri og heimamenn voru ekkert á því að láta gullverð- launin fara úr bænum. Kvennalið Eikar sigraði örugglega og það sama gerðu íshokkýmenn Skauta- félags Akureyrar í karlaflokki. Nanna Leifsdóttir varð „Skíða- drottning íslands" í alpagreinum eftir síðasta stigamót vetrarins. Hafði hún umtalsverða yfirburði og engin ógnaði sigri hennar í stigakeppninni. Þórsarar urðu Bikarmeistarar Akureyrar í knattspyrnu er þeir báru sigur af KA í síðari leik lið- anna með 2:1. Á íslandsmótinu í kraftlyfting- um var mikið metaregn. Akureyr- ingurinn Kári Elísson stóð fram- arlega í flokki þeirra sem létu að sér kveða því hann setti alls 8 ís- landsmet. KA lék sinn fyrsta leik í 1. deild knattspyrnunnar gegn Val í Reykjavík. Jafntefli varð 2:2 og skoraði Ásbjörn Bjömsson bæði mörk KA. Þórsarar héldu hins- vegar til Neskaupstaðar þar sem þeir mættu Þrótti, og sigraði Þór með marki Jónasar Róberts- sonar. Júní: í knattspyrnuleik í Eyjafjarðar- móti á milli Dagsbrúnar og UMF Þorsteins Svörfuðar sem lauk með 12:1 sigri Dagsbrúnar skor- aði einn og sami maðurinn 8 mörk. Valdimar Júlíusson var því á skotskónum f þessum leik, svo mikið er víst. Nýtt knattspyrnufélag, Vaskur, var stofnað á Ákureyri og lék í 4. deild. í fyrsta leik sínum, sem var gegn Hvöt frá Blönduósi, tapaði Vaskur 1:3. Ungur piltur, Hermann Har- aldsson, sem var áður markvörð- ur með KA vakti mikla athygli í leik í 3. deild handboltans gegn Akranesliðinu en KA fagnaði sigri gegn Haukum í hörkuleik á Akureyri. Þá lék Þór sína fyrstu leiki í 1. deild körfuboltans og vann tvo yfirburðasigra gegn Grindvíking- um. Landsliðsmaðurinn, Gunnar Gíslason úr KA, var kjörinn „Knattspyrnumaður Akureyrar 1982“ og hlaut hann 21 atkvæði af 25 mögulegum. Helgi Helgason, knattspyrnu- maður frá Húsavík, sem hefur undanfarið leikið með Víking í Reykjavík tilkynnti félagaskipti yfir í Þór. Stuttu síðar breytti hann ákvörðun sinni og tók að sér að þjálfa lið Völsunga á Húsavík ásamt Kristjáni Olgeirssyni, sem hefur undanfarin ár leikið með Skagamönnum. Nóvember: Körfuknattleiksmenn Þórs lögðu land undir fót og léku tvo leiki gegn heimamönnum í Borgar- nesi. Þórsarar unnu mikinn yfir- burðasigur og Bandaríkjamaður- inn McField skoraði hvorki fleiri eða færri en 110 stig í þessum tveimur leikjum. Lið Víkings í 1. deild karla í blaki hélt til Norðurlands og lék tvo leiki. Sá fyrri var gegn nýlið- um Bjarma en hinn síðari gegn UMSE. Norðanmenn unnu sigra í báðum þessum leikjum og sendu Víkinga heim á stiga. KA-piltar komu mjög á óvart í íslandsmóti 2. flokks í handknatt- leik er 7 lið víðsvegar af landinu léku fyrstu umferð mótsins. Eftir þá leiki er KA í efsta sæti og Þórs- arar verma þriðj a sætið. Óvænt og glæsileg frammistaða Akureyr- arpiltanna. KA-menn tilkynntu að þeir hefðu ráðið Þjóðverjann Fritz Kissing til þess að þjálfa 2. deildar lið félagsins í knattspyrnu á næsta keppnistfmabili. Þórsarar hafa hinsvegar samið við við KR-ing- inn fyrrverandi, Björn Árnason, sem hefur þjálfað undanfarið í Færeyjum. Desember: Hin nýja og stórglæsilega íþrótta- höll á Akureyri var tekin í notkun. Ekki er höllin þó fullklár- uð enn, en orðin keppnishæf og var mikill fjöldi fólks við opnun- arhátíðina. Höllin verður þó ekki formlega vígð fyrr en síðar. Þórsarar fengu körfuknatt- leiksmenn ÍS í heimsókn og sigr- uðu þá. Eru Þórsarar nú í 2. sæti í 1. deild. í handboltanum er KA í efsta sæti í 2. deild og Þórsarar eru nálægt toppnum í 3. deildinni. Blakmenn UMSE og Bjarma í karlaflokki hafa staðið vel fyrir sínu og stefna bæði liðin á það að halda sætum sínum í deildinni. (Byggt á íþróttafréttum Dags 1982) gk-- Héðinn Gunnarsson fagnar sigri í Akureyrarmótinu ■ golfi ásamt móður sinni Jónínu Pálsdóttur. Danmörku. Þar lék hann með danska liðinu Næstved og átti hvern leikinn öðrum betri. Var mikið fjallað um frammistöðu hans í dönskum blöðum. KA-menn gerðu mjög góða ferð til ísafjarðar og sigruðu heimamenn þar með tveimur mörkum gegn einu. Hinrik Þór- hallsson skoraði bæði mörk KA. Á sama tíma sóttu Þórsarar gegn Einherja á Vopnafirði en höfðu ekki erindi sem erfiði því leiknum lauk með jafntefli 1:1. Jón Þór Gunnarsson GA varð hinn öruggi sigurvegari í Saab- Toyota golfmótinu sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Leiknar voru 36 holur og kom Jón Þór inn á 154 höggum og va'r 13 höggum betri en næsti maður. Að venju gekk mikið á er KA og Þór mættust í fyrri leik sínum í Akureyrarmótinu í knattspyrnu. Eftir mikinn hörkuleik hafði Þór það af að knýja fram 3:2 sigur. Fimmtán ára piltur, Héðinn Gunnarsson, sló öllum við í Ak- ureyrarmótinu í golfi. Leiknar voru 72 holur í þessu móti að venj u og það var á síðustu holunni að Héðinn tryggði sér Akureyrar- meistaratitilinn. Kristján Hjálmarsson GH og Inga Magnúsdóttir sigruðu í opna Húsavíkurmótinu í golfi. Mikill fjöldi golfleikara mætti til keppni á Húsavík og sigruðu þau Inga og Kristján nokkuð örugglega. ✓ Agúst: mundarmóti í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Hann vann sigur með einu höggi yfir Gunnar Sólnes og Héðinn Gunnarsson varð þriðji. Inga Magnúsdóttir GA og Kristján Hjálmarsson GH endur- tóku afrek sitt frá Húsavíkurmót- inu í golfi er Norðurlandsmótið fór fram á Ólafsfirði. Þau báru þar sigur úr býtum en í unglingaflokki sigraði 11 ára piltur úr GA, Krist- ján Gylfason. September: Þórsarar tilkynntu að þeir hefðu ráðið bandarískan blökkumann, Robert McField, til að leika með mfl. liði félagsins í 1. deild ívetur, og myndi hann jafnframt sjá um þjálfun allra flokka félagsins. í síðustu umferð 1. deildarinn- ar í knattspyrnunni tapaði KA fyrir Breiðablik eftir mikla bar- áttu og féll þar með í 2. deild. Þórsarar fögnuðu hinsvegar sigri yfir Skallagrími úr Borgarnesi og tóku sæti KA í 1. deildinni. Ekki er víst að knattspyrnu- menn Siglufjarðar geti tekið undir máltækið sem segir: „Allt er þeg- ar þrennt er“. Þeir höfðu nefni- lega leikið 10 sinnum í úrslitum í 3. deild án þess að komast í 2. deild en það hafði loksins í haust. Október: Lyftingamenn voru komnir af stað eftir stutt sumarfrí og á fyrsta móti vetrarins „fuku“ fimm ís- landsmet er þeir Haraldur Ólafs- son, Gylfi Gíslason og Garðar Gíslason tóku á lóðunum. Þórsarar töpuðu sínum fyrsta Páll Ketilsson, frá Golfklúbbi Suðurnesja, varði titil sinn frá fyrra ári er Jaðarsmótið í golfi fór fram á Akureyri. Á sama tíma var tilkynnt að knattspyrnusnillingur- inn heimsþekkti, George Best, væri væntanlegur til Akureyrar með enska liðinu Manchester United. Nú var farið að syrta í álinn hjá knattspyrnumönnum KA. Þeir töpuðu 2:3 á heimavelli fyrir ís- firðingum, en á sama tíma sigraði Þór lið Reynis frá Sandgerði 3:1 í 2. deildinni og voru Þórsarar komnir á þröskuld 1. deildar og tilbúnir að stíga yfir hann. Danski handknattleiksþjálfar- inn, Jan Larsen, mætti til Akur- eyrar til að taka við hjá KA. Með sér hafði hann tvo danska leik- menn sem hafa leikið í liðinu í vetur. Á sama tíma tilkynntu Þórsarar að þeir hefðu ráðið gamla Víkinginn, Guðjón Magn- ússon, til að þjálfa 3. deildar lið félagsins í handknattleik. Gunnar Þórðarson varð sigur- vegari í mjög fjölmennu Ingi- Blakmenn gerðu það gott á árinu. UMFE og Bjarmi eru í 1. deild karla og lið Eikar og Skautafélags Akureyrarurðu íslandsmeistarar í blaki „öldunga“ 21. desember 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.