Dagur - 21.12.1982, Side 12
Rannsóknir
á laxa-
stofninum
verði
stórefldar
Lögð hefur verið fram á Al-
þingi tillaga til þingsályktunar
um eflingu rannsókna á laxa-
stofninum. Flutningsmenn eru
þrír þingmenn Framsóknar-
flokksins, Davíð Aðalsteins-
son, Páll Pétursson og Guð-
mundur Bjarnason. Lagt er til í
tillögunni að ríkisstjórn verði
falið að hlutast til um það nú
þegar að rannsóknir á laxastofn-
inum verði stórefldar, vegna
aukinnar sjávarveiði Færeyinga
á laxi.
í greinagerð með tillögunni
segir á þessa leið:
„Alkunna er að sjávarveiði
Færeyinga á laxi hel'ur stórauk-
ist nú síðustu árin. Færeyingar
hófu laxveiðar í sjó 1968. Árleg
veiði þeirra fyrsta áratuginn var
aö meðaltali 21 tonn. 1978
komst hún upp í 51 tonn og óx
ört úr því. 1979 var hún 194
tonn, 1980 718 tonn, 1981 1027
tonn. Vciöikvótinn á síöustu
vcrtíð var 750 tonn og umsam-
inn kvóti á nýbyrjaðri vertíð er
625 tonn.
Hinar auknu laxveiðar Fær-
eyinga hafa átt sér stað samtím-
is þvi að laxveiðar hér á landi
hafa minnkað hvað tölu laxa
snertir, þ.e. á árunum 1980,
1981 og 1982. Menn hafa viljað
tengja þetta tvennt saman og
hafa því kennt Færeyingum um
veiðirýrnunina á laxi hér á landi
þessi ár. Gögn eru ekki fyrir
hendi sem sanna að svo sé.
Ábending um, að íslenskur lax
leiti á Færeyjamið, er fyrir hendi
þar sem skilað hefur verið
merkjum af þremur íslenskum
löxum sem veiðst hafa í og við
Færeyjar. Á hinn bóginnerekki
vitað að hve miklu leyti laxinn
leitar austur í haf frá lslandi og
er veiddur á Færeyjarmiðum.
Vitað er að laxinn okkar leitar
einnig vestur fyrir Grænland og
veiðist þar, en sjö íslenskum
laxamerkjum hefur verið skilað
frá Círænlandi. Auk þess hefur
lax merktur við Vestur-Græn-
land veiðst í I.axá í Dölum.
Orsakir rýrnandi laxveiði hér
á landi á árunum 1980, 1981 og
1982 hvað töluna snertir eru
vafalaust margar. Þarbereinnig
aö nefna að vetrar-, vor- og
sumarkuldarnir 1979 og lágur
sjávarhiti fyrir Norður- og
Áusturlandi það ár ciga líklega
sinn þátt í rýrnuninni.
Afleiðingar kuldanna 1979,
sem voru einir þeir mestu frá
upphafi veðurathugana hér á
landi, komu fram í tregari
göngu laxaseiða til sjávar sum-
arið 1979 en ella. Þá hafa
skilyrði í sjónum vegna óvenju-
legs kulda verið mjögóhagstæð
fyrir seiðin. Vísbending um
lélega afkomu sjógönguseiða
kemur fram í því, að lítið er af
eins árs laxi úr sjó (smálaxi) í
veiðunum 1980 og lítið af
tveggja ára laxi úr sjó í veiðun-
um 1981.
Orsakir veiðirýrnunar geta
verið margar, eins og áður
sagði, bæði heima fyrir, í hafinu
og vegna veiða á fjarlægum haf-
svæðum, og svo geta þær verið
sambland af öllu þessu eins og
helst er útlit fyrir hvað snertir
veiðirýrnunina hér á landi þessi
árin.
Þekking á ferðum laxins um
úthafið var mjög af skornum
skammti þar til laxaveiðarnar
við Vestur-Grænland hófust
fyrir alvöru fyrir um tveim ára-
tugum og síðar veiðar í Noregs-
hafi og við Færeyjar. Rann-
sóknir á laxi við Vestur-Græn-
land hafa m.a. leitt í ljós að um
helmingur laxins, sem þar veið-
ist, er upprunninn í Ameríku, en
hann er að langmestu leytí frá
Kanada, og hinn helmingur-
inn í laxalöndum Evrópu. Um
uppruna laxins, sem veiðist við
Færeyjar, er minna vitað með
vissu. Mcrkingar á sjógöngu-
seiðum í upprunalöndum laxins
og merkingar á laxi veiddum og
merktum á Færeyjarmiðum
hafa hingað til gefið til kynna að
langmestur hluti laxins, sem þar
veiðist, sé upprunninn í Noregi,
Skotlandi og Irlandi.“
I Allar
tryggingar!
umboðið hf.
Ráðhústorgi 1 (2. hæö),
sími 21844, Akureyri.
Innanhússknattspyrna
Nú á milli hátíða gengst Knatt-
spyrnuráð Akureyrar fyrir Ak-
ureyrarmóti í innanhúsknatt-
spyrnu. Keppt verður tvo daga
og miðvikudaginn 29. des-
ember hefst keppnin kl. 16.
Þá keppa Akureyrarfélögin
Þór og KÁ í yngri flokkum og
verður byrjað á 6. flokk. Þann
dag verður einnig keppt í 5., 4.
Björn Arnason
þjálfar Þór
Þórsarar hafa ráðið þj álfara fyrir
fyrstu deildar lið sitt í knatt-
spyrnu fyrir næsta keppnistíma-
bil. Þeir gerðu eins og svo mörg
önnur fyrstu deildar félög og
réðu íslenskan þjálfara. Það er
Björn Árnason, sem um árabil
var leikmaður með fyrstu deild-
ar liði KR. Undanfarin ár hefur
hann þjálfað með mjög góðum
árangri í Færeyjum.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem íþróttasíðan hefur aflað sér
er Björn góður þjálfari sem á létt
með að umgangast félaga sína.
Það er því ánægjulegt að hann
skuli nú fá tækifæri til að sína
kunnáttu sfna með fyrstu deildar
lið hér heima.
Hann mun hefja æfingar um
miðjan janúar, en nauðsynlegt
er að byrja æfingar snemma í
erfiðri keppni deildarinnar.
og 3. flokk.
Fimmtudaginn 30. des. hefst
keppnin kl. 19,30 og þá verður
keppt í meistaraflokki og fyrsta
flokki með þátttöku Þórs, KA
og Vasks. Þá verður einnig
keppt í öðrum flokki og kvenna-
flokki á milli Þórs og KA.
Akureyringar eru hvattir til
að fjölmenna í höllina þessa
daga, en innanhúsknattspyrna
er mjög skemmtileg á að horfa,
þannig að þetta er góð tilbreyt-
ing í öllu jólahaldinu.
Hátíð hjá KA
Knattspyrnufélag Akureyr-
ar er 55 ára þann 8. janúar
n.k. og einmitt þann dag er
fyrirhugað að halda veglega
afmælis- og árshátíð í Sjallan-
um“, sagði Jón Arnþórsson
formaður KA í stuttu spjalli
við Dag í gær.
„Það er ætlun okkar að halda
hátíð svo um munar og það
verður margt til skemmtunar í
Sjallanum þetta kvöld. KA-
kvartettinn og Ómar Ragnars-
son fara í fararbroddi skemmti-
krafta og ekki má gleyma öllu
því sem Sjallinn hefur upp á að
bjóða á laugardagskvöldi. Við
hyggjumst auglýsa þessa hátíð
betur síðar en viljum koma
þessu á framfæri núna fyrir jólin
svo menn geti merkt við þann 8.
janúar á almanakinu sínu“,
sagði Jón Arnþórsson.
Fyrirjólin:
Vorum að taka upp mikið úrval afsmávöru úr furu: M.a.
Brauðkassa á kr. 340, uppvöskurtargrindur á kr. 170,
furuspegla, margar gerðir, verð frá kr. 520, diskarekka,
margar gerðir, verð frá kr. 360, blaðagrindur kr. 350 og
margt fleira.
Tilvalið
til jólagjafa.
Nýkomnar
margar gerðir
af speglum og
kommóðum í
forstofu, verð
frákr. 1.370,
settið.
Viðartegundir:
Fura, dökk eik
og mahogny.
Áxivöruboert'
l HÚSGAGNAVERSLUN
TRYGGVABRAUT 24 AKUREYRI SÍMI (96)21410
Vorum að taka upp:
Hnepptar og heilar peysur, trefla og kápur.
Köflóttar, röndóttar og einlitar
blússur. Verð frá kr. 298.
ollt til sctuma
emman
SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504
PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI
John Wayne skyrturnar koma á morg-
un, einnig klukkuprjónspeysurnar og
buxur úr rúskinnslíki.
Maóskyrtur, stærðir 2-8.
Höfum einnig úrval
af blússum,
peysum, buxum
og margt fleira.
Skinanötn 10 cími 99171
Arskort
í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli
er tilvalin jólagjöf.
Þau eru seld á Ferðaskrifstofu Akureyrar.
12 - DAGUR - 21. desember 1982