Dagur - 21.12.1982, Síða 3
Þankar formanns
„Lítum björtum augum
til næsta sumars'
Með útgáfu þessa blaðs viljum við
leitast við að kynna fyrir iesendum
starfsemi knattspyrnudeildar Þórs.
Nú er nýkjörin stjórn deildarinnar
sem óðast að undirbúa næsta
keppnistímabil. Sífellt lengri tími
ársins er nú notaður til iðkunar
knattspyrnu, en áður. I lok keppnis-
tímabilsins í september taka Þórs-
arar sér u.þ.b. mánaðarfrí, en byrja
síðan léitar æfingar innanhúss.
Strax upp úr áramótum er síðan
farið að taka hlutina með fullri
alvöru og æft markvisst til vors.
Við höfum ástæðu til að líta
björtum augum til næsta sumars.
Margra ára öflugt unglingastarf
knattspyrnudeildar Þórs er nú
farið að skila árangri. Við erum nú
farnir að gera raunhæfar kröfur til
þessara leikmanna og víst er það
að við þurfum ekki að hafa neina
minnimáttarkennd gagnvart
þekktum knattspyrnufélögum
Ný
stjórn
tekin
við
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Þórs var nýlega haldinn og var þar
kjörin ný stjórn. Gömlu refirnir
Guðmundur Sigurbjörnsson og
Hallgrímur Skaptason eru nú
komnir til starfa aftureftirstutt hlé,
og er Guðmundur fromaður hinnar
nýju stjórnar, en Hallgrimur fékk
það „eftirsótta" hlutskipti að sjá um
tékkheftið.
Aðrir í stjórninni eru Arnar
Guðlaugsson, sem er varaformaður,
Sigurður Hermannsson, ritari,
Oddur Oskarsson, Orn Gústavs-
son, Gunnar Kjartansson og Ragn-
ar Þorvaldsson.
utan af landi, til dæmis af Reykja-
víkursvæðinu. Við þurfum að hafa
leikgleðina og sigurviljann og þá
er ég óhræddur við næsta sumar.
Eins og fram kemur hér í
blaðinu eru burtfluttir Þórsarar
sem nú búa í Reykjavík og
nágrenni að stofna með sér klúbb
til að standa við bakið á sínu
gamla félagi og bindum við miklar
vonir við starf þeirra.
Ég hef nú ekkert minnst á fjár-
málahliðina og ætla ekki mikið út í
þá sálma hér, þó að það sé út af
fyrir sig efni í heilt blað.
Eitt er það þó sem ég get ekki
stillt mig um að nefna, en þaðeru
þær frábæru móttökur sem við
höfum fengið í sambandi við upp-
gjör liðins sumars. Það er engin
ástæða til að draga dul á það að í
lok síðasta keppnistímabils var
fjárhagsstaðan nokkuð dökk, en
með samstilltu átaki hefur okkur
• Guðmundur Sigurbjörnsson
tekist að rétta úr okkur á ný og vil
ég nota tækifærið til að flytja
öllum þeim einstaklingum og
fyrirtækjum sem hafa stutt okkur í
formi vinnuframlags eða fjárfram-
laga okkar innilegustu þakkir.
Að lokum vil ég segja það að
stjórn og leikmenn munu nú vinna
ötullega að því að árangur næsta
sumars verði sem bestur og í því
sambandi bindum við miklar
vonir við það að með tilkomu nýju
Iþróttahallarinnar munurn við fá
bætta aðstöðu til að þjálfa leik-
menn okkar í knatttækni sem er
undirstaða góðrar knattspyrnu.
Þessa aðstöðu hefur tilfinnanlega
skort hér í bæ því í hinni hörðu
keppni sem nú er orðin þarf að
halda sig við efnið allt árið og nota
veturinn til knattæfinga.
Við sjáumst svo öll á knatt-
spyrnuvellinum að vori og hvetj-
um okkar menn til dáða.
Afram Þór!
Guðmundur Sigurbjörnsson
formaður knattspyrnudeildar
Þórs
• Ný kjörin stjórn knattspyrnudeidlarinnar, talið frá vinstri: aftari röö: Ragnar Þorvaldsson, Gunnar
Kjartansson, örn Gústafsson, Arnar Guölaugsson, fremri röö: Oddur Óskarsson, Hallgrimur
Skaptason, Guömundur Sigurbjörnsson, Siguröur Hermannsson.