Dagur - 04.01.1983, Side 8

Dagur - 04.01.1983, Side 8
Akureyri, þriðjudagur 4. janúar 1983 RAFGEYMAR I BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Vindmyllan gengur brösulega „Það var búið að hleypa heitu vatni á kerfí nokkurra húsa og þetta virtist allta ganga mjög vel þar til fyrir jólin að það bil- aði pakkdós og eftir það hefur vindmyllan verið stopp“, sagði Hafliði Guðmundsson í Gríms- ey er við spjölluðum við hann I gær. Hafliði sagði að ekkert hefði bent til annars en að þessi vind- mylla þeirra ætlaði að skila því sem búist hefði verið og að dæmið myndi ganga upp. „Þaö eru vænt- anlegir menn að sunnan í lok vik- unnar eða um helgina til að gera við þetta og þá fer þetta vonandi allt að ganga betur“, sagði Hafliði. Tjónvaldur ók á brott Fimmtudagskvöldið 23. des- ember, á Þorláksmessu, var ekið á bifreiðina A-5633, sem er rauður Daihatsu Charade, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði sunnan við útibúið í Hrísa lundi. Tjónvaldur ók á brott án þess að tilkynna um óhappið, en bif- reiðin er mikið skemmd. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna á Akureyri. Reglur um bætur vegna tæringar Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur ákveðið að koma til móts við þá sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum þeirrar miklu tæring- ar sem fram kom á efra þrýsti- svæði hitaveitunnar s.l. sumar, eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu. Reglurnar sem farið verður eftir eru þær, að komi gat á ofn af völdum þessarar tæringar verður greitt kaupverð á nýjum ofni sömu gerðar hinum skemmda, að frádregnum afskriftum miðað við aldur ofnsins og 15 ára afskriftar- tíma, sem þýðir 6,7% afskrift á ári. Þá verða greiddar 400 krónur fyrir hvern ofn sem endurnýjaður verður vegna vinnu við að fjar- lægja hinn skemmda ofn og koma nýjum fyrir. Þessi upphæð miðast við vísitölu byggingakostnaðar 1. október 1982 og afskrifast á sama hátt og ofnverðið. Þessi ákvörðun stjórnar hita- veitunnar gildir til 1. janúar 1984 og verður þá tekin til endurskoð- unar. Það var stuð í Sjallanum á sunnudagskvöldið, á hljómleikum Stuðmanna. Húsið var troðfullt og kunnu Akureyringar heldur betur vel að meta heimsóknina. Kvikmyndin Með allt á hreinu er sýnd í Borgarbíói þessa dagana, en þar leika Stuðmenn aðalhlutverk ásamt Grýlunum. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. í kvikmyndinni er meðal annars lagið um Sigurjón digra, og sá var ekki of hress með að hljómsveitin óð á skónum yfir nýbónað gólfið hjá honum og bað þá vinsamlega að taka af sér skóna. Ljósmynd: KGA. Flugið gekk vel „Þrátt fyrir erfitt veðurfar er óhætt að segja að flug til staða á Norðurlandi hafí gengið vel hjá okkur“, sagði Sæmundur Guð- vinsson fréttafulltrúi Flugleiða í samtali við Dag í gær. Sæmundur sagði að fyrir jól hefði tekist að koma öllum á milli staða sem leituðu til félagsins. S.l. mánudag var svo hægt að fljúga fjórar ferðir til Akureyrar og einnig til Húsavíkur og Sauðár- króks. Áfram gaf til flugs norður í gær og átti Sæmundur ekki von á öðru en að í gærkvöldi hefðu allir verið komnir á áfangastað. Flug hefur hinsvegar gengið illa til Vestmannaeyja og Vestfjarða og biðu margir flugs þangað í gær. Að sögn Sæmundar fluttu Flug- leiðir tæplega 13 þúsund farþega innanlands í desember sem er svipað og í desember 1981. Þó nokkuð um ölvun við akstur og árekstra Fremur rólegt var hjá lögregl- unni á Akureyri um jól og ára- mót. Þó sátu lögreglumenn ekki aðgerðarlausir og þurftu þeir að hafa afskipti af ýmsum málum þótt engin stórvægileg kæmu á borðið til þeirra. Varðstjóri hjá lögreglunni upp- lýsti að talsvert hefði verið um árekstra, en engir þeirra voru stórvægilegir né urðu meiðsli á fólki. Nokkrir voru teknir ölvaðir við akstur og einn þeirra náði að valda miklu tjóni. Ók hann fyrst á ljósastaur við gatnamót Glerár- götu og Tryggvabrautar og síðan á gangbrautarljós á móts við húsið Ás á Hörgárbraut í Glerárhverfi. Var bifreið hans nær ónýt eftir en ökumaðurinn ómeiddur. Mikil ölvun var á Akureyri á nýársnótt, sérstaklega eftir að dansleikjum lauk. Var ölvun áberandi á götum úti, og einnig þurfti lögreglan að skakka leikinn í nokkrum heimahúsum. En þeg- ar á heildina er litið má segja að ekkert stórvægilegt hafi komið upp á um jól og áramót að sögn lögreglunnar. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar: Fundur með verktökum og iðnfyrirtækjum — vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blönduvirkjun Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar liefur ákveðið að boða til fund- ar föstudaginn 7. janúar n.k. með fulltrúum verktaka og iðn- fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæð- inu. Fundurinn verður haldinn að Hótel KEA og hefst kl. 10. Einn megintilgangur fundarins er að kynna fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Blönduvirkjun og þau verkefni sem skapast muni í tengslum við virkjunarfram- kvæmdirnar á sviði byggingariðn- aðar, málmiðnaðar og rafiðnað- ar. Fulltrúar frá Landsvirkjun munu flytja erindi um áformaðar virkj unarframkvæmdir og reynslu af fyrri framkvæmdum, og full- trúar frá samtökum raftækja- framleiðenda (SRF) og samtök- um málm- og skipasmiða (SMS) munu ræða möguleika á aukinni þátttöku raf- og málmiðnaðarfyr- irtækja í verkframkvæmdum á sviði virkjana. Arinar megintilgangur fundar- ins er að ræða með hvaða hætti fyrirtækin geta undirbúið sig til að vera sem best í stakk búin til að taka þátt í fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar er hlutafélag sem stofnað var á síð- asta ári og mun félagið hefja störf af fullum krafti strax í upphafi nýbyrjaðs árs. Hluthafar eru 28 og þar er einkum um að ræða sveitarfélög á svæðinu, kaupfélög og verkalýðsfélög. Stærstu hlut- hafarnir eru Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga með samanlagt um 60% hlutafjárins. Tilgangur félagsins er iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyjafjarðar og hyggst félagið ná þeim tilgangi sínum með skipu- lagðri leit að hagkvæmum fjárfest- ingartækifærum á sviði iðnaðar og frumkvæði að stofnun nýiðnað- arfyrirtækja, eitt eða í samvinnu við aðra. Framkvæmdastjóri félagsins er Finnbogi Jónsson, verkfræðing- ur, áður deildarstjóri í Iðnaðar- ráðuneytinu. Skrifstofa félagsins er til húsa að Glerárgötu 36 á Ak- ureyri. # Mauno Kovisto og Ágúst á Brúnastöðum í síðasta tölublaði Freys má lesa eftirfarandi: Þegar forseti Finnlands, Mauno Kovisto, ásamt fylgdarliði kom í opin- bera heimsókn til íslands á sl. hausti, fór hann í heimsókn að Brúnastöðum í Hraun- gerðishreppi, til Ágústs Þor- valdssonar, bónda og fyrrver- andi alþingismanns og konu hans Ingveldar Ásgeirsdótt- ur... Þessi atburður rifjaði upp frásögn Ágústs af æsku hans og uppvexti sem birtist í ritsafninu „Aldnir hafa orðið“, 7. bindi, 1978. Ólíklegt er að um það leyti hafi samtíma- menn drengsins séð fyrir móttökurnar á Brúnastöðum það herrans ár 1982. Ágúst segir frá þvi að þeir strákarnír á Eyrarbakka, þar sem hann ólst upp, hafi vitað af grútar- tunnunum með sjálfunnu lýsi sem þeir laumuðust í, en gef- um honum sjálfum orðið: # Haugaraf dauðum flugum „Þessar grútartunnur voru alveg lausar við fínheitin, því skán af óhreinindum og haug- ar af dauðum flugum flutu ofan á lýsinu. En við bjuggum okkur til kringlótt gat með fingrunum og supum svo á lýsinu. Við fundum ekki til sultar þá dagana og það held ég að lýsið hafi gert manni gott, komið kannski einhverri döngun í mann og veitti ekki af“. Síðan geta menn velt því fyrir sér hvort forseti Finn- lands hefði átt sama erindi að Brúnastöðum árið 1982 ef Ágúst hefði ekki komist í grút- artunnurnar fyrir rúmum 60 árum. # Lýstyfir gagnkvæmum stuðningi Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra er nú á næstu grösum. Sér- staka athygli hefur vakið skreiðarbandalag þingmanna flokksins ( kjördæminu, Lár- usar og Halldórs, en þeir ganga samspyrtir til próf- kjörsins. Fyrst byrjaði Halldór á því að lýsa yfir stuðningi við Lárus í fyrsta sætið í Morgun- blaðinu og rétt fyrir jólin lýsti Lárus yfir stuðningi við Hall- dór í annað sætið. Hvort hér er á ferðinni þessi umrædda samtrygging skal ósagt látið, en vissulega kemur þetta svolítið kjánalega út og óvfst að það verði þeim féiögum til framdráttar, ef sjálfstæðið er eitthvað meira en orðið tómt. Heyrst hefur að Júlíus Sólnes og Björn Dagbjartsson ætli sér jafnvel einhverja sam- vinnu til að klekkja veldi þing- mannanna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.