Dagur - 06.01.1983, Side 4

Dagur - 06.01.1983, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON I BLAÐAMENN: EIRlKUR EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dreifum byrðunum Árið sem nú er nýlega liðið reyndist þjóðarbúinu að mörgu leyti ákaflega erfitt. Samdráttur varð í afla sem nemur að verðmæti milli 15 og 20% miðað við árið á undan, framleiðslurýrnunar gætti og þjóðartekjur drógust saman og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun ennþá. Rekstrarstaða fyrir- tækja er víða ákaflega erfið um þessar mundir. Þessar staðreyndir tala ákaflega skýru máli. Það er ljóst hvernig við verðum að bregðast, því ekki er lengur hægt að fjármagna umframeyðslu með er- lendum lántökum. Við neyðumst til að draga í land. Fyrirtæki landsmanna eru ekki í stakk búin í augnablikinu til að auka og bæta framleiðslu sína svo neinu verulegu nemi. Til þess vantar þau fjár- magn og betri rekstrargrundvöll. Það hlýtur hins vegar að vera meginmarkmið að koma atvinnulíf- inu á réttan kjöl, en meðan traustari stoðum verð- ur skotið undir efnahagslíf landsmanna verða þeir að draga úr lífsgæðakröfum sínum, sem raunar hafa verið meiri en efni hafa staðið til á síðustu misserum. Samdráttur í þjóðartekjum hlýtur að hafa í för með sér kjaraskerðingu, ef ekki fyrir alla landsmenn þá meiri fyrir suma en aðra. Þeir sem verst eru settir og lægsta hafa launin geta ekki látið mikið af hendi rakna til uppbygg- ingarinnar, sem nú verður að hefjast. Hinir sem betur eru settir verða að axla byrðarnar. En það þarf að sjálfsögðu að draga í land víðar en hjá launafólki. Ekki er allur atvinnurekstur svo illa haldinn að hann geti ekki lagt sitthvað af mörkum. Þá má það fé sem hugsanlega kann að sparast ekki verða til þess að auka sívaxandi ríkishít. Aðhald og sparnaður í ríkisrekstrinum er með því mikilvæg- asta sem framkvæma verður. Það er ekki lengur spurning um það hvort lífs- kjaraskerðing verður, heldur hvernig úr henni verður dregið sem mest er mögulegt með skyn- samlegum aðgerðum og henni dreift þannig að sem léttbærast verði fyrir þá sem minnsta kjara- skerðingu þola. Þeir mættu gjarnan hafa það í huga sem hæst gala um að kjaraskerðing þurfi ekki að verða meiri en orðið er, að með þeirri afstöðu eru þeir að leggja drög að mun meiri kjaraskerð- ingu sumum til handa, þeim sem verst standa, en áður hafa verið dæmi um. Ef allir taka ekki þátt í því að leysa þann sameiginlega vanda sem þjóðarbúið á við að etja kemur til atvinnuleysis. Ekki batna kjör þeirra sem atvinnuleysi bitnar fyrst á og menn geta hugleitt það hvort það muni verða þeir sem þegar hafa bestu og tryggustu afkomuna og að- stöðuna. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Stjórnartímabilið hefur verið framfaraskeið á mörgum sviðum Áramótabréf ti! Dags Áramót eru aö vísu aðeins andartaksstund í tímatalinu. En þau eru eigi að síður stund reikn- ingsskila og sjónarhóll til þess að horfa yfir farinn veg og skyggnast fram á ófarna leið. Árið 1982 hefur nú kvatt og lið- ið í aldanna skaut. Hið nýliðna ár reyndist erfiðleikatími, ár afla- samdráttar, framleiðslurýrnunar og minnkandi þjóðartekna. Þessi versnandi þjóðarhagur skall yfir óvænt og fyrirvaralaust. Þess er fyrst að geta að hin alþjóðlega viðskiptakreppa magnaðist á ár- inu og hlaut að hafa áhrif hér á landi svo háðir sem íslendingar eru hvers kyns utanríkisviðskipt- um. Erfiðleikar ársins stafa þó mest af aflasamdrætti sem að verðmæti nemur milli 15 og 20% miðað við árið þar á undan. Þorskafli dróst saman úr 470 lestum árið 1981 í um 370 lestir 1982. Loðnuafli brást með öllu á síðasta ári, og munar þar um minna, svo mikil- vægur veiðiskapur sem loðnu- veiðarnar hafa verið mörg fyrir- farandi ár. Ástand í sjávarútvegi nú er því mjög alvarlegt eftir útkomu árs- ins 1982. Sjávarútvegur er styrk- asta stoð efnahagslífs íslendinga. Ef grundvöllur slíkrar megin- stoðar veikist, er öðrum greinum atvinnulífsins hætt, og tel ég þá til atvinnulífsins - sem rétt er - hvers kyns þjónustuiðnað, bygginga- starfsemi, opinbera þjónustu af ýmsu tagi, verslun, siglingar og samgöngur. Ósagt skal látið hvort sam- dráttur í sjávarútvegi hefur bein áhrif á aðrar greinar frumfram- leiðslu og útflutnings, þ.e. land- búnað og útflutningsiðnað, enda lúta þessar greinar nokkuð sínum eigin lögmálum. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að heildarafkoma þjóðarbúsins, almennar framfarir, peningavelta og velmegun almennings, hvíla að langmestu leyti á sjávarafla og markaði fyrir fiskafurðir erlendis. Þess vegna köllum við sjávar- útveginn meginstoð þjóðarbúsins og felst ekki í því neitt vanmat á öðrum atvinnugreinum né fram- lagi einstakra starfsstétta til hins sameiginlega bús þjóðarinnar. Svo oft hefur verið rætt um stöðu og starfsaðstöðu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, eins og nú er komið þingfylgi hennar, að ég mun ekki eyða í það mörgum orðum. Ríkisstjórnin hefur meiri- hluta í sameinuðu þingi og verður því ekki felld með vantrausti eins og þegar hefur komið í íjós. Hins vegar hefur stjórnin ekki meiri- hluta í neðri deild og býr því við skerta möguleika til lagasetning- ar. Ekki er því að neita að ýmis rök - j af n vel þingræðisleg rök - mæltu með því að stjórnin segði af sér þegar í ágústmánuði eða septem- ber. Gat þá annað hvort komið til greina að ný ríkisstjórn tæki við án kosninga og sæti út kjörtíma- bilið ellegar að efnt yrði til kosn- inga með stuttum fyrirvara, þ.e. í október. Skilyrði til nýrrar stjórnarmyndunar án kosninga voru áreiðanlega ekki fyrir hendi log ekki samstaða um haustkosn- > ingar (októberkosningar), hvað iþá „skammdegiskosningar" í jnóvember eða desember, að haustkosningum slepptum. Sá kostur var valinn að stjórnin skyldi sitja áfram, a.m.k. fram yfir áramót, og vinna að mikil- vægum stjórnarstörfum í stað þess að hlaupa frá í flaustri þótt staðan á Alþingi væri svo naum að stjórnin átti undir högg að sækja hjá stjórnarandstöðunni. Eins og menn muna voru teknar upp formlegar viðræður við stjórnar- andstöðuna (Geir og Kjartan) um afgreiðslu þingmála, en þessum viðræðum var fljótlega slitið, enda ljóst að stjórnarandstaðan vildi ekki gefa neinar opinberar yfirlýsingar um stuðning við ríkisstjórnina. Þrátt fyrir það tókst þegjandi samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mikilvægustu þing- mála. Markmið ríkisstjórnarinnar á haustþinginu var fyrst og fremst þrenns konar: Hún vildi vinna að því að Alþingi afgreiddi með skaplegum hætti fjárlög fyrir árið 1983.1 öðru lagi vildi ríkisstjórnin freista þess að koma efnahagsað- gerðum frá í ágúst (bráðabirgða- lögunum) í framkvæmd, og í þriðja lagi að stefna að því að fisk- verð yrði ákveðið um áramót til þess að tryggja að veiðiflotinn stöðvaðist ekki eins og oft hefur viljað til á þessum árstíma. Með þessu móti vildi ríkisstjórnin vinna „jákvætt" að framgangi mikilvægustu þjóðmála áður en gengið yrði til alþingiskosninga, sem ljóst er að eru skammt undan og verða ekki síðar en í apríl- mánuði, ef ekki fyrr. III. þjóðarbúskapnum hafa ekki horfið. Árið 1983 getur orðið þjóðinni mjög örðugt - reyndar erfitt til langframa - ef ekki næst samstaða um að búast til varnar og vera í vamaraðstöðu meðan hol skefla efnahagserfiðleikanna gengur yfir. Þegar þess er gætt að þjóðar- framleiðsla og þjóðartekjur hljóta að skammta lífskjörin hverju sinni þá er útilokað að verða við kröfum um almennar kjarabætur á samdráttartímum. Hins vegar ber að leggja áherslu á kröfuna um fulla atvinnu og þá kröfu á hendur ríkisvaldi og fjármálastofnunum Þrátt fyrir mikla erfiðleika í efna- hagsmálum og veika stöðu á Al- þingi hefur ríkisstjórninni tekist með jákvæðum vinnubrögðum að greiða úr ýmsum brýnum vanda- málum og miklu betur en þótt sú stefna hefði verið tekin að stofna til illvígra kosninga i algerri óvissu um hvernig til tækist um stjórnarmyndun og efnahagsað- gerðir að því loknu. Enginn má þó skilja orð mín svo að vandamál þjóðarinnar séu nú leyst. Því fer víðs fjarri. Ástand efnahagsmála er eftir sem áður stóralvarlegt og horfur í atvinnumálum óvissar að ekki sé meira sagt. Viðskiptakreppan er viðvar- andi og samdráttareinkennin á að rekstur atvinnulífsins sé tryggður. Þessi afstaða er nú mikilvægari en allt annað ef koma á í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins og tryggja atvinnuöryggi í land- inu. Launþegar, atvinnurekendur og ríkisvald eiga að sameinast um slíka stefnu. í því er fólgin raun- hæf varnaraðgerð gegn yfirvof- andi kreppu og samdrætti. í því sambandi er óhjákvæmi- legt að gera á næstunni fram- haldsráðstafanir í efnahagsmál- um (verðbólgumálum), enda aug- ljóst að ágústaðgerðirnar og bráðabirgðalögin eru aðeins áfangi í langri röð aðgerða sem nauðsyn- legar eru til þess að vinna að verðbólguhjöðnun. Því miður hafa hin nýju vanda- mál, aflabrestur og yfirvofandi samdráttur, valdið því að vitund margra hefur sljóvgast yfir því mikilvæga markmiði ríkisstjórn- arinnar að stefna markvíst að verðbólguhjöðnun. Slíkt fráhvarf frá meginstefnu er ljóður á stjórnarsamstarfinu og verður ekki afsakað með yfirvof- andi samdrætti og hættu á atvinnuleysi. Það bætir ekki ástandið að láta verðbólguna leika lausum hala. Þvert á móti er hjöðnun verðbólgu nú sem fyrr sicilyrði þess að hægt sé að koma atvinnulífinu á réttan kjöl til frambúðar og tryggja raunveru- legt atvinnuöryggi í landinu. Ekki er því að leyna að vantrú ríkir hjá framsóknarmönnum um að samstaða náist innan ríkis- stjórnarinnar um raunhæfar að- gerðir að þessu leyti. Af þessum sökum vex þeirri skoðun fylgi meðal framsóknarmanna að flýta ætti alþingiskosningum framar því sem um hefur verið rætt. Stjórnarsamstarfið hefur nú stað- ið næstum 3 ár. Framsóknarmenn gengu til samstarfsins í góðri trú um að framkvæmd yrði víðtæk umbótastefnuskrá á hinum ýmsu sviðum þjóðmála, enda gerður ýtarlegur stjórnarsáttmáli því til grundvallar. Ekki fer mikið fyrir því að heilleg úttekt hafi verið gerð á árangri stjórnarsamstarfs- ins í einstökum málaflokkum en þeim mun meira deilt um einn flokk mála, þ.e. efnahagsmálin og þó sérstaklega tiltekin atriði þess málaflokks, sem sé verðbólgu- þróunina og árangur stjórnarað- gerða í þeim efnum. Árangur ríkisstjórnarinnar í verðbólgumálum þessi 3 ár er fjarri því að vera lofsverður og ekki í samræmi við það sem framsóknarmenn væntu í upp- hafi. Það eru vonbrigði hversu tor- velt hefur reynst að sameina þau margvíslegu öfl sem ráða efna- hagslífinu um raunhæfar aðgerðir til þess að lækka verðbólgustigið verulega. Þetta hefur ríkisstjórn- inni ekki tekist og því lent í sama fari og ýmsar aðrar ríkisstjórnir fyrr og síðar. Hér er um mjög alvarlega veilu að ræða í stjórn- arsamstarfinu og eðlilegt tilefni vonbrigða hjá þeim sem væntu sér mikils af þessari ríkisstjórn, ein- mitt á þessu sviði stjórnmála, þ.e. efnahagssviðinu. En þótt árangur stjórnarsam- starfsins varðandi verðbólguþró- un sé harmsefni út af fyrir sig, er rangt að kveða upp allsherjar- áfellisdóm um stjórnartímabil ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens. Um það mun sagan dæma, þegar þar að kemur, og margir eru þeir þjóðfélagsþegnar og kjósendur sem sjá annað í stjórnarathöfnum en vankanta og mistök. Fyrst og fremst ber að minnast þess að tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu í landinu og góðri afkomu alls almennings. ísland má heita eina landið í allri Evrópu þar sem ekki er atvinnu- leysi. Munu allir sammála um að til mikils sé að vinna að þeirri sér- stöðu verði haldið. Miklar framkvæmdir hafa verið í vegamálum, flugmálum og öðr- um samgöngumálum. Á sviði heilbrigðis- og félagsmála hefur miklu verið áorkað til framfara og bættrarþjónustu. Skóla- og íþróttahúsbyggingar eru að rísa af grunni um allt land, ekki síst á Norðurlandi, og áætlanir fyrir- liggjandi um áframhaldandi upp- byggingu á því sviði. Unnið hefur verið að bygging- um yfir menningarstofnanir sem varða landið allt, s.s. Þjóðarbók- hlöðu sem beðið hefur verið eftir VI. mm í 30 ár. Loks á tímabili þessarar ríkisstjórnar hefur verið unnið markvíst og hindrunarlaust að byggingu útvarpshúss sem lengi hefur verið um rætt en lítið miðað til þessa. Ríkisútvarpið hefur að öðru leyti eflst á þessu stjórnar- tímabili og er það hvað merkast að útvarpið hóf fasta starfsemi á Akureyri sl. sumar sem hefur gef- ist afar vel og stóraukið hlut Norðlendinga í dagskrá útvarps- ins. Unnið er að innréttingu nýs útvarpshúss á Akureyri. Fyrir bein áhrif og tilstuðlan ríkisstjórnarinnar hafa ný atvinnutæki komið til sögunnar víða um land svo að segja alls staðar þar sem þeirra var talin þörf. Má þar m.a. nefna togarann Stakfell á Þórshöfn sem jafnframt er ætlað að sjá Raufarhöfn fyrir hráefni enda samrekstur þessara kauptúna um skipið. Þrátt fyrir örðuga glímu við verðbólgudrauginn hefur stjórn- artímabilið verið framfaraskeið sem lengi verður munað eftir. Ég hef í þessu áramótabréfi til Dags aðeins getað stiklað á stóru en þó minnt á atriði sem miklu varða í þjóðmálaumræðu og nauðsynlegt er að hugleiða vel. 1. Árið 1982 reyndist erfiðleikaár vegna aflasamdráttar og minnkandi framleiðsluverð- mætis sjávarafurða. Þessi samdráttur mun hafa áhrif í öllu hagkerfinu og því nauð- synlegt að búast til varnar gegn þeim. 2. Ríkisstjórnin á við sérstaka erfiðleika að stríða eftir að hún missti þingfylgi og hefur ekki meirihluta í neðri deild. Þrátt fyrir það var sú stefna tekin að sitja áfram og tryggja brýnum þingmálum framgang fyrir ára- mót. Má segja að það hafi tekist. 3. Verðbólguþróunin er þó enn alltof ör og ekki von á sam- stöðu um frekari efnahagsað- gerðir í því sambandi. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hraða þingkosningum. 4. Þótt árangur ríkisstjórnarinn- ar í verðbólgumálum sé fjarri því að vera góður og brugðist hafi samstaða þeirra afla sem ráða efnahagslífinu hefur stjórnartímabil þessarar ríkis- stjórnar verið framfaraskeið að því er varðar fjölmörg svið þjóðmála, s.s. samgöngumál, félagsmál og skóla- og menn- ingarmál. Mestu munar þó að næg atvinna hefur verið í land- inu og afkoma almennings því góð. Að svo mæltu lýk ég þessu bréfi og færi lesendum Dags, Norð- lendingum og landsmönnum öll- um hugheilar nýárskveðjur. Rit- stjóra Dags og samstarfsmönnum hans þakka ég samstarfið á liðna árinu. 55 ára afmæli KA Á laugardaginn 8. janúar verður Knattspymufélag Ak- ureyrar 55 ára. Það var stofn- að hér á Akureyri 8. janúar 1928 í Shöthhúsinu svokall- aða. Forsvarsmenn KA halda upp á afmælið þennan sama dag og hefjast hátíðahöldin með fjöl- skylduskemmtun í íþróttahöll- inni kl. 14.00. Þar verður margt til skemmmtunar, svo sem fim- leikar, hljómsveitarleikuro.fl. Rúsínan í pylsuendanum verður svo knattspyrnuleikur Þann 19. desember fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla Ýlis- mót JRA. Á mótinu var keppt um svonefndan Ýlisbikar og hlýtur sá bikarinn er flestar viðureignir vinnur á fullnað- arsigri (ippon). Bikarinn er gefin af Sporthúsinu, Akur- eyri. Keppt var i þrem þyngd- arflokkum og vom fjórir í hverjum flokki. ÚRSLIT: +65 kg 1. Benedikt Ingólfsson KA 2. Adam Traustason KA 3. Arnar Harðarson Þór í þessum flokki var mikil bar- átta milli þeirra Benedikts og Adams um sigur í flokknum. Hlutu þeir jafn marga vinninga en Benedikt hlaut mun fleiri stig en Adam. +75 kg. 1. Broddi Magnússon Þór Stjörnuliðs Ómars Ragnars- sonar gegn úrvalsliði KA- manna. í úrvalsliði Ómars eru vaiin- kunnir kappar eins og t.d. Al- bert Guðmundsson, þá eru þar yfirleitt Laddi, Rúnar Júlíusson, Magnús, Þorgeir o.fl. Um kvöldið verður skemmt- un í Sjallanum, þar sem Ómar og co. skemmta. Þar verða einn- ig heiðraðir 55 KA menn og ým- islegt fleira verður þar til skemmtunar. 2. Atli Arngrímsson Þór 3. Lfsbet Neldeberg Þór Broddi hafði mikla yfirburði í þessum flokki. Skemmtilega kemur á óvart að dönsk stúlka, Lísabet, lenti í þriðja sæti. Var hún reyndar eini keppandinn sem Broddi vann ekki á ippon. +75 kg. 1. Þorsteinn Hjaltason KA 2. Kristján Þorkelsson Þór 3. Árni Ingólfsson KA Það fór eins og svo oft áður að Þorsteinn sigraði en í þetta skiptið tókst honum ekki að vinna alla keppinauta sína, gerði aðeins jafntefli við Árna. Þegar upp var staðið kom í ljós að þrír menn höfðu orðið jafnir í keppninni um bikarinn. Það voru þeir: Benedikt Ingólfsson KA Broddi Magnússon Þór Þorsteinn Hjaltason KA Jóhann Sigurðsson. Jóhann frá keppni Einn af aðalleikmönnum hjá fyrstu deildar liði Þórs í körfu- bolta, Jóhann Sigurðsson, varð fyrir því óláni á síðustu æfing- unni fyrir áramót að liðbönd slitnuðu í fæti hans. Þetta gerir það að verkum að hann leikur ekki meira með Þór á þessum vetri. Þetta er bagalegt fyrir Þór en þeir eru í toppbaráttu í deild- inni og Jóhann hefur verið einn af þeirra aðalleikmönnum. KRfékk frest Leik KR-b og Þórs í bikar- keppni Körfuknattleikssam- bands Islands sem fram átti að fara í íþróttahúsi Hagaskóla á sunnudag hefur verið frestað að beiðni Landsliðsnefndar. Ekki er það vegna þess að þessi lið eigi mann eða menn í landsliðinu sem leikur gegn Dönum um helgina, heldur er ástæðan sú að Einar Bollason „kjölfestan" í KR-liðinu er er- lendis með unglingalandsliðið í körfuknattleik og án hans vilja KR-ingar alls ekki leika. Æfingar Þórs í knattspyrnu Æfingatafla knattspyrnudeildar Þórs innanhúss verður sem hér segir: 6. flokkur: miðvikudaga kl. 17-18. 5. flokkur. Föstudaga kl. 17-18. 4. flokkur: Mánudaga kl. 17-18. Fimmtudaga kl. 20-21. 3. flokkur: Þriðjudaga kl. 21-22. Sunnudaga kl. 13-14. 2. flokkur: Þriðjudaga kl. 22-23. Föstudaga kl. 22-23. M.fl. karla: Fimmtudaga kl. 22-23. Allar æfingar fara fram í Gler- árskóla nema æfing 3. flokks á sunnudögum og m.fl. karla á sunnudögum sem verða í íþróttahöllinni. Stjórnin. Þorsteinn Hjaltason og Krístján Þorkelsson í harðri baráttu. Þeir urðu í 2. efstu sætunum í 75 kg. flokki. Ylisbikarinn í júdó: Þrír urðu efstir og jafnir 4 - DAGUR - 6. janúar 1983 6. janúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.