Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 4
Angantýr H. Hjálmarsson: Mengun í mannlífinu Miðvikudagskvöldið 3. mars sl. heyrði ég hluta af útvarpsþættin- um „Bolla, bolla“, sem er létt- blandað efni fyrir ungt fólk. Þar var m.a. viðtal við tvo unga menn sem sögðu frá reynslu sinni af neyslu fíkniefna. Þeir höfðu byrjað með heimabrugg, svo kom sniffið, þá vínið og að lokum komu kannabisefni og pillur. Hvað er að gerast? Frásögn þessara ungu manna er jafnframt saga fjölda ungmenna hér á landi - miklu fleiri en fólk almennt lætur sér detta í hug eða vill viðurkenna. Þetta er mikil sorgarsaga, sem alltof margir gætu sagt. Þetta unga fólk á sér aldrei fullrar viðreisnar von enda þótt margar fórnfúsar hendur leggi fram alla sína orku til að bjarga því. Sumum tekst þó að snúa frá villu síns vegar og það er að vissu Ieyti dýrmætt því að þeir verða gjarnan liðtækir við björgun annarra sem svipuð óhöpp hafa hent, en örin sitja þó alls staðar eftir og víðast illa gróin. Svona er ástandið meðal fjölda ungmenna vorra í dag og. það fer sífellt versnandi, sam- kvæmt öllum skýrslum þar um. Á morgun hafa einhver ung- menni bæst í hópinn og enn fleiri hinn daginn. Hvers vegna lendir fólk í þessari ógæfu? Þetta er spurning sem oft hefur verið borin fram og svör við henni hafa orðið á ýmsa vegu. Ein ástæða hefur þó oftar verið nefnd en aðrar. Það er félags- skapurinn. Hinir tveir ungu menn, sem ég gat um hér í upp- hafi, drógu ekki dul á hvers vegna þeir lentu út á þessa braut. Þeir voru bókstaflega ekki hæfir til félagsskapar nema þeir tækju þátt í neyslu áður- nefndra eiturefna. Það eru ekki margir sem þola að vera litnir hornauga eða að þeim sé bolað burt úr hópi félaga sinna. Ég held að allir sem komnir eru til vits og ára skilji það. Hver á sökina. Á unga fólkið sökina á því hvernig málum er háttað í dag? Nei, það er fráleitt. Ég held að sökin sé hjá okkur sem á undan- förnum árum höfum verið að móta almenningsálitið og núver- andi þjóðfélagsástand. Ungling- arnir mótast af því sem gerist í kringum þá og það er ekki allt fallegt - sumt er svo ljótt að lög- gjafinn hefur séð sig tilneyddan að lögbanna unglingum að vera með í sumu sem hinir fullorðnu skemmta sér við. En forboðnu eplin eru þó venjulega þau eftir- sóttustu. Þi]u blóð í viku Stærsta blaðið sem gefið er út utan Reykjavíkur Allt undir sama þaki: Er nokkru hægt að breyta? Þessu ástandi verður ekki breytt meðan almenningur sættir sig við það og fjöldanum virðist vera illa við allar breytingar á þessu sviði. Meðan enginn mót- mælir eru engar breytingar í vændum. Og hver þorir að mót- mæla? Ein og ein hjáróma rödd vegna alla drykki. Þá kom vinur hans þar að og sagði: „Blessaður fáðu þér einn, þetta er létt og gerir þér ekkert til. “ Manninum fannst óþægilegt að vera öðruvísi en allir hinir svo hann fór að ráðum þessa vinar síns og fékk sér einn en hann gat bara ekki stoppað við þennan eina, hann hélt áfram og ráð- |MW» heyrist öðru hvoru, en fáir hlusta á hana og síðan deyr hún út eins og dvínandi bergmál og gleymist svo. Þrátt fyrir þetta get ég ekki stillt mig lengur um að mótmæla núverandi ástandi í eiturefnamálum og viðhorfi almennings til þess. Þó geng ég þess ekki dulinn að fáir muni lesa mótmælin og enn færri gera nokkuð með þau. Mótmælin byggi ég m.a. á þeirri staðreynd að árlega deyr fleira fólk af afleiðingu eitur- efnanotkunar (þar er áfengi og tóbak meðtalið) en af völdum allra slysa hér á landi. Það sama má segja um hvaða sjúkdóm sem er. Enginn einn sjúkdómur tortímir jafn mörgu fólki og eit- urefnanotkunin og þar er þó hin margumrædda mengun ekki tal- in með. Þeir sem hlustuðu á há- degisfréttir útvarpsins 15. des- ember síðastliðinn urðu áheyr- endur að því að 300 manns - þrjú hundruð manns - deyja ár- lega af völdum tóbaksnotkunar hér á landi. Hvað haldið þið að mannfallið verði mikið þegar allar afleiðingar af notkun ann- arra eiturefna bætast við? í þessu sambandi er rétt að geta þess að þó nokkur hluti af slys- um - sérstaklega í umferðinni - er beinlínis af völdum áfengis, en er þó að jafnaði talinn með öðrum slysum án athugasemda. Lítið dæmi um mengun í mannlífinu Áður en lengra er haldið langar mig til að minnast á stólræðu séra Pálma Matthíassonar er hann hélt í Akureyrarkirkju og útvarpað var sunnudaginn 28. febrúar sl. Þar sagði séra Pálmi frá manni sem hafði ánetjast áfengi um skeið en með ein- beitni og viljastyrk hafði honum heppnast að snúa baki við alk- óhóli og hann hafði ekki bragð- að áfengi í 5 ár, þegar honum var eitt sinn boðið í opinbera veislu. Hann vissi vel að þar mundi mönnum verða boðið áfengi, en hann gekk einnig út frá því sem sjálfsögðu að þar yrðu einnig óáfengir drykkir á boðstólum. Þegar til veislunnar kom var þar aðeins um áfenga drykki að velja. Hann afþakkaði þess legging þessa vinar hans lagði líf hans í rúst. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjöldamörgum, sem eru sífellt að gerast og hvað er þetta annað en mengun í mannlífinu. Hinir sýktu sýkja stöðugt út frá sér og meinsemdin þróast og dafnar, mengunin vex og almenningi finnst þetta vera í lagi. Annað lítið dæmi Ef einn maður (eða fleiri) yrðu sannanlega fyrir mengun í verk- smiðju sem hann ynni í, við get- um tekið álverksmiðjuna sem dæmi, yrði verksmiðjan án alls efa sótt til saka og dæmd til að greiða manninum ævilangar skaðabætur, a.m.k. ef hann teldist ekki lengur vinnufær. Sá dómur myndi þykja sanngjarn í alla staði. Maður sem verður þess valdandi að annar maður gerist drykkjumaður og missir vinnuna, er álitinn hreinn og saklaus í augum almennings. Enginn sækir hann til saka, hann nýtur j afn mikils álits sem fyrr og verður ekki fyrir neinum óþæg- indum af verkum sínum. Meng- unin af honum er þó að mörgu leyti verri en mengunin frá verk- smiðjunni. Þár kemur margt til greina en éinna drýgst held ég þó að yrði á metunum að mengunin í fyrra tilfellinu yrði sennilega af vangá eða vanþekkingu, óhapp kæmi líka til greina, en í síðara tilfellinu er mengunarvaldinum haldið að manninum af ráðnum huga. Það finnst almenningi ó- saknæmt og engin Iög ná yfir gerðir hans, hann verður aldrei sóttur til saka. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi Allir menn ættu að hafa gert sér ljóst hversu mikill ábyrgðarhluti það er að koma öðrum mönnum til að neyta eiturefna. Alkóhól er algengasta eitrið sem menn sækjast eftir. Menn hika ekkert við að neyta þess þótt vitað sé að tveir menn af hverjum tíu, sem byrja að neyta víns, verða að of- drykkjumönnum. Aðrir tveir drekka meira en þeim og fjöl- skyldum þeirra er hollt. Þá eru aðeins 5-6 menn eftir sem geta nokkurn veginn lifað eðlilegu lífi. Ef við berum þetta saman við verksmiðju sem hefur hundrað manns í vinnu og ger- um ráð fyrir því að einhver mis- tök í verksmiðjunni valdi eitrun meðal verkafólksins í svipuðu hlutfalli og alkóhól veldur neyt- endum sínum, yrðu 20 menn óvinnufærir, aðrir tuttugu mundu fá skerta starfsorku, en 60 gætu haldið áfram störfum. Þetta mundi þykja voðalegur at- burður þótt það sé í reyndinni miklu meinlausara en áfengis- notkun sem fáir sjá neitt athuga- vert við, samanber það sem ég hef áður drepið á. Það er sem sagt ekki sama „hvort það er Jón eða séra Jón“. Annar aðilinn ber ábyrgðina en hinn enga. Mengunarvarnir Mengunarvarnir þykja sjálf- sagðar í verksmiðjum, verk- stæðum, úti í náttúrunni og yfir- leytt alls staðar nema í mannlíf- inu. Þess vegna eru mengunar- valdarnir alls staðar á meðal okkar. Þeir eru svo stór hluti af þjóðinni að það er algerlega vonlaust að reyna mengunar- varnir meðal almennings. Það er þó alls ekki það sama og ekkert sé hægt að gera og það hefur ver- ið reynt að spyrna við fótum. Þegar Vilhjálmur Hjálmarsson var menntamálráðherra sýndi hann og sannaði að það er hægt að komast af án þess að veita áfengi í veislum ráðherra og ráðuneyta og halda þó virðingu sinni. Vafalaust hafa ýmsir verið súrir yfir þessum áfengislausu veislum hjá Vilhjálmi, en þeir þorðu ekki að láta á því bera og ýmsa menn hef ég hitt sem voru mjög ánægðir með þessa aðferð hans og virðing margra á Vil- hjálmi óx mjög við þessa ráð- stöfun. Vilhjálmur er ekki leng- ur ráðherra og vínveitingar dafna í ráðuneytum og víðast á opinberum stöðum. Þær þykja fínar og það er þungamiðja málsins en fínheitin fara fljótt af sumum án þess að þeir taki eftir því og það er líka þungamiðja málsins. Þetta sagði séra Hallgrímur: Yfirmönnum er því vant, undirsátarnir hnýsa grant eftir því, sem fyriraugu ber, auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Þetta sagði séra Hallgrímur á sautjándu öld og þessi orð hans eru jafn sönn í dag og þau voru fyrir rúmum þrjú hundruð árum. Þau eru sígildur sannleik- ur. Þess vegna þyrfti að vera hægt að lögsækja alla opinbera aðila sem veita vín í veislum sínum. Það ætti að vera hægt að lögsækja þá eins og aðra meng- unarvalda og dæma þá til þyngri refsingar en verksmiðju sem veldur mengun með óaðgæslu eða óhappi. Lokaorð Auðvitað eru allir sjálfráða að því hversu mikið áfengi þeir drekka því allir menn eiga að vera sjálfráðir gerða sinna en ég vil biðja hina sömu menn að verða ekki valdir að því að aðrir drekki áfengi án þess að þá langi til þess því einnig þeir eiga að vera sjálfráðir gerða sinna. Ég bið menn að hugleiða dæmið sem kom fram í útvarpsmess- unni hjá séra Pálma og láta það ekki henda sig. Allra síst ættu menn að halda eiturefnum að unglingum. Þeirra er framtíðin og þeir eru veikir fyrir. 4 - DAGUR -11. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.