Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 7
i: eið um nálefni A.-6’ þátturinn á námskeiðum sem þessum. Að lesa úr reikningum, hvernig einstakar tölur hafi þróast milli ára, hvað þær þýða í raun og veru o.s.frv. eru hlutir sem nýir sveitarstjórnarmenn og óreyndir bókhaldsmenn þurfa að læra til að geta stjórnað sveitarfélaginu af skynsamlegu viti. Tölvuvæðing sveitarfélaga verður stöðugt útbreiddari. Flest stærri sveitarfélaganna hafa þegar komið sér upp viðeigandi tölvu- kerfum, fyrst og fremst fyrir fjár- hagsbókhald og gjaldendabók- hald. Garðar Sigurgeirsson, við- skiptafræðingur, er forstöðu- maður Samskiptamiðstöðvar sveitarfélaga, en á hennar.vegum hefur farið fram mikilvægt þróun- arstarf við þessa tölvuvæðingu. Á námskeiðinu kynnti Garðar stöðu tölvumála sveitarfélaganna. Hann hvatti sveitarstjórnarmenn til að efla samstarf sín á milli á sviði tölvunotkunar og notfæra sér í því efni þjónustu Samskipta- miðstöðvarinnar. Með samstarfi munu sveitarfélögin ná lengra en ella í nýtingu tölvutækninnar og kostnaður vegna tölvuhugbúnað- ar verður í algjöru lágmarki. Pátttakendur á þessu námskeiði komu frá mjög misjafnlega mann- mörgum sveitarfélögum, ailt frá um 70 íbúa sveitarfélagi og upp í stærsta sveitarfélagið í fjórðungn- um, Akureyri. Þessi munur birtist fyrst og fremst á fjármálasviðinu en miklu síður á öðrum sviðum sveitarstjórnarmála, svo sem á sviði laga og réttar, enda skiptast sveitarfélögin aðeins í tvo flokka að því leyti. Á námskeiðinu kom í ljós að fólk frá svo ólíkum sveit- arfélögum ætti í raun að fá mis- munandi fræðslu um fjármál sveitarfélaga eftir eðli síns sveit- arfélags. Petta kom að vísu ekki verulega að sök að þessu sinni, þar sem ekki var farið mjög ítar- lega í fjármál sveitarfélaga heldur fjallað um meginþætti þeirra. Þetta atriði kveikir í umræðunni um þörfina á auknu jafnræði sveitarfélaganna. Fjármálalegur mismunur þeirra sveitarfélaga sem fulltrúa áttu á námskeiðinu sést e.t.v. best í því að á árinu 1982 er mesti munur á saman- lagðri álagningu útsvara, að- stöðugjalda og fasteignaskatta í tveimur sveitarfélögum sem full- trúa áttu á námskeiðinu, 460- faldur. Föstudagurinn 5. nóvember 1982 rann upp með fínasta veðri á Húsavík. Veðrið var reyndar allt- af hið ákjósanlegasta meðan á námskeiðinu stóð. Fram kom fyrirspurn til bæjarstjórans á staðnum hvort hann réði þar ein- hverju upp. Hann taldi það af og frá, en gat þess þó í svari sínu að hann óskaði sér góðs veðurs á fyrirhuguðum rjúpnaveiðum dag- inn eftir. Fingeyjarsýsla er orðlagt rjúpnaland og óskin var borin fram að loknum málsverði þar sem fiskur var á borðum. Þessi fagri þingeyski haustdag- ur var meðal þátttakenda á nám- skeiðinu nefndur Magnúsardag- ur. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Magnús E. Guðjónsson, stóð í pontu allan daginn og fjallaði vítt og breitt um sveitarstjórnarkerfið, lög þess og reglugerðir svo og um kosningar til sveitarstjórna. Magnús er sjó- fróður í þessum efnum, enda hef- ur hann fengist við þau um ára- tugaskeið. Heildarlöggjöf um sveitar- stjórnarmál er frá árinu 1961 og því komin á þrítugsaldurinn. Þyk- ir mörgum tími til kominn að endurskoðun fari fram á þessum lagabálki. Það mun mála sannast að þar eru ófáar nefndirnar sem skipaðar hafa verið í þessu skyni, en ekki haft erindi sem erfiði, eða hvað? Raunar mun það svo að ríflega tuttugu ár er ekki hár lagaaldur á íslenska vísu. En hratt flýgur stund og síðustu tvo áratugina hefur veruleg þróun orðið í mál- efnum sveitarstjórna á íslandi. Fáar stofnanir í samfélaginu eru eins háðar lögum og einmitt sveit- arfélögin. Af þessum tveimur ástæðum út af fyrir .sig hlýtur að teljast knýjandi þörf á að allsherj- arendurskoðun sveitarstjórnar- laganna taki enda og ný löggjöf verði sett sem miðist við núver- andi stöðu og hlutverk sveitarfé- laganna og hafi að markmiði að þau verði í framtíðinni öflugar stjórneiningar og geti þannig stuðlað að hagsæld og vellíðan sinna íbúa. Eitt meginefnið í máli Magnús- ar E. Guðjónssonar var sú hlið á lögum og reglugerðum um sveit- arstjórnir sem snýr að samskiptum við önnur stjórnvöld, fyrst og fremst við ríkisvaldið. Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga hef- ur smám saman orðið til án heild- arstefnu og í öllum tilvikum þann- ig að ríkisvaldið (löggjafarvaldið) hefur ráðið þessari verkaskipt- ingu a.m.k. að því er lögbundin verkefni varðar. Segja má að í stað þess að setja ný heildarsveitarstjórnarlög hafi Alþingi verið þeim mun iðnara við að setj a lög um einstaka þætti í starfi sveitarstjórna og svo ráðu- neyti að smíða reglugerðir til við- bótar. Nú gilda um 200 lög um sveitarfélög, fyrst og fremst stofn- lög og síðan breytingar á þeim, svo og aragrúi reglugerða. í lok námskeiðsins var þátttak- endum skipt í þrjá hópa. í fyrsta hópnum voru þeir sem komu frá litlum sveitarfélögum án sér- stakra fastra starfsmanna, í öðr- um hópi voru þeir sem voru frá sveitarfélögum sem höfðu fastan starfsmann (sveitarstjóra) í þjón- ustu sinni og í þriðja hópnum voru fulltrúar frá kaupstöðum. Hóparnir voru undir stjórn Ingi- mars Brynjólfssonar, oddvita Arnarneshrepps, Lárusar Ægis Guðmundar, sveitarstjóra á Skagaströnd og Bjarna Aðal- geirssonar, bæjarstjóra á Húsa- vík, talið í sömu röð. Þessir hópar ræddu, hver á sinn hátt, um helstu þætti daglegra starfa í sveitarstjórnum, undir- búning og afgreiðslu mála, fund- arsköp o.þ.h. Leiðbeinendur lögðu lista um mál svipað og gerist á fundum sveitarstjórnar hverju sinni. Sem dæmi má nefna um- ræður um lántökur fyrir sveitar- félagið, um erindi um undanþágu frá fjallskilum, um samskipti hrepps og sýslu, um beiðni um fjárstyrk frá ýmsum aðilum o.m.fl. Eftir ítarlega fræðslu um bók- hald og lög þótti kominn tími til að athuga „praxísinn". Ekki kann það góðri lukku að stýra að leggja einungis áherslu á kenningu ef þau not sem af henni má hafa gleymast. Með öðrum orðum, ekki tjóar að kunna fræðin en geta ekki notað þau. Það var álit langflestra þátttak- enda að þessi hluti námskeiðsins hefði verið sá gagnlegasti og hefði þurft lengri tíma. Leiðbeinendur eru allir þrautreyndir stjórnendur sinna sveitarfélaga og má því nærri geta hversu mikill hvalreki það var nýjum sveitarstjórnar- mönnum að geta fræðst af þeim milliliðalaust um stjórnlist þeirra og „taktík“. Síðdegis laugardaginn 6. nóv- ember tæmdist dagskrá þessa „fyrsta námskeiðs sinnar tegund- ar á íslandi". í úmræðum þátttak- enda um námskeiðið, kosti þess og galla, hvað fara þyrfti betur og hvað hefði tekist fullkomlega kom fram að í aðalatriðum hefði það tekist vel. Var Fjórðungs- sambandinu þakkað það framtak að gangast fyrir námskeiðinu. Áskell Einarsson, sem stjórn- aði námskeiðinu af alkunnri rögg- semi, þakkaði í lokaorðum sínum leiðbeinendum á námskeiðinu vel unnin störf, þátttakendum góða ástundum og mikla stundvísi. Kvaðst hann taka öllum ábend- ingum og athugasemdum karl- mannlega og taldi víst að þær yrðu teknar til greina við skipulagn- ingu síðari námskeiða, því ljóst væri að þetta væri fyrsta skrefið í langri ferð. Þátttakendur og ieiðbeinendur á námskeiðinu. Aðalsteinn í leik KA og Þórs í Akureyrarmóti 1980. Mynd Ó.A. Aðalsteinn til ÍBV? Meðal knattspymuáhuga- manna ganga nú þær sögur að Aðalsteinn Jóhannsson, sem verið hefur aðalmarkmaður KA um margra ára skeið, hyggist nú yfirgefa Akureyri og gerast markmaður hjá Vestmannaeyingum. Páll Pálmason, sem er jafngamall Dino Zoff hjá ítöluni, hyggst nú leggja skóna á hilluna en hann hefur verið markmaður Eyjamanna nú um margra ára skeið. Eyjamenn sem verða Sigurláslausir næsta keppnis- tímabil ætla sér góða hluti á næsta ári og sagt er að þeir hafi lagt hart að Aðalsteini að koma til þeirra. Aðalsteinn er nú staddur í Eyjum og hefur verið þar síðan fyrir jól. Íþróttasíðan hafði samband við Gunnar Kárason, formann knattspyrnudeildar KA, og spurðist fyrir um það hvort Áðalsteinn væri farinn frá félag- inu. Gunnar kvaðst ekki vita ann- að en hann yrði hjá þeim næsta ár, eða alla vega hefði Aðal- steinn ekki haft samband við forsvarsmenn knattspyrnudeild- arinnar vegna hugsanlegra fé- lagaskipta. Það kemur okkur að sjálfsögðu mjög bagalega að missa Aðalstein, sagði Gunnar, en hann kvaðst hafa heyrt sögu- sagnir um það að hann væri að fara til Eyja, en kvaðst vonast til þess að það væri ekki fótur fyrir þeirri frétt. Varamarkmaður KA sl. sumar var Þorvaldur Þorsteins- son og er ekki vitað annað en hann verði þar áfram. Það virðist hins vegar vera einhverjar sviptingar hjá mark- mönnum. Þorsteinn Ólafsson gengur nú til liðs við Þór, en heyrst hefur að Eiríkur Eiríks- son, sem verið hefur mark- maður Þórs undanfarin ár, hygg- ist skipta yfir í eitthvað annað félag og hafa þar nokkur verið tilnefnd. Þá mun Einar Kristjánsson, sem verið hefur markmaður hjá Magna á Grenivík, hyggjast skipta yfir í Þór, en Kristinn, sem verið hefur varamaður Þórs, ætlar aftur til Víkinga í Óalfsvík. Hvort þessar sögu- sagnir eru á rökum reistar kem- ur í ljós á næstu dögum. Adidasmót á Akureyri um helgina Um næstu helgi verður haldið hér á Akureyri Adidasmótið svokallaða, en það er hand- knattleiksmót með þátttöku fjögurra liða. Það verður KR, FH, Valur og KA. Allir leikirnir fara fram í íþróttahöllinni og byrja þeir á föstudagskvöldið Þetta verður fyrsta stórmótið í handknattleik hér í höllinni, en það er Adidasumboðið og KR sem sjá um mótið. í næsta blaði verður nánar sagt frá niður röðun leikja á mótinu. Ollu frestað Vegna ófærðar o.fl. var nokkr- um handboltaleikjum frestað sem vera áttu um helgina. Lið Þórs í fyrstu deild kvenna átti að leika tvo leiki fyrir sunnan en þeim leikjum var frestað þar eð Þórsstúlkurnar komust ekki suður. Þá áttu KA og Grótta að leika hér á Akureyri í annarri deild karla, en þeim leik hafði verið frestað skömmu fyrir jól. 11. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.