Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 7
Afmælis- kveðja tilDags Á 65 ára afmæli Dags er okkur þing- mönnum Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra bæði Ijúft og skylt að senda blaðinu sér- staka þakkarkveðju og heillaóskir. Dagur er víðsýnt blað, laust við ein- hæfni í efnisvali og þrönga flokks- hyggju. Fer þó síst milli mála, hvar blaðið stendur í stjórnmálum. Dagur er traustur málsvari Framsóknar- flokksins, reyndar annað af aðalmál- gögnum framsóknar- samvinnustefn- unnarílandinu. Alltsem varðarlands- byggðarstefnu og aðra þjóðarheill á sér brjóstvörn þar sem Dagur er, en sem við er að búast lætur blaðið sig norðlensk málefni mestu skipta. Við undirritaðir stöndum í sérstakri þakkarskuld við Dag og minnumst þess afeinlægni á þessum tímamótum í ævi blaðsins. Við þökkum Degi 65 ára baráttu fyrir frelsi og fullveldi þjóðarinnar, atvinnu- og menningar- framförum, lýðræði og jafnrétti og öðrum göfugum hugsjónum. Heill fylgi Degi og starfsmönnum hans um ókomna framtíð. Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson Guðmundur Bjarnason - 11. fébrúár 1983-DAGUR- 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.