Dagur


Dagur - 15.02.1983, Qupperneq 3

Dagur - 15.02.1983, Qupperneq 3
Flaskan og myglusveppurínn á disk við hliðina. Myglusveppur í flöskunni! „Það var verst að ég var nær búinn úr flöskunni þegar ég sá þessa drulluklessu“ sagði Arni Þór Iiilmarsson er hann leit við hjá okkur á Degi í gær. Árni hafði meðferðis myglu- svepp einn mikinn sem hafði verið á botni maltölsflösku frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, en flösk- una keypti Árni um helgina og hugðist gæða sér á innihaldinu. „Það er slæmt að vita til þess að flöskurnar skuli ekki vera þvegn- ar betur áður en fyllt er á þær aftur" sagði Árni Þór, og var að vonum svekktur yfir þessari ó- skemmtilegu reynslu. Vestfirðingafélagið á Akureyri: næstu helgi Vestfirðingafélagið á Akureyri af henni verður varið til þeirra hinna hörmulegu atburða er urðu gengst n.k. laugardags- sem eiga um sárt að binda vegna á Patreksfirði í síðasta mánuði.“ kvöld fyrir hinu árlega „Sólar- kaffi“ sínu og fer skemmtunin fram í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri og hefst kl. 20,30. Félagið var stofnað í janúar 1964 og hefur „Sólarkaffið“ verið ár- legur viðburður í starfseminni síðan. „Við viljum hvetja alla þá sem eiga ættir sínar að rekja til Vest- fjarða eða hafa einhverjar taugar þangað að mæta á þessa skemmt- un okkar“ sagði Pétur Brynjólfs- son en hann er formaður félags- ins. „Með kaffinu bjóðum við ást- arpunga og rjómapönnukökur m.a. og margt verður sér til gam- ans gert að venju.“ „Við leggjum áherslu á léttleik- ann“ sagði Heimir Ingimundar- son sem verður veislustjóri á laug- ardaginn. „Það verður söngur, grín og gleði og síðan dansað af fullum krafti fram á nótt undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur og hljómsveitar hennar.“ - Þeir Pétur og Heimir sögðu að þátttaka ungs fólks í hinum ýmsu átthagafélögum væri sífellt að aukast og þeir reiknuðu með að unga fólkið myndi skila sér vel á „Sólarkaffið“ að þessu sinni. „Annars er þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og öllum ágóða „Kleifabúinn" á Kleifaheiði fyrir botni Patreksfjarðar. Vestfirðingafélagið vill vekja athygli á söfnuninni til styrktar Patreksfirðingum vegna náttúru- hamfaranna þar og er tekið á móti greiðslum á gíróreikning 17007-7. „Sólarkaffi“ um ... hófst í morgun þríðjudag 15. febrúarí Skódeild, Vefnaðarvörudeild og Teppadeild ... og núer tækifærið til að Gerið góð kaup í teppabútum. skóa sig upp fyrir lítið. Allt að 20 fm teppi á hálfvirði. Kvenskór - karlmannaskór á hálfvirði. Þetta er alvöruútsala sem enginn Mikill afsláttur á kvenkápum, ætti að missa af. kvenbuxum, barnaúlpum, barnapeysum og barnafatnaði allskonar. 15. febrúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.