Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 5
Erfið fjárhagsáætlun Til stóð að leggja fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar fram í dag en síðan kom í ljós að bæjar- fulltrúar voru ekki sammála um áætlunina eins og hún var orðin og var ákiveðið að fresta fram- lagningu hennar um viku í þeirri von að leiðir fyndust til að skera niður útgjaldaliði eða finna nýja tekjustofna. Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, sagði í viðtali við Dag að málið snerist nú um 10 milljóna króna skuldaaukningu bæjarsjóðs. Skuldir bæjarsjóðs voru 60 milljónir króna um síð- ustu áramót og þar sem ekki virt- ist ætla að takast að draga neitt úr verðbólguþróuninni mætti reikna með að skuldirnar yrði 100-110 milljónir króna um næstu áramót miðað við 70-80% verðbólgu á árinu. Menn gátu ekki sætt sig við að hækka þessa skuldastöðu upp í 120 milljónir króna eins og gert var ráð fyrir í þessum drögum að fjárhagsáætlun. Sigurður Óli sagði að út af fyrir sig leyfði efna- hagur bæjarins þessa skuldaaukn- ingu en til lítils væri líklega að samþykkja háar lántökur þegar horfur væru á að ekki væri jafnvel hægt að fá þessi lán. Þessi öra verðbólga veldur gíf- urlegri óvissu varðandi útgjalda- liði bæjarins en tekjuliðirnir eru hins vegar að verulega leyti bundnir af verðlagi fyrra árs. Sig- urður Óli sagði að þessi verð- bólgumál stæðu aðallega í vegin- um fyrir þvf að hægt væri að koma saman skynsamlegri fjárhagsáætl- un. Búið væri að skera hrikalega niður útgjöld og þar sem menn væru ekki tilbúnir til að auka skuldirnar blasti ekki annað við en áfram þyrfti að skera niður eða taka upp meiri þjónustugjöld til að auka tekjurnar. í Eyfjörð fást eingöngu gagnlegar vörur. Verðið er gott fyrir og enn batnar það. 10% afmæl isafsláttur af öllum vörum verslunarinnar frá 1.-11. mars. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 2. mars kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Jón G. Sólnes og Valgerður Bjarnadóttirtil viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Aðalfundur Slysavarnardeildin Svalan helduraðalfund í Samkomuhúsi Svalbarðsstrand- ar laugard. 5. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og bingó. Stjórnin. Stígvélin okkar eru líka með 10% afslætti eins og allar vörur í versl- un vorri. Það borgar sig örugglega að líta inn. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími25222 Aðalfundur KA verður haldinn í Félagsmiðstöðinni í Lund- arskóla miðvikud. 9. mars nk. kl. 20.30. Verslunarmiðstöðin SUNNUHLÍÐ býður ykkur velkomin Kringum upphitað torgið er fjöldi sérverslana, banki og veitingabúð. Við leggjum metnað okkar í að bjóða ykkur góða þjónustu, mikið vöruúrval og hagstætt vöruverð. Gjörið svo vel. Lítið inn og athugið hvort þið fáið ekki það sem ykkur vantar í SUNNUHLÍÐ. VERIÐ VELKOMIN í SUNNUHLÍÐ Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Sýndir verða kaflar úr síðustu leikjum KA í handbolt- anum í nýju videotækjunum. Stjórn KA. Blómamold Blómaáburður Útboð á flutningum. Kísiliðjan hf. óskar eftir tilboði í flutn- ing kísilgurs frá verksmiðju sinni í Mý- vatnssveit til vörugeymslu fyrirtækis- ins á Húsavík. Flutningsmagn er u.þ.b. 16.500 tonn á ári sem dreifist jafnt yfir árið. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit. Tilboð- um skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 14.00 þann 25. mars 1983. Tilboðin verða opnuð þar kl. 14.00 sama dag. Kísiliðjan hf ■ sími 96-44190. Áskrift, afgreiðsla, auglysingar. Sími 24222 •; .1; cnar? 1993 DAQUR t 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.