Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 01.03.1983, Blaðsíða 9
Þórssigur í fyrsta körfuleiknum í Höllinni Með nýjar körfur í íþrótta- höllinni sem kostuðu um 200 þúsund krónur sigruðu Þórs- arar í fyrsta körfuboltaleikn- um sem þar fór fram. Þeir kepptu við ÍS í fyrstu deild karla en sigurinn mátti ekki vera naumari því þegar flaut- að var til leiksloka stóð á stigatöflunni að Þór hefði gert 87 stig en ÍS 86. Svo virtist sem hinar nýju körfur hefðu ótrúlegt aðdráttar- afl fyrir boltann þegar Þórsarar skutu því þeir hittu nánast í öll- um sínum skottilraunum fyrst í leiknum. Komust m.a. í 8 stig gegn engu. Eftir fimm mín. leik var tíu stiga munur Þór í vil, 14 gegn 4. Næstu fimm mínúturnar juku Þórsarar einnig muninn því þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður var staðan 28 gegn 12. Þá fóru stúdentar loksins að finna körfuna því munurinn minnkaði jafnt og þétt og var kominn niður í fimm stig þegar flautað var til hálfleiks, eða 43 gegn 38. Stúdentar fylgdu þessu eftir strax á fyrstu mín. síðari hálf- leiks og eftir tvær mínútur voru þeir komnir yfir, 46 gegn 45. Þórsarar sáu að við það mátti ekki búa og breyttu stöðunni fljótt í 58 gegn 54, Þór í vil. Jón Héðinsson var drjúgur fyrir Þórsara á þessum mínútum en hann gerði þá sex stig úr erf- iðum færum. Síðan varð leikur- inn mjög jafn og á markatöfl- unni sáust m.a. 64-64 og 68-68. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 78 gegn 76, ÍS í vil og ennþá gat allt gerst. Liðin skiptust síðan á um að vera einu eða tveimur stigum yfir það sem eftir var leiksins en það voru Þórsarar sem voru stig- inu yfir þegar leikurinn var flaut- aður af. Þótt allt bendi til þess að Haukar sigri í deildinni eiga Þórsarar ennþá von um að ná þeim en breiddin er alltaf að aukast í liði þeirra og sérstak- lega eru það yngri piltarnir sem eru að öðlast leikreynslu og æfingu. Að vanda var það McField sem var lang stigahæstur hjá Þór, með 38 stig. Jón gerði 23, Konráð 13, Eiríkur og Björn 4, Guðmundur 3, Valdimar 2. Barist um boltann i leik Þórs og ÍS BandaríkjamaðurinnhjálS,Pat Leikinn dæmdu þeir Hörður Bock, var stigahæstur þeirra, Tuliníus og Rafn Benediktsson með 27 stig. og dæmdu þeir óaðfinnanlega. Glæsileg fimleikahátíð — 200 börn og unglingar sýndu listir sínar Á laugardaginn gekkst fim- leikaráð Akureyrar fyrir glæsilegri fimleikahátíð í iþróttahöliinni. Þar komu fram hvorki meira né minna en 200 börn og unglingar sem sýndu listir sínar. Þetta vakti geysilegan áhuga hjá foreldrum barnanna og fleir- um því í höllina komu um 500 manns til að horfa á unglingana leika listir sínar. Þeir fimleikar sem nú eru iðk- aðir hér á Akureyri eru nokkuð ung íþróttagrein en greinilégt er að mikil gróska er í starfi fim- leikamanna. Enda sýndi góður árangur á íslandsmóti unglinga á dögunum það því þar stóðu nokkrir iðkendur frá Akureyri á verðlaunapöllum. Fimleikar stóðu hins vegar í miklum blóma hér á Akureyri fyrir mörgum árum en þá voru starfandi hér fimleikaflokkar sem sýndu list- ir sínar víðs vegar um land. Stórleikur í kvöld! „Þótt Þór sé í 1. deild þá verð- ur leikur okkar við þá ekkert auðveldur. Við Valsmenn munum mæta í þennan leik eins og grenjandi Ijón því okk- ur hefur gengið illa í Úrvals- deildinni að undanförnu og tapað tveimur síðustu leikjum okkar þar. Við verðum samt Islandsmeistarar og leikurinn við Þór er áfangi hjá okkur í átt að bikarmeistaratitlin- um.“ - Þetta sagði Bandaríkja- maðurinn Tim Dwyer sem leik- ur með úrvalsdeildarliði Vals í körfuknattleik er við ræddum við hann eftir leik Þórs og ÍS á laugardag, en þar var Dwyer meðal áhorfenda. í kvöld kl. 20 mætast Þór og Valur í 8-liða úrslitum Bikarkeppni Körfu- knattleikssambands íslands, og gefst þá kostur á að sjá forustu- liðið í Úrvalsdeildinni, liðið sem flestir spá íslandsmeistaratitli í vor, í leik gegn Þór. Þórsliðið átti prýðisleik á köfl- um gegn ÍS um helgina og gæti með góðum leik í kvöld velgt meisturum Vals undir uggum. Þar spilar heimavöllurinn að sjálfsögðu inn í og þá ekki síst hlutur áhorfenda sem getur reynst liðinu mikill styrkur. Dwyer hafði orð á góðri aðsókn á leikinn s.l. laugardag og sagði áhorfendur hér vera mjög líf- lega. Vonandi gera þeir honum og félögum hans lífið leitt í kvöld. í liði Vals eru landsliðsmenn og unglingalandsliðsmenn í hverri stöðu. Geysigott lið, en Valsmönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu. Tvö töp í röð i Úrvalsdeild þar sem þeir hafa samt forustu og hver veit nema „hið ótrúlega“ gerist í kvöld? Það er sem sagt stórleikur í kvöld í höllinni og hefst hann sem fyrr sagði kl. 20. Guðrún J. sigraði í stór- sviginu Um helgina var haldið punkta- mót skíðamanna á Akureyri. Mótið átti að fara fram á Húsa- vík, en sökum snjóieysis var það flutt til Akureyrar. Á laugardeg- inum spilltu veðurguðir nokkuð fyrir gangi mótsins. en seinni dag þess var veður ákjósanlegt til keppni. Á laugardag var keppt i stór- svigi kvenna og svigi karla. Eftir fyrri ferð í stórsviginu hafði Guö- rún H. Kristjánsdóttir bcstan tíma á eftir henni kom nafna hennar Magnúsdóttir og þriðja var Ásta Ásmundsdóttir. í síðari umferð keyrði Guðrún J. Magn- úsdóttir best allra og sigraði, önn- ur varð Guðrún H. og þriðja varð Ingigerður Júlíusdóttir, frá Dalvík, en hún náði öðrum besta brautartíma I seinni t'erð. í svigi karla var keppnin mjög jöfn ogspennandi. Eftir fyrri lerð hafði Dantel Hilmarsson, Daivík, nauma forystu á þá Guð- mund Jóhannsson, frá ísafirði, og Erling Ingvason Akureyri. I seinni ferð náði Guðmundur að komast framfyrir Daníel og stutt á eftir þeim kom Erting. Ttrna- mismunur milli þessara þriggja manna var einungis hálf sekúnda. Síðari dag keppninnar var kcppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. { stórsvigi karla sigraði Guð- mundur Jóhannsson nokkuð ör- ugglega. Hann hlaut bestan tíma þátttakenda í báðum umferöum, annar varð Elías Bjarnason og þriðji Daníel Hilmarsson. { svigi kvenna var keppnin aftur á tnóti tvísýnni. Eftir fyrri ferð haföi lngigerður Júlíusdótt- ir, Daivtk, bestan tíma, önnur var Nanna Leifsdóttir og þriðja Hrcfna Magnúsdóttir. í síðari umferð náði Nanna bestum tíma og nægði það henni til sigurs, önnurvarð Ingigerður Júlíusdótt- ir og þriðja Guörún H. Kristjáns- Bikarleikur á miðvikudaginn Á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 verður einn leikur í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Þá ieika í íþróttahöllinni á Akureyri KA og Fylkir. Fylkir er topplið í þriðju deild og gantan verður því að sjá hvort þeim tekst að veita KA sem er á toppi annarrar deildar, verð- uga keppni. Þessi leikur er ntjög kær- kominn fyrir KA áður en þeir fara í úrslitakeppni annarrar deiidar og ef þeir vinna fá þeir væntanlega fyrstu deildar liö t heimsókn í næstu umferð. Eins og áður segir hefst leikurinn kl. 20.30 og eru áhorfendur hvatt- ir til að fjölmenna í höllina. Tap hjá KA- stúlkum í blaki KA-stúlkur léku tvo leiki í fyrstu deild í blaki um helgina. Þær léku leikina fyrir sunnan og töpuðu þeim báðum með þremur hrinum gegn engri. Fyrri leikurinn var gegn Þrótti en sá stðari gegn Breiðabliki. t; mars 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.