Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 3
Eiríkur Rósberg virðir fyrir sér mynd af Ingimar Eydal en myndin er tekin, er Ingimar lék með Paul Weeden í fyrra. Mynd: ESE Veruleg auknlng hjá mjólkursamlög- iinuin á Noröurlandl Heildarmagn innveginnar mjólk- ur hjá mjólkursamlögunum í janúar sl. var tæplega 7.2 milljón- ir lftra, em það var 3.9% nteira en í janúar 1982. Nokkur aukning var í nýmjólkursölunni eða 3.8%, að því er segir í fréttabréfi upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. IJá var veruleg aukning í sölu á skyri eða um rúm 11% miöað við janú- ar í fyrra. Góð sala var einnig á smjöri og smjörva. Þá var um 11% meiri salaáostum. Birgðiraf smjöri 1. fcbrúar voru aðeins 154 tonn. Veruleg aukning var á inn- veginni mjólk hjá mjólkursam- lögunum á Norðurlandi. Hún varð mest hjá Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki eða 20%, á Húsavík var aukningin 15.7% miðað við janúar 1982, á Blönduósi var hún 14.9% og á Akureyri var aukning- in 6.4%. Aftur á móti var minni mjólk hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, munaði það 2.0% og hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík var innvegin mjólk 8.2% minni en í fyrra. Ferðasaga í hjónaband Jazzklúbbur stofnaður á Akureyri: áhugi á jazzi hér í bænuma - segir Eiríkur Rósberg, formaður Sambands íslenskra lúðrasveita - Ég kann engar skýringar á því af hverju enginn jazz- klúbbur hefur verið starfandi á Akureyri fram að þessu. Ætli þar sé ekki fyrst og fremst framtaksleysi um að kenna því ekki hefur efnivið- inn skort. Hann hefur nægur verið fyrir hendi, sagði Eirík- ur Rósberg í samtali við Dag, er hann ieit hér inn í vikunni til að láta vita af stofnfundi Jazzklúbbs Akureyrar sem haidinn verður í Sjailanum nk. sunnudag kl. 21. Eiríkur Rósberg, sem m.a. er formaður Sambands íslenskra lúðrasveita sagði að það væri lengi búið að vera á döfinni að stofna einhvers konar jazzfélag hér í bæ. Koma Paul Weeden, jazzgítaristans snjalla hingað til Akureyrar í fyrra hefði verið kveikjan að þessum áformum, en Weeden kom þá hingað í boði Tónlistarskólans og Tón- listarfélagsins og hélt tónleika og jazznámskeið. - Það varþettanámskeiðsem opnaði augu okkar fyrir þeim gífurlega áhuga sem virðist vera á jazzi hér í bænum. Við áttum ekki von á fleirum en svona fjörutíu til fimmtíu manns á námskeiðið en þess í stað mættu hátt á annað hundrað manns. Jazztónleikarnir sem Weeden hélt þá voru einnig mjög vel sótt- ir og það var á j azzkvöldi á Hótel KEA sem við létum ganga lista á milli manna til að kanna áhuga á stofnun jazzklúbbs. Á þennan lista rituðu sig 150 manns, þann- ig að það var greinilegt að það var grundvöllur fyrir klúbb sem þennan í bænum. - Hvað hefur gerst í þessum málum á því ári sem liðið er? - Þetta hefur að miklu leyti legið í dvala en við vorum þó búnir að fá vilyrði fyrir húsnæði undir starfsemina ef af klúbb- stofnun yrði. Sigurður í Sjallan- um sagði að við gætum fengið Sjallann undir jazzkvöldin og það yrði bara að ráðast af að- sókn hvort þessi jazzkvöld yrðu haldin í stóra eða litla salnum. - Hyggist þið hafa samstarf við einhverja aðila s.s. Jazz- vakningu í Reykjavík í fram- tíðnni? - Við munum örugglega leita eftir samstarfi við Jazzvakningu enda mjög dýrmætt ef þeir gætu miðlað okkur af sinui reynslu. Nú hugmyndin er sú að Jazz- klúbbur Akureyrar gangist reglulega fyrir tónleikum og ýmis konar jazzuppákomum og þá er sá möguleiki fyrir hendi að taka á móti jazzleikurum að sunnan og jafnvel erlendum listamönnum ef hægt verður að koma því við. - Og nú er Paul Weeden kominn aftur? - JátónleikarniríBorgarbíói voru ákaflega vel heppnaðir og í framhaldi af þeim má vera að Weeden komi fram í Sjallanum um aðra helgi en það er þó ekki öruggt ennþá. Það er hins vegar víst að hann mun halda hér hálfs mánaðar námskeið sem byrjar mánudaginn 14. mars og þar verður hægt að fá bæði hóp- og einkatíma. Þátttökulistar vegna þessa námskeiðs liggja frammi í Tónabúðinni og þeir sem áhuga hafa á geta skráð sig á þá. - Hver er staða jazzins á Ak- ureyri í dag? - Eins og ég nefndi virðist vera mjög mikill áhugi á jazzi hér í bænum og til marks um það get ég nefnt að allir helstu tón- listarmenn bæjarins og þar með bæði fyrrverandi og núverandi skólastjóri Tónlistarskólans hafa stutt mjög dyggilega upp- byggingu jazzlífs í bænum og þó fáir hafi leikið jazz hér opinber- lega þá hefur ýmislegt verið að gerast undir niðri. M.a. hefur verið í gangi námskeið í jazz- teóríu á vegum Tónlistarskólans undir stjórn Edwards Fredrik- sen tónlistarkennara og eins hef- ur Edward séð um að koma á fót 16 manna „Big bandi“. Þessi hljómsveit hefur æft mjög vel undir stjórn Edwards og binda menn miklar vonir við að hljóm- sveitin komi fram opinberlega einhvern tímann á næstunni, sagði Eiríkur Rósberg. Þess má geta að á stofnfundi Jazzklúbbs Akureyrar sem verð- ur eins og fyrr segir í Sjallanum nk. sunnudag kl. 21, þá mun koma fram jazzhljómsveit skip- uð akureyskum jazzhljómlist- armönnum en hverjir þeir verða er ekki að fullu ákveðið. Ut er komin hjá Rauða húsinu teiknibók eftir listanianninn Kristján Steingrím. í bókinni, sem heitir Riddarasögur, eru átta blekteikningar en þetta er þriðja bókin sem bókaforlag Rauða hússins gefur út. - Þessar teikningar eru allar gerðar á þessu ári, nánar tiltekið í janúar, sagði Kristján Steingrím- ur er blaðamaður Dags hitti hann að máli. Að sögn Kristjáns er hér um nokkurs konar myndasögu að ræða og fjalla teikningarnar um riddara sem fer í ferðalag og endar í hjónabandi. - Þessar teikningar tengjast óbeint þeim málverkum sem ég hef verið að vinna að, sagði Krist- ján Steingrímur en þess má geta að hann opnaði sýningu á verkunt sínum í Rauða húsinu um sl. helgi. Verk Kristjáns flokkast undir hið „nýja málverk" en þeim listamönnum sem snúið hafa sér að málverkinu hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Aðspurður um gildi svona teiknibókar sagði Kristján Stein- grímur að mjög mikið væri gefið út af bókum sem þessum og væri safngildi þeirra yfirleitt talið mjög mikið. Þessar bækur endurspegl- uðu oft hugmyndir listamann- anna, hugmyndir sem síðan væru notaðar til grundvallar í öðrum verkum og gætu bækurnar því verið merk heimild um þróunar- feril listamannanna fyrir þá sem áhuga hefðu á að fylgjast með slíku. Bækur forlagsins fást í Bókaverslun Máls og menningar, Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar, Bóka- og blaðasölunni og Fróða á Akureyri. Nýjar teppasendingar daglega Verð frá kr. 130 fm. ★ Gangadreglar. ★ Forstofudreglar. ★ Forstofumottur. ★ Baðmottusett Nú er rétti timinn tilað teppaleggja fyrir ferminguna. nýkomin. Góðir greiðsluskilmálar. Teppadeild. 1f2»nars 1983 - DAGUR-3'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.