Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 7
„Lék með Pór í öllum
flokkum eins og
sönnum „
sæmdi“
r>
stundum úrhófi
og óheyrilega hart
var baristu
lli
/ mér til að standa
í einhverju þrasi
við KA-strákamL
»»
í langan tíma á eftiru
Jóhann stökk upp á
aurbretti bílsins
ogfékkaðsitjaþar
í eftirförinniu
„Hvalfjörðurinn var
fullurafsíldoghún
var eins og veggur
í sjónum inn um
m
m
að égyrði að stöðva
þetta því hellurnargat
ég framleitt sjálfur
Norðanlandsu
„Pá fékk ég nýja vél
sem sá alveg um
víbringinn þannig að
ég slapp við það púlu
„Pað er undirstaðamí
lífinu að hreyfa sig,
sama á hvaða sviði
það eru
i
„Eg þykí víst nokkuð
frekur og kappsMhic
ö JL JL L”Ég etLJr.
íþróttamaður“
- Amgrímur Kristjánsson í Helgar-Dags víðtalí
Sá sem þetta mælir er Arn-
grímur Kristjánsson sem í dag
rekur fyrirtækið Hellusteypuna
sf. - fyrirtæki sem hann hefur
sjálfur byggt upp. En áður en við
víkjum að því máli lítum við til
baka og spyrjum Arngrím um
barna- og unglingsárin í Glerár-
þorpi.
„Aðaláhugamálið var knatt-
spyrna og reyndar aðrar íþróttir
og það má segja að maður hafi
verið í öllum íþróttagreinum á
unglingsárunum. Knattspyrnan
var þó vinsælust og ég lék með
Þór í öllum flokkum eins og
sönnum „Þorpara“ sæmdi. Mig
minnir að ég hafi verið 16 ára
þegar ég spilaði fyrst í meistara-
flokki með Þór og ég var í þeim
flokki þar til félögin í bænum
voru sameinuð og farið að senda
lið ÍBA til keppni. Ég spilaði
lengi með ÍBA-liðinu og hef
reyndar aldrei sagt skilið við
íþróttirnar. í dag er það blakið
og ég æfi og keppi með sundfé-
laginu Óðni.“
Harkan keyrði
úr hófí
- Var ekki knattspyrnan frá-
brugðin því sem hún er í dag?
„Jú, og hún er betri í dag.
Harkan á þeim árum sem ég var
í þessu keyrði stundum úr hófi
og óheyrilega hart var barist.
Leikir Þórs og KA voru auðvit-
að mjög harðir eins og þeir eru
reyndar enn þann dag í dag og
fyrir leikina við KA æstum við
strákarnir okkur upp með því að
segja hver við annan setningar
eins og: „Strákar, við tökum þá
núna.“ eða: „Strákar nú látum
við þá ekki taka okkur.“
Það komst ekkert annað að en
að sigra þegar andstæðingurinn
var KA og þá lögðu allir sig fram
eins og einn maður. Stundum
var meira barist af kappi en
forsjá og margir fengu óblíðar
móttökur hjá andstæðingunum.
Þá var rígurinn líka mikill bæði
utan vallar sem innan en ég
reyndi að leiða hann hjá mér
eins og hægt var. Mér líkaði
ágætlega við KA-strákana og
hafði ekki skap í mér til að
standa í einhverju þrasi við þá.
En ég skal viðurkenna að þegar
út í keppni var komið þá gaf ég
þeim ekkert. Þá var ég að vinna
fyrir mitt félag og ég hef víst allt-
af verið álitinn mikill keppnis-
maður. Það mun vera rétt og ég
sagði alltaf að leikurinn væri
ekki búinn fyrr en dómarinn
væri búinn að flauta til leiksloka.
Sigur hvað sem það
kostar
Það er svo skrítið að það var allt-
af tekið meira á í þessum leikj-
um en öðrum og það var alltaf
einhver heift til staðar hjá mörg-
um piltinum. Ég veit ekki hvers
vegna þetta var eða er í dag því
enn sýnist mér eima eftir af
þessu. Það er greinilegt að það
ganga allir til þessara leikja með
því hugarfari að gera sitt ýtrasta
til að knýja fram sigur hvað sem
það kostar.“
- Þú ert þá á þeirri skoðun að
það hafi verið meiri harka áður
fyrr en nú er?
„Já, það held ég fari ekki á
milli mála. Ef við höldum áfram
að tala um leiki Þórs og KA þá
gáfu allir allt sem þeir áttu í
þessa leiki þótt það vildi brenna
við að það væri ekki gert í leikj-
um við Reykjavíkurfélögin svo
dæmi sé nefnt. Ég var oft argur
vegna þess að menn létu frekar
sinn hlut gegn Reykjavíkurlið-
unum og ég átti erfitt með að
skilja þetta. Ég með mitt
keppnisskap spilaði alltaf af full-
um krafti og skipti ekki höfuð-
máli hvað andstæðingurinn hét.
Siglfirðingar voru ákaflega
harðir andstæðingar á þessum
árum og leikirnir við þá hörku-
leikir í þess orðs fyllstu merk-
ingu. í einni viðureign okkar við
þá fékk ég eitt sinn heljarmikið
högg frá einum leikmanni þeirra
og skartaði með marglitt glóðar-
auga í langan tíma á eftir.“
- Er knattspyrnan í dag betri
en hún var þegar þú varst upp á
þitt besta?
„Já, ég held að það sé ekkert
vafamál. Leikurinn er allur lipr-
ari og meira lagt upp úr því að
spila áferðarfallegri knatt-
spyrnu. Þá hefur tækninni einnig
fleygt mikið fram.“
- Víkjum að öðru, hvar
gekkst þú í skóla?
„Mín skólaganga var ekki
löng eða merkileg. Ég var í
barnaskóla út í Glerárhverfi og
það var mín eina skólaganga þar
til ég settist á skólabekk í Iðn-
skólanum 25 ára gamall.
Eftirför á aurbretti
í Glerárskólanum var oft mjög
gaman og mér kemur í hug Jó-
hann Scheving sem var einn af
kennurunum þar og er ákaflega
minnisstæður. Jóhann var mjög
strangur kennari og krafðist þess
að þögn væri í bekknum þegar
hann væri að kenna. Ef mis-
brestur varð á því gat hann orðið
mjög illur og lét þá gjarnan
hvína í prikinu sínu.
Skólinn var á þessum árum til
húsa þar sem barnaheimilið er
núna, á ásnum rétt neðan við
skólann í Glerárhverfi. Og einu
sinni gerðist það að Jóhann
kennari og einum af nemendun-
um lenti saman. Strákur var ekki
á sama máli og Jóhann og báðir
æstu sig upp með þeim afleiðing-
um að strákurinn hljóp á dyr og
sást síðan á harðahlaupum niður
brekkur. Jóhann sá að hann gat
ekki hlaupið strák uppi en það
vildi honum til happs að vörubíl
bar þar að í sömu svifum. Jó-
hann stökk upp á aurbretti bíls-
ins og fékk að sitja þar í eftirför-
inni. En ekki hafði hann farið
langt er honum rann reiðin og lét
setja sig af.
Jóhann var ákaflega góður
kennari og mikill persónuleiki.
Hann fór allra sinna ferða á reið-
hjóli og lét ekkert stöðva sig. Ef
snjóar voru og skaflar á vegi
hans tók hann hjólið bara á
bakið og bar það fyrir þær hindr-
anir sem framundan voru.“
- Þú sagðir áðan að þú hafir
byrjað að fara á sjó með pabba
þínum 12 ára að aldri. Varð
framhald á því?
„Nei, ekki mikið, og sem ung-
lingur var ég oftast í sendlastörf-
um á sumrin. Við vorum í
sendlastörfunum þrír bræðurnir
og fannst mjög gaman. Þá áttu
unglingar yfirleitt ekki reiðhjól
og því var dálítið „flott“ að hafa
eitt slíkt til umráða. Þetta voru
sérstök sendlahjól með grind að
framan fyrir vörurnar. Það er
gaman að hugsa til baka til þess
tíma, þótt kaupið hafi verið lágt
sem við bárum úr býtum.“
- Og hvað tók svo við að
sendlatímabilinu loknu?
„Hvalfjarðarævin-
týrið“
„Árið 1947 eða 1948 fór ég á
sjóinn og leiðin lá suður í Hval-
fjarðarævintýrið svokallaða.
Hvalfjörður var bókstaflega
fullur af síld, hún var eins og
veggur í sjónum inn um allan
fjörð. Þarna var slíkur bátafloti
að möstrin voru eins og skógur
yfir að líta.
Þarna var veitt gífurlegt magn
af síld og alltaf var landað í
Reykjavík. Þar í höfninni lá
gamli Tröllafoss, ákaflega stórt
skip, sem fleiri vikur tók að fylla
þótt stanslaust væri verið að
landa í hann. Oftast var löndun-
arbið en Tröllafoss sigldi síðan
með síldina til Siglufjarðar þar
sem hún var brædd. Það var eng-
in bræðsla í Reykjavík, þær voru
allar Norðanlands á þessum
tíma. Þetta var mikið ævintýri
sem stóð yfir í tvö ár en þá var
búið að veiða alla þessa síld.“
- Og þú varst á sjónum áfram
eftir að þessu síldarævintýri
lauk?
„Já, það má segja það, ég var
á vertíð alla vega fram til 1955
þegar ég fór að læra múrverk.
Ég vissi raunar ekkert út í hvað
ég var að fara þegar ég byrjaði
að læra það, hafði aldrei séð
múrara að störfum hvað þá
meira. En þetta blessaðist allt
saman. Ég var með prýðismönn-
um, lærði hjá Gunnari Óskars-
syni og Óskari, föður hans.
Og nú settist ég aftur á skóla-
bekk. Iðnskólinn var þá kvöld-
skóli og vissulega voru það við-
brigði fyrir mig 25 ára gamlan að
setjast aftur í skóla. Það var
haldið undirbúningsnámskeið
fyrir þá sem vildu og ég lagði mig
allan fram til að þetta mætti
takast, hreinlega lá yfir bókun-
um öll kvöld.
Þetta gat ég framleitt
sjálfur
Árið 1968, fjórtán árum eftir að
ég stofnaði heimili, fluttum við
suður og ætluðum að setjast þar
að. Við bjuggum í Kópavogi en
einhverra hluta vegna seldi ég
ekki húsið okkar hér. Svo gerð-
ist það að ég sá framleiðslu á
steyptum hellum og að það var
verið að flytja þessar hellur á
bílum hingað norður í miklum
mæli. Þar sem ég var múrari
fannst mér endilega að ég yrði
að stöðva þetta því hellurnar
gæti ég framleitt sjálfur norður á
landi. Ég flutti því til Akureyrar
aftur og fór fljótlega í hellufram-
leiðsluna.“
- Og þá varð Hellusteypan
til?
„Já, en heldur var þetta nú
smátt í upphafi. Ég var með
þetta í bílskúrnum heima til að
byrja með og var með ansi frum-
stæð tæki. Eg hef átt fjórar teg-
undir af vélum til framleiðslunn-
ar og ein þeirra var t.d. þannig
að maður hékk hálfpartinn á
henni þegar hún var að hrista
efnið saman og þjappa það og
maður víbraði allur með. Það
var ekki ólíkt að vinna með
þessa vél og vinna á loftpressu.
Þetta var nú eiginlega tíara
tómstundagaman til að byrja
með en þegar fram i' sótti og fólk
fór að kaupa hellurnar í auknum
mæli hætti ég alveg í múrverkinu
og sneri mér alfarið að þessu. Þá
fékk ég nýja vél sem sá alveg um
víbringinn þannig að ég slapp
alveg við það púl. Núna á ég vél
sem gerir þetta eiginlega allt
sjálf. Það þart einungis að
moka efninu í hana og svo sér
hún um afganginn og raðar
meira að segja hellunum upp
þegar hún hefur framleitt þær.“
- Snúum okkur aðeins að
íþróttunum aftur í lokin.
„Já, ég hef alltaf stundað ein-
hverjar íþróttir. Eftir að knatt-
spyrnunni sleppti tók skalltenn-
isinn við, sú íþrótt sem ég held
að hafi hvergi verið stunduð hér
á landi nema á Akureyri. Skall-
tennisinn snýst um það að halda
bolta á lofti og keppa tvö lið í
einu og senda boltann yfir net.
Þessi íþrótt er prýðisgóð æfing
við að taka á móti bolta, halda
honum á lofti og senda hann vel
frá sér en þetta eru aö mínu mati
grundvallaratriði í knatt-
spyrnu."
„Það eru fleiri á
vellinum en þú
Aggi“
- Það gengur víst ýmislegt á
þegar keppt er í þessari íþrótt
þótt liðin séu aðskilin með net-
inu á miðjum vellinum.
„Já, blessaður vertu og ég er
víst ekki barnanna bestur með
mitt keppnisskap. Ármann
Helgason sagði víst við mig einu
sinni sem oftar þegar honurn
þótti mikið ganga á hjá mér og
frekjan keyrði úr hófi fram:
„Heyrðu, það eru fleiri á vellin-
um en þú Aggi.“ - Ég þyki víst
nokkuð frekur og kappsfullur
íþróttamaður."
- Ogennertþúaöogkeppirí
blaki.
„Já, ég æfi blak með Sundfé-
laginu Óðni og við höfum tekiö
þátt í íslandsmóti „öldunga"
undanfarin ár og hafnað í 2.
sæti. En það stendur nú til bóta,
við krækjum okkur líklega í ís-
landsmeistaratitilinn næst.“
- Og þú ert ekkert á þeim
buxunum að hætta þinni íþrótta-
iðjun?
„Nei, nei, það er alveg ákveð-
ið. Ég hætti ekki í íþróttum fyrr
en ég get ekki meira og verð að
hætta af þeim sökum. Það er
undirstaða í lífinu að hreyfa sig,
sama á hvaða sviði það er. Eg
segi oft við strákana mína að
vinnan sé undirstaðan í lífinu en
það er víst að hreyfingin verður
að vera með í spilinu.“
6 - DAGUR -11. mars 1983
11. mars 1983 - DAGUR - 7