Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 11
HVAÐERAÐ GERAST? Tosca á Akureyri Pað verður væntanlega mikið um dýrðir í íþrótta- höllinni á Akureyri annað kvöld en þá flytur Sin- fóníuhljómsveit íslands, Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvarar, óperuna Tosca eftir Puccini. Þessi uppfærsla af Tosca sem flutt hefur ver- Kristján Jóhannsson. ið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu hefur hlot- ið mikið lof gagnrýnenda jafnt sem almennings og verður örugglega gaman að fylgjast með því hvern- ig til tekst á morgun. Hús- fyllir verður örugglega í Höllinni og víst er að þó óperuunnendur verði þar fjölmennir, þá koma ekki færri til að hlusta á söng Kristjáns Jóhannssonar, teórsöngvara sem syngur nú á heimavelli í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Einsöngvarar auk Krist- jáns eru þau Sieglinde Kahmann sem hefur ekki síður fengið mikið lof fyrir söng sinn í þessari óperu, Róbert Becker, bandarískur baryton, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Elín Sigurvinsdóttir og Már Magnússon. Það er hinn heimskunni stjórnandi Jacquillat sem stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni en stjórnandi Söngsveit- arinnar Fílharmoníu er Guðmundur Emilsson. Tónleikarnir hefjast kl. 19 en flutningur óperunn- ar tekur tæpa þrjá tíma. Firmakeppni í knattspymu Mjög góð þátttaka er í Firmakeppni Knatt- spyrnuráðs Akureyrar í innanhúsknattspyrnu sem hefst á morgun og lýkur á þriðjudag. Þátttökuliðnum er skipt í fjóra riðla, og hefst riðlakeppnin kl. 9.30 í fyrramálið. Leikir verður stanslaust til kl. 15 en þá er gert hlé til kl. 17. Á sunnudag taka knatt- spyrnumennirnir daginn snemma, þeir mæta til leiks kl. 9.30 og leika stanslaust til kl. 20 um kvöldið. Þessir leikir verða í íþróttaskemmunni og að þeim loknum standa fjög- ur lið uppi sem sigurveg- arar i riðlakeppninni. Þau mæta svo í Skemmuna kl. 20 á þriðjudagskvöld og leika til úrslita um efstu sætin í mótinu. Handbolti þeirra yngstu Síðari umferð Akureyrar- móts yngri flokka í hand- knattleik verður leikin nk. mánudagskvöld í íþróttahöllinni og hefst keppnin kl. 18.15. Fyrst eru þrír leikir í 6. aldursflokki karla, kl. 19.30 er svo leikur í 3. flokki kvenna, þá þrír leikir í 5. flokki karia, því næst tveir leikir í 4. flokki karla og lestina rekur svo leikur í 3. flokki. Og að sjálfsögðu eru það Pór og KA sem bítast um titlana í öllum þessum flokkum. Rokk í Rauða húsinu Á morgun (laugardag) kl. 15 hefjast rokktónleikar 6 akureyrskra rokkhljóm- sveita í Rauða húsinu. Hljómsveitirnar sem þar koma fram eru ÁRT, DES, EKKERT, Vil, ODDS og SVALL- BRÆÐUR. Allir þessir rokkarar eru táningar og flytja eig- in tónsmíðar. uasýmng hja Höldi og Heklu Á laugardag og sunnu- dag frá klukkan 13-18 báða dagana verður bflasýning að Fjölnis- götu 2a á Akureyri á 1983 árgerðum frá Mitsubishi. Meðal bíla sem á sýn- ingunni verða eru hinn st'órglæsilegi sportvagn Turbo Starion, einnig Turbo Sapporo og Turbo Colt. Pá verða einnig sýndir nýju fjórhjóladrifssendiferða- bílarnir í tveimur stærð- um. Á sýningunni verður einnig kynning á Pion- eer stereóviðtækjum í bíla og veittur sérstakur sýningarafsláttur á þeirn. Pepsí verður framreitt handa gestum og Bautinn kynnir nýjar ídýfur og salöt. Að sýn- ingunni standa Höldur sf. og Hekla hf. Jón HcWimim, einn af mittarstólpum Þórs Þór gegn UMFS Tveir leikir í 1. deild Is- landsmótsins í körfu- knattleik eru á dagskrá um helgina og fara þeir báðir fram á Akureyri og það eru lið Þórs og UMFS frá Borgamesi sem eigast við. Fyrri leikurinn er í kvöld og hefst hann kl. 19.30 í íþróttahöllinni. Liðin mætast svo aftur á morgun (laugardag) og -rður þá íþrótta- skemman á ný vettvangur kappleiks því höllin er upptekin vegna sinfóníu- tónleika. Leikurinn í Skemmunni á morgun hefst kl. 15.30. „Lísa“ Leikklúbburinn Saga frumsýnir á morgun rokk- söngleikinn „Lísa í Undralandi" kl. 20.30 í Dynheimum. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og um tón- listina sér hljómsveitin 'kl. Önnur sýnir verður á mánudagskvöld og þriðja áyning á þriðjudagskvöld. Miðasala er í Dynheim- um frá kl. 16 sýningardag- ana. Síminn er 22710. Skíðaganga í Kjamaskógi. Guðrún sýnirí Rauða húsinu Á sunnudag kl. 16 opnar Guðrún Tryggvadóttir sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu. Guðrún er Reykvíking- ur og stundaði nám þar og víðar í Evrópu. Síðast sýndi Guðrún á Gull- ströndinni í Reykjavík. Sýningin stendur til fimmtudagsins 17. mars og verður opin daglega frákl. 16 til 20. Framtíðin með merkjasölu Kvenfélagið Framtíðin heldur sína árlegu merkjasölu nk. laugar- dag, 12. mars. Allurágóði af sölunni rennur í elli- heimilissjóð félagsins en tekjum úr sjóðnum verja Framtíðarkonur til stuðn- ings við dvalarheimili aldraðra. Síðastliðin 2 ár hefur félagið gefið 110 þúsund til þessara mála. Félagskonur vonast því eftir að bæjarbúar taki vel á móti þeim nk. laugar- dag. Bikarmót unglinga á Dalvík Nú um helgina fer fram á Dalvík bikarmót unglinga og er það síðasta bikar- mót fyrir unglingameist- aramótið er fram fer á Akureyri 7.-10. apríl. Nú fer að styttast í Andrésar Andar leikana og hver að verða síðastur að hljóta rétt til að keppa þar. Foreldraráð hvetur alla 12 ára og yngri er hugsað hafa sér að taka þátt í leikunum að mæta vel á æfingar og í þau mót en eftir eru fram að And- résar leikunum en þar verður keppt í svigi, stór- svigi, göngu og stökki. Akureyringar, nú er nægur snjór, tökum öll þátt í Norrænu fjöl- skyldukeppninni á skíð- um. Kjama- mótið í skíðagöngu Hið margfræga Kjarna- mót í skíðagöngu fer fram í Kjarna laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Þá fer fram keppni fyrir þá er vilja láta taka tíma af sér, og kl. 15.00 verður mót fyrir alla er vilja ganga óþvingaðir og trimma. Tökum öll þátt í þessu almenningsmóti í Kjarna. Allir fá viðurkenningu. 11/mars 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.