Dagur - 11.03.1983, Blaðsíða 12
SMIÐJAN
Akureyri, föstudagur 11. mars 1983
Ur
gömlum
Defn
árið 1948
Engir kúlupennar til
29. september. Sú var tíðin að sjálfblekungar fengust i
hverri ritfangaverslun, margar tegundir. En eins og marg-
ir aðrir góðir hlutir eru þeir nú algerlega ófáanlegir. Nú
upplýsir norskt blað að íslendingar hafi keypt nokkur þús-
und norskra kúlupenna frá A/S Reynolds í gegn um Clear-
ing-viðskipti. - Má því vonandi gera ráð fyrir að þessi vara
sjáist í verslunum á þessu ári.
Úr íþróttaþætti
20. október. Nú er vetrarstarfið hafið í fimleikasölun-
um uppi á-Brekkunni. Hvern virkan dag frá morgni til
kvölds er þar um slóðir fólk á ferli, fólk á öllum aldri og af
öllum gerðum. En innandyra er hoppað og hlaupið, boðið
og baðað leikið og keppt af lífi og sál. Mest ber þarna -
eðlilega eins og viðar - á skólafólkinu úr barnaskóla,
gagnifræðaskóla, kvennaskóla o.fl. En auk þess mæta þar
stærri og smærri hópar áhugamanna og kvenna, aðallega
til æfinga í handknattleik og badminton. Nú er þar einnig
byrjað með æfingar i frjálsíþróttum - hlaupaæfingar - og
knattspyrnu (í öðru veldi). Fimleikar virðast helst útund-
an og er slæmt til þess að vita . . .
Framsóknar-whist
27. október. - Framsóknarfélag Akureyrar hefir
skemmtikvöld í GUdaskálanum á fimmtudagskvöldið kl.
8.30. Aðalskemmtiatriðið er Framsóknar-whist, en auk
þess sýnir Edward Sigurgeirsson nýjar íslenskar kvik-
myndir og e.t.v. verður fleira til skemmtunar. Aðgöngu-
miðar fást í Komvöruhúsi KEA i dag og á morgun. - Menn
eru áminntir um að hafa með sór spil og blýant.
„Raninn“ skemmdur
3. nóvember. Nú rétt fyrir mánaðamótin kom hingað
danskt skip með sement. Þegar skipið var að leggjast að
bryggju 28. f.m. rakst það á hlífðarranann sem er norður
úr Torfunefsbryggjunni og laskaði hann. Rani þessi var
byggður á sl. ári með ærnum tilkostnaði og er ætlaður til
hlífðar skipakvinni. Bærinn mun hafa óskað mats á
skemmdunum.
Eplarækt á Akureyri
10. nóvember. - í dagblaðinu Vísi birtist fyrir nokkrum
dögum viðtal við dr. Áskel Löve. Segir doktorinn þar frá
stöðinni hér á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildar.
Hafi trón þrifist prýðilega og miklu betur en gera mátti ráð
fyrir. Er gefið í skyn í blaðinu að hér sé um mikla nýjung að
ræða og merkilega. Sannleikurinn er hinsvegar sá að epla-
tré hafa verið ræktuð í görðum hér síðan 1931 (og e.t.v.
fyrr) og hafa oft borið ávöxt. T.d. hefur Jónas Þór verk-
siniðjustjóri fengið ávexti á trén sín flest árin, síðast nú í
sumar. Fleiri bæjarmenn hafa ræktað eplatré.
Auglýsing
8. desember. Nýtt klósett (iágskolandi) til sölu. Sá sem
getur láið málningu gentur fyrir. A.v.á.
Tundurdufl við Glerá
15. desember. í gærmorgun varð tundurdufl landfast
hér við Glerárósa. Hefir það væntanlega rekið hér inn allan
fjörð. Lögreglan fór á vettvang í gær og festi duflið. Lög-
reglan vill stranglega vara fólk við að koma nálægt
Glerárósum nú um sinn. Duflið verður gert óvirkt strax og
nauðsynleg tæki fást send hingað frá Reykjavik.
Eiturplantan Moggi
15. desember. Ljót lýsing var gefin á blaðamennsku
Reykjavíkurkommúnistanna 1 30 ára afmælisblaði Verka-
mannsins hér á dögunum. Þar var sagt frá því að Sjálf-
stæðisflokkurinn „geti státað af því að eiga útbreiddasta
blað landsins en það er eiturplantan Moggi. Þjóðviljinn er
númer tvö." - Þannig er þessi samanburður í blaðinu. Les-
endur munu yfirleitt telja þetta óþarfa hógværð hjá blað-
inu og hiklaust skipa Þjóðviljanum þarna í fyrsta sætið.
Opnum kl. 17.00 laugadaginn
12. mars vegna óperugesta.
Einkasamkvæmi kl. 20.00.
Þá var Bárðardalurínn
kallaður, ,Dauðahafíð4 6
Rætt við Þórólf
Jónsson í
Stórutungu
- Hún er nú ósköp daufgerö
þessi pólitík nú á dögum en hér
áður fyrr var pólitíkin lífleg og
skemmtileg. I þá tíð var Bárð-
ardalurinn nefndur „Dauða-
hafið“ af íhaldsmönnum því
að allir bændur í Bárðardal
voru þá framsóknarmenn,
utan einn sem kaus íhaldið.
Sá sem þetta mælir er Þórólfur
Jónsson í Stórutungu í Bárðardal,
en Þórólfur var um árabil frétta-
ritari Dags í S-Þingeyjarsýslu.
Þórólfur sem nú er orðinn 77 ára
gamall brá búi fyrir nokkrum
árum en býr þó ennþá í heima-
högunum þar sem sonur hans er
nú bóndi.
- Ég byrjaði mína fréttaritara-
tíð þegar Haukur Snorrason varð
ritstjóri á Degi. Ætli það hafi ekki
verið rétt eftir stríðslok en síðan
sendi ég fréttir nokkuð reglulega
fram til 1978 eða 1979. Þetta voru
mest fréttir um hitt og þetta sem
gerst hafði í sveitinni og eins var
oft hringt í mig og ég spurður tíð-
inda. Mér þótti það ekki verra
enda oft erfitt að meta hvað
mönnum á Akureyri þótti
fréttnæmt.
- Hvað hefur þú fylgst lengi
með Degi?
- Þau eru orðin mörg árin sem
ég hef fylgst með Degi. Ég var
hálfgerður stráklingur þegar ég
byrjaði að lesa blaðið og ég man
alltaf eftir viðræðum föður míns
og Jónasar Þorbergssonar þáver-
andi ritstjóra Dags um klukkuna.
Þetta var í sláturtíðinni og faðir
minn og Jónas voru alveg sam-
mála um nauðsyn þess að flýta
klukkunni þannig að hún væri
samstíga sólinni. í þá daga var
fylgst með hvað tímanum leið á
gangi sólar og hlaðnir grjótvarðar
eða svokölluð eyktarmörk voru í
nágrenni flestra bæja. En hin
opinbera klukka í Reykjavík
stemmdi sem sagt ekki við sólina
a.m.k. ekki hér fyrir norðan og
*
k
'i ■
\0
J*
■..................................................
...........-
Þórólfur Jónsson með tvö eintök af Degi. Annað nýtt en hitt jólablað frá
árinu 1948.
árangur þessara viðræðna föður
míns og Jónasar var sá að Jónas
mun hafa sent skeyti samdægurs
til atvinnumálaráðuneytisins og
beðið um lagfæringu á klukkunni.
Hvort þetta skeyti hafði einhver
áhrif skal ég ekkert um segja en
hitt er víst að skömmu síðar var
klukkunni breytt og var þá eins og
faðir minn og Jónas höfðu viljað.
- Hvernig finnst þér Dagur
hafa þróast í tímans rás?
- Það hafa auðvitað orðið
mjög miklar breytingar áblaðinu.
Útgáfudögum hefur fjölgað og
blaðið hefur stækkað og ætli það
hafi ekki batnað líka. Annars er
ég kannski ekki dómbær á það en
ég hef fylgst vel með jólablöðun-
um og safnað þeim eftir föngum.
Það er mikið af afbragðs lesefni í
gömlu jólablöðunum enda voru
þessi blöð nánast lesin upp til
agna hér áður fyrr.
- Nú hefur þú brugðið búi.
Hvernig heldur þú að það sé að
vera bóndi í dag miðað við það
sem var þegar þú byrjaðir að búa?
- Það er örugglega ákaflega
ólíkt. Fyrir þá sem hafa þetta í
sér, er það í blóð borið, héld ég að
sé gott að vera bóndi í dag en hinir
ættu að fá sér eitthvað annað að
sýsla við. Nú getur fólk valið um
svo margt sem ekki var til að
dreifa hér áður fyrr. Fólk getur
Mynd: ESE
gengið menntaveginn án þess að
þurfa til þess óskaplega fjármuni
og þessa möguleika á fólk að
nota. Ég held að landbúnaðurinn
sé ein allra erfiðasta atvinnugrein-
in í dag og þeir sem velja sér starf
bóndans mega aldrei slaka á og
ekkert má útaf bera. Ef það gerist
þá er komið í óefni og því vona ég
að einungis þeir sem hafa upplag í
að gerast bændur veljist í það
starf.
- Nú hefur þú brugðið búi.
Hvernig heldur þú að það sé að
vera bóndi í dag miðað við það
sem var þegar þú byrjaðir að búa?
- Það er örugglega ákaflega
ólíkt. Fyrir þá sem hafa þetta í
sér, er það í blóð borið, héld ég að
sé gott að vera bóndi í dag en hinir
ættu að fá sér eitthvað annað að
sýsla við. Nú getur fólk valið um
svo margt sem ekki var til að
dreifa hér áður fyrr. Fólk getur
gengið menntaveginn án þess að
þurfa til þess óskaplega fjármuni
og þessa möguleika á fólk að
nota. Ég held að landbúnaðurinn
sé ein allra erfiðasta atvinnugrein-
in í dag og þeir sem velja sér starf
bóndans mega aldrei slaka á og
ekkert má útaf bera. Ef það gerist
þá er komið í óefni og því vona ég
að einungis þeir sem hafa upplag í
að gerast bændur veljist í það
starf.
Erum að fá mikið úrval af
bamafatnaði
næstu daga.