Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJ0RNSSON (HÚSAVÍK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN. DAGSPRENT HF. „Kjarni fárra gegn fjöldanum“ „í stað tillitsemi og umburðarlyndis stefnir nú í átt til aukins flokksræðis, sem þrengja mun flokkinn utan um harðan kjarna fárra, gegn fjöldanum", segir í yfirlýsingu frjálslyndra sjálfstæðismanna sem nýlega hefur verið send fjölmiðlum. í upphafi yfirlýsingarinnar segir: „Á undanförnum árum hefur flokksræði og óbilgirni færst í vöxt innan flokksins" og ennfremur „að einstrengingsleg öfl innan flokksins hafa frekar sinnt öðrum málum en þeim er varða einstaklinginn og frelsi hans til athafna". Þá segir ennfremur í lok yfirlýsing- arinnar: „Nú hefur dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum og höfum við því ákveðið að bíða átekta en fylgjast vel með framvindu mála. “ Það er engu líkara en Sjálfstæðisflokkurinn sé nú um það bil að klofna í frumeindir sínar. Þó Gunnar Thoroddsen sé hættur í stjórnmál- um er ljóst að Gunnarsarmurinn í Sjálfstæðis- flokknum er enn til staðar, bíður átekta og fylgist vel með framvindu mála. Annar óánægjuhópur fyrirfinnst í Sjálfstæð- isflokknum og það eru þeir sem telja að hann hafi brugðist skyldu sinni við íbúa dreifbýlis- ins sem landsflokkur. Flokksforustan markaði stefnuna um flutning atkvæðavægis til þétt- býlisins á höfuðborgarsvæðinu án tillits til sjónarmiða þeirra sem búa á landsbyggðinni. Þingmenn flokksins í dreifbýlinu brugðust hver af öðrum, töluðu um sáttaleið en létu þess ógetið að önnur mannréttindi en kosn- ingaréttinn þyrfti að leiðrétta jafnframt. Þriðji óánægjuhópurinn er svo sá sem kallar sig „Samtöklýðræðissinna11 og samanstendur af kjarna mjög hægrisinnaðra sjálfstæðis- manna, framámönnum úr röðum ungra sjálf- stæðismanna og dyggum stuðningsmönnum frjálshyggjuíhalds af verstu gerð. Þessi hópur lýsir vanþóknun sinni á þeirri afgreiðslu Al- þingis í kjördæmamálinu að hafa að engu áskoranir kjósenda um að atkvæðisréttur landsmanna verði jafnaður að fullu. Auk þessara þriggja óánægjuhópa, en tveir þeirra hafa raunar sameinast í sérstökum samtökum annarsvegar lýðræðissinna og hinsvegar frjálslyndra, eru fjölmargir kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins mjög óánægðir með ábyrgðarleysi flokksins í stjórnarandstöðu við afgreiðslu ýmissa mikilvægra mála. Af þessu má ljóst vera að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins vita lítið sem ekkert um það hvaða stefnu flokkurinn mun taka eftir kosn- ingar. Sameinaðir sjálfstæðismenn eru ekki til nema sem takmarkaður hópur í nánum tengsl- um við flokksforystu Geirs Hallgrímssonar. Amtsbókasaf n i ð: Ókeypis þjónusta eða afnotagjald? Áríð 1907 birtist í blaðinu „Norðurland“ á Akureyrí grein er nefndist „Bókasafn- ið“. Höfundur hennar var Guðmundur Hannesson þá- verandi héraðslæknir á Akur- eyri. Þar segir meðal annars: „Margt hefur tekið stakkaskipt- um í Akureyrarbæ á síðustu ára- tugum og fátt svo að ekki hafi breyst til batnaðar. Bókasafnið meðal annars. Fyrir rúmum tíu árum var bókasafnið nokkurs konar fólg- inn fjársjóður. Fáeinir menn öfluðu þeirra bóka handa safn- inu sem þá langaði til að lesa, eða nánustu kunningja þeirra og sárafáir höfðu mannrænu til þess að gjalda tveggja krónu árstil- lag, sem krafist var af þeim er nota vildu safnið. Ekki man ég hve margir notuðu safnið, þau árin, en mig minnir að þeir færu ekki fram úr 20. Þetta var einstaklega þægilegt fyrir þá útvöldu, mennina sem flestum framar höfðu efni til þess að afla sér bóka sjálfir. Þeir gátu látið safnið kaupa þær og það var ekki hættan á að ekki yrði í þær náð. Væri einhver bók í útláni var auðfundið hver af kunningjunum hefði hana að láni. Það er því von þó stöku manni finnist eftirsjón í þessu gamla sakleysisástandi safnsins. En hitt er víst, að sauðsvartur almúginn hafði lítið af safninu að segja. Hann sparaði þessar tvær krónur á ári og varð ekki ríkari fyrir það, hvorki af fé né mannviti. Svo komst safnið í hendur Páls heitins Briems. Hann breytti því að ýmsu leyti og jók tekjur þess að miklum mun, en aðalbreytingin var sú að hann leyfði öllum ókeypis afnot safnsins. Það var að vísu ólíklegt að þetta tveggja króna árgjald fældi marga frá safninu en raun- in varð sú að óðar og það var afnumið streymdi fólkið þangað og útlánin uxu eins og á í leys- ingu. Bókavöðurinn neyddist til að fá sér aðstoðarmann á útláns- dögunum og að lokum var eigi unnt að afgreiða þá sem komu, þó bókavörðurinn bætti alla- jafna að drjúgum við útlánstím- ann sem að vísu var af skornum skammti, einn tími á viku. Þá var útlánstíminn aukinn um helming og lánað út tvo daga í viku. Þessi viðbót hefur enn reynst ónóg. Stundum hefur tíminn ekki hrokkið til afgreiðsl- unnar. Þetta hefur verið þýðing- armikil framför. Lestrarfýsn almennings hefur glæðst og safn- ið hefur komið fjölda manna að notum, jafnt ríkum sem fátæk- um.“ Svo mörg voru þau orð þessa mikla framfaramanns Guð- mundar Hannessonar. Hann fullyrðir að afnám afnotagjalds hafi vakið safnið af dvala sínum og gert það að almenningseign, enda voru tvær krónur á þessum tíma sem nam daglaunum verkamanns fyrir tíu tíma vinnu og um leið ríflegt bókarverð. Ástæðan fyrir því að þatta er gert að umræðuefni hér, er sú til- laga bæjarráðs frá 3. mars sl., •um að fela bókasafnsnefnd að fjalla um þá hugmynd að selja útlánakort safnsins. Skyldi það gefa kr. 300 þús- und í tekjur á yfirstandandi ári. Hér virðist gert ráð fyrir því að aðeins þeir sem fá lánaðar bækur út af safninu greiði fyrir afnotin því það er nánast ógjör- legt að taka gjald fyrir þá þjón- ustu sem veitt er innanhúss svo sem afnot af lestrarsal og hand- bókadeild, einnig blaða og tíma- ritalestri og eru þetta þó stórir liðir í starfsemi safnsins. Ýmsir hafa bent á að flestöll bókasöfn landsins selji útlánakortin og er það rétt en í flestum tilfellum mætti frekar flokka það undir hefð en tekjustofn. Allavega er það víst að ef Amtsbókasafnið ætti að hafa 300 þúsund króna tekjur af sölu á lánþegakortum í ár þá þyrfti að selja þau tvisvar til þrisvar sinnum hærra verði en gert er hjá öðrum bókasöfnum. Bókasafnsnefnd hefur hafnað þessari hugmynd. Það er kannski verið að gera of háar kröfur til hins opinbera þegar til þess er ætlast að bóka- söfn séu opin að kostnaðarlausu fyrir hvern sem er og víst má um það deila hvort rétt sé að verja almannafé til þess að gera fólki það kleift að fá lánað lesefni sér til afþreyingar. En það verður ætíð svo að mikið lánast út af góðum og nytsamlegum bókum þegar fólk hefur góðan aðgang að bókakosti safnsins og getur valið sér bækur í ró og næði. Það ætti að vera markmið allra íslenskra bókasafna að veita öllum sem þess óska endurgjaidslausa þjónustu svo framarlega að þeir uppfylli öll skilyrði um skilvísi og góða með- ferð bókanna. Lárus Zophoníasson, amtsbókavörður. Lárus Zophoníasson, amtsbókavörður. 4 - DAGUR - 24. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.