Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 12
IMK ONY-FLEX IV ATNSKASSAHOSUR s r** s s | co Skákþing Norðlendinga: Pálmi efstur í opna flokknum Skákþing Norðlendinga var haldið á Sauðárkróki um helg- ina. Þátttakendur voru um 60 og mun það vera næstmesti þátttakendafjöldi á slíku móti. Teflt var í þremur flokkum, þ.e. opnum flokki og unglinga- ftokki. í opna flokknum voru 34 keppendur og voru tefldar átta umferðir eftir Monrad kerfi. Norðurlandsmeistari var Pálmi Pétursson, Akureyri, með 6 og hálfan vinning, í öðru sæti Áskell Örn Kárason, Akureyri, með5og hálfan vinning og í 3.-5. sæti urðu Gylfi Þórhallsson, Akureyri, Bragi Halldórsson, Sauðárkróki og Þór Valtýsson, Akureyri. Gylfi hreppti 3. sætið þar sem hann hafði teflt við stigahærri einstak- linga. í unglingaflokki voru tefldar 9 umferðir. í 1. sæti varð Páll A. Jónsson, Siglufirði, með 8og hálf- an vinning, í 2. sæti varð Árni Hauksson, Akureyri, með 7 vinn- inga og í 3. sæti varð Erlingur Jensson, Sauðárkróki með 6 og hálfan vinning. Konur tefldu í opna flokknum en aðeins ein kona mætti til leiks, Sveinfríður Halldórsdóttir, og fékk hún tvo og hálfan vinning í þeim flokki og varð Norðurlands- meistari kvenna. O.J. Skátar með skeyta- sölu Skátafélögin á Akureyri verða nú um fermingardagana eins og undanfarin ár með sölu á ferm- ingarskeytum. Tilgangur þessarar sölu er ann- ars vegar þjónusta við bæjarbúa og hins vegar er þetta aðal fjáröfl- unarleið skátafélaganna í bænum. Útsölustaðir eru við útibú K.E.A., Hrísalundi, Kaupangi, Byggðavegi og Höfðahlíð. Auk þess verður selt í anddyri Útvegs- bankahússins og úr skúr á horni Hlíðarbrautar og Teigarsíðu. Opnunartími sölustaða er 10 - 17 alla fermingardagana. Unnið við nýja Dróttskátaskálann. Ferðin kostaði um44 þúsund Keppnislið Skíðaráðs Akureyr- ar í karla- og kvennaflokki hélt til Reykjavíkur um síðustu helgi og var ætlunin að taka þátt í móti sem vera átti í Blá- fjöllum. Hópurinn sem taldi 20 manns hélt suður á föstudagskvöld. Þeg- ar keppnin átti að hefjast á laugar- dag var veður þannig að slíkt reyndist ekki framkvæmanlegt og svo fór að ekkert var hægt að keppa í Bláfjöllunum um helgina. Sl. timmtudag var gerð frá Akureyrarkirkju útför Áma Magnússonar. Á undan líkfylgdinni riðu félagar úr Hesta- mannafélaginu Létti, en Árai var heiðursfélagi Léttis og formaður og í stjóm félagsins í mörg ár. Óveður í Skagafirði Sauðárkróki, 21. mars. Seinni part laugardags gerði mjög slæmt veður að vestan og suðvestan á Sauðárkróki. Var fannkoma og kóf svo mikið að i varla sá út úr augum og mun þetta vera eitt af verri veðrum sem komið hafa á Sauðárkróki ■ vetur. Ekki festi þó mikinn snjó, enda var mjög hvasst. Ekki létu Skagfirðingar þó þetta mikla veður aftra sér við skemmtanahald og stormuðu um 450 manns á árshátíð hesta- mannafélagsins í héraðinu sem fram fór í Miðgarði og var þar gleði mikil. Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar, sem átti að byrja að spila á dansleiknum um kl. 23, hélt frá Sauðárkróki um klukkan 22 en kom ekki fram í Miðgarði fyrr en klukkan hálf tvö. En á meðan hljómsveitin var að brjót- ast um í óveðrinu héldu veislugest- ir uppi söng og glasaglaum sér til skemmtunar og var skemmtunin bara framlengd og dansað fram á morgun. Einnig var dansleikur hjá hjónaklúbbnum hér á staðn- um og mættu þar um 100 manns. Tók það suma um 20 mínútur að komast á dansleikinn þó þeir ættu aðeins nokkur hundruð metra að fara. Aðfaranótt mánudags gerði hér stórhríð af norðvestri og var öllu skólahaldi aflýst hér á staðnum. Þegar þessar línur eru skrifaðar sér varla út úr augum fyrir hríð og kófi. Ekki er vitað til þess að nein- ir skaðar hafi orðið í þessum veðraham og ekki mun vera ófært um héraðið, hinsvegar er ófært til Siglufjarðar vegna óveðurs og ófært er um Vaðlaheiði. Öxna- dalsheiðin mun vera faer stórum bílum og jeppum samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni á Sauðárkróki. Ó.J. Að sögn Þrastar Guðjónssonar formanns Skíðaráðs Akureyrar nam ferðakostnaður við þessa ferð um 24 þúsund krónum. Þar við bættist gisting og uppihald fyrir hópinn sem er lauslega áætl- að um 1000 krónur á hvern mann. Heildarkostnaður Skíðaráðsins við þessa ferð sem varð til einskis var því um 44 þúsund krónur og þarf varla að taka það fram hversu mikið áfall það er févana Skfða- ráðinu. Mótið sem taka átti þátt í var svokallað punktamót og verð- ur það haldið í Bláfjöllum síðar. Trjákvoðuverksmiðjan: Hjörleifur fundaði á Húsavík — ekkert nýtt að frétta af málinu Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, hélt um helgina fund með bæjaryfirvöldum á Húsavík þar sem hann kynnti skýrslu íslenskra og finnskra vísindamanna varðandi trjá- kvoðuverksmiðju sem áformað er að rísi hér á landi en talið hefur verið fullvíst að verk- smiðjan verði staðsett í eða við Húsavík. „Það er ekkert um þetta mál að segja til viðbótar því sem fram hefur komið áður,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, er Dagur ræddi við hann eftir helgina. „Þessu máli verður hald- ið áfram og það verður nú tekið til við framhaldsrannsóknir." - Það hefur heyrst að svo gæti farið að verksmiðjan verði sett niður annarsstaðar en við Húsa- vík og mun staðarvalsnefnd hafa það mál til athugunar. Aðspurður sagði Bjarni að ekkert nýtt hefði komið fram í því sambandi á fundinum. Þess má geta hér að frumkvæðið í þessu máli kom frá Húsvíkingum á sínum tíma og hefur í öllum rannsóknum sem unnið hafa verið varðandi þetta mál verið gengið út frá því að verksmiðjan yrði staðsett þar. I ra \h w m GJ Ji. # Stóraukin fjórðunga- barátta Andrés Kristjánsson skrifaði nýlega grein í Tímann um at- kvæðavægi og sagði m.a. í til- efni tilfærslu atkvæðavægis frá dreifbýli til þéttbýlis: „Þeg- ar atkvæðavægi verður nú leiðrétt nokkuð, sem auðvitað verður ekki hjá komist, verður allt að helmingur þingmanna fulltrúar þéttbýlisins á suð- vesturhorni... Hags lands- byggðarinnar verður ekki eins vel gætt í löggjöf og framkvæmdum og fólksflutn- ingar til suðvesturhornsins aukast að nýju.“ Andrés spáir því að ný og stóraukin fjórð- ungabarátta muni koma í kjölfarið, barátta fyrir meira sjálfsforræði og meiri hlut- deild í atvinnu- og ríkisstarf- semi. Hann telur að baráttan fyrir jafnrétti á milli landshluta muni færast á nýjan grundvöll og nú verði áreiðanlega ekki látið við það sitja að tala fyrir daufum eyrum flokka sem eiga allt sitt undir ftökum í þéttbýlinu. Sérstök byggða- jafnvægisframboð muni koma fram. # Má treysta flokkunum? Það er afleitt ef almenningur getur ekki treyst flokkum sín- um til að berjast fyrir svo mikílvægu máli sem byggða- jafnvægi er. En þeim sem hyggja á sérstök byggðajafn- vægisframboð skal bent á að slíkt framboð er þegar fyrir hendi þar sem Framsóknar- flokkurinn er. Hann hefur ávallt barist fyrir bættum hag landsbyggðarínnar og þar með jafnvægi milli lands- hluta. Því miður hafa aðrir flokkar ekki talið sér fært að taka undir þetta sjónarmið þegar á hefur reynt. # Öll sín ítök á höfuðborgar- svæðinu Glöggt dæmi um þetta er af- staða sjálfstæðis- og alþýðu- bandalagsmanna til tillögu Stefáns Valgeirssonar og Ólafs Þ. Þórðarsonar, þing- manna Framsóknarflokksins í Nl. eystra og á Vestfjörðum um að draga úr misréttinu milli landshluta með því að taka tillit til kostnaðar vegna búsetu og hversu auðveldan aðgang fólk hefur að þjón- ustu hvers konar við álagn- ingu skatta. Ofangreindir flokkar eiga allt sitt undir ítök- um á höfuðborgarsvæðinu (úrslitin ráðast þar eins og Svavar Gestsson sagði svo smekklega) og þingmenn þeirra voru nær undantekn- ingarlaust á móti þessum jöfnuði. Þetta mætti lands- byggðafólk hafa í huga. Þá má minna á að skrif Dags um þessi mál hafa farfð ákaflega I taugarnar á ýmsum sem stöðu sinnar vegna hefðu að ósekju mátt taka undir þau. Byggðajafnvægisframboð er sem sagt þegar fyrir hendi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.