Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 8
AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið að aðal- skoðun bifreiða 1983 hefjist 5. apríl nk. og verði sem hér segir: 5.apríl A- 1 til A- 200 9.- A-4601 tilA-4800 6,- A- 201 til A- 400 10.- A-4801 tilA-5000 7,- A- 401 til A- 600 11,- A-5001 til A-5200 8.- A- 601 til A- 800 13.- A-5201 tilA-5400 11,- A- 801 til A-1000 20.- A-5401 tilA-5600 12.- A-1001 tilA-1200 24,- A-5601 tilA-5800 13.- A-1201 tilA-1400 25,- A-5801 til A-6000 14,- A-1401 tilA-1600 26.- A-6001 tilA-6200 15.- A-1601 tilA-1800 27,- A-6201 tilA-6400 18.- A-1801 tilA-2000 30.- A-6401 tilA-6600 19.- A-2001 til A-2200 31,- A-6601 til A-6800 20.- A-2201 til A-2400 l.júní A-6801 tilA-7000 22,- A-2401 til A-2600 2,- A-7001 til A-7200 25.- A-2601 tilA-2800 3,- A-7201 til A-7400 26.- A-2801 tilA-3000 6,- A-7401 tilA-7600 27,- A-3001 tilA-3200 7,- A-7601 til A-7800 28.- A-3201 til A-3400 8.- A-7801 tilA-8000 29- A-3401 tilA-3600 9,- A-8001 til A-8200 2. maí A-3601 tilA-3800 10,- A-8201 tilA-8400 3,- A-3801 til A-4000 13,- A-8401 til A-8600 4,- A-4001 til A-4200 14,- A-8601 til A-8800 5,- A-4201 til A-4400 15,- A-8801 tilA-9000 6,- A-4401 tilA-4600 Skoðun léttra bifhjóla fer fram 2. til 6. maí nk. Eigendum eöa umráðamönnum bifreiða ber að koma með bifreiðir sínar að skrifstofu bifreiðaeftirlitsins í lög- reglustöðinni við Þórunnarstræti og verðurskoðun fram- kvæmd þar mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Skoðun bifreiða á Dalvík og nágrenni fer fram við Víkurröst, Dalvík, dagana 16., 17., 18. og 19. maí nk. kl. 08.00 til 16.00. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir því að bifreiða- gjöld fyrir árið 1983 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg og í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Akureyri og Daivík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 23. mars 1983. Stefán Valgeirsson: Um fæðingarorlof Fæðingarorlof mun hafa verið tekið upp í ársbyrjun 1976. Það var gert á þann hátt í upphafi að atvinnuleysistryggingasjóður greiddi þá einvörðungu útivinn- andi konum fæðingarorlof og að- eins þeim sem ekki fengu slíkt hjá fyrirtækjum sem þær unnu hjá. Þegar fjallað var um þetta frum- varp í umræðunum á Alþingi kom það mjög ákveðið fram, sérstak- lega hjá þingmönnum Framsókn- arflokksins, að þetta væri allt of lítið spor í áttina til þess að létta undir með barnshafandi konum og var þá strax talið að það væri nauðsynlegt að allar konur fengju fæðingarorlof hvort sem þær væru útivinnandi eða ekki. Það var svo á nýloknu þingi sem Alexander Stefánsson, sem var fyrsti flutningsmaður, undirritaður og Ólafur Þ. Þórðarson, fluttu frumvarp um það að allar konur skyldu fá fæðingarorlof í þrjá mánuði. Með samþykki þessa frumvarps hefur mjög mikið áunnist í þessum efnum. Að tilhlutan framsóknarmanna var í upphafi sett bráðabirgðaá- kvæði í þessi lög um að heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið skyldi athuga á hvern hátt væri hægt að koma því við að konur í landinu, hvort sem þær ynnu á heimilum eða úti, fengju fæðingarorlof. Þessari athugun átti að vera lokið áður en lögin tóku gildi í ársbyrj- un 1976. Á þeim tíma var Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Það gerðist ekkert í þessum málum og á undanförnum árum hafa iðulega komið fram fyrirspurnir á Alþingi, ýmist frá framsóknarmönnum eða Helga Seljan,umhvað hefði komið út úr þessari athugun og hvað hún hefði leitt í ljós. Það gerðist ekkert í þessum málum fyrr en lögunum um fæðingarorlof var breytt 1979 á þann veg að það var ekki lengur atvinnuleysistryggingasjóður sem stóð fyrir greiðslunum heldur Tryggingastofnun ríkisins. Eftir mikla umræðu og þrýsting fékkst það inn að allar konur skyldu fá eitthvert fæðingarorlof og þær sem ekki ynnu úti skyldu fá einn þriðja þess styrks sem konur í fullri vinnu fengju og þær sem ekki væru í fullri vinnu fengju %. Framsóknarmenn voru óá- nægðir með þessa niðurstöðu vegna þess að einstæðar mæður eða eiginkonur manna sem þurfa að sækja um langan veg frá heim- ilum sínum í vinnu, t.d. sjómenn, ættu mun örðugra með að vinna úti heldur en konur sem hafa manninn heima við, jafnvel þó að hann ynni fullan vinnutíma. Þetta kæmi auk þess mjög illa við ungar stúlkur sem ekki væru búnar að vinna að ráði úti, t.d. vegnaskóla- göngu. Þrátt fyrir mikla umræðu sem varð um allt þetta mál fékkst það ekki sett í bráðabirgðaákvæði aftur að innan ákveðins tfma skyldi stíga ákveðið skref til frek- ari þróunar þessa máls. Það var svo á nýloknu þingi sem Stefán Valgeirsson. Alexander Stefánsson, sem var fyrsti flutningsmaður, undirrit- aður og Ólafur Þ. Þórðarson, fluttu frumvarp um það að allar konur skyldu fá fæðingarorlof í þrjá mánuði. Með samþykki þess frumvarps hefur mjög mikið áunnist í þessum efnum. Nú er umræða í gangi um það að þetta sé í rauninni of lítið og það er matsatriði, en við leggjum höfuð- áherslu að þær konur sem hafa erf- iðasta aðstöðu fáu úrbætur og við teljum þetta mikið réttlætismál. Afstaða framsóknarmanna í þessu máli og raunar sérstaða þeirra í þessu máli hefur vakið verðskuldaða athygli. Stefán Valgeirsson. Kæli- og frysti- vélaþjónusta Tökum að okkur hönnun, ráðgjöf, uppsetningar, viðgerðir og eftirlit á öllum gerðum kæli- og frystikerfa. Gerum verðáætlanir eða tilboð. Góð þjónusta. Vönduð vinna. i Vélsmiðjan Oddi, Kælideild, sími 21244. Utan vinnutíma: Elias Þorstelnsson, simi 22853 cluC unglingahús- gogn r« Óþrjót- mogu leikar íupp- setn- ingu. QLERARGÖTU 20 — AKUREYRI — SfMI 22233 ♦ U* »R* Ótrúlegt úrval af buxum á dömur og herra. Margar gerðir. Einnig skyrtur, síðar mussur, bolir, nýjar gerðir af „sweat“bolum, vesti, jakkar í „smoking“stíl denimjakkar og denim vesti og margt fleira. Væntanlegar herraskyrtur í vikunni. Skipagötu 5, Akureyri, sími 22150. ÍAi 8 -T DAGUR = ?4, marg.lS??

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.