Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 24.03.1983, Blaðsíða 9
Akureyrar- mót í svigi Akureyrarmót í svigi fyrir börn var haldið í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Var keppt í nokkrum flokkum og urðu sigurvegarar sem hér segir: 7 ára stúlkur: 1. HildurÖ. PorsteinsdóttirKA 69,47 7 ára drengir: 1. Porleifur Karlsson KA 57,51 8 ára stúlkur: 1. Sísí Malmquist Þór 57,85 8 ára drengir: 1. Róbert Guðmundsson Þór 61,45 9 ára stúlkur: 1. Harpa Hauksdóttir KA 50,32 9 ára drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon KA 48,48 10 ára stúlkur: 1. María Magnúsdóttir KA 80,24 10 ára drengir: 1. Magnús Karlsson KA 71,27 11-12 ára stúlkur: 1. Jórunn Jóhannsdóttir Þór 73,66 11-12 ára drengir: 1. Kristinn Svanbergsson KA 64,70 Bræðurnir Alfreð og Gunnar Gíslasynir eru tvær af styrkustu stoðum KR-inga. Koma KR- ingar? Vonir standa til að fyrstu deildar lið KR komi hingað í næstu viku og leiki hér tvo leiki við KA. KR-ingar koma með sitt sterkasta lið, bræðurna Alfreð og Gunnar svo og Danann Anders Dal Nollsen. Leikir þessir verða nánar auglýstir síðar. KA-maðurínn Kjeld Mauritsen I skotfæri. Urslitin áfram um helgina Um næstu helgi heldur áfram úrslitakeppni annarar deildar í handknattleik. Nú verður leikið í Hafnarfirði á heimavelli Hauka. KA á sinn fyrsta leik á föstudagskvöldið við Hauka og hefst hann kl. 20.00. Á laugardaginn kl. 15.15 leika þeir við Breiðablik og síð- an við Gróttu á sunnudag kl. 14.00. Nú er að sjá hvernig geng- ur en eitthvað verða þeir að hala inn af stigum ef þeim á að takast að komast í fyrstu deild. Úrslitakeppnin í 2. deild: KA náði í þrjú Úrslitakcppni annarrar deild- ar hélt áfram um helgina. Þá var leikið í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. KA lék sinn fyrsta leik á föstudagskvöldið við Gróttu. Þessi leikur var mjög jafn allan tímann og nánast jafnt á flestum tölum. A síðustu stundu tókst þó KA að komast yfir en þegar flaut- að var til leiksloka var staðan 19 gegn 18 KA í vil og tvö stig í höfn. Á laugardaginn léku þeir síð- an við Hauka. Þessi leikur varð aldrei spennandi því Haukar höfðu yfirhöndina allan tímann. í hálfleik var staðan 13 gegn 6 Haukum í vil. Síðari hálfleikur- inn gekk hins vegar skár hjá KA en Haukasigur aldrei í hættu og lokatölur urðu því 28 gegn 20. Síðasti leikur KA í þessari umferð var við Breiðablik. Blik- arnir börðust hins vegar eins og Ijón og höfðu þeir yfirhöndina mestallan leikinn. I hálfleik var staðan 11 gegn 8 þeim í hag og um miðjan síðari hálfleikinn var staðan orðin 16 gegn 11 fyrir Breiðablik. Þáfóru KA-strákarnir að berjast eins og Ijón og náðu að jafna þegar að- eins örfáar sek. voru til leiksloka 20 gegn 20. Þá var hins vegar dæmt aukakast á Breiðablik og boltinn barst til Þorleifs sem brunaði fram völlinn og opið markið framundan. Þegar hann fór framhjá vara- mannabekk Blikanna stökk þjálfari þeirra inná og stöðvaði Þorleif. Það þótti KA-mönnum að sjálfsögðu ekki nógu gott, en stig þær fáu sek. sem eftir voru end- uðu með hálfgerðum darraðar- dansi. Leiknum lauk því með jafntefli 20 gegn 20. Þessi úr- slitakeppni er nú hálfnuð og staðan er þannig að KA og Haukar eru efst og jöfn með 11 stig. Breiðablik er með 7 stig og Grótta 2. Næsta umferð verður í Hafnarfirði um næstu helgi. Þórarinn með KA Nýr leikmaður hefur nú hafið æfingar hjá knattspyrnudeild KA. Það er Þórarinn Þórhalls- son sem áður lék með Breiða- bliki. Hann er bróðir þeirra Ein- ars og Hinriks sem báðir hafa leikið með KA. Þórarinnhyggur á nám í matreiðslu hér á Akur- eyri en hann hefur verið mið- vörður í liði Breiðabliks. Hann er því þriðji blikinn sem kemur til Akureyrarfélaganna en þeir Helgi Bentsson og Sigurjón Rannversson hafa báðir gengið til liðs við Þór. Þór tapaði fyrir UMFG og Haukum Þórsarar léku tvo síðustu leiki sína í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik á þessu keppnistímabili nú um helg- ina. Andstæðingar Þórs voru UMFG og Haukar og máttu Þórsarar sætta sig við ósigra í báðum þessum viðureignum. Fyrri leikurinn var gegn UMFG. Sá leikur var lengst af mjög jafn, mesti munur í fyrri hálfleik, fimm stig, en Þór leiddi 28:23 en í leikhléi var saðan 46:43 UMFGívil. Á kafla í síðari hálfleik léku Þórsarar mjög slaklega og það varð til þess að UMFG tók ör- ugga forustu. Komst liðið mest yfir 25 stig en Þórsarar náðu að rétta sinn hlut nokkuð áður en yfir lauk og urðu lokatölur leiks- ins 105:90. Guðmundur Björnsson var stigahæstur Þórsara með 28 stig og lék sinn besta leik með m.fl. til þessa. Eiríkur Sigurðsson var með 27 stig og Konráð Óskkars- son næstur með 15 stig. Þórsarar voru án Jóns Héðins- sonar sem sá sér ekki fært að leika með Iiðinu um helgina og fór liðið ekki neina frægðarför til Hafnarfjarðar á sunnudags- kvöld. Haukar, sem hafa tryggt sér sæti í Úrvelsdeild að ári, fóru á kostum í þessum leik og áttu Þórsarar aldrei neinn möguleika á að halda í við þá. Lokatölur urðu 112:59 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 55:28. í þess- um leik var Eiríkur Sigurðsson stigahæstur Þórsara með 16 stig, Guðmundur Björnsson og Rík- harð H. Lúðvíksson með 10 hvor. Sem fyrr sagði voru þetta síð- ustu leikir Þórs á keppnistíma- bilinu. Liðið hlaut 20 stig í 16 ieikjum og hafnaði í 3. sætinu. Ágætur árangur hjá ungu liði sem hefur sýnt umtalsverðar framfarir í vetur. Utlitið dökkt hjá Þórsstúlkum Guðmundur Björnsson úr 3. flokki skoraði 28 stig gegn UMFG. Seint á föstudagskvöldið léku í fyrstu deild kvenna í handbolta Þór og Víkingur. Þórsstúlkur biðu lægri hlut í þessum leik en þær töpuðu með 15 mörkum gegn 10. Guðrún Kristjánsdóttir var yfirburðamanneskja hjá Þór en hún skoraði 8 mörk. Staða Þórsstúlknanna fer nú að verða mjög slæm og allar horfur eru á falli í aðra deild. gegn Dalvík Á föstudagskvöldið kl. 20.00 leika í þriðju deild í handbolta Þór og Dalvíkingar. Þessi leikur skiptir ekki máli um úrslit deild- arinnar en bæði liðin ætla sér sig- ur og því verður hart barist í höllinni á föstudaginn. Þórs- arar til Dan- merkur Meistaraflokkur Þórs í knatt- spyrnu mun fara til æfinga og keppni til Danmerkur um pásk- ana og leika þar nokkra leiki. Þetta verður gott veganesti fyrir þá fyrir harða keppni fyrstu deildar. Nánar verður sagt frá þessari ferð síðar. 24 mars 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.